Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 ✝ Kristín Stef-ánsdóttir (Stína) fæddist á Hvammi í Vest- mannaeyjum 21.febrúar 1925. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 3. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Stefán Vil- hjálmsson, f. 24.8. 1890, d. 29.6. 1973, og Guðríður Guðmundsdóttir, f. 12.5. 1893, d. 24.6. 1984. Systkini Kristínar voru: Guðný Sigurleif, f. 14.2. 1918, d. 15.1. 2009, Ólafur Kristinn, f. 8.8. 1919, d. 29.2. 2000, Þorsteinn, f. 2.10. 1920, d. 24.11. 1920, Þorsteinn, f. 9.11. 1921, d. 31.1. 1951, Regína Matt- hildur, f. 18.9. 1923, d. 22.5. 2011, Ásta, f. 27.9. 1927, og Vilhjálmur, f. 12.2. 1931. Kristín giftist Agli Guðlaugs- syni, f. 25.5. 1951, d. 9.1. 2013. Börn þeirra eru Kolbrún, f. 5.2. 1944, d. 7. júní 2017, Stefán, f. 6.5. 1948, en kona hans var Bryndís Erla Eggertsdóttir, d. 8. júní 2015, Kristín Ellý, f. 29.12. 1951, maki Grétar Bald- ursson, Hrafnhild- ur, f. 16.11. 1957, maki Halldór Bergdal Bald- ursson, Elísabet, f. 18.1. 1960, maki Kristján V. Halldórsson, Guðmunda, f. 24.5. 1965, maki Stefán Gísli Stefánsson, og Egill, f. 17.8. 1966. Barnabörnin eru 20, barnabarnabörn 48 og barna- barnabarnabörn eru þrjú. Kristín verður jarðsungin frá Aðventukirkjunni í Reykjavik í dag, 15. febrúar 2018, klukkan 13.30. Í dag kveðjum við móður og tengdamóður okkar elskulegu, Kristínu Stefánsdóttur frá Vest- mannaeyjum. Jafn yndislega mannesku er varla hægt að hugsa sér. Alltaf svo glöð, já- kvæð og góð, alltaf var litið á björtu hliðarnar og engin vanda- mál, bara lausnir. 44 ár eru síðan leiðir okkar Elísabetar lágu sam- an og tók Stína, eins og hún var alltaf kölluð, mér með opnum örmum, betri tengdamömmu er ekki hægt að hugsa sér. Sameig- inlega áttum við trúna á Guð og Jesú. Hann er hjálpræðið okkar mannanna. Vegurinn, sannleik- urinn og lífið. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. Eigir þú við böl að búa, bíðir freistni, sorg og þraut, óttast ekki, bænin ber oss beina leið í Drottins skaut. Hver á betri hjálp í nauðum? Hver á slíkan vin á braut, hjartans vin, sem hjartað þekkir? Höllum oss í Drottins skaut. Ef vér berum harm í hjarta, hryggilega dauðans þraut, þá hvað helzt er Herrann Jesús hjartans fró og líknar skaut. Vilji bregðast vinir þínir, verðirðu’ einn á kaldri braut, flýt þér þá að halla’ og hneigja höfuð þreytt í Drottins skaut. (M. Joch.) Nú ertu leyst þrautunum frá, elsku Stína okkar. Komin á betri stað. Staðinn sem Jesú fór til að undirbúa. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Far þú í friði, elsku mamma, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma. Þín verður sárt saknað. Minningin lifir. Takk fyrir allt. Elísabet (Bettý) og Kristján (Stjáni). Elsku mamma mín, Þetta er erfið stund að kveðja þig. Þú varst alltaf svo dugleg að ná þér þótt þú yrðir lasin, en það gekk ekki núna. Þakka þér fyrir allar stundirn- ar sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo blíð og góð mamma og margir leituðu til þín með marga hluti. Þú varst mikil barnakona, allt- af tilbúin að passa barnabörnin. Þið pabbi tókuð börnin oft í bíl- túra í sumarbústaði og í sveitina, það gerði mikla lukku. Þú varst mikill dýravinur, passaðir alltaf að dýrin fengju nóg að borða. Svo fyrir átta árum fluttu þið pabbi á hjúkrunarheimilið Eir. Þar ætluðuð þið bara að vera í stuttan tíma en ykkur leið mjög vel þar. Við fórum oft með ykkur í bíltúra og í heimsóknir og öllum leið vel. En svo veiktist pabbi og fór hann svo frá okkur. Við lofuðum pabba að hugsa vel um þig, sem við gerðum. Þetta var mikill missir fyrir þig og þú varst alltaf að leita að pabba og spyrja um hann. Svo fékkstu fleiri barnabörn og meira segja fyrsta langalang- ömmubarnið þitt sem komu oft til þín. Þú varst svo ánægð með öll börnin þín. Þau voru mjög heppin að eiga þig að. Sendi mínar bestu þakkir fyrir mjög góða umönnun til starfs- fólksins á hjúkrunarheimilinu Eir. Elsku mamma mín, ég sakna þín. Þín dóttir, Hrafnhildur (Habbý). Elsku besta og yndislegasta mamma mín lést 3. febrúar síð- astliðinn. Mamma var falleg kona. Hún og pabbi kynntust í Grindavík er þau voru liðlega tvítug og giftust 1951. Þau eignuðust alls sjö börn. Mamma kunni vel til verka á svo mörgum sviðum. Hlutskipti hennar varð þó ekki að starfa ut- an heimilis. Með svo stóran barnahóp var nóg að sýsla á heimilinu og það starf annaðist hún af mikilli samviskusemi og dugnaði. Heimilið var alltaf hreint og strokið og prýtt lista- verkum sem hún hafði saumað út af mikilli natni. Mamma naut þess að sauma, flosa myndir og rýja teppi. Við systkinin eigum falleg handverk eftir hana. Á okkur börnin saumaði hún og prjónaði föt og sá alltaf til þess að við værum vel til fara. Er þau pabbi byggðu fyrsta húsið sitt í Minniborg í Grindavík lét hún ekki sitt eftir liggja og hjálpaði til við húsbygginguna. Þannig var þeirra líf. Þau studdu hvort annað en að mestu þannig að hún annaðist börnin heima á meðan hann vann hörðum höndum sem múrari. Það var gott að alast upp hjá mömmu. Hún var einstaklega geðgóð, glaðlynd og skemmtileg og skipti ekki skapi þótt hama- gangurinn væri stundum mikill á barnmörgu heimili. Hún var sjö- unda dags aðventisti og mjög trúuð. Hún elskaði börn og var dugleg að passa börnin mín og öll hin barnabörnin líka og þótti þeim gaman að vera hjá ömmu og afa. Hún var einstaklega gjaf- mild, brosmild og skemmtileg og hafði gott skopskyn. Mikill gestagangur var á heimilinu því mamma var vinsæl og öllum góð og mátti ekkert aumt sjá. Hún var líka mikill dýravinur. Mamma og pabbi fluttust til Reykjavíkur á sjöunda áratugn- um og þar var heimili þeirra til hinsta dags. Pabbi féll frá árið 2013. Síðustu árin var mamma á hjúkrunarheimilinu Eir og leið vel þar enda starfsfólkið yndis- legt og hugulsamt. Hvíldu í friði, elsku fallega og besta mamma mín. Takk fyrir allt. Alltaf fór maður frá þér með bros á vör. Við eigum eftir að sakna þín endalaust. Ástvinum þínum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þín dóttir Guðmunda. Það eru margar kærar minn- ingar sem hafa farið um huga minn síðustu daga um mömmu, enda er auðvelt að finna góðar minningar um konu eins og hana móður mína. Hún var einstök kona, alltaf til í að aðstoða mig og aðra ef hún gat, svo hjálpsöm var hún. En alltaf sagði hún við okkur: „Hafið trúna fremst í öllu sem þið gerið eða takið ykkur fyrir hendur.“ Mamma var mjög heimakær og gestrisin og hafði unun af því að bjóða upp á nýbakað bakkelsi, sem dæmi linsubuff eða góðan frómas ásamt öðru góðu, enda var hún mikil húsmóðir. Ég og fjölskylda mín fengum líka tæki- færi til að ferðast með mömmu og pabba, t.d. til Kanaríeyja og líka töluvert innanlands, og þá fengum við oft að heyra skemmtilegar og kærar sögur frá æsku hennar og svo frá barn- æsku minni. Mamma var líka mjög minnug á sögur úr Eyjum þar sem hún ólst upp og voru margar aðrar sögur sem hún hafði að segja okkur enda hafði hún gaman að því að segja frá og var mjög glettin. Hún hugsaði vel um öll börnin sín og barna- börnin, henni þótti alltaf gott að fá fólkið sitt í heimsókn og vera með fjölskyldunni og gera eitt- hvað fyrir það. Mamma var mjög trúuð og vel lesin á Biblíuna, en jafnframt hafði hún unun af því að syngja og oft á tíðum brast hún í söng. Á hennar síðustu ár- um heimsótti ég hana reglulega upp á Eir og það verða vissulega mikil viðbrigði að fara ekki til hennar. Við kveðjum góða konu með trega, en þrátt fyrir veikindi sín undir það síðasta var hún allt- af kát og glöð í lund þó að hún vissi ekki alltaf hverjir voru að heimsækja hana. Minningin um þessa góðu konu mun lifa með okkur fjölskyldunni, söknuður- inn er mikill, því við elskuðum hana en við vitum að lífið heldur því áfram. Hvíldu í friði, elsku mamma mín. Blessuð sé minning þín, Guð blessi þig og gefi þér frið. Mín huggun og von, Guðs himneski son, vér þín væntum í skýjum. löng er oss biðin, leið oss í friðinn, upp ljúk, á vér nú knýjum. (Stefán Thorarensen) Þín dóttir og tengdasonur, Kristín Ellý og Grétar. Elskulega hjartans mamma og amma. Að skrifa þér þessa línur fyllir hjarta okkar af sorg en við hugg- um okkur við þá hugsun að þú ert hvíldinni fegin. Það er svo dýrmætt að hafa átt mömmu og ömmu eins og þig, blíða, jákvæða og kærleiksríka. Það var alltaf hlýlegt og notalegt að vera í ná- vist þinni og þú vildir öllum vel. Það verður skrítið að geta ekki heimsótt þig lengur en það eru svo margar góðar minningar sem koma upp í huga okkar þegar við hugsum til baka um þig sem við munum halda fast í. Við erum svo þakklát að hafa fengið að eiga svona góða mömmu og ömmu, þín er sárt saknað. Hvíldu í friði, elsku besta mamma og amma okkar. Ég þakka þau ár sem ég átti, Þá auðnu að hafa þig hér, Og það er svo margs að minnast, Svo margt sem um huga minn fer, Þó þú sért horfin úr heimi, Ég hitti þig ekki um hríð, Þín minning er ljós sem lifir Og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sigurðardóttir) Egill Egilsson og Rakel Björk Egilsdóttir. Elsku Kristín, Stína, tengda- móðir mín, er fallin frá. Við Guð- munda dóttir hennar hófum sam- búð mjög ung að aldri og því var það mikil gæfa fyrir mig að eiga svo góða tengdamóður sem studdi okkur í einu og öllu. Mér þótti strax einstaklega vænt um hana enda var hún blíðlynd og góð og tók mér eins og ég hefði alltaf verið í fjölskyldunni. Hún var dugleg að hjálpa okkur með yngstu börnin og nutu þau hjartagæsku hennar í ríkum mæli. Heimili þeirra Egils var stundum eins og hótel, öllum þótti gaman að heimsækja þau og var skemmtilegt bæði fyrir okkur og börnin að koma til þeirra. Elsku fallega og besta tengda- mamma mín, takk fyrir allt. Mik- ið verður þín sárt saknað. Ég trúi því að nú sért þú komin til Egils þíns og Kolbrúnar dóttur þinnar og að þér líði vel. Þinn tengdasonur Stefán Gísli Stefánsson. Jæja, nú er komið að þessari kveðjustund, elsku tengda- mamma. Sem ég vonaði að yrði ekki strax en við ráðum víst ekki öllu. Vonandi hefur verið tekið vel á móti þér, annað væri ekki hægt þar sem betri tengdamömmu er ekki hægt að hugsa sér. Ég gæti skrifað heilu síðurnar um þig en ég ætla að kveðja þig með þessum sálmi sem segir allt, en ég mun minnast þín um ókomna framtíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þinn tengdasonur, Halldór Bergdal. Elsku amma mín. Nú ertu búin að kveðja okkur og ert komin til afa. Ég á svo ótrúlega margar góð- ar og skemmtilegar minningar um þig. Og mun ég aldrei gleyma þeim. Þú varst alltaf svo góð og skemmtileg, það var alltaf hlegið mikið þegar maður kom í heim- sókn til þín. Á eftir að sakna þess mikið að geta ekki heimsótt þig. Ég kveð þig, elsku besta amma mín, með sálmi sem þú söngst alltaf fyrir okkur, barna- börnin þín, þegar við gistum hjá þér og afa. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Hvíl í friði. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Þitt barnabarn, Sara. Elsku amma. Mig langar til að þakka þér fyrir að vera þú. en hjarthlýrri og yndislegri konu var ekki hægt að finna þótt víða væri leitað. Stundirnar sem ég átti með þér í Berjarima eru stundir sem ég mun aldrei gleyma. Þú varst allt- af til í að spila og áttir alltaf eitt- hvað gott sem þú hafðir bakað, ég man þá sérstaklega eftir heimabökuðu vínbrauðunum þín- um sem voru sérstaklega góð. Ég man einnig eftir frábæru ferðun- um okkar í sumarbústaðinn í Múraralandinu þar sem við fór- um í ófáar sundferðir með þér og afa og man þau skipti sem ég kom með kristnifræðibækurnar mínar og bað þig um að hjálpa mér og þú vissir að sjálfsögðu öll svörin án þess að kíkja í bók. Þegar ég keyri í Grafarvogin- um er mér oft litið á íbúðina ykk- ar í Berjarima og hugsa þá til þín og afa. Þegar þú varst nýflutt á Eir þótti mér voða vænt um það þegar ég gat hjálpað þér að fara í heim í Berjarimann, en halda þurfti á þér upp og gat ég að- stoðað þig við það með því að halda á þér þangað. Æ, amma hvar ertu? Æ, ansaðu mér. Því ég er að gráta og kalla eftir þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á haf? Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. ók.) Jæja, elsku amma mín, nú ert þú komin til afa og veit ég að þar líður þér vel. Ég mun alltaf sakna þín. Sofðu rótt, við elskum þig. Ástar- og saknaðarkveðjur, Elvar Þór og fjölskylda. Elsku Stína amma. Þegar ég hugsa til baka þá eru minningarnar sem ég á með þér svo margar. Þið afi voruð svo dugleg að taka okkur barnabörnin og leyfa okkur að njóta með ykkur. Þær voru margar ferðirnar í sum- arbústaðinn í Múraralandi þar sem við eyddum helgunum með ykkur að t.d fara í sund, borða vínabrauð sem enginn getur bak- að jafn vel og þú og rista brauðið sem enginn gerir jafn vel og þú. Þegar ég hugsa til baka til allra þeirra skipta í sundi þar þegar þú varst að reyna að kenna mér að láta mig fljóta í vatninu sem þú gerðir svo vel en mér tókst það aldrei. Það voru ekki bara helgarnar í sveitinni sem ég fékk að njóta með ykkur afa heldur áttum við líka margar og góðar stundir í bænum. Öll þau skipti sem við barnabörnin fengum að gista hjá ykkur og þegar mamma og pabbi fóru til útlanda var það toppurinn að fá að vera hjá ykkur afa á meðan. Alltaf voruð þið með bros á vör hvort sem það var þegar við áttum að vera farin að sofa og þið sussuðuð á okkur eða þegar við vorum að leika fram á stigagangi í boltaleik. Þú gafst þér alltaf svo góðan tíma með okkur, hvort sem það var að fræða okkur um Guð og Biblíuna sem þú kunnir utanbókar, dunda þér við að sauma öskudagspoka handa okkur, búa til ananas- brauð handa okkur, spila á spil eða kenna okkur ensku, sem þú varst alltaf að æfa þig í. Á laug- ardögum fórum við svo í kirkju og gaman var að fylgjast með þér syngja því að aldrei þurftir þú að líta á textann því að þú kunnir lögin svo vel. Þegar þið afi fóruð að eldast og fluttuð yfir á Eir var ekki síður gaman að heimsækja ykkur þangað þótt minna væri nú um leikinn þar en meira var spjallað. Þótt minnið hafi verið farið að minnka varstu alltaf svo hress og kát, elsku amma, og alltaf leistu svo vel út. Þegar ég hrósaði þér þá þakkaðir þú heil- brigðu líferni þar sem þú hafðir aldrei reykt og aldrei drukkið. Þrátt fyrir að minnið hafi verið farið að minnka verulega sökum Alzheimers var afi alltaf ofarlega í huganum þínum og eftir að hann féll frá spurðir þú alltaf um hann Egil þinn og þú trúðir ekki að hann væri dáinn. Svo komu spurningar. Ert þú Egill? Hvar er Egill? Vilt þú vera Egill? Er hann dáinn? Æ blessaður er hann dáinn? Hann var góður maður hann Egill. Það var stutt í glensið hjá þér amma, líkt og þegar þú hittir manninn minn í fyrsta skiptið, þá spurðir þú, ert þú Egill nei hann er dáinn? Vilt þú vera maðurinn minn? Og spurðir mig hvort þú mættir ekki bara eiga hann með mér og svo hlóstu bara að sjálfri þér. Fyrir mér er það hlutverk ömmu og afa að dekra og veita barnabörnun- um góð ráð um lífið og veginn og búa til minningar og það var ein- mitt það sem þið afi gerðuð með okkur. Þrátt fyrir að sakna þín og afa mikið get ég ekki annað en samglaðst ykkur að vera samein- uð á ný og þið getið horft saman niður á börnin ykkar og barna- börn og barnabarnabörn og meg- ið þið vera stolt af ykkur og ætt- um við öll að taka ykkur til fyrirmyndar . Guð veri með ykk- ur, elsku amma og afi. Þið munuð alltaf vera í hjarta mínu. Ykkar Díana. Elsku amma, langamma og langalangamma okkar, Takk fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum með þér. Þú varst með þeim bestu og fallegustu manneskjum sem við gátum kynnst, við vorum heppin að hafa þig sem ömmu og lang- ömmu. Allar heimsóknirnar, matar- boðin, bíltúrarnir, sumarbú- staðaferðirnar og kirkjuferðirnar voru ómetanleg. Við munum aldrei gleyma húmornum hjá ykkur afa og hvað það var gaman að vera í kringum ykkur. Núna ertu komin til afa og þið loksins sameinuð á ný. Við vitum að afi tók vel á móti þér þótt við munum sakna þín alla daga. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Páll, Sylvía, Aníta, Birkir og börn. Það að heyra að Stína amma hefði kvatt þennan heim hefur síðustu daga fengið mig til að hugsa um allar þær góðu minn- ingar sem hún hefur gefið mér. Ég held að eflaust séu margir sem þekktu hana sammála mér því að amma var algjör gullmoli sem vildi allt fyrir alla gera. Bæði var hún ávallt glöð í bragði og ég hreinlega man ekki eftir því að hún hafi nokkurn tímann reiðst eða skipt skapi. Hún var svo kát og hamingjusöm að hún átti það jafnframt oft til að bresta í söng þegar vel lá á henni, sífellt raulandi og naut sín vel að syngja sálma og lesa úr Biblí- unni. Ég kynntist henni svo vel þegar við vorum nágrannar í Berjarimanum. Eftir skóla þegar ég var yngri heimsótti ég hana mjög oft og þá var hún oftast búin að baka eitt- hvað gott t.d. vínarbrauð, ananas brauð eða annað kruðerí. Amma var mikill sælkeri og góður gest- gjafi, það var alltaf gott að koma til hennar og gæða sér á veit- ingum. Við ræddum líka oft saman um lífið og tilveruna og um trúna á Jesú. Amma og afi voru aðvent- istar og það var rætt um gildi þess að halda hvíldardaginn heil- agan, en það er sjöundi dagurinn samkvæmt þeirra skilningi, sem hlýtur að vera laugardagur. Hvíldardagurinn var ömmu og afa mikilvægur og oftar en ekki Kristín Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.