Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Hönnunarmars 15.–18. mars Sunnudaginn 18. mars: Tveir fyrir einn af aðgangseyri Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Hönnunarmars 15.–18. mars Sunnudaginn 18. mars kl. 14: Fjölskylduleiðsögn Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. ÁLFASMIÐJA í Listasafni Íslands fyrir börn á aldrinum 5-10 ára, laugardaginn 17. mars kl. 13-14. Í tengslum við sýninguna Korriró og Dillidó - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR 16.2. - 24.6.2018 KORRIRÓ OG DILLIDÓ 2.2. - 29.4.2018 - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 - Valin verk úr safneign ORKA 14.9. - 29.4.2018 Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR - ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 13.5.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 29.04.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Algleymi heimsandans er heiti sýn- ingar á verkum eftir bandarísku myndlistarkonuna Elizabeth Peyton sem verður opnuð í Kling & Bang í Marshall-húsinu kl. 17 í dag, laugar- dag. Peyton hefur undanfarna tvo áratugi verið ein skærasta stjarnan í heimi samtímamálverksins, einkum þekkt fyrir portrett af fólki, vinum jafnt sem fólki úr sögu og dægur- menningu, í nútíð sem fortíð. „Ég vann þessi verk að mestu fyr- ir þessa sýningu hér,“ segir Peyton þegar við skoðum portett hennar og kyrralífsmynd með blómum. „Þann- ig vinn ég yfirleitt, hef sýningarstað- inn og samhengið í huga og það hef- ur einhver áhrif á verkin.“ – Og eins og sjá má hér þá skipt- irðu afar lipurlega milli forma, hér eru olíumálverk, vatnslitamynd og teikning, og grafíkverk: einþrykk, dúkristur og ætingar. „Þar sem ég hafði aldrei sýnt hér áður þá langaði mig að vera með verk í öllum þessum formum. Mér þótti ekki rétt að sýna bara málverk. Ég færi mig sífellt milli þessara miðla. Oft bregst ég við hugmyndum að myndum með því að fara fyrst með þær á prentverkstæðið. Síðan fer ég með prentin í stúdíóið og legg til atlögu við málverk með sömu hugmynd. Þar vinn ég alltaf ein, enginn fær að vera á vinnustofunni með mér; ég hreinsa penslana mína og mála grunnana líka sjálf.“ – Þú ert þekktust fyrir portrett af fólki sem sumt er tengt þér en mörg byggjast líka á fundnu myndefni. „Það er satt. Það geta verið mörg lög í þessum verkum og oft líður langur tími frá því að ég fæ hug- mynd að mynd og þar til ég hrindi henni í framkvæmd. Ég þarf ekki að lýsa öllum smáatriðum á fólkinu sem ég mála, rýmið sem ég læt ósnert skiptir til dæmis máli. Ég vil vissulega fanga karakter- inn, eins og í verkunum hér af list- hlauparanum á skautum.“ Hér vísar Peyton til mynda á sýningunni af Yuzuru Hanyu sem hún hreifst af í útsendingum frá Vetrarólympíuleik- unum. „Ég reyni að ná mörgu inn í verkin en hafa þau líka létt og opin, svo áhorfandinn sjái ekki vinnuna bak við þau. Ég þarf, eins og aðrir listamenn, að finna leið mína við að skapa listaverk. Það er ekki eins og maður finni formúlu sem geri þetta fyrir mann. Eins og Bruce Nauman sagði, þá þurfum við sífellt að finna upp hjólið. Það er eitt að hafa tækni- lega hæfileika en það að fanga töfra í verkunum er allt annað mál …“ – Þú málar líka kyrralíf en þar, eins og í portrettunum, tekst þér að hafa nálgunina splunkunýja. „Ég er á lífi núna. Fólk nýtur þess alltaf að horfa á myndir af öðru fólki, og umhverfi eins og blómin, og það hljóta að vera leiðir til að færa það inn í listmuni sem lifa áfram. Mál- verk eru góðir geymslustaðir fyrir þessar tilfinningar. Sem listamaður verð ég að geta treyst því að ég geti fært þetta líf og umhverfið inn í verkin og geti sagt eitthvað um leið um hvað það er að vera á lífi.“ „Um hvað það er að vera á lífi“  Sýning á verkum eftir Elizabeth Peyton, víðkunnan samtímamálara, opnuð í Kling & Bang í dag Morgunblaðið/Einar Falur Karakterar „Ég byrjaði á þessari teikningu hér á Íslandi í fyrra og fannst rétt að hún kæmi aftur til landsins,“ segir Elizabeth Peyton um teikninguna sem hún gerði út frá frægri teikningu Michelangelos af Andrea Quaretesi. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is „Ég er búinn að glata gleraugunum mínum.“ Þetta er það fyrsta sem Kristian Blak, goðsögn í lifanda lífi og mesti tónlistargúrú Færeyja, segir við mig þegar ég, Ólafur Páll Gunnarsson af Rás 2 og ektakvinnur okkar hittum hann á flugvellinum í Vágum. Það segir ýmislegt um smæð samfélagsins, þessa eina lands þar sem Íslendingurinn kemur frá stærra landi, að Blak skuli vera mættur þarna galvaskur á sendibíl til að sækja okkur. Til allrar ham- ingju finnur hann svo gleraugun (höfðu dottið á milli sæta) og við ökum af stað í átt að Þórshöfn. Tilgangur okkar er m.a. að vera viðstödd Færeysku tónlistar- verðlaunin eða „virðislönin“ sem voru svo afhent á laugardeginum, með pomp og prakt, í hinu glæsilega Norðurlandahúsi í Færeyjum. Kristian Blak er hálfutan við sig þegar hann keyrir okkur og næstum búinn að keyra út af einu sinni. Þetta dagsform hans er þó í full- kominni andstæðu við óeigingjörn störf hans fyrir færeyskt tónlistarlíf. Þar er hann ekkert minna en ótrú- legur og keyrir útgáfu sína Tutl af mikilli festu, með hárnákvæman fókus á hvað beri að gera til að há- marka sýnileika og dreifingu. Blak er hugsjónamaður, einn sá mesti sem ég hef kynnst, en hann er ekki með höfuðið í skýjunum eða í óraun- hæfum dagdraumum. Áratugalangt og ósérhlífið starf hans skilar nefni- lega áþreifan- legum árangri. Færeyingar fullnýta þá helgi sem verðlauna- afhendingin er sett á. Vorum við nokkur samankomin frá hinum og þessum löndum; blaðamenn, sjón- varps- og útvarpsfólk auk útsendara dreifingaraðila og útgáfufyrirtækja. Starfsmenn verðlaunahátíðarinnar sáu til þess að dagskráin væri vel væn og strax á föstudeginum börð- um við nokkrar sveitir augum í Reinsaríinu. Fullkomið hljóðver, Studio Block, var heimsótt og á laugardeginum var næststærsti bær eyjanna, Klakksvík, heimsóttur. Færeyingar eru giska öflugir í þessu kynningarstarfi og gleyma ekki altækum menningarvinkli og alltaf er nóg af skerpukjöti, fær- eyskum bjór og hannyrðavörum. Verðlaunin sjálf voru með hefð- bundnum hætti og voru sýnd „bein- leiðis“ í „kringvarpinu“. Líkt og hérlendis voru ýmsir stílar í gangi og misaðgengilegir. Þannig var Eyðun Nólsöe, sem er nokkurs kon- ar Bubbi eyjanna, tilnefndur en einn- ig tók hin vinsæla þungarokkssveit Hamferð ein verð- laun. Hið fram- sækna og hið dægilega voru í einni bendu en ánægðastur var ég með það að Lea Kampmann, korn- ung söngkona, var valin flytjandi ársins. Stuttskífa hennar, Common Blue, er virkilega falleg. Býr yfir þessum melankólíska þjóðlagatóni sem einkennir svo margar fær- eyskar plötur en er um leið þræl- bundin í samtímann. Sú blanda hef- ur gefist Færeyingum vel; þegar reynt er að stíga út fyrir þessar dásamlegu eyjar og yfir á alþjóða- sviðið. Tónleikur í Færeyjum Pistilritari sótti eyjarnar átján heim um síðustu helgi og var gestur á Færeysku tónlistarverðlaununum. Lágstemmd Tónlist Leu Kampmann er lágstemmd og falleg. » Býr yfir þessummelankólíska þjóð- lagatóni sem einkenn- ir svo margar fær- eyskar plötur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.