Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 Snjóblástur Snjó blásið af bílastæði í Kópavogi með til þess gerðu tæki sem er hið mesta þarfaþing þessa dagana. Árni Sæberg Staldraðu við og rifjaðu upp kyn- fræðsluna sem þú fékkst þegar þú varst í grunnskóla. Var kennarinn vandræða- legur þegar hann fletti hratt yfir einu blaðsíðuna í líf- fræðibókinni sem fjallaði um þetta hjartans mál? Kynfræðsla hefur lengi verið bastarður mennta- kerfisins. Þess er þó getið í aðal- námskrá grunnskóla að hana skuli kenna. Það hefur hins vegar gleymst að svara spurningum varðandi hvenær á að kenna kyn- fræðsluna, hver á að kenna hana og hvað á að kenna. Nú í vor stóð Kynís, Kynfræðifélag Íslands, fyrir könnun sem var send á alla grunn- skóla á Íslandi. Þar var kannað hvenær farið var í kynfræðslu, hvað var kennt og hver kenndi það. Svörin voru misjöfn en stað- festu grun þeirra sem stóðu að könnuninni, það er undir hverjum og einum skóla komið að kenna kynfræðslu eins og þeim hentar og þegar þeim hentar. Eigum við að sætta okkur við þetta? Mætti önn- ur grunnfærni líkt og lestur og reikningur lúta sömu lögmálum? Flestir vilja betra fyrir börnin sín en þau upplifðu sjálf og í nútíma- samfélagi hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að sinna kynfræðslu faglega. Hvernig er kynfræðsla í dag? Í 6. bekk hefst formleg kyn- fræðsla með fræðslu frá skóla- hjúkrunarfræðingi um kynþrosk- ann. Einnig er fjallað um kynþroskann í líffræði. Eftir það verður óljósara hvaða kynfræðslu nemendur fá. Misjafnt er hvaða námsefni er notað og hvernig stað- ið er að þeirri fræðslu. Í 9. bekk á skólahjúkrunarfræðingur að koma aftur inn í bekkinn með fræðslu um kynheilbrigði. Þar sem meðal annars er fjallað um kynlíf, kyn- mök, sjálfsvirðingu, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Nemendur virð- ast þó muna best eftir kyn- sjúkdóma- og getnaðarvarna- fræðslunni en takmarkað eftir fræðslu um aðra þætti kynheil- brigðis. Það hlýtur að teljast mik- ilvægt að nemendur fái alhliða fræðslu um kynheilbrigði þar sem lögð er áhersla á samskipti, sam- þykki og sjálfsmynd. Slík fræðsla er ekki síður mikilvæg heldur en fræðsla um kynsjúkdóma og getn- aðarvarnir. Hvað á að kenna í kynfræðslu? Í kynfræðslu á að fjalla um ást- ina, sambönd, kynhneigð, kynvit- und, kynfæri, kynþroska, kynlíf, samþykki, samskipti, klám, sexting og svo margt fleira. Staðreyndin er hins vegar sú að enn er verið að ala á röngum upplýsingum um lík- amann og kynlíf og sést það best á staðreyndavillu um píkuna og hið svokallaða „meyjarhaft“ í líf- fræðibók sem kennd er um allt land og var gefin út árið 2011. Gott kennsluefni er undirstaða góðrar kynfræðslu en fær kennari skapar einnig rými fyrir spurn- ingar frá nemendum og leyfir þeim að móta tímann með sér svo þeirra þekkingarleit stýri virkri umræðu. Hver ætti að sinna kynfræðslu? Til þess að sinna kynfræðslu þarf kennari eða skólahjúkr- unarfræðingur að fá þjálfun í að fjalla um málefni sem mörgum er hugleikið en einnig viðkvæmt og vandasamt að tala um. Sá sem fer með fræðsluna þarf að geta geymt eigin fordóma og kynferðislegar skoðanir, viðhorf og gildi, til þess að geta frætt hispurslaust, af hreinskilni og byggt á gagnreyndri þekkingu. Kynfræðsla er gjarnan á herðum einhvers kennara, skóla- hjúkrunarfræðings og stundum ut- anaðkomandi aðila. Ákjósanlegast er að ein heildræn nálgun sé á hvernig skuli hátta kynfræðslu; hver kennir hvað og hvenær, og að þeirri áætlun sé framfylgt. Af hverju skiptir kynfræðsla máli? Þegar kynfræðsla er nefnd sem þekking sem á að kenna í skóla eru margir því sammála en aðrir segja að þetta muni nú lærast á endanum með því að einfaldlega prófa sig áfram. Því viljum við að kynfræðsla og efnið sem er kennt sé í höndum á fólki sem við treyst- um. Í nágrannalöndum er kyn- fræðsla kennd á öllum skólastig- um, með misjafnri útfærslu, en Holland og Finnland er hvað fremst þjóða í faglegri og mark- vissri kynfræðslu. Hér á landi er- um við arfaslök í að nota smokk- inn, við eigum met í kynsjúkdómum, eins og Embætti landlæknis hefur bent á að undan- förnu, þrátt fyrir þá staðreynd að nemendur muni nær eingöngu eft- ir fræðslu varðandi getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Ásamt því að eiga met í kynsjúkdómum þá fer geðheilsu íslenskra ungmenna hrakandi. Það er mikilvægt að skoða geðheilsu unglinga samhliða kynfræðslu. Brotin sjálfsmynd og slæm líkamsímynd geta leitt til aukinnar áhættuhegðunar hjá ung- lingum, meðal annars hvað varðar áhættusamt kynlíf. Það er því mik- ilvægt að kynfræðslan taki ekki eingöngu á málefnum er varða sjálf kynfærin heldur einnig á um- hverfisþáttum svo sem samskipt- um, samþykki og annarri kynferð- islegri hegðun á samskiptamiðlum. Undanfarin misseri hafa ber- sýnilega sýnt fram á mikilvægi þess að grípa til aðgerða. Kyn- fræðifélag Íslands og Völvan skor- ar hér með á mennta- og menning- armálaráðuneytið að kalla sérfræðinga sem eiga í hlut, að sínu borði til að gera faglega út- tekt og vinna aðgerðaráætlun í kjölfar þeirra niðurstaðna. F.h. Kynís – Kynfræðifélag Ís- lands og Völvan. Stöndum faglega að alhliða kynfræðslu Eftir Sigríði Dögg Arnardóttur og Önnu Lottu Mich- aelsdóttur » Það hlýtur að teljast mikilvægt að nem- endur fái alhliða fræðslu um kynheilbrigði þar sem lögð er áhersla á samskipti, samþykki og sjálfsmynd. Sigríður Dögg Arnardóttir Sigríður Dögg er kynfræðingur og formaður Kynís. Anna Lotta er vinnusálfræðingur og formaður Völvunnar. Anna Lotta Michaelsdóttir Landspítali hefur einsett sér að vera til fyrirmyndar í um- hverfismálum og hef- ur í því skyni sett sér metnaðarfull lofts- lagsmarkmið fram til ársins 2020. Lofts- lagsmarkmiðin taka til alls spítalans og er ætlað að sporna við áhrifum loftslags- breytinga og knýja á um mótvægisaðgerðir sem þjóðir heims, stjórnvöld, fyrirtæki og al- menningur þurfa að grípa til. Landspítalinn stuðlar með setn- ingu loftslagsstefnu að betra um- hverfi og heilsu fyrir komandi kyn- slóðir. Landspítalinn hefur hlotið fjöl- margar viðurkenningar á sviði um- hverfismála. Spítalinn hlaut m.a. samgönguverðlaun Reykjavík- urborgar árið 2014 og kuðunginn, umhverfisverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, árið 2014 fyrir framúrskarandi starf að um- hverfismálum. Árið 2017 var Land- spítali tilnefndur til umhverfis- verðlauna Norðurlandaráðs, en tilnefningin felur í sér mikla við- urkenningu á störfum spítalans á sviði umhverfismála. Ljóst er að Landspítalinn er til fyrirmyndar í viðbrögðum við loftslagsvandanum og starf spítalans ætti að vera öðr- um fyrirtækjum og stofnunum hvatning til þess að setja umhverf- ismál á dagskrá. Loftslagsbreytingar eru ein af helstu áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Ísland hefur einsett sér að vera í far- arbroddi í viðbrögðum við lofts- lagsvandanum og til þess að það takist þurfum við öll að leggjast á eitt. Af því tilefni langar mig að hvetja þær stofnanir sem heyra undir heilbrigðisráðuneytið til þess að móta sér umhverfis- og lofts- lagsstefnur. Margt smátt gerir eitt stórt! Með setningu loftslagsstefnu er bæði mögulegt að hafa jákvæð áhrif á heilsumál starfsfólks, t.d. með samgöngu- samningum, en ekki síst sporna gegn skað- legum umhverfisáhrif- um af völdum rekstr- arins s.s. vegna orkunotkunar, inn- kaupa, matarsóunar og notkunar nauðsyn- legra efna. Loftslagsmál eru nefnilega heilbrigð- ismál. Með setningu árangursmið- aðrar loftslagsstefnu stuðla stofn- anir bæði að bættri heilsu starfsfólks og bættri heilsu þjóð- arinnar til framtíðar. Þrettánda heimsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna kveður á um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Undir þessi markmið höfum við undirgengist og því ber okkur í raun skylda til þess að leggja okkar af mörkum. Rétturinn til hreins loftslags og umhverfis er lýðheilsu- mál sem varðar okkur öll sem sam- félag og í raun heiminn allan. Sam- hent verðum við að takast á við vandann af ábyrgð. Að draga úr loftslagsáhrifum með markvissum hætti með því að ástunda vistvænar samgöngur, skynsamlega orkunýt- ingu og skipuleggja innkaup á mat og vörum er ekki bara brýnt heldur nauðsynlegt. Það gerir Landspít- alinn öðrum til fyrirmyndar. Loftslagsmál eru heilbrigðismál Svandís Svavarsdóttir Svandís Svavarsdóttir » Landspítalinn stuðl- ar með setningu loftslagsstefnu að betra umhverfi og heilsu fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Þau mistök urðu við vinnslu Morgun- blaðsins í gær að eldri pistill Svandís- ar var endurbirtur. Um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum er pist- illinn, sem átti að birtast á leiðaras- íðunni í gær, birtur hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.