Morgunblaðið - 15.02.2018, Page 29

Morgunblaðið - 15.02.2018, Page 29
saman í poka fyrir utan húsið. Þegar hugurinn fer lengra aft- ur, þegar ég var litill strákur í heimsókn á Krossholtinu hjá ömmu og afa var skúrinn hans afa spennandi fyrir litla pjakka. Þar fengum við frændur ávallt að gera nánast það sem okkur lang- aði til og var smíðabekkur afa óspart notaður til að smíða hinar ýmsar útgáfur af byssum sem voru svo brúkaðar í byssuleik í lystigarðinum hennar ömmu á Krossholtinu. Ég dáist af lífi afa, hann var alltaf til. Alltaf var nóg um að vera hjá afa og Addý, þau voru ótrúlega dugleg að ferðast og tóku virkan þátt í félagsstarfi en ávallt höfðu þau tíma fyrir fólkið sitt og mættu í alla viðburði þótt margir hafi verið enda mjög rík af barnabörnum og barnabarna- börnum. Elsku afi minn, mér þykir óendalega vænt um þig og kveð þig með miklum söknuði. Hvíldu í friði. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Sigurður Markús Grétarsson. Elsku besti afi minn, ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur, ég á eftir að sakna þín mjög mikið því betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Ég man alltaf þegar við pabbi komum í heim- sókn til þín og Addýjar ömmu upp á Faxabraut, þá hafðir þú alltaf svo gaman af því að sýna mér hvað þú varst að smíða í kjallaranum í fína smíðaherberg- inu þínu. Þar fékk ég að vera hjá þér þegar þú varst að renna eitthvað fínt í rennibekknum þínum, lampa, skál, glas eða eitthvað annað fallegt og er stóllinn sem þú gafst okkur pabba í jólagjöf með gærunni á í sérstöku uppá- haldi hjá mér. Svo fór pabbi eitthvað til út- landa, spurði hvar ég vildi vera þessa nokkra daga, vorum við þá búnir að heimsækja ykkur á lítið tjaldsvæði á Flúðum með litlum kofa við innganginn og Samkaup fyrir framan, var hjólhýsið bara smá spöl áfram, gast nánast séð það frá innganginum. Var ég fljótur að kynnast fólki afa míns betur og eignaðist vin á sama aldri og ég þarna á Flúðum. Voru skiptin nokkur sem ég bað pabba um að heimsækja afa á Flúðir yf- ir sumarið, og var það gert eins oft og hægt var. Eru minningarnar ógleyman- legar þegar tjaldsvæðið marg- faldaðist að stærð og sömuleiðis minningarnar, brennurnar, grill- maturinn í hjól/fellihýsagarðin- um sem fljótt var myndaður. Leið mér alltaf eins og heima hjá mér, vel og í öruggum kærleik. Matarboðið sem þú bauðst okkur feðgum í á jóladag átti alltaf sér- stakan stað í hjarta mínu og gerir maður sér grein fyrir því hvað allar minningar eru dýrmætar sem demantar. Hvað maður vildi óska þess að þær væru fleiri og við byggjum alltaf í sama bæj- arfélagi og þú til að hafa gert þær fleiri, en svona er lífið og kenndir þú mér smávegis á það. Mun ég að eilífu vera þakklátur og með söknuð í hjarta. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ég mun alltaf minnast þín sem besta afa í heimi, hvíldu í friði, elsku afi. Safír Steinn Valþórsson. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Lífsferðalagi elsku pabba er lok- ið. Pabbi skilur eftir sig ljúfar minningar, það er unun og auðvelt að hverfa á vit þess liðna og kalla fram í hugann hlý- legt bros eða glaðan hlátur. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður og velferð fjölskyldunnar var honum mikið áhugamál og umræðuefni þegar hist var. Það var mjög gaman að spjalla við hann um það sem tilheyrði liðinni tíð. Síðan var það veðrið sem hann kunni sérstaklega góð skil á sem og gömlum kennileitum varðandi tíðarfarið fram í tímann. Sem góður skólastjóri og kennari fylgdist hann vel með. Hann var vel lesinn og fróður, hafði sínar skoðanir og var stál- minnugur og réttlátur. Pabbi unni íslenskri náttúru, hann var athugull og hafði ein- staka hæfileika til að lesa náttúr- una enda mikill listamaður. Hann naut þess að teikna og mála myndir úti í náttúrunni og eftir hann liggja mörg listaverk og myndir málaðar með olíu-, vatns- litum og krít. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga víða á Vest- fjörðum og í Reykjavík. Pabbi hafði fallega rithönd og var oft fenginn til að skrautrita við hin ýmsu tækifæri. Nikkan var hans hugarró og hvíld. Hann var laginn að spila eftir eyranu og Jón Þorberg Eggertsson ✝ Jón ÞorbergEggertsson fæddist 7. október 1922. Hann lést 29. janúar 2018. Útför Jóns fór fram 6. febrúar 2018. hljómurinn yndis- legur. Hann spilaði á þorrablótum, böll- um og samkvæmum víða enda snillingur og lagvís. Í pabba leyndist pínu veiðimaður og var oft rennt fyrir fisk í Haukadalsá. Pabbi hélt dagbók í mörg ár, orti og skráði allt niður sem hann las fyrir fjölskylduna oftast á afmælum. Pabbi orti þetta til mín í af- mælisgjöf: Svala mín, á svona degi, skal þess óskað alla vegi ókomna, Guð gefi þér líf og heilsu, sól í sinni styrka hönd í framtíðinni. Kveðja frá mömmu líka mér. Pabbi og mamma voru gift í 60 falleg og yndisleg ár sem þau nutu saman. Þau voru dugleg að ferðast um landið sem og erlend- is. Fallegan sælureit áttu þau við undurfagran fjörð vestur á fjörð- um sem var þeirra annað heimili. Mamma féll frá í mars 2012. Pabbi og mamma voru traust og elskuleg. Þau héldu vel utan um hvort annað, fjölskylduna, börn, barnabörn og barnabarnabörn alla tíð. Minningin um góðan pabba er og verður ávallt sterk. Guð geymi þig. Þín dóttir Svala Haukdal. Haustið 1944 gekk inn í Kenn- araskóla Íslands reffilegur ungur maður að vestan og hóf nám í 2. bekk skólans. Hann vakti strax athygli fyrir djarfmannlegan svip, festu og öryggi í framkomu. Þetta var Jón Þorberg Eggerts- son, tilbúinn að hefja kennara- nám. Hann féll strax vel inn í nemendahópinn, sjálfstæður í skoðunum um menn og málefni, íhugull og öfgalaus og því líkleg- ur til að verða vel fallinn til að búa börn og unglinga undir nám og lífsstarf. Kennsla og skóla- stjórnun varð hans lífsstarf og voru börnin og ungmennin mörg sem nutu leiðsagnar hans. Af þeim 18 sem luku kennara- prófi um leið og hann vorið 1947 eru nú aðeins þrír eftir á lífi, hinir allir eru horfnir yfir móðuna miklu. Mér er afar ljúft að minn- ast samveru við Jón á vegferð okkar gegnum lífið. Fjarlægð milli vinnustaða okkar hefur þó valdið því að vinafundir hafa stundum verið stopulir, en ævin- lega mætti Jón hress og kátur þegar við bekkjarsystkinin héld- um upp á kennaraafmæli og glöddumst saman. Ég held að á námsárum okkar í Kennaraskólanum höfum við bekkjarsystkinin ekki áttað okk- ur á fjölþættum eiginleikum sem Jón var gæddur því að hann duldi þær. Það kom í ljós síðar að hann var listrænn og fékkst við list- málun í frístundum sér til lífsfyll- ingar og einnig lék hann á harm- óniku sér og öðrum til ánægju. Kennslustörf sín hóf hann á Vestfjörðum, en brá sér svo til Austurlands að Búðum á Fá- skrúðsfirði þar sem hann var í sjö ár, fyrst sem kennari og síðar skólastjóri. Þessi vistaskipti hans urðu heldur betur gæfa hans því þar kynntist hann hinni mikil- hæfu konu sinni, Rósu Kemp Þórlindsdóttur. Eftir dvölina á Fáskrúðsfirði lá leið hans aftur til Vestfjarða og tók hann þá við skólastjórn á Patreksfirði og var þar í 17 ár. Síðast lá leið hans til Reykja- víkur. Þar kenndi hann í Lang- holtsskóla til starfsloka. Hann varð þar samstarfsmaður konu minnar, Elínar Vilmundardóttur, og urðu samfundir okkar þá fleiri með þeim hjónum Jóni og Rósu. Við minnumst þeirra stunda með gleði og þökk. Með Jóni Þorberg er genginn dugmikill skólamaður og farsæll fjölskyldufaðir fimm barna. Við hjónin vottum börnum þeirra og ættingjum samúð okk- ar. Stefán Ólafur Jónsson. Mig langar minnast vinar míns, Jóns Þorbergs Eggerts- sonar skólastjóra. Hann var fæddur í Haukadal í Dýrafirði, kennaraprófi lauk hann 1947. Haustið 1950 kom hann til Fá- skrúðsfjarðar og var kennari við barnaskólann, þar hófust okkar kynni, en um vorið lauk ég prófi og fermdist. Þennan vetur kynnt- ist Jón Rósu Kemp og þau giftu sig haustið 1951. Jón var kennari á Suðureyri um skeið en kom svo aftur til Fá- skrúðsfjarðar og varð skólastjóri um nokkurra ára skeið, lengst af var hann skólastjóri á Patreks- firði. Jóni var margt til lista lagt, hann var listmálari, lék á harm- onikku og þegar hann var hér var hann oft fenginn til að spila á dansleikjum. Jón og Rósa voru samhent í uppeldi barna sinna, en þau eign- uðust fjórar dætur, en fyrir átti Rósa son sem skírður var Ólafur í höfuðið á föður sínum sem fórst af slysförum áður en hann fædd- ist. Hann var í miklum metum hjá Jóni sem og dæturnar. Öll börn þeirra gengu menntaveginn og hefur þeim vegnað vel hverju í sínu hlutverki. Mér fannst aðdáunarvert að fylgjast með hvernig þau hjón héldu utan um stórfjölskylduna. Þau komu sér upp sumarhúsi í Haukadal ásamt Guðmundi, bróður Jóns, og Eggerti, syni Guðmundar, þar voru þau mikið á meðan Rósu naut við en hún lést 2012. Stórfjölskyldan hefur haldið þeim góða sið að dvelja í Sæbóli á sumrin. Jón flanaði ekki að neinu, allt var vel skipulag og hlutir vel skoðaðir áður en fjárfest var, og ekki verið að kaupa eitthvað sem ekki var nauðsynlegt. Heimili þeirra var mikill griðastaður fyr- ir þá sem þar komu og á ég þeim margt að þakka. Alloft gisti ég hjá þeim, var þá oftar en ekki set- ið og spjallað, spurst fyrir um gamla nemendur Jóns hvort þeir væru þar, fluttir burt eða fallnir frá og var reynt að veita svar eft- ir bestu getu. Þau hjón voru afar samhent um að hafa heimilið og umhverfið sem best úr garði gert, enda bæði hagleiksfólk, hann málari og hún saumaði út, þessi listaverk prýddu heimili þeirra. Í bílskúrnum var allt með þeim hætti að auðvelt var að finna það sem leitað var að. Sama hvert var litið var snyrtimennskan í fyrir- rúmi. Eftir að Rósa féll frá var Jón áfram í Barrholtinu og með að- stoð barna sinna gekk það, en oft held ég að það hafi verið erfitt. Síðustu mánuðina var hann á Hömrum í Mosfellsbæ þar sem búið var að koma fyrir hlutum til að gleðja augað, þar fór vel um hann. Haldið var upp á 95 afmæli hans þar sem fjölskyldan kom saman og bræður hans og vinir. Var þá farið draga mjög af þeim gamla og kominn kvíði, en allt gekk vel og var hann ánægður með að hitta svo marga sem þar voru. Far þú í friði, vinur, og hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér og konu minni með lífi þínu. Kæra stórfjölskylda, megi sá sem öllu ræður vera með ykkur í ykkar söknuði. Þórunn og Albert Kemp. Ömmu Hönnu verður sárt sakn- að. Með okkur Hönnu myndaðist ljúfur vinskapur þegar ég kynntist manninum mínum fyr- ir átta árum og hún tók mér og dóttur minni af fyrra sambandi sem hennar eigin. Mér þótti vænt um það og ótrúlega vænt um Hönnu. Þar sem við kynnt- umst þegar hún var komin langt á níræðisaldur tók ég engri heimsókn sem sjálfsagðri, naut stundarinnar sérstaklega vel, tók upp myndavélina og festi þær á filmu í hvert skipti. Birtu okkar þótti gaman að leika með dótið í fötunni hjá lönguömmu Hönnu, sem pabbi hennar og ótalmörg börn síðan léku sér með. Það eru ekki nema örfáir mánuðir síðan sú stutta fékk að sitja í göngu- grindinni hennar meðan langa- amma keyrði hana um, við mikla gleði. Yngsta barna- barnabarnið, Rökkvi Þór, hitti líka lönguömmu aðeins fimm daga gamall og það verður gott að hlýja sér við þær minningar – og myndirnar – þegar hann verður eldri. Okkur fjölskyldunni þótti alltaf svo ljúft og notalegt að kíkja í heimsókn til hennar og þiggja kaffisopa og með því, sem oftar en ekki voru þó nokkrar kökusortir. Hanna Ásgeirsdóttir ✝ Hanna Ásgeirs-dóttir fæddist 13. október 1923. Hún lést 3. febrúar 2018. Útför Hönnu fór fram 12. febrúar. Margt í fari Hönnu má taka til eftirbreytni en hún var til dæmis alltaf afar þakklát fyrir það sem lífið hafði fært henni. Í hvert skipti sem við hitt- umst minntist hún á það hversu ánægð hún væri með barnahópinn sinn og hversu mikil lukka það er hve heil- brigðir og vel gerðir allir í þeim stóra hópi eru. Minningin um yndislega konu mun lifa áfram í hverjum einasta. Mér þótti ótrúlega gaman að setjast í sófann með henni og heyra hana rifja upp gullald- arár sín. Af þeim sögum var augljóst að hún hafði lifað ást- ríku lífi. Í síðasta skipti sem ég hitti Hönnu tók ég þéttingsfast utan um hana og þakkaði henni fyrir að vera alltaf svona hlý og ljúf. Þá svaraði Hanna því að hún gæfi bara frá sér það sem hún fékk sjálf í sínu uppeldi og mér varð það ljóst af spjalli okkar að veganestið sem hún fékk út í lífið var gott. Takk, elsku Hanna, fyrir vin- skapinn, ljúfu nærveruna þína og spjöllin – og ekki síst fyrir að vera besta amma og langa- amma sem við hefðum getað hugsað okkur. Helga Kristjáns. Hún amma mín sagði mér sögur er skráðust í huga minn inn, sumar um erfiðu árin aðrar um afa minn. Og þá var sem sól hefði snöggvast svipt af sér skýjahjúp því andlitið varð svo unglegt og augun svo mild og djúp. (Rafnar Þorbergsson) Hún amma sagði okkur margar sögur. Sögur sem hæg- lega gætu átt heima í bók eftir Jón Kalman um lífsbaráttu í litlu sjávarplássi á Vestfjörð- um. Sögurnar hennar hafa vak- ið með okkur alls konar tilfinn- ingar. Margar hverjar voru þær spennandi og drungalegar, aðrar skemmtisögur um skrautlega karaktera úr nær- umhverfi hennar. Amma lifði alls kyns tíma, sá Ísland breytast úr fátækri danskri nýlendu í sjálfstæða þjóð með internet og snjall- síma. Og amma var opin og víðsýn gagnvart öllum þessum nýjung- um. Hún var ótrúlegur nagli. Eftir að afi lést vílaði hún ekki fyrir sér að taka bílpróf og byrja að keyra í Reykjavík, rétt um sextugt. Hún tókst á við líf- ið með öllu því sem það hafði upp á að bjóða, bauð erfiðleik- um birginn og bugaðist aldrei þótt oft blési hraustlega. Eftir því sem við urðum eldri áttuðum við okkur betur á því hversu ótrúleg kona amma Hanna var. Sterk var hún, dug- leg, bráðgreind, hógvær, örlát og með lúmskan og skemmti- legan húmor. Hún var afskaplega stolt af hópnum sínum og sagði reglu- lega: „Ég á öll þessi börn, barnabörn og langömmubörn og þetta er allt svo heilbrigt og heilsteypt fólk.“ Í þessu fólst hennar mesta hamingja – að sjá fólkið sitt fóta sig vel í líf- inu. Börnin okkar áttu yndislegt samband við ömmu Hönnu og þegar hún hitti krílin sín urðu augun hennar einmitt svo mild og djúp. Bless, elsku amma Hanna. Takk fyrir allt og góða ferð í Sumarlandið. Elsa Hrund og Hilmir. Mín kæra frænka, Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir frá Sól- bakka, átti að baki bæði langt og farsælt líf er hún kvaddi þennan heim. Báðar fæddumst við í húsum sem eitt sinn stóðu á Sólbakka rétt innan við Flat- eyri en eru nú bæði horfin það- an. Hanna fæddist í stóra, norska bjálkahúsinu, sem rifið var fyrir mörgum árum, en þar bjuggu foreldrar hennar, heiðurshjónin Ragnheiður Ei- ríksdóttir og Ásgeir Torfason, með sinn stóra barnahóp en byggðu sér síðar lítið steinhús skammt frá. Ég fæddist í Litla- býli, húsi sem systurnar Ástríð- ur og Guðrún amma mín Torfa- dætur, systur Ásgeirs, byggðu á Sólbakka. Húsið stóð skammt frá bjálkahúsinu og fékk nafn sitt vegna stærðarmunarins á húsunum tveimur. Guðrún amma var þá orðin ekkja og nýflutt austan frá Reyðarfirði á bernskuslóðir með börnin sín fjögur og tvær fósturdætur. Nokkru áður en ég fæddist hafði húsið verið flutt frá Sól- bakka niður á Flateyri en mín- ar fyrstu bernskuminningar eru þó ekki síður tengdar Sól- bakka en Flateyri og tengdar Hönnu á báðum stöðunum þar sem Hanna vann á símstöðinni hjá mömmu áður en hún gifti sig. Brúðkaup hennar og Magn- úsar Konráðssonar rafvirkja- meistara er einn af eftirminni- legum atburðum berskunnar. Matarveisla var í gamla bjálka- húsinu en síðan var gengið yfir að nýja steinhúsinu. Svolítill ævintýraljómi er ennþá yfir því sem kom í ljós þegar brúð- argjafirnar voru opnaðar þar. Ekki leið á löngu áður en lítil frændsystkin, börnin þeirra Hönnu og Magga, fóru að bæt- ast í fjölskylduna, eitt af öðru næstu árin, öll sex svo hraust og dugleg að til var tekið. Auðvelt er að orna sér við bjartar minningar um sólar- daga á sléttununum innan við Sólbakka með frændfólkinu mínu þar á bæ. Mér finnst sem ég sjái þau Ragnheiði og Ás- geir Torfason bæði á túninu, Torfa son þeirra að binda hey- sátur og henda upp á bílpall, svo og alla hina að keppast við að raka og rifja. Alltaf var Hanna þarna með ört stækk- andi barnahópinn sinn, stund- um var María systir hennar með og hennar dætur, líka stundum einhver bræðranna með sínar konur og börn – og svo við símstöðvarkrakkarnir og frændsystkini okkar að sunnan. Ótal Sólbakkaminningar frá heitum sumardögum og frá öðrum góðum stundum úti og inni fylla hugann nú þegar Hanna Ásgeirsdóttir er kvödd hinstu kveðju, síðust þeirra systkinanna og systkina- barnanna á Sólbakka. Meðan þau Hanna og Magn- ús bjuggu enn á Flateyri fór sonur minn í sína fyrstu pössun hjá þeim en ekki þá síðustu því eftir að við fluttumst öll suður mun mér hafa fundist að kannski munaði ekki svo mikið um einn lítinn dreng í stóra barnahópinn því ævinlega tók Hanna frænka beiðni minni af slíkri ljúfmennsku að mér fannst ég geta stungið drengn- um inn til þeirra stund og stund – já og stundum lengur. Fyrir alla greiðana og góð- mennskuna í minn garð er ég óendanlega þakklát nú á kveðjustundu. Stóra hópnum sem nú kveður ættmóðurina Hönnu Ásgeirsdóttur votta ég innilegustu samúð. Jóhanna G. Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.