Morgunblaðið - 15.02.2018, Side 15

Morgunblaðið - 15.02.2018, Side 15
Rússneska fyrirtækið reisir stál- grindahús fyrir verksmiðjuna, en Ís- lendingar smíða öll tæki og setja verksmiðjuna sjálfa upp sem og raf- kerfi í húsið. Innifalið í því er mikill og flókinn búnaður; færibönd, fryst- ar, kælibúnaður, flokkunarkerfi, skammtarar, pokavélar og marg- vísleg stjórntæki sem bjóða upp á talsverða sjálfvirkni. 70 daga að flytja búnaðinn Alls er reiknað með að um 90 gámar af tækjum og tólum verði fluttir til Shikotan, þar af flestir frá Íslandi. Ráðgert er að búnaðurinn fari héðan í gegnum Súez-skurðinn til Pusan í Suður-Kóreu og þaðan til Shikotan, en ekkert skipafélag getur flutt búnaðinn alla leið á endastöð. Gámana mun kaupandi væntanlega kaupa eða leigja til að komast hjá því að umhlaða í Pusan. Það gæti tekið um 70 daga að koma farminum frá Íslandi á áfangastað. Flestir verða starfsmenn íslensku fyrirtækjanna trúlega um eða yfir 50 á Shikotan í sumar. Starfa þeir sam- hliða starfsmönnum Gidrostroy við uppsetningu á tækjum og búnaði. Svo austarlega er Shikotan að tólf klukkutímum munar á tímanum hér- lendis og á Kúrileyjum. Aftur hafa vegalengdir mikil áhrif við skipulagningu á ferðamáta starfsmanna austur á Kúrileyjar en miðað er við að flogið verði frá Keflavík til Vladivostok. Þaðan verði flogið til Sakhalin-eyju og lokaáfang- ann verður væntanlega siglt til Shik- otan, en þar er ekki flugvöllur. Reiknað er með að ferðalagið hvora leið taki að lágmarki tvo og hálfan sólarhring. Auk venjulegrar vega- bréfsáritunar þarf leyfi frá rúss- neska hernum til að fara til Shik- otan. „Verksmiðjan verður gríðarleg lyftistöng fyrir mannlífið á eyjunni og mun skapa þar mikilvæg störf,“ er haft eftir Alexander Verkhovksy eiganda Gidrostroy í fréttatilkynn- ingu. Hann segir ennfremur að eftir að hafa skoðað verksmiðjur víða um heim hafi verið augljóst að skipta við íslensku félög. Fleiri verkefni í skoðun Ingólfur Árnason segir að fyrir- tækið hafi í nokkurn tíma unnið að verkefnum í Rússlandi, á eigin veg- um og með Knarr Maritime, en Frost og Rafeyri eru einnig hluti af því samstarfi. Það starf hafi m.a. skilað sér í samningnum um smíði uppsjávarfrystihússins í Shikotan. „Verkefnið er stórt og mikilvægt fyrir bæði Gidrostroy og okkur, en þetta byrjaði allt síðasta vor þegar við seldum og afhentum kerfi þar sem okkar lausn innihélt meðal ann- ars flokkara frá íslenskum sam- starfsaðila okkar, Style,“ er haft eftir Ingólfi í fréttatilkynningu. „Reynslan af því verkefni var einfaldlega þann- ig að báða aðila langaði að vinna meira saman.“ Ingólfur segir að fleiri verkefni á þessu svæði austast í Rússlandi séu til skoðunar. Ríkið hafi fært hluta aflaheimilda til fyrirtækja sem eru að fjárfesta og byggja skip og vinnslur og tekið af þeim sem gera það ekki. Ýmsir möguleikar geti því verið í Rússlandi á næstu árum og segir Ingólfur að íslensku fyrirtækin hafi áhuga á að taka þátt í þeirri nú- tímavæðingu. Shikotan og Kúrileyjar SHIKOTAN Okotskhaf Kyrrahaf J A P A N HOKKAÍDÓ Sapporo Petropavlovsk- KamcatskijSAKHALIN KAMTSJATKA- SKAGI R Ú S S L A N D K Í N A Vladivostok K Ú R I L E YJ A R Kúrileyjar eru 1.200 km langt belti 56 eyja sem liggja frá suðurodda Kamtsjatka-skag- ans í Rússlandi að Hokkaídó-eyju í Japan FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Kælismiðjan Frost á Akureyri hefur vaxið hratt á síðustu árum og nú eru starfsmenn fyrirtækisins hátt í 70. Fyrirtækið var með starfsstöðvar á Akureyri og í Garðabæ, en festi nýlega kaup á fyrirtækinu Frostmarki í Kópavogi og hafa starfsstöðvar þar og á Selfossi bæst við. Guðmundur Hannesson, sölu- og markaðsstjóri Frosts, segir að síðustu vikur hafi starfsmenn verið önnum kafnir við að framleiða bún- að fyrir stóru uppsjávarverksmiðj- una í Færeyjum, en það er stærsta verkefni fyrirtækisins til þessa. Þau tæki fari í skip í vikunni og byrjað er að taka inn búnað sem verður notaður í verksmiðjuna í Rússlandi, en Frost stendur að því verkefni ásamt Skaganum 3X og Rafeyri. Framleiðsla, smíði á samstæðum og samsetning byrjar strax í næstu viku. „Þetta verkefni verður ekki einfalt í framkvæmd og þarf mikið ferli til að allt gangi upp,“ segir Guðmundur. „Ferðalagið fyrir starfsmenn í áfangastað á Shikotan tekur 3-4 daga. Ég reikna með að í fyrstu lotunni frá miðjum maí til 1. september verði 15-20 starfsmenn okkar samtímis í Rússlandi en í byrjun september er fyrirhugað að setja stærstan hluta af frystikerf- unum í gang. Úthaldið hjá hverjum hópi verður fimm vikur, þ.e. fjórar vikur á Shikotan og við reiknum með einni viku í ferðalög fram og til baka.“ Guðmundur segist bjartsýnn þó svo að verkefnið verði án efa krefj- andi fyrir mannskapinn í ólíku um- hverfi á Shikotan. Hann segir að samstarfið innan Knarr sé að nýtast mjög vel og hafi í raun rutt brautina inn á þennan markaði. aij@mbl.is Hvert stórverk- efnið af öðru  Fimm vikna út- hald  Fjölgun starfsmanna Frosts Frost Unnið við olíukælikerfi sem fer til Færeyja í næstu viku. Guðmundur Hannesson Kringlunni 4c – Sími 568 4900 20%AFSLÁTTUR AF ÖLLUMVÖRUM Í dag 15. febrúar – opið til kl. 22 Konukvöld í Kringlunni Glæsilegt úrval af gallabuxum Lagning ljósleiðara í dreifbýli Reykjavíkur til að tryggja öruggt netsamband er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg. Auglýst er eftir: A. Aðila, eða aðilum, sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratengingu eða annarri a.m.k. 100Mb/s þráðbundinni netþjónustu utan þéttbýlis í Reykjavík á næstu þremur árum á markaðslegum forsendum. B. Hæfum aðila, eða aðilum, til að taka að sér að byggja upp ljósleiðarakerfi með stuðningi frá opinberum aðilum og e.t.v. reka til framtíðar, komi til þess að enginn aðili svari lið A hér að ofan. Þeir sem óska eftir stuðningi skulu uppfylla tilteknar kröfur um fjarskiptaleyfi, fjárhagslegan styrk, reynslu af uppbyggingu og rekstri sambærilegra kerfa, raunhæfa verkáætlun o.fl. C. Eiganda mögulegra fyrirliggjandi fjarskiptainnviða á ofangreindu svæði í Reykjavíkurborg sem er tilbúinn að leggja þá til við uppbygginguna gegn endurgjaldi sem bjóðist öllum sem lýsa yfir áhuga á uppbyggingu samkvæmt B. hér að ofan á jafnræðisgrundvelli. Áhugasamir skulu senda tilkynningu til EFLU verkfræðistofu á netfangið kristinn.hauksson@efla.is fyrir kl. 12:00 þann 22. febrúar 2018. Í tilkynningunni skal koma fram nafn og kennitala aðila, auk upplýsinga um ofangreint eftir því sem við á. reykjavik.is/uppbygging-fjarskipta Uppbygging fjarskiptainnviða Markaðskönnun vegna innkaupa Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.