Morgunblaðið - 15.02.2018, Síða 39

Morgunblaðið - 15.02.2018, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er alltaf gott að koma aftur til Íslands,“ segir Osmo Vänskä, heið- ursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem kemur fram á tvennum tónleikum með sveitinni í vikunni. „Að þessu sinni setti veðrið smá strik í reikninginn, því ég kom til landsins degi seinna en ætlað var vegna óveðursins á sunnudag. Veðr- áttan hér hefur mótandi áhrif á bæði land og þjóð,“ segir Vänskä. Fyrri tónleikar hans verða í Eld- borg Hörpu í kvöld kl. 19.30 og þar stjórnar hann svítunni Kijé liðsfor- ingja eftir Sergej Prokofíev og Sin- fóníu nr. 6 eftir Dmítríj Shostako- vitsj ásamt frumflutningi á Silfur- fljóti eftir Áskel Másson þar sem Einar Jóhannesson klarínettleikari leikur einleik, en Einar var fyrsti klarínettleikari Sinfóníunnar um áratuga skeið. „Mér þykir afar vænt um að Einar skuli vera einleikari tónleikanna, því hann var leiðari ár- in sem ég var aðalhljómsveitarstjóri SÍ,“ rifjar Vänskä upp. Einstakur hljóðheimur Áskels Aðspurður segir hann ávallt spennandi að fá sem hljómsveitar- stjóri að taka þátt í frumflutningi nýrra verka. „Það fylgir því alltaf mikil eftirvænting þegar ný verk fá að hljóma í fyrsta sinn,“ segir Vänskä og tekur fram að bráðnauð- synlegt sé að hlúa að tónskáldum samtímans svo ný verk skili sér til áheyrenda í bland við klassíkina. „Ég er sannfærður um að verk Ás- kels muni falla í góðan jarðveg hjá áheyrendum, enda er hljóðheim- urinn í því einstakur og lýríkin alls- ráðandi. Hann leikur sér meðal ann- ars að því að láta tréblásturshljóð- færaleikarana nota munnstykki sín til að framkalla óvanaleg hljóð og anda gegnum hljóðfærin,“ segir Vänskä og tekur fram að hann heyri mörg náttúruhljóð í verki Áskels. Seinni tónleikarnir verða í Norð- urljósum Hörpu á morgun, föstu- dag, kl. 18. Þar stjórnar Vänskä aft- ur Sinfóníu nr. 6 eftir Shostakovitsj og Tríó fyrir strengi eftir Gideon Klein ásamt því að leika einleik á klarínett í þáttum úr Kvartett fyrir endalok tímans eftir Olivier Messia- en. „Ég flutti verkið í heild sinni á tónleikum í Seúl í Suður-Kóreu skömmu fyrir jól og hlakka til að leika hluta þess aftur. Þetta er ein- staklega fallegt verk fyrir klarín- ettið.“ Vänskä hóf sem kunnugt er tónlistarferil sinn sem klarínettleik- ari og var orðinn leiðari hjá Turku- fílharmóníunni fyrir tvítugt. Á ár- unum 1977-82 var hann annar af tveimur leiðurum hjá Fílharmóníu- sveitinni í Helsinki á sama tíma og hann nam hljómsveitarstjórn. Eftir að hann var ráðinn aðalhljómsveit- arstjóri Sínfóníuhljómsveitar Lahti 1988 gafst sífellt minni tími fyrir klarínettið. „Og árið 2001 lagði ég klarínettið á hilluna og spilaði ekkert í þrjú ár. Að þeim tíma liðnum fannst mér nauðsynlegt að byrja að spila aftur – því ég saknaði þess svo, á sama tíma og mér fannst ómögulegt að stjórna án þess að vera sjálfur spilandi tón- listarmaður. Ég velti því alvarlega fyrir mér hvers konar stjórnandi ég gæti verið ef ég kæmi ekki fram sem hljóðfæraleikari líka. Ég er þannig sannfærður um að klarínettið geri mig að betri hljómsveitarstjóra með sama hætti og hljómsveitarstjórnin nýtist mér sem klarínettleikara. Spilamennskan snýst um öndun og að skapa tónlist með öllum lík- amanum og það skilar sér í stjórn- endastörf mín með margvíslegum hætti,“ segir Vänskä og tekur fram að það hafi tekið sig mjög langan tíma og mikla vinnu að komast í fyrra spilamennskuform. „Ég kem reglulega fram sem klarínettleikari, en leik þá aðallega kammertónlist – enda ótrúlega mik- ið til af fallegum kammerverkum sem skrifuð hafa verið fyrir klarín- ettið. Í því samhengi mætti sem dæmi nefna klarínettkvintetta eftir Brahms og Mozart,“ segir hann. Fjalla öll um mennskuna Vänskä starfaði í Lahti í tvo ára- tugi, en á árunum 1993-96 var hann einnig aðalstjórnandi SÍ og gegndi stöðu aðalgestastjórnanda SÍ frá árinu 2014 þar til hann var gerður að heiðursstjórnanda. Frá árinu 2003 hefur hann verið aðalstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Minnesota og hlotið mikið lof fyrir starf sitt með þeirri sveit. Vänskä segist hlakka til að fá tækifæri til að stjórna sinfóníu Shos- takovitsj tvo daga í röð. „Í Minne- sota gefst hljómsveitinni ávallt tæki- færi til að flytja sömu efnisskrána þrisvar til fjórum sinnum. Endur- tekningin er nauðsynleg fyrir hljóm- sveitir til að þroskast í listinni. Hver flutningur er eins og ferðalag þar sem hvert ævintýrið rekur annað,“ segir Vänskä og finnst sérstaklega spennandi að stjórna verkinu í tveimur ólíkum rýmum. Yfirskrift föstudagstónleikanna er „Stríð og friður“, en athygli vekur að öll verkin á tónleikunum tvenn- um, nema verk Áskels, eru samin af mönnum sem urðu vitni að hild- arleik seinni heimsstyrjaldarinnar. „Verkin þrjú hvort kvöld mynda góða heild. Öll verkin fjalla um mennskuna og hvernig við tökumst á við áskoranir, hvort sem þær birt- ast í einræðisherrum eða stríði.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heiður Osmo Vänskä á æfingu með Sínfóníuhljómsveit Íslands í gærdag. Gat ekki lagt klarínettið á hilluna til frambúðar  Osmo Vänskä stjórnar í kvöld og leikur einleik á morgun Bandaríska þungarokkssveitin Metallica hlýtur Polar- tónlistarverðlaunin í ár, en verðlaunin hafa verið nefnd Nób- elsverðlaun tónlistarinnar. Frá þessu greinir BBC. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Paul McCartney, Joni Mitchell, Bob Dylan, Patti Smith, Pink Floyd, György Ligeti og Björk, sem hlaut þau ásamt Ennio Morricone árið 2010. Í umsögn dómnefndar segir að enginn hafi samið jafn lík- amlega og hamslausa tónlist sem sé á sama tíma afar að- gengileg síðan Wagner samdi tilfinningalegt umrót sitt og fallbyssur Tsjaíkovskíj hljómuðu. „Með virtúósa spila- mennsku hópsins og notkun á hröðum tempóum hefur Metallica leitt tónlistina á áður ófarnar slóðir. Með orðum Metallica hefur jafnt táningsherbergjum og tónleikasölum verið umbreytt í Valhöll.“ Verðlaunin verða afhent í Stokkhólmi 14. júní og fær sveitin að launum eina milljón sænskra króna sem sam- svarar ríflega 12,5 millj. ísl. kr. Sveitin hefur þegar ákveðið að gefa verðlaunaféð til All Within My Hands, sem eru góð- gerðarsamtök sem hjálpa samfélögum í vanda með mat- arbönkum, áfallahjálp eftir stórslys og tónlistarmeðferð. „Þetta færir okkur í virðulegan félagsskap,“ segir trommuleikarinn Lars Ulrich um verðlaunin. „Þetta er stór- kostleg viðurkenning á öllu því sem Metallica hefur verið að gera síðustu 35 árin.“ Gítarleikarinn og forsöngvarinn James Hetfield segist einnig þakklátur fyrir viðurkenn- inguna. Metallica var stofnuð í Kaliforníu og hefur á síðustu 30 ár- um selt yfir 125 milljón plötur. Þeirra á meðal eru Kill ’Em All, Ride the Lightning, Master of Puppets, And Justice for All og Black Album, sem kom sveitin fyrir alvöru á kortið. Polar-verðlaununum var komið á fót 1989 að frumkvæði Stigs Anderson, umboðsmanns sænsku hljómsveitarinnar ABBA. Verðlaunin eru nefnd eftir upptökustúdíói Ander- son, Polar Music, þar sem ABBA hljóðritaði flestar plötur sínar. Metallica hlýtur Polar-verðlaunin Morgunblaðið/ÞÖK Kröftugir Félagarnir Kirk Hammett og James Hetfield í ham á tónleikum Metallica í Egilshöll árið 2004. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Fim 1/3 kl. 20:00 aukas. Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Sun 11/3 kl. 20:00 aukas. Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas. Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Sun 25/2 kl. 20:00 aukas. Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fim 15/2 kl. 20:00 15. s Fös 16/2 kl. 20:00 16. s Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Lau 17/2 kl. 20:00 53. s Lau 24/2 kl. 20:00 55. s Lau 3/3 kl. 20:00 Lokas. Mið 21/2 kl. 20:00 54. s Fös 2/3 kl. 20:00 56. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Lóaboratoríum (Litla sviðið) Fim 15/2 kl. 20:00 8. s Sun 18/2 kl. 20:00 9. s Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas. Í samvinnu við Sokkabandið. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Slá í gegn (Stóra sviðið) Mið 21/2 kl. 19:30 Fors Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Fim 22/2 kl. 19:30 Fors Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 17/2 kl. 19:30 21.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 22.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 18/2 kl. 13:00 Sun 4/3 kl. 16:00 Sun 11/3 kl. 16:00 Síðustu Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Þri 27/2 kl. 19:30 Auka Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 17.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Lau 24/2 kl. 19:30 Auka Þri 6/3 kl. 19:30 13.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 18/2 kl. 13:00 11.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 15/2 kl. 20:00 Fös 23/2 kl. 22:30 Lau 3/3 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 20:00 Lau 24/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30 Lau 24/2 kl. 22:30 Fim 8/3 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 20:00 Sun 25/2 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 22:30 Fim 1/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 22:30 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur Fös 2/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Fim 22/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 22:30 Lau 10/3 kl. 22:30 Fös 23/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.