Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRA RUSLAGÁMUR STEYPU SÍLÓ GEYMSLUBOX Galvaniseraðir ruslagámar Til á lager Auðveldar steypuvinnu. Til í ýmsum stærðum Frábær lausn til að halda öllu til haga á byggingarsvæði. Aukahlutir fyrir byggingakrana Kvarna-tengi 70 kr stk m/vsk. Ívandræðaganginum íkringum leiftursóknenskunnar inn á málsviðíslenskunnar og netfíkn snjallsímakynslóðarinnar gleymist að dást að einum höf- uðkosti netvæðingarinnar: hvers kyns þekkingar- og fróðleiksmolar um málfar þurfa ekki lengur að þvælast fyrir okkur. Nær öllu má fletta upp á netinu með aðstoð leitarvélarinnar Google®, ís- lenskuvandræði leysast iðulega með því að fara á málið.is og þegar hendingar eða vísubrot brjótast um í huganum má oft finna það sem upp á vantar á bragi.info með því litla sem maður man úr vísunni. Mörg helstu vandræði föður míns hefðu gufað upp á snöggu auga- bragði ef hann hefði haft aðgang að netinu. Á langri ævi spurðist hann til dæmis reglulega fyrir um hvort nokkur kannaðist við vísu sem byrjaði svona: „Bakkus sá bölvaður rakki, / borar í innyflin skor- ur“. Hann gekk fyrir lærðustu menn á Landsbókasafni og hand- ritadeildinni, Árnastofnun og Orðabókinni en allt kom fyrir ekki. Þeg- ar honum fannst viðeigandi að fara með þessa vísu strandaði hann því alltaf eftir þessar tvær hendingar. Og þrátt fyrir að þær geymi mik- inn vísdóm einar og sér er augljóst að framhaldið vantar. Þegar þannig hefur staðið á hef ég stundum leitað að upphafshend- ingunni á netinu – í minningu föður míns – en aldrei orðið nokkuð ágengt fyrr en mér hugkvæmdist að leita eftir því sem á eftir kemur. Þá beindi leitarvefurinn bragi.info mér óðara að Skagfirðingum og Vísnasafni Sigurðar J. Gíslasonar. Þar er vísan í fullri lengd og kennd Bjarna Þórðarsyni skáldbónda á Siglunesi á Barðaströnd (1761- 1842): Bakkus er bölvaður rakki borar í innyflin skorur. Vitið og frama burt flæmir fólið í heilann ber veilur. Grófustu hnéspora grefur geðið í skónálum meður. Mér létti stórum að fá loks botn í þetta vandamál sem hefur bagað mig lengi. En mér varð líka hugsað til þess að hér væri komin enn ein sönnunin fyrir því hvað Vestfjarðakjálkinn væri langt utan áhuga- sviðs latteliðsins hér fyrir sunnan, og því ekki að undra að fyrir vest- an teldu menn sig geta farið sínu fram í fiskeldi sem öðru án þess að sérfræðingar að sunnan væru með slettirekuskap útaf skelfiski og einhverjum bröndum í sprænum í Djúpinu. Næst varð mér starsýnt á orðið hnéspora í vísunni og ákvað að reyna að finna út hvað það merkti. En greip í tómt á netinu. Þá rifjuðust upp orð og orðasambönd sem herra Google® hefur aldrei heyrt um: kjammavatn var mikið tekið við rakstur á mínu æskuheimili inni við Sundin blá, og kona að austan segist hafa heyrt það í sinni heimabyggð; Belgjagerðarúlpur voru vinsæl flík á síðustu öld en koma hvergi fyrir í leitarbærum textum né gagnagrunnum, og í Kinninni fyrir norðan sagði Þórhallur bóndi á Halldórsstöðum ævin- lega að við skyldum segja þetta önd þegar honum þótti nóg starfað við heyskap eða girðingar. Enn er því verk að vinna við orðtöku í okk- ar sprelllifandi tungumáli. „Bakkus sá bölvaður rakki“ Tungutak Gísli Sigurðsson Theodóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Bjartr-ar Framtíðar í Kópavogi og fyrrum alþingis-maður, sagði í samtali við RÚV fyrir nokkr-um dögum: „Við erum ekki að stunda þessa flokkapólitík eins og fjórflokkurinn. Ég komst að því mjög fljótt að við vor- um engan veginn á sama stað í vinnubrögðum, í þanka- gangi. Ég sá það strax að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gert hrunið upp við sig.“ Þetta er því miður rétt hjá Theodóru en hins vegar verður fróðlegt að sjá hvort einhver breyting verður á því á þeim landsfundi flokksins, sem stendur yfir um þessa helgi. Ummæli Theodóru vekja hins vegar aðra spurningu, hvort verið geti að fleiri eigi eftir að gera hrunið upp en Sjálfstæðisflokkurinn. Getur verið að þjóðin sjálf hafi ekki horfst í augu við vissa þætti hrunsins? Þetta getur orðið knýjandi spurning fyrr en varir. Í stjórnarsáttmála núverandi stjórnarflokka segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkis- stjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verð- ur leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun. Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verða teknar um fjármálakerfið.“ Þetta er bæði gott og sjálfsagt. En þá er spurningin hvaða þættir málsins verða teknir fyrir í Hvítbókinni. Í viðskipta- og athafnalífi landsmanna eftir hrun hafa komið fram skýrar vísbendingar um að sumir þeirra, sem mest komu við sögu fyrir hrun bæði innan og utan bankanna, hafi komist frá hruninu með veru- lega fjármuni sem hafi verið geymdir í öðrum löndum en eitthvað af þeim hafi verið flutt heim á þeim hag- stæðu kjörum, sem Seðlabankinn bauð upp á um skeið. Sumt af þessu fé hafi leitað inn í bæði fasteignir, ferða- þjónustu o.fl. Sú spurning hefur ekki komið til umræðu á Alþingi, hvort þetta sé sjálfsagt. Í bók minni Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar – byltingin sem aldrei varð, sem út kom fyrir síðustu jól, er að þessu vikið m.a. með eftir- farandi hætti (bls 183): „Getur verið, að nú þegar Ísland er að ná sér á strik á ný, sé ýmislegt látið ósagt, sem þyrfti að segja en ekki er sagt af sömu ástæðum samfélagslegrar með- virkni og fyrir hrun? Getur verið að „þeir“ – og þá er átt við hina svoköll- uðu útrásarvíkinga – séu að koma til baka með mikla fjármuni frá útlöndum og hefjast handa við að kaupa aftur fyrirtækin, sem þeir misstu í hruninu?“ Nokkru síðar segir í sama kafla, sem ber heitið Sam- félagsleg meðvirkni? (bls. 185): „Þau álitamál, sem hér er vikið að, hafa nánast ekk- ert verið rædd í stjórnmálaumræðum á Íslandi. Þau hafa ekki verið rædd á Alþingi eða í sveitarstjórnum, hafi slíka athafnasemi rekið á þeirra fjörur, og lítið sem ekkert í hefðbundnum fjölmiðlum eða á sam- skiptamiðlum. Þau hafa heldur ekki verið rædd í há- skólasamfélaginu, sem þó tekur margt til umræðu, alla vega ekki opinberlega, og það er kannski vegna þess að þar á bæ hafa menn enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum eftir skýrslur sem þar voru samdar og gáfu bönkunum gæðastimpil síðustu misserin fyrir hrun. Líkleg skýring eru hinir innbyggðu veikleikar í sam- félaginu sem áður var vikið að. Enginn vildi af þeim sökum vera „leiðinlegur“ síðustu árin fyrir hrun, þótt byrjað væri að koma í ljós hvað væri að gerast. Á sama hátt vill fólk ekki vera með athugasemdir nú við annað fólk, sem hefur líka orðið að þola mikið.“ Nú er ekki ólíklegt að einhver spyrji hvort greinarhöfundur sé að leggja til að þeim sem við sögu komu verði bannað að hasla sér völl í viðskiptalífinu á ný. Um það álita- mál er fjallað í þeim bókarkafla, sem hér hefur verið vitnað til, þótt ekki sé komizt að annarri niðurstöðu en þeirri að þessi mál- efni beri að ræða. Það er hins vegar staðreynd, að í Bandaríkjunum eru slík ákvæði til í lögum. Á níunda áratug síðustu aldar urðu miklar sviptingar á fjármálamörkuðum vestan hafs. Ein skærasta stjarna þeirra tíma var verð- bréfasali að nafni Michael Milken. Hann endaði með því að sitja í fangelsi í tvö ár og var dæmdur í miklar fjársektir og jafnframt var honum bannað fyrir lífstíð að starfa aftur á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum. Milken hefur lagt mikla fjármuni í læknisfræðilegar rannsóknir hin síðari ár. Einkageirinn er jafnvel miskunnarlausari. Í mörgum löndum í okkar heimshluta er vonlaust fyrir fyrirtæki að skrá sig á markað ef forystumenn þeirra eiga að baki umdeilda fortíð í viðskiptum. Hér á landi er ljóst að Fjármálaeftirlitið hefur vissar heimildir til að takmarka eignarhluti í fjármálafyrir- tækjum. En spyrja má í tilefni af orðum Theodóru Þorsteins- dóttur, hvort ekki sé ástæða til að þau álitamál, sem hér hafa verið nefnd til sögunnar verði tekin til um- ræðu í væntanlegri Hvítbók ríkisstjórnarinnar um fjármálamarkaðinn á Íslandi. Og að þau verði tekin til umræðu á Alþingi og af- staða tekin til þess, hversu langt þingið vilji ganga í þessum efnum, vilji það á annað borð gera eitthvað, hvort sem um er að ræða fjármálafyrirtæki eða aðra starfsemi. Væntanlega verður ekki ágreiningur um það á þingi eða úti í samfélaginu að mikilvægt er að gagnsæi ríki í þessum efnum og það sé ljóst hvaðan peningarnir koma – ef þeir koma. Er sjálfsagt að „þeir“ komi aftur? Verður þeirri spurningu svarað í Hvítbók um fjármálakerfið? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Stjórnvöld í Suður-Afríku hyggjastnú gera jarðir hvítra bænda upp- tækar bótalaust, en væntanlega síðan skipta þeim á milli svartra bænda. Þetta er eflaust ekki endirinn á vist hvítra manna í Suður-Afríku, en þetta gæti verið upphafið að endinum. Ástr- alíustjórn hefur hafið undirbúning að því að flýta útgáfu vegabréfsáritana til suðurafrísku bændanna. Væri eitt- hvert vit í stjórnum Brasilíu og Arg- entínu, þá ættu þær að gera hið sama. Landbúnaður í Suður-Afríku er háþróaður og arðbær og bændur þar kunnáttumenn. Hvítir menn eru jafnmiklir frum- byggjar Suður-Afríku og svartir. Þeir komu af hafi, aðallega Búar frá Hol- landi, á 17. öld og settust að í Suður- Afríku á sama tíma og svartir menn komu að norðan. Það voru því ekki hvítir menn, sem ráku svarta af jörð- um sínum. En þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn, sem duglegir og tiltölu- lega vel stæðir, en óvinsælir minni- hlutahópar sæta ofsóknum. Ferdin- and og Ísabella hröktu gyðinga brott úr Spánarveldi 1492. Lúðvík 14. felldi 1685 úr gildi lög, sem veittu húgenott- um (mótmælendatrúarmönnum) grið, og flúðu margir þeirra Frakkland að bragði. Báðir hóparnir stóðu sig vel í viðtökulöndum. Sagan endurtók sig á 20. öld. Hitler og Stalín beittu að vísu verri aðferð- um gegn óvinsælum minnihluta- hópum. Hitler drap þá í útrýmingar- búðum, en Stalín lét flytja þá í seig- drepandi þrælakistur norðan heim- skautsbaugs. Tíu milljónir þýsku- mælandi manna voru reknar út úr Póllandi og Tékkóslóvakíu í stríðslok 1945, en ættir þeirra höfðu búið þar í marga mannsaldra. Skemmst er að minnast þess, er hinn grimmi trúður Ídí Amín rak hátt í hundrað þúsund fólks af asískum ættum frá Úganda 1972. Ég ferðaðist um alla Suður-Afríku í þrjár vikur haustið 1987. Meðal ann- ars lagði ég leið mína í vínyrkjuhér- aðið í kringum Stellenbosch. Þar var allt fallegt og blómlegt. Þá réðu hvítir menn enn Suður-Afríku. Ég snæddi hádegisverð með prófessor einum, sem var Búi. Hann sagði: „Við Búarn- ir vitum, að við verðum fyrr eða síðar að viðurkenna meirihlutastjórn svartra manna. En við viljum ekki, að okkar kæra Suður-Afríka verði enn eitt misheppnaða Afríkulýðveldið.“ Það virðist þó vera að gerast. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hádegisverður í Stellenbosch
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.