Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.02.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2018 HB-System ABUS kranar í öll verk Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is Stoðkranar Brúkranar Sveiflukranar Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, hafði í nógu að snúast á Akur- eyri á laugardaginn. Mætti þar á nokkrar samkomur, sem höfðu verið skipulagðar og bætti einni við eftir að ljóst var að hann kæmist ekki aft- ur heim um kvöldið.    Guðni hugðist fljúga norður á laugardagsmorgun en ófært var þá leið svo brunað var af stað á jeppa- bifreið embættisins í bítið og komið á áfangastað í tæka tíð áður en sam- koma á vegum verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju hófst um hádegi.    Hóf Einingar-Iðju í menningar- húsinu Hofi var haldið í tilefni út- komu bókarinnar Til starfs og stórra sigra – Saga Einingar-Iðju 1906- 2004, eftir Jón Hjaltason sagnfræð- ing. Forsetinn flutti ávarp og fékk afhent fyrsta eintak bókarinnar.    Útgáfudagur var valinn 10. febrúar vegna þess að þann dag fyr- ir 55 árum sameinuðust Verka- kvennafélagið Eining og Verk- mannafélag Akureyrarkaupstaðar.    Bókasöfn á félagssvæði Ein- ingar-Iðju fengu öll að gjöf eintök af bókinni og verkalýðsfélagið notaði tækifærið og afhenti einnig fjórar peningagjafir; alls fjórar milljónir króna. Eina milljón hvert, fengu Krabbameinsfélag Akureyrar og ná- grennis, Grófin – geðvernd- armiðstöð, Endurhæfingardeild SAk á Kristnesi og Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi.    Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri afhentu stofnuninni síð- degis á laugardag svokallaða ferða- fóstru, sjúkraflutningatæki fyrir börn. Forseti lýðveldisins var við- staddur athöfnina á SAk og skoðaði stofnunina í leiðinni í fylgd forstjóra og annarra stjórnenda.    Gamla ferðafóstran sem sjúkra- húsið átti hafði þjónað hlutverki sínu vel en var komin mjög til ára sinna.    Jóhannes Gunnar Bjarnason, formaður Hollvinasamtakanna, segir „fóstruna“ fullkomna gjörgæsluein- ingu til flutninga á mikið veikum börnum, m.a. nýburum. „Tækið er í raun hannað af starfshópi á SAk og komu margir að. Það var sett saman að ósk hópsins, en í því er önd- unarvél, hitakassi, lyfjadælur, móni- torar og fleira. Þetta er mikil bylting fyrir starfsfólk sjúkrahússins og þá sem koma að sjúkrafluginu,“ sagði Jóhannes. Tækið kostar á bilinu 28 til 30 milljónir króna.    Hátíðarsýning var í Hofi síðdeg- is á laugardag á teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn og þangað mætti forseti lýðveldisins. Tónlistin er eftir Akureyringinn Atla Örv- arsson, Sinfóníuhljómsveit Norður- lands lék og tekið var upp í Hofi.    Þar sem ófært var suður á laug- ardagskvöld notaði Guðni Th. tæki- færið og sá frumsýningu Leikfélags Verkmenntaskólans á Ávaxtakörf- unni. Á sunnudagsmorgun var hann svo í Eurovision-messu í Akureyr- arkirkju áður en ekið var suður á ný. Ljósmyndir/Þorgeir Baldursson Ferðafóstra Bjarni Jónasson, forstjóri SAk, Guðni Th. Jóhannesson, for- seti Íslands, og Jóhannes Bjarnason, formaður Hollvinasamtaka SAk. Forseti Íslands á ferð en þó ekki flugi Sagan Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju, Jón Hjaltason, Guðni Th. Jóhannesson og Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju. Garðabær, lögreglan á höfuðborgar- svæðinu og Neyðarlínan ohf. undirrita á morgun samkomulag vegna kaupa, uppsetningar og reksturs öryggis- myndavélakerfis í Garðabæ. Kerfinu er „eingöngu ætlað að þjóna þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila og fer um notkun þess og aðgang að gögnum úr kerfinu samkvæmt reglum lögreglu og Persónuverndar,“ að því er segir í samkomulaginu sem kynnt var í bæjarráði 30. janúar sl. Garðabær mun kaupa öryggis- myndavélarnar og sjá um uppsetn- ingu þeirra. Þær verða vel merktar með viðvörunum um rafræna vöktun í samræmi við lög um persónuvernd. Hefur þegar sannað gildi sitt Ein eftirlitsmyndavél er á Álftanesi og hefur hún sannað gildi sitt, að sögn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ. Íbúar á Álftanesi óskuðu eftir myndavélaeftirliti við leiðirnar inn í hverfið. Gunnar sagði að eftir væri að ræða við lögregluna um hvað væri skynsamlegt að setja upp marg- ar vélar og hvar í bænum. Einnig væri eftir að ræða hvenær ætti að setja myndavélarnar upp. „Við eigum eftir að taka formlega pólitíska ákvörðun um að fjölga vél- unum en ég skynja að það er almennur vilji fyr- ir því. Það þarf að ræða hversu víð- tækt þetta á að vera og við mun- um taka tillit til ábendinga lög- reglunnar. Við fjármögnum þetta en getum ekki sótt upplýsingarnar í myndavélarnar. Lögreglan sér um það,“ sagði Gunn- ar. Hver eftirlitsmyndavél mun kosta um 1,5 milljónir með uppsetningu. Lögreglan ákveður staðsetningu myndavélanna og útvegar búnað til að taka við merkjum úr þeim, upp- tökubúnað og varðveitir upptökurnar samkvæmt gildandi reglum og fyrir- mælum Persónuverndar. Hún annast einnig vöktun á myndefninu og tekur ákvörðun um aðgang annarra neyð- araðila að því í rauntíma. Neyðarlínan sér um samskipti og samninga við eigendur fasteigna vegna uppsetningar myndavélanna. Hún aðstoðar einnig við uppsetningu og viðhald og ber ábyrgð á flutningi merkis frá myndavélunum til lögregl- unnar. gudni@mbl.is Öryggismynda- vélar í Garðabæ  Skrifa undir samkomulag á morgun Gunnar Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.