Morgunblaðið - 15.02.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.02.2018, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hjálpar-samtökbyggja starfsemi sína á trausti. Þau leita á náðir almennings um framlög og þeir sem gefa verða að geta treyst því að fjármunirnir skili sér til góðra verka. Oxfam heyrir til þekktari hjálparsamtaka. Samtökin gagnrýna ójafnrétti um allan heim og misskiptingu auðs. Þau segjast „vinna með fólki, sem býr við fátækt og leitast eftir því að njóta mannrétt- inda, fá að lifa með reisn sem fullgildir borgara og taka stjórn á lífi sínu“. Nú hljómar þetta sem skelfi- leg öfugmæli. Eftir að jarð- skjálftinn reið yfir Haítí árið 2010 með þeim afleiðingum að allt að 300 hundruð þúsund manns létu lífið gerðu starfs- menn samtakanna sig seka um hrottalegt kynferðislegt of- beldi gagnvart konum og jafn- vel börnum. Yfirmennirnir voru atkvæðamestir. Í fréttaskýringu á mbl.is var framferði þeirra lýst þannig að þeir hefðu beitt forréttindum sínum til að lokka til sín snauða eyjaskeggja. Yfirmaður að- gerða Oxfam á Haítí, Roland van Hauwermeiren, mun hafa verið ásakaður um sams konar framferði áður, en var engu að síður sendur á vettvang. Oxfam gerði innanhúsrann- sókn og var sex starfsmönnum sagt upp og þremur boðið að segja upp sjálfir. Málið var hins veg- ar þaggað niður. Áhrif þagnarinnar eru hrollvekjandi. Hauwermeiren hélt til starfa í Líb- eríu á vegum bresku velgjörðarsamtakanna Merlin og var kvartað undan honum þar. Bresk stjórnvöld hafa nú lýst yfir því að þau muni slíta öll tengsl við góðgerðarstofn- anir sem hylmi yfir kynlífs- hneyksli. „Ef þið greinið ekki frá öllum alvarlegum atvikum eða ásökunum, sama hversu skaðlegar þær eru orðspori ykkar, getum við ekki unnið með ykkur,“ sagði Penny Mor- daunt, ráðherra alþjóðlegra þróunarmála í bresku stjórn- inni, í gær. Í fyrra fengu sam- tökin 4,5 milljarða króna frá breskum stjórnvöldum og rúma þrjá milljarða frá Evr- ópusambandinu. Haítí er fátækasta landið í þessum heimshluta og völd hjálparsamtaka eru þar mikil. Hjálparstarfsmenn koma með fullar fúlgur fjár inn í land þar sem 60% íbúa lifir á minna en tveimur dollurum á dag. Með því að níðast á konum og börn- um brutu starfsmenn þeirra gegn þeim markmiðum, sem þeir áttu að hafa að leiðarljósi, fullvissir um að þeim yrði aldr- ei refsað. Sýndu þeir rétti og reisn fórnarlambanna sömu lít- ilsvirðingu og þeir sem sam- tökin gagnrýna hvað harðast. Starfsmenn Oxfam notuðu vald sitt til að níðast á þeim sem þeir áttu að vera að hjálpa} Glæpir í skjóli góðverka Evrópusam-bandið ákvað á mánudaginn var, að vara tyrknesk stjórnvöld sérstak- lega við því að þau yrðu að virða réttindi Kýpur og forðast aðgerðir sem myndu auka á spennu á milli sam- bandsins og Tyrkja. Meðal spennuvalda voru taldar hót- anir Tyrkja gegn Kýpverjum og hagsmunum þeirra. Ástæðan fyrir því að Evr- ópusambandið taldi sig knúið til að bregðast við með þessum hætti er sú að Tyrkir hafa verið að færa sig talsvert upp á skaftið að undanförnu á haf- svæðinu umhverfis Kýpur. Þeir neita að viðurkenna efnahags- lögsögu eyjarinnar, þar sem hún taki ekki nægt tillit til hagsmuna norðurhluta eyj- arinnar, sem hertekinn var af Tyrkjum fyrir 44 árum. Þannig stöðvuðu tyrknesk herskip í liðinni viku ítalskt skip, sem var að reisa olíu- borpall innan kýpverskrar lög- sögu, með þeim orðum að tyrk- neski sjóherinn ætlaði sér að hefja þar heræfingar bráðum. Þá hafa tyrknesk yfirvöld mótmælt olíuborun á svæðinu þar sem hún „grafi undan réttindum Kýpur- Tyrkja“. Kýpur-Grikkir hafa fyrir sitt leyti mótmælt þessum aðförum Tyrkja og varað við því að þær gætu teflt hugsanlegum frið- arviðræðum um framtíð eyjar- innar í hættu, en vonir stóðu til að þær myndu hefjast á ný síð- ar á þessu ári. Ljóst er að aðgerðir Tyrkja munu ekki hjálpa til við að lægja öldur á þessum slóðum, nema síður sé. Eftir er að sjá hvort Evrópusambandið gerir meira í málinu en að senda frá sér ofangreinda aðvörun. Sam- bandið er í þröngri stöðu gagn- vart Tyrkjum, ekki síst vegna innflytjendamála, en sá tími gæti þó komið að það teldi sig þurfa að stíga fastar til jarðar vegna aðgerða Tyrkja gagn- vart Kýpur. Tyrkir færa sig upp á skaftið gagnvart Kýpverjum} Nágrannaerjur í vændum? R eglulega fer af stað umræða um starfskjör alþingismanna og ráðherra. Það er ekkert óeðli- legt að ræða það en stundum finnst mér umræðan mjög ósanngjörn og á röngum forsendum. Nú er það akstur Ásmundar Friðrikssonar sem er afar virkur þingmaður og duglegur að fara um sitt kjördæmi. Ekki sýnist mér að hann hafi neitt til saka unnið annað en að fara eftir þeim reglum sem gilda um þingmenn nema kannski að hafa verið of duglegur að fara um sitt kjördæmi. Gallinn við starfskjör alþingismanna er að þau eru of flókin í mörgum tilfellum, þ.e. of margar aukagreiðslur. Þetta þarf að einfalda. Fyrir nokkru var reglum breytt þannig að alþingismenn fengu sömu eða svipuð hlunn- indi og opinberir starfsmenn eru með í sínum samn- ingum. Þá ætlaði allt um koll að keyra. Hvers vegna ekki að ákveða að laun alþingismanna skuli aldrei vera lægri en laun forseta Alþýðusambands Íslands og um þá gildi sömu reglur og forseta ASÍ hvað varðar hlunnindi o.þ.h.? Þannig væri komið viðmið við þann sem gæta á hagsmuna almenns launafólks. Starfskjör alþingismanna á að einfalda og bæta. Al- þingismaður er ráðinn tímabundið til fjögurra ára (skemur undanfarið!). Um leið og hann tekur sæti á Alþingi er hann búinn að gera sig að opinberri persónu, friðhelgin er mikið til far- in. Hann veit kannski ekki á sínum fyrsta degi að vinnan er ekki frá 8-5, hún er alla daga, allan sólar- hringinn, allt árið. Þingmaðurinn fær símtöl á öllum tímum sólarhings. Frá kjósendum, fjölmiðlum, drukknu fólki, fólki í neyð, flokksfélögum o.s.frv. Hann leggur ekki símann frá sér kl. 17. Eða skilur vinnuna eftir við Austurvöll. Þingmaðurinn er alltaf í vinnunni. Hann fer ekki í sumarfrí án þess að hafa símann með eða skoða tölvupóstinn, það er alltaf hægt að ná í hann, líka á Tenerife. Yfir sumarmánuðina er hann að sinna kjör- dæminu, mæta á hátíðir, halda ræður, funda með kjósendum o.fl., alltaf með símann við höndina. Meðan starfsbræður alþingismanna í mörg- um vestrænum ríkjum hafa sérstaka starfs- menn til að kynna sér mál og rannsaka hefur íslenskur þingmaður enga slíka starfsmenn. Ég er því afar ósammála þeim sem blöskrar starfskjör alþingismanna. Miðað við vinnuna og starfsaðstæður. Það má hins vegar einfalda starfskjörin og gera þau gegnsærri en um leið þarf að bæta þau. Ég held reyndar að víða í stjórnkerfinu megi finna fólk með umtalsvert betri starfskjör en þeir sem vinna við löggjafarsamkom- una. Hugmyndin með forseta ASÍ er kannski ekki svo vit- laus? Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Starfskjör alþingismanna Höfundur er alþingismaður Miðflokksins fyrir Suðvesturkjördæmi. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Íbúar í Sandgerði og Garðigreiða í næsta mánuði atkvæðium nafn á sameinað sveitarfé-lag sem nær yfir bæði þessi byggðarlög. Í viðhorfskönnun sem efnt var til var óskað eftir að íbúar sendu tillögur um nöfn. Sá frestur rann út síðastliðinn mánudag og nú verður valinn hluti tillagnanna, sem voru alls 300, og sendur Örnefna- nefnd til umsagnar. Þær tillögur sem nefndin samþykkir verða svo væntan- lega þeir kostir sem íbúar geta kosið um. Skilyrt er að hvorugt núverandi nafna sveitarfélaganna kemur til greina. Sameining Sandgerðis og Garðs var samþykkt í kosningum í nóvember sl. og síðan þá hefur verið unnið að útfærslu ýmissa mála sam- einingu viðvíkjandi. Sett var á lagg- irnar sérstök nefnd skipuð þremur bæjarfulltrúum og bæjarstjóra af hvorum stað og þar hafa verið lagðar línur um framhaldið. Framlag frá ríkinu Í heimanmund frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fær nýtt sveitarfélag 100 milljón króna framlag frá ríkinu til að endurskipuleggja stjórnsýslu og þjónustu auk þess sem 294 milljónum króna verður veitt til að jöfnunar skulda. „Fyrir liggur að starfsemi grunnskólanna verður óbreytt, en eft- ir er að ákveða hvernig stjórnsýslunni verður fyrir komið,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Sveitarfé- laginu Garði. Talverð vinna liggur í því að sam- eina ýmis þau kerfi sem sveitarfélögin eru með í rekstri, svo sem í bókhaldi, skjalavörslu og launavinnslu. Einnig eru gjaldskrár yfirfarnar og verða samræmdar. Nýtt sameinað sveitar- félag tekur til starfa í byrjun júní og ný bæjarstjórn ætti því að taka við skýrum valkostum. Sandgerðisbúar eru í dag um 1.780 og rúmlega 1.600 búa í Garði. Milli staða eru 5 kílómetrar. Að- stæður í þessum sveitarfélögum eru um margt áþekkar, en fjárhagsleg staða þeirra ólík, Garðinum í vil. „Sameining skilar ekki beinum sparn- aði í bráð. Hins vegar verður hægt að bæta þjónustu við íbúa, enda hefur það frá upphafi verið leiðarljósið í sameiningarvinnunni,“ segir Magnús. 300 tillögur um nafn á sveitarfélagið bárust Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjávarþorp Sandgerðisbúar eru 1.780 og rúmlega 1.600 manns búa í Sveitarfélaginu Garði, þaðan sem þessi mynd er af byggð á fjörukambi. „Starfsfólk sveitarfélaganna er jákvætt fyrir þeim breytingum sem framundan eru og finnst verkefnið vera áhugavert,“ segir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði. „Hafin er vinna með starfólki vegna þeirra breytinga sem sameiningin hefur í för með sér. Virk þátttaka starfsfólks og jákvæðar undirtektir þess eru mjög þýðingarmikill þáttur í að breytingaferlið gangi vel og nýtt sveitarfélag fari vel af stað.“ Að geta eflt þjónustu við íbúana er talinn vera einn helsti ávinningurinn með sameiningu Garðs og Sandgerðis. Í því efni nefnir Sigrún Árnadóttir til dæm- is skóla- og velferðarmál, svo sem eflda sérfræðiþjónustu á þeim sviðum. Þá muni verða kleift að setja meiri kraft í lýð- heilsu- og forvarnamálin sem hafa verið ofarlega á blaði í sveitarfélögunum tveimur. Einnig verði hægt að bæta ýmsa innviði í tengslum við ferðaþjónust- una. Verk- efnin þar sem bæta þurfi úr og gera betur séu óend- anlegur listi. „Engum starfsmanni sveitarfélag- anna verður sagt upp vegna sam- einingar sveitarfélaganna, en nú er í skoðun hvar hinar ýmsu starfsstöðvar verða. Afgreiðsla fyrir stjórnsýsluna verður á báð- um stöðum en starfsstöðvum velferðarþjónustu, skipulags- og byggingarfulltrúa og annars slíks þarf velja stað í öðru hvoru byggðarlaginu en það ræðst eftir því til dæmis hvar hentugt hús- næði býðst,“ segir Sigrún Árna- dóttir. Undirtektir eru jákvæðar STARFSFÓLK TEKUR VIRKAN ÞÁTT Í SAMEININGARSTARFI Sigrún Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.