Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 VISTVÆNAR BARNAVÖRUR Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Fertugasti og þriðji landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst í gær í Laugardalshöll með fundum mál- efnanefnda flokksins. Síðdegis setti svo formaðurinn Bjarni Benedikts- son landsfundinn formlega og hélt um fjörutíu mínútna langa ræðu fyrir landsfundargesti og fulltrúa. Bjarni skaut nokkuð fast á fyrrver- andi samstarfsflokka Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn, Viðreisn og Bjarta framtíð, sem hann sagði raun- ar að ætti nú enga framtíð. Hann sagði að honum hefði þótt ríkisstjórn- arsamstarf Sjálfstæðisflokks og þessara „smáflokka“ töluvert hökt- andi. „Eftir að því lauk fannst mér mjög undarlegt að sjá samstarfsfólk okkar úr þeirri stjórn lýsa því yfir að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði af þeirra hálfu verið á einhvers konar skilorði í þessu stjórnarsamstarfi,“ sagði Bjarni og bætti því við að síðar hefði komið á daginn að í raun hefði það verið Björt framtíð sem var á skilorði hjá kjósendum. Hann vék einnig að Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur, formanni Við- reisnar, og gagnrýndi stuðning henn- ar og flokksins við vantrauststillögu gagnvart Sigríði Á. Andersen dóms- málaráðherra á dögunum. „Einhvern tímann hefði formaður þess flokks sagt að hér væri enn einu sinni vegið með ósanngjörnum hætti að kvenkyns ráðherra í ríkisstjórn, kvenkyns stjórnmálamanni. En það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen, sem hefur staðið sig vel og átti mikið inni fyrir stuðningi meiri- hluta Alþingis og ykkar – og hún stendur sterkari á eftir,“ sagði Bjarni, en minntist ekki á það að tveir þingmenn Vinstri grænna, sam- starfsflokks Sjálfstæðisflokks í ríkis- stjórn, studdu vantrauststillöguna gegn dómsmálaráðherra. Söguleg ríkisstjórnarmyndun Hann sagði að myndun þeirrar rík- isstjórnar sem nú situr við völd hefði verið á „margan hátt söguleg“ og að ekki hefði verið sjálfgefið að ná sam- an við VG, sem væru á hinum enda pólitíska ássins. Hann hefði hins veg- ar talið það nauðsynlegt, til þess að nýta þau einstöku tækifæri til upp- byggingar sem íslenskt samfélag. Flokkarnir þrír hefðu getað náð sam- an um það. „Aðstæður nú eru einstakar, við erum í miðju góðæri og erfiðu árin eru að baki,“ sagði Bjarni. Fram kom í máli hans að tekjuskattslækkanir og lækkun tryggingagjaldsins væru á áætlun ríkisstjórnarinnar og var þessum áformum um skattalækkanir fagnað með öflugu lófataki. Hann gerði menntamálin einnig að umtalsefni og sagði menntakerfið „besta tækið sem við eigum til þess að tryggja að börnin okkar búi við jöfn tækifæri þegar þau halda af stað út í lífið“. Til framtíðar litið væri ljóst að mörg þeirra starfa sem við þekkt- um í dag yrðu hreinlega ekki til þeg- ar þau börn sem eru að hefja skóla- göngu í dag skiluðu sér út á vinnu- markaðinn. Því lægi fyrir að mennta- kerfið þyrfti að breytast í takt við þarfir nútímans. Harður áróður gegn krónunni Þá sagði Bjarni ýmsa pólitíska andstæðinga „ganga mjög langt“ í áróðri gegn íslensku krónunni. Vissu- lega væri mikil áskorun að halda úti eigin gjaldmiðli, en að í allri umræðu um gjaldmiðilinn væri lítið rætt um kosti þess að búa við eigin mynt, en það gerði íslensku þjóðinni kleift að mæta búhnykkjum, jafnt sem áföll- um. „Það má til dæmis öllum vera ljóst að styrking íslensku krónunnar í kjölfar gríðarlegrar fjölgunar ferða- manna hingað til lands hefur gert það að verkum að tugprósenta hækkanir kaups á undanförnum árum leiddu ekki til verðbólgu, eins og svo oft hef- ur gerst áður. Hann sagði það mega heita „heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap“ að halda að evrópski Seðlabankinn myndi horfa til stöðu efnahagsmála á Íslandi við vaxta- ákvarðanir sínar eða aðrar ákvarð- anir sem máli skipta, ef Íslendingar væru aðilar að evrusamstarfinu. „Það getur orðið mjög kostnaðar- samt, það er beinlínis hægt að segja að það sé efnahagslega hættulegt fyrir okkur Íslendinga ef gengi og vextir sem við búum við endurspegla einhvern allt annan veruleika heldur en okkar,“ sagði Bjarni og bætti því við að það væri skýr stefna Sjálfstæð- isflokksins að Ísland ætti að halda forræði yfir eigin peningastefnu og hafna upptöku annars gjaldmiðils. „Við viljum halda forræði þjóðar- innar fyrir stjórn peningamála og við viljum að áfram verði byggt á ís- lensku krónunni,“ sagði Bjarni. Einstakar aðstæður nú uppi  Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi fyrrverandi samstarfsflokka í ríkisstjórn í ræðu sinni  Íslenska krónan gjaldmiðill þjóðarinnar til framtíðar  Ísland í miðju góðæri, erfiðu árin að baki Morgunblaðið/Eggert Ræða formanns Bjarni Benediktsson flutti ræðu við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Á annað þúsund flokksfélaga hlýddi á hann í Laugardalshöll. Komið saman Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem býður sig fram til vara- formanns og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem sækist eftir endurkjöri sem ritari flokksins slógu á létta strengi við setningu fundarins í gærdag. Nýr varaformaður Sjálfstæðis- flokksins verður kjörinn á landsfundinum á sunnudag, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, hefur gegnt því embætti frá því að Ólöf Nordal lést í febrúar á síðasta ári eftir baráttu við illvígt krabbamein. Bjarni minntist hennar í upp- hafi ræðu sinnar og sagðist sakna þess að sjá hana ekki í fremstu röð í salnum, því að það hefði verið hennar staður í margvíslegum skilningi. „Mér finnst eiginlega að yfir- skrift fundarins hér: „Gerum lífið betra“, sé dálítið í anda hennar og áhuga hennar á öllu sem gat gert lífið fallegra og betra. Það var henni líkt þegar hún eitt sinn svaraði þakkar- bréfi vegna embættisverka með orðunum: „Það er svo gott að gera gott“,“ sagði Bjarni. Minntist Ólafar Nordal VARAFORMANNSKOSNING Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2018 Þórður Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, segir málefnastarf landsfundarins hafa farið vel af stað, með „góðum átök- um“. Einhverjar málefnanefndir sátu að störfum fram á kvöld. Síð- asti landsfundur var haldinn árið 2015 og þá vakti töluverða athygli hversu mjög ungt fólk innan flokks- ins steig fram og náði að koma sín- um málum í gegn, en ungir sjálfstæðismenn lögðu þá fram hátt í 100 breytingatillögur innan nefnda og margar þeirra kom- ust inn í stefnu flokksins. Að sögn Þórðar er umræðan í málefnastarf- inu ekki síður frjó að þessu sinni. „Fyrir tveimur og hálfu ári kom unga fólkið inn á fundinn rosalega skipulagt en ég myndi segja að núna væri það meira almennt.“ Hann segist finna fyrir því eftir fyrsta dag fundarins að „fókusinn“ sé á sveitarstjórnarmálin, enda styttist óðum í kosningar. athi@mbl.is Sveitarstjórnarmál áberandi Morgunblaðið/Eggert Fagnaðarfundir Við setningu fundarins stungu gamlir samherjar, Sturla Böðvarsson, Friðrik Sophusson og Einar K. Guðfinnsson, saman nefjum. Þórður Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.