Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Það var í nógu að snúast í eldhúsinu á Hrafnistu í gærmorgun en þar
voru bakaðar rúmlega þrjú þúsund vatnsdeigsbollur fyrir bolludaginn í
gær. Virtust allir njóta veitinganna þegar blaðamaður leit inn á Hrafn-
istu við Brúnaveg í Reykjavík. Kristín Guðrún Sigurðardóttir, Anna
Regína Pálsdóttir og Inga Jóhannesdóttir sátu saman í kaffistofunni en
sú síðastnefnda varð 100 ára í fyrra. Anna sagðist aðspurð muna vel eft-
ir bolludeginum sem barn. „Þá var maður með bolluvönd og flengdi alla
á bolludagsmorgun áður en maður fór í skólann,“ segir hún og hlær.
„Maður flýtti sér á morgnana að vekja pabba og mömmu til þess að fá
bollu,“ bætir Kristín við. „Þá voru vatnsdeigsbollur ekki komnar, það
voru bara bakaðar gerbollur.“
„Þetta er mjög gott með kaffinu, allur viðurgjörningur er mjög góð-
ur,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, sem sat á næsta borði, spurður
hvernig honum líkuðu bollurnar með kaffinu. Hann segist hafa borðað
mikið af bollum í æsku og muni vel eftir bollunum sem voru bakaðar
heima.
Þrjú þúsund bollur bakaðar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heimilisfólk á Hrafnistu fékk sér bollur með kaffinu
Erla María Markúsdóttir
Höskuldur Daði Magnússon
Jóhann Ólafsson
„Okkar niðurstaða er að ferill málsins
við úthlutun hafi verið mjög óform-
legur. Við sjáum engin merki um að
þetta mál hafi verið rætt á vikulegum
fundum deildarinnar fyrr en 17. jan-
úar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson
yfirlögregluþjónn á blaðamannafundi
lögreglu í gær.
Á fundinum voru kynntar niður-
stöður skoðunar lögreglunnar á því
sem fór úrskeiðis þegar dróst á lang-
inn að hefja rannsókn á ætluðum kyn-
ferðisbrotum karlmanns, sem starfaði
hjá Barnavernd Reykjavíkur og sem
stuðningsfulltrúi, gegn dreng sem var
átta til 14 ára þegar meint brot voru
framin. Maðurinn er grunaður um
brot gegn átta börnum og er níunda
málið í athugun.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög-
reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,
viðurkenndi að mistök hefðu verið
gerð þegar upplýsingar um viðkom-
andi voru ekki sendar barnaverndar-
yfirvöldum fyrr en í janúar, en það
var kært í ágúst.
Í skýrslunni segir að aðkoma
stjórnar deildarinnar hafi verið
ómarkviss og eðlilegt aðhald ekki fyr-
ir hendi. Stjórnendur hafi þó brugðist
hratt og örugglega við þegar ljóst var
hvers kyns var.
Karl Steinar rakti að tveir hópar
hefðu starfað við innri athugun hjá
lögreglu, annar hefði skoðað feril
allra þeirra 173 mála sem væru á
borði kynferðisbrotadeildar. Niður-
staða þeirrar vinnu er að forgangs-
röðun 18 mála var breytt.
Enginn starfsmaður lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu verður látinn
sæta ábyrgð á þeim mistökum sem
gerð voru. Þess í stað verður kynferð-
isafbrotadeild lögreglunnar styrkt
um sex stöðugildi og yfirstjórn efld.
Forkastanleg vinnubrögð
Sævar Þór Jónsson, lögmaður og
réttargæslumaður drengs sem lagði
fram kæru á hendur umræddum
manni, segir það forkastanlegt að
ítrekuðum tölvupóstum hans til lög-
reglu hafi ekki verið svarað. Á blaða-
mannafundinum í gær kom fram að
það hefði farist fyrir vegna veikinda
lögreglufulltrúa.
„Það er forkastanlegt. Þetta er það
svið hjá lögreglu sem er mjög mik-
ilvægt að það sé virkur samskipta-
máti á milli. Ég ítrekaði þennan póst
og þessu var aldrei svarað og það er
mjög alvarlegt.“
Viðurkenna að mistök voru gerð
Innri athugun lögreglu á máli manns sem grunaður er um kynferðisbrot kynnt Mistök voru gerð
og aðkoma stjórnenda var ómarkviss Réttargæslumaður segir vinnubrögð lögreglu forkastanleg
Morgunblaðið/Eggert
Innri athugun Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Karl Steinar Valsson.
Kröpp lægð með talsverðri snjó-
komu og skafrenningi gengur yfir
landið allt í dag með hvassviðri eða
stormi. Í lægðarmiðjunni er svokall-
að svikalogn svo lægt getur í stutta
stund á meðan hún fer yfir. Lægðin
kemur upp að austan- og suðaustan-
verðu landinu í nótt og til hádegis í
dag og endar norðvestantil um
kvöldmatarleytið þegar hún gengur
til vesturs. Hvassast verður syðst á
landinu. Aðeins dregur úr frosti,
jafnvel frostlaust austan til.
Á miðvikudag kemur önnur lægð
upp að landinu með hvassri austan-
átt og skilum með enn meiri snjó-
komu yfir allt landið. Á fimmtudag
og fram á helgi verður eitthvað
skárra veður þar sem lægðarmiðjan
verður yfir landinu á meðan hún
eyðist og það kólnar.
Enn er töluverð hætta á snjóflóð-
um á Vestfjörðum og nokkur hætta
er á Tröllaskaga og Austfjörðum
vegna mikillar snjókomu og óstöð-
ugleika í snjóþekju. ernayr@mbl.is
Kröpp lægð
með svika-
logni í miðju
Morgunblaðið/Hari
Vonskuveður Snjókoma og ófærð.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Forseti Íslands veitti alls 48 fálka-
orður í opinberri heimsókn sinni til
Svíþjóðar á dögunum. Við sama
tækifæri fengu 16 Íslendingar
Norðurstjörnuorðuna frá Karli
Gústav Svíakonungi. Meðal þeirra
Svía sem fengu fálkaorðuna voru
Lars Lagerbäck, fv. þjálfari ís-
lenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu, Carl Philip prins, Daníel
krónprins, Nanna Hermannsson, fv.
borgarminjavörður í Reykjavík, og
Peter Eriksson,
húsnæðis-
málaráðherra
Svíþjóðar. Einnig
fengu sr. Ágúst
Einarsson og
Ingibjörg Helga-
dóttir hjúkr-
unarfræðingur
fálkaorðu fyrir
störf sín í Sví-
þjóð.
Hefð er fyrir því í heimsóknum
sem þessum á Norðurlöndunum og
víðar að skiptast á heiðursorðum
viðkomandi ríkja. Í þessu tilviki
komu tilnefningar frá Svíum um
hverjir skyldu fá íslenska fálkaorðu
en orður frá gestgjafa fara jafnan til
sendinefndar gestanna, auk ein-
staklinga sem hafa látið að sér
kveða í landi gestgjafans. Tilnefn-
ingar um það komu frá forseta Ís-
lands.
Heimir og Kristinn fengu orðu
Þannig fékk íslenska sendi-
nefndin, sem fór til Svíþjóðar, Norð-
urstjörnuorðu sænska konungsins,
Nordstjärneorden, auk þeirra
Heimis Pálssonar og Kristins Jó-
hannessonar, íslenskufræðinga og
fv. háskólakennara. Heimir og
Kristinn eru búsettir í Svíþjóð.
Íslenska sendinefndin var þannig
skipuð: Guðni Th. Jóhannesson, for-
seti Íslands, Eliza Jean Reid
forsetafrú, Guðlaugur Þór Þórð-
arson utanríkisráðherra, Ágústa
Johnson, framkvæmdastjóri og eig-
inkona utanríkisráðherra, Sturla
Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri í ut-
anríkisráðuneytinu, Örnólfur Thors-
son forsetaritari, Árni Sigurjónsson,
skrifstofustjóri á skrifstofu forseta
Íslands, Borgar Þór Einarsson, að-
stoðarmaður utanríkisráðherra,
Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor
við Háskólann í Reykjavík, Gísli
Sigurðsson, rannsóknarprófessor
við Stofnun Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum, Unnur Anna
Valdimarsdóttir, prófessor við Há-
skóla Íslands, Ragna Þórhallsdóttir,
deildarstjóri á skrifstofu forseta Ís-
lands, Inga Hlín Pálsdóttir, for-
stöðumaður ferðaþjónustu og skap-
andi greina hjá Íslandsstofu, og
Elín Óskarsdóttir, ritari í sendiráði
Íslands í Stokkhólmi.
Lars Lagerbäck fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands veitti 46 Svíum og tveimur Íslendingum fálkaorðu í opinberri heimsókn til Svíþjóð-
ar í janúar Sextán Íslendingar fengu orðu sænska konungsins, þar á meðal íslenska sendinefndin
Lars
Lagerbäck