Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018
Gæðafiskur
Kæliþurrkaður
harðfiskur sem
hámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur
84%prótein.
Einfaldlega hollt og
gott snakk
84% prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Egill Bjarnason, sjálfstætt starfandi blaðamaður, á 30 ára af-mæli í dag. Hann starfar mest fyrir AP-fréttastofuna, en hef-ur einnig verið að skrifa fyrir New York Times, Al Jazeera,
Lonely Planet og kanadíska tímaritið Hakai, sem fjallar um málefni
hafsins.
„Það hefur einhvern veginn æxlast þannig að ég fór að skrifa um
málefni Íslands fyrir erlendu pressuna. Ég var í námi í heim-
ildamyndagerð í Kaliforníuháskóla, kom heim árið 2015 og fór í fram-
haldinu að aðstoða hina og þessa að taka upp sjónvarpsþætti og sá að
það væri grundvöllur fyrir því að það að einhver með aðsetur hér á Ís-
landi skrifaði fyrir erlenda miðla.
Ísland er ekki alltaf í heimsfréttunum og AP-fréttastofan þarf ekki
að fjalla um Ísland, en þykir það gaman og finnst það auka gildi
fréttastofunnar. Svo er alltaf eftirspurn eftir góðum sögum. Það eru
ákveðnar klisjur til um Ísland og oft fjallað um það sama og ég hef
reynt að leggja mig eftir að bæta við þá flóru. Það hefur margt verið
að gerast á árinu. Það er gríðarlegur áhugi á Íslandi ári út af HM í
fótbolta, og svo var ég í síðustu viku suður með sjó að fjalla um raf-
myntina bitcoin og námugröftinn á henni sem mun nýta jafnmikla raf-
orku og öll íslensk heimili á þessu ári.
Í tilefni afmælisins er Egill búinn að lofa sambýliskonu sinni að taka
sér frí í dag. „Við eigum von á erfingja í næsta mánuði og ætlum að
gera það sem við munum ekki hafa tækifæri til þegar barnið er komið
í heiminn, eins og að fara í bíó eða leikhús og förum út að borða.“
Sambýliskona Egils er Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir mannfræð-
ingur og foreldrar Egils eru Bjarni Harðarson bóksali og Elín Gunn-
laugsdóttir tónskáld.
Í Gröndalshúsi Egill leigir skrifstofu í húsinu en það var flutt í Grjóta-
þorpið og opnað í fyrra, en þar skrifaði Benedikt Gröndal Dægradvöl.
Skrifar um Ísland
fyrir erlenda miðla
Egill Bjarnason er þrítugur í dag
E
inar Hannesson er
fæddur í Reykjavík
13.2. 1928 og er nú bú-
settur í Kvosinni.
Hann hefur verið
Vesturbæingur í anda alla ævi, þrátt
fyrir að hafa byggt sér heimili í Smá-
íbúðahverfinu árið 1953 og átt þar
heima í 53 ár.
Einar ólst upp við Ránargötuna í
Vesturbæ Reykjavíkur, gekk í Mið-
bæjaskólann og útskrifaðist úr Sam-
vinnuskólanum 1947.
Einar var ráðinn til embættis
veiðimálastjóra sama ár. Hann var
fulltrúi veiðimálstjóra eftir náms-
dvöl í Noregi 1951, starfaði hjá
Veiðimálastofnun í 41 ár, lengst af
sem skrifstofustjóri. Árið 1988 varð
Einar framkvæmdastjóri hjá Lands-
sambandi Veiðifélaga og vann þar til
ársloka 2003.
„Ég er við hestaheilsu miðað við
aldur. Samt farinn að tapa heyrn og
hef verið með lélega sjón vegna
augnbotnahrörnunar í þónokkur ár.
Heyrnin er í raun háð hleðslunni á
batterímu, því heyrnartækin mín
eru ágæt, segir Einar og hlær. Og ef
hnén gefa sig má alltaf fara og fá
búnað hjá Össuri til að hjálpa til við
gönguferðir.
Annars er ég vel kominn með bú-
setu í Kvosinni, kominn aftur í Vest-
urbæinn og sæki góða þjónustu í
Þorraseli á Vesturgötu 7. Hin síðari
ár hef ég aðallega ferðast með góðri
vinkonu minni, Birgittu Puff. Að
sjálfsögðu er félagsskapurinn hjá
Bindindishreyfingunni líka í fyr-
Einar Hannesson, fyrrv. fulltrúi – 90 ára
Á sögufrægum stað Einar Hannesson og Birgitta Puff njóta veðurblíðunnar á fallegum haustdegi.
Kominn aftur í Vestur-
bæinn eftir 53 ár
Stoltur afi Einar með yngsta lang-
afabarninu Helenu Dís.
Reykjavík Hulda Ingi-
björg fæddist á Akranesi
29. júlí 2017 kl. 6.13. Hún
vó 3.840 g var og 50 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Kristjana Pálsdóttir
og Böðvar Steinþórsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is