Morgunblaðið - 15.02.2018, Page 23

Morgunblaðið - 15.02.2018, Page 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Eðlileg krafa þegna er að stjórnvöld tryggi af fremsta megni ör- yggi þeirra gegn ógn af fjandsamlegum hernaðaraðgerðum og hryðjuverkum. Við hafa bæst tölvuárásir á seinni árum og að virðist margvísleg önnur hátækni- og geimvísindaleg vopn með ótrúlegum eyði- leggingarmætti. Sé það ómaksins vert að vekja máls á því sem getur verið kveikur að nýrri styrjöld, er væntanlega ekki um annað að ræða en að rifja upp afstöðu Íslendinga til öryggis- og varnarmála í gegnum tíðina. Þrætueplið hér var síður um þá ógn, sem kallaði á að öryggið væri tryggt með setu amerísks herliðs, heldur öllu fremur hve fjöldi þeirra og mikil mannvirkjagerð truflaði þjóðlífið. Það var hlutverk okkar sem höfum verið fulltrúar hjá NATO að fylgjast með ógninni, sem annars væri einskonar trúnaðarmál. Ísland var vissulega skotmark eld- flauga Sovétríkjanna úr lofti og sjó og tilefni tundurduflalagnanna kringum okkur, ef herða skyldi ól- ina. Það var ekki vegna tímabund- inna varna NATO/Bandaríkjanna hér, heldur varanlegrar strateg- ískrar legu landsins. Okkur Róbert Trausta Árnasyni, sem vorum fulltrúar í NATO-ráðinu á sínum tíma, eru minnisstæð ummæli aðal- framkvæmdastjórans, Manfreds Wörner, í þá veru. Í nýlegum heimildarmyndum RÚV um varnarliðið endurspegl- aðist þetta viðhorf lengstum með þeim hætti, að fyrir Íslendinga sner- ust varnir landsins aðallega um verktöku og einkaaðstöðu íslenskra aðila. Breyting verður á undir lokin þegar Rumsfeld varnarmálaráð- herra hafði fávíslega ákveðið að virða að vettugi ósk íslenskra stjórnvalda um að hér yrði áfram fá- menn herstöð með fjórum F-15 orrustuþotum og flugbjörgunar- sveit. Þar með hefðu landvarnir okk- ar, eins og annarra, stöðugt verið sýnilegar, sem var kjarni málsins. Annars féllu athyglisverð ummæli í síðasta RÚV-þættinum um samn- ingana 2006, sem vekja spurningar við þá Bandaríkjamenn sem þetta þekkja. Svo var að skilja af banda- ríska samningamanninum Brzez- inski að Íslendingar hefðu átt þess kost að ræða lausn á þyrluvanda flugbjörgunarsveitarinnar og að betra hefði verið að undirbúa samn- ingana. Sé þetta rétt skilið, átti það að breyta einhverju um brottförina? Vert að rifja það upp, að ákvörðun um landvarnir lét ekki standa á sér þegar Ísland varð fullvalda ríki í heimsstyrjöldinni. Ekki gat verið um það að ræða að okkar 130.000 manna og fátæka þjóðfélag gripi til vopna né heldur að hlutleysi dygði okkur fremur en Dönum. Við urðum að taka þá sjálfstæðu ákvörðun vegna mikilvægrar hernaðarlegrar legu landsins, að hér hefðu aðstöðu breskar og síðan bandarískar her- sveitir. Ennfremur hlutu fiskveiðar okkar að gegna lykilhlutverki í fæðuöflun Breta og Íslendingar að verða fyrir manntjóni og skips- sköðum sem stríðsaðilar væru. Fyrir hernámið 1940 ríkti svipuð kyrrð og ró í Reykjavík eins og nú er í sveitum landsins. Borgarbúar voru 38.000, allir innan Hring- brautar og áttu fáir bifreiðar. Engar flugvélar heyrðust, enda enginn flugvöllur hér eða annars staðar á landinu. Hesthús fyrir tvo klára fjöl- skyldu okkar var á Jófríðarstöðum þar sem nú er KR-svæðið og á Klambratúninu stóð bújörð. En þessi nánast kómíska lýsing hylur það að í þessu umhverfi ríkti sú von og trú að hervernduð Reykjavík yrði ekki vígvöllur ; hermennirnir voru fleiri en íbúar höfuðborgar- svæðisins. Flautur vöruðu stundum við loftárás og einn sunnudagsmorgun sáum við að heiman þýska flugvél koma yfir Skerjafjörðinn með slóð bólstra úr loftvarna- byssum Bretanna. Hnjáliðirnir urðu veik- ir. En engin árás var gerð á Reykjavík enda sennilega ógerleg eftir að orrustuflugvélarnar í Keflavík komu til sög- unnar. Nokkrar þýskar flugvélar voru skotnar niður. Flugliðarnir hvíla virðulega í Fossvogs- kirkjugarði. Vel væri ef segja mætti, að í heimsstyrjöldinni hafi Íslendingar horfið frá þeirri óskhyggju að okkur til bjargar megi horfa til einangr- unar fyrri alda. Það sjónarmið var því miður ekki almennt ráðandi 1949 þegar sú grundvallarafstaða var mörkuð, að Ísland gerðist stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu. Saga þátttöku okkar í NATO og deilurnar um varnarliðið er ekki til umfjöll- unar hér. Undir lok veru ameríska flughersins í Keflavík 2006 var ljóst að almennur stuðningur var fyrir sýnilegri varnarviðveru, sem stjórn- völd lögðu árangurslaust allt kapp á. Eftirlitsflug NATO-flugherja með þátttöku Svía og Finna hefur að nokkru bætt í skarðið og það á við um hinar öflugu P-8 eftirlitsflug- vélar, sem ætlunin er að hafi að- stöðu í Keflavík. Enn sýnir þróunin því miður að landlega Íslands hefur sitt strategíska vægi ekki síður en áður. Frá upphafi Úkraínudeilunnar 2014 hefur leiðir skilið um þá frið- samlegu sambúð og samvinnu við Rússland, sem hófst um aldarfjórð- ungi áður við fall Berlínarmúrsins og með lyktum kalda stríðsins. Pút- ín brást við tengslum Úkraínu- manna við ESB með hertöku Krím- skaga og verndun byltingarsinnaða rússneska minnihlutans í austur- hluta Úkraínu. Markmiðið er að Rússar, einráðir um stöðu sína sem heimsveldis, dragi úr öllum áhrifum Bandaríkjanna, sem þeir telja rek- ast á sín eigin. Þá hefst umrætt víg- búnaðarátak Rússa og stríðsþátt- taka í Sýrlandi til að skáka Bandaríkjunum um stöðu á heims- vísu. Áróðursstríð eða aðrar aðgerð- ir á internetinu eru hluti þess sem um er að ræða, þ.e. „hybrid war“ eða blandað stríð. Það felur í sér þær hættur að vopnaveldi andstæð- inga vesturveldanna hafa aukist uggvænlega frá því sem áður var. Veldur Norður-Kórea vopnaátökum með kjarnavopnum? er ein spurning dagsins. Í góðæri frjálsra heims- viðskipta hefur Kína notið góðs í efnahagslegum framförum og aukið hervæðinguna. Þeir fara sínu fram í sókn í töku hráefna og orku og hafa nýverið lýst sig sem grenndarþátt- takanda í þeim umsvifum á norð- urskautinu. Því fylgir vafalaust stöðugur áhugi á aðstöðu hér og á Grænlandi. Nýjar aðstæður, bæði Bexit og pólitísk þróun innan ESB, birtast í því vestræna samstarfi sem varðar viðskiptahagsmuni okkar. EFTA hefur reynst íslenskum þjóðar- búskap hinn mesti happafengur en með EES-samningnum tryggir hún okkur aðild að innri markaði ESB og er okkur lífshagsmunamál. Ekk- ert bendir til að sú þátttaka Íslands og Noregs raskist við samninga Breta. sem ganga illa og gætu verið í tvísýnu. Yfirmaður bresku leyni- þjónustunnar MI5, Andrew Parker, hefur á þingnefndarfundi upplýst að Brexit ætti ekki að hafa áhrif á átak- ið gegn hryðjuverkastarfsemi; á því sviði er breska leyniþjónustan talin mjög öflugur samstarfsaðili eða að sögn Parkers: „Annar helmingur Evrópubúa hræðist hryðjuverk og hinn Rússana og báðir vilja hjálp okkar.“ Það má vissulega segja að sagan endurtekur sig á ýmsa vísu. En það er öllu verri útgáfa sem nú er á ferð- inni. Staðreyndin er, að NATO hef- ur varðveitt friðinn í Evrópu í nær 70 ár. Það er því mín sannfæring, að það beri að vera sjálfum sér sam- kvæmur sem málsvari um þátttöku Íslands í varnarsamstarfi vestrænna þjóða til varðveislu friðar. Endurtekin saga í verri útgáfu Eftir Einar Benediktsson » Vel væri ef segja mætti að í heims- styrjöldinni hafi Íslend- ingar horfið frá þeirri óskhyggju að okkur til bjargar megi horfa til einangrunar fyrri alda. Einar Benediktsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Módel: Sandra Ósk Aradóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.