Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 ✝ ÞorsteinnÞórðarson fæddist á Brekku í Norðurárdal 4. desember 1930. Hann lést á Brákar- hlíð í Borgarnesi 10. mars 2018. For- eldrar hans voru Þórður Ólafsson, f. 1889, frá Desey, Norðurárdal, d. 1981, og Þórhildur Þorsteinsdóttir, f. 1903, frá Hamri, Þverárhlíð, d. 1982, bændur á Brekku. Systkini Þor- steins eru Þórunn Erna, f. 10. desember 1926, Ólafur, f. 28.desember 1927, og Guðrún, f. 29. apríl 1940. Þorsteinn eignaðist dóttur með Soffíu G. Jónsdóttur, f. 24. desember 1925, d. 14. júní 1998, sem er Sigurbjörg ónæmisfræð- ingur, f. 24. september 1955, maki Árni Þór Sigurðsson, sendiherra, f. 30. júlí 1960, börn þeirra eru a) Sigurður Kári, f. 1986, sambýliskona hans er Elín Dís Vignisdóttir, f. 1986, dóttir þeirra er Elísa Rán, f. 2017, b) Arnbjörg Soffía, f. 1990, sam- býlismaður hennar er Þorsteinn Hjörtur Jónsson, og c) Ragnar Auðun, f. 1994. Hinn 9. febrúar 1963 kvæntist júní 1977, maki Elvar Ólason bóndi, f. 26. apríl 1969, börn þeirra eru Erna, f. 2000, og Arn- ar Þór, f. 2003. Þorsteinn fæddist á Brekku og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf þess tíma, hann gekk í barnaskólann í Dalsmynni og stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1947-49. Að námi loknu vann Þorsteinn á búi for- eldra sinna til 1954 er hann tók sjálfur við búsforráðum á Brekku. Árið 1962 fluttist Anna að Brekku og þau hjón bjuggu myndar- og snyrtilegu búi alla sína tíð, þangað til þau hættu búskap árið 1994. Samhliða bú- störfunum vann Þorsteinn við orlofshúsabyggð BSRB í Mun- aðarnesi á árunum 1986-99. Eftir þann tíma voru þau staðar- haldarar í Munaðarnesi í afleys- ingum til ársins 2007. Þorsteinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann sat meðal annars í stjórn Veiðifélags Norðurár í fimmtán ár, í sóknar- nefnd Hvammskirkju í fimmtán ár, var deildarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í sautján ár, sat i skólanefnd Varmalandsskóla í allmörg ár. Árið 2004 fluttu þau Þorsteinn og Anna frá Brekku í Borgarnes og við fráfall Önnu árið 2009 flutti Þorsteinn í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimilið í Borgarnesi, og dvaldi þar til hinsta dags. Þorsteinn verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju í dag, 17. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. Þorsteinn Önnu Sigurðardóttur, f. 9. febrúar 1938, d. 23. febrúar 2009. Foreldrar hennar voru Sigurður Kristjánsson, f. 1888 á Hjarðarfelli, d. 1969, og Margrét Oddný Hjörleifs- dóttir, f. 1899 á Hofstöðum, d. 1985, bændur í Hrísdal á Snæfellsnesi. Þorsteinn og Anna eignuðust fjögur börn, þau eru: a) Þórður húsasmíðameistari, f. 31. maí 1963, maki Agnes Agn- arsdóttir, leikskólakennari, f. 15. maí 1957, sonur Agnesar er Marinó Ingi Emilsson, f. 1979, sambýliskona hans er Hallfríður Kristín Jónsdóttir, f. 1980. Börn þeirra eru Guðrún Inga, f. 2000, og Pétur Þór, f. 2010. b) Þor- steinn húsasmiður, f. 7. maí 1965, maki Guðbjörg S. Sig- urðardóttir sjúkraliði, f. 14. júní 1972, börn þeirra eru Ósk, f. 1996, d. 1996, Þorgeir, f. 1999, og Sigurður Aron, f. 2001, c) Gunnar Þór, f. 15. nóvember 1970, maki Íris Grönfeldt íþróttafræðingur, f. 8. febrúar 1963, börn þeirra eru Bjarki Þór, f. 1994, og Anna Þórhildur, f. 1998, d)Þórhildur bóndi, f. 24. Dal einn vænan ég veit, verndar Drottinn þann reit. Allt hið besta þar blómgast hann læt- ur. Þar er loftið svo tært, þar er ljósblikið skært. Þar af lynginu er ilmurinn sætur. (Hugrún) Útsýnið af bæjarhlaðinu á Brekku minnir oft á málverk, sérstaklega þegar kvöldsólin er að hníga. Grábrókin og hraunið með sínu fallega kjarri setja óneitanlega mikinn svip á jörð- ina. Norðuráin líður fallega í gegnum landið sem að vetri til rennur á milli skara og þá gjarnan stirnir á hjarnið undir skini dansandi norðurljósa. Yfir þessu margbrotna landslagi Norðurárdalsins vakir svo Baul- an, fjalladrottningin sjálf. Þarna ólst pabbi minn upp og bjó nán- ast alla sína tíð, nema síðustu 14 árin þá bjó hann í Borgarnesi en hugurinn var oft í dalnum, alveg fram á síðasta dag. Hann var fæddur og uppalinn á Brekku, sat jörðina í 50 ár, fyrst með foreldrum sínum, síðan með eiginkonu, móður minni. Hann byggði jörðina upp á inn- an við 10 árum, með eigin vinnu; fjós, fjárhús og íbúðarhús sem er á stærð við meðalfélags- heimili, þessi uppbygging var unnin með litlum vélakosti og verkfærum. Hann var vinnu- samur og handlaginn. Hann var mjög laginn við krakka og ung- linga og fékk alla til að vinna með sér. Hann bjó einstaklega snyrtilega, t.d. vorum við látin bóna baggavélina að hausti áður en hún var sett inn til vetr- argeymslu og maður var ekki búinn í fjárhúsunum fyrr en það var búið að sópa stokkinn. Hann átti til að vera stríðinn, hafði skoðanir og lét til sín taka á ýmsum vettvangi. Hann lét þó ekki mikið yfir sér en bjó yfir ýmsum fjársjóðum. Hann bar mig á bakinu í fjárhúsin þegar litlir fætur voru lúnir og hann strauk af kinnum mold og tár. Hann veitti mér ást og yl og það var ljúft að hátta í föðurarm fyrir lítinn telpuhnokka. Hann leiddi mig inn kirkjugólfið fyrir 18 árum og hann bar hag minn ávallt fyrir brjósti. Hann var alltaf til staðar fyrir mig og ég var til staðar þegar hann kvaddi. Hlekkir í keðju kynslóða. Í sex ár bjuggum við saman í hús- inu, ég með mína fjölskyldu og pabbi og mamma á efri hæðinni. Það voru mikil forréttindi. Hann gekk sáttur frá borði þegar ævi- starfið var afhent afkomendum, missti mikið þegar lífsförunaut- urinn féll frá. Dvaldi á dval- arheimili síðustu árin og hugs- aði um horfna tíma en vildi fylgjast með afkomendum sín- um og frændfólki. Brekka og dalurinn voru honum mjög kær, hugurinn var þar síðustu daga. Honum þótti vænt um að ein- hver sæti á föðurarfleifðinni og héldi áfram með hans ævistarf. Síðustu dagana mun ég ávallt geyma í hjarta mínu og ég mun eftir fremsta megni efna lof- orðið sem ég gaf honum undir það síðasta; já pabbi, ég mun hugsa vel um Brekku. Takk fyrir allt og allt. Þórhildur. Þorstein tengdaföður minn hitti ég fyrst fyrir rétt rúmum þremur áratugum. Það var á tröppunum á Brekku þar sem hann hafði alið allan sinn aldur. Við Sigurbjörg, sem á þeim tíma bjuggum í Svíþjóð, komum þangað í heimsókn með Sigurð son okkar á fyrsta ári. Hann var fyrsta barnabarn móðurafa síns og það fylgdi því auðvitað nokk- ur tilhlökkun, með blöndu af kvíða, að heimsækja afann og fjölskyldu hans. Sjálfur hafði ég ekki hitt þennan hluta tengda- fjölskyldunnar og þar sem Sig- urbjörg var ekki alin upp hjá föður sínum höfðu tengslin verið strjál. En þessi heimsókn gekk í alla staði vel og kom þar bæði til hæglæti og yfirvegun Þor- steins og framtakssemi og vel- vild hans öndvegiskonu, Önnu Sigurðardóttur. Frá þessum fyrstu kynnum okkar höfum við fjölskyldan verið aufúsugestir á Brekku. Þorsteinn og Anna buðu börn- um okkar oft að vera um skemmri eða lengri tíma í vist hjá þeim á sumrin, sem þau kunnu vel að meta og nutu góðs af. Þar nutu þau ástúðar og hlýju í hvívetna og fyrir það er- um við afar þakklát. Þorsteinn var borinn og barn- fæddur á Brekku í Norðurárdal og það kom í hans hlut að taka við búskap á föðurleifð sinni. Hann kvæntist Önnu Sigurðar- dóttur frá Hrísdal í Miklaholts- hreppi og saman ráku þau mikið myndarbú á Brekku í um fjóra áratugi. Anna lést árið 2009, rétt liðlega sjötug að aldri. Þorsteinn var ekki margmáll maður en lét heldur verkin tala eins og hið fallega Brekkubú var og er gott dæmi um, þar sem snyrtimennskan er aðals- merki. Hann hafði hins vegar sínar skoðanir á mönnum og málefnum og var ævinlega tilbú- inn að viðra þær ef svo bar und- ir. Ég á margar góðar minn- ingar úr eldhúsinu á Brekku þar sem skipst var á skoðunum og þjóðmálin brotin til mergjar. Við vorum ekki alltaf sömu skoðunar tengdafeðgar en það breytti engu um að það fór alla tíð vel á með okkur. Væntum- þykjan leyndi sér ekki þótt ekki væri mikið verið að flíka tilfinn- ingum. Ég er sérstaklega þakklátur fyrir góða samverustund sem ég átti með Þorsteini nú í ársbyrj- un, skömmu áður en ég hélt til starfa erlendis. Ekki gat ég vit- að þá að það yrði okkar síðasti fundur en enginn ræður sínum næturstað og þá er gott að eiga góðar minningar til að ylja sér við. Þau Anna fluttu í Borgarnes árið 2004 og síðasta áratuginn bjó Þorsteinn á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð þar í bæ. Lengst af var hann við ágæta heilsu en þó mátti vel greina að hann væri lúinn eftir langan vinnudag við erfiði bú- starfanna. Hvíldin var því ugg- laust kærkomin, ekki síst eftir að heilsunni hrakaði nú undir það síðasta. Ég er Þorsteini tengdaföður mínum þakklátur fyrir góð kynni og velvild hans í minn garð og minna og kveð hann með virðingu. Árni Þór Sigurðsson. Með þessum fáu orðum lang- ar mig til að minnast Þorsteins á Brekku, móðurbróður míns, og allra þeirra góðu minninga sem honum tengjast. Þorsteinn var fæddur og upp- alinn á Brekku, næstyngstur af fjórum systkinum. Hann tók við búinu af foreldrum sínum, byggði upp og bjó miklu mynd- arbúi á þessum fallega stað í Borgarfirðinum. Ég var ekki hár í loftinu þeg- ar ég fór að vera í sveitinni á sumrin hjá þeim hjónum Þor- steini og Önnu á Brekku. Fyrstu árin bjuggu afi Þórður og Þórhildur amma einnig á Brekku. Það var góður skóli í sveitinni hjá Þorsteini frænda þar sem dugnaður, útsjónarsemi og snyrtimennska voru gildin í fyrirrúmi og maður býr ávallt að. Og það var alltaf nóg að gera á stóru búi. Þorsteinn frændi hafði sérstakt lag á að allir legðu sig fram af fremsta megni og treysti fyrir verkefn- um. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum í sveit- inni og upplifa þannig tengsl og umgengni við náttúruna, en Brekka varð nánast eins og mitt annað heimili hluta úr árinu. Það var síðan ávallt gott að heimsækja Þorstein og Önnu á Brekku og ófáar góðar minn- ingar tengdar heimsóknum þangað í gegnum árin í tengslum við sauðburð, hey- skap, smalamennskur, rjúpna- veiðar, berjatínslu eða hvaðeina. Þorsteinn bjó lengst af á Brekku, en flutti í Borgarnes þegar hann og Anna drógu sig út úr búrekstrinum og eyddu þar síðustu árum ævinnar. Í kjölfar þess að Anna lést árið 2009 dvaldi Þorsteinn á Dval- arheimilinu í Borgarnesi. Þang- að var hann góður heim að sækja, alltaf áhugasamur um hvað ég væri að fást við, hvern- ig allir í fjölskyldunni hefðu það og gaman að ræða um lífsins gagn og nauðsynjar. Ég kveð Þorstein frænda á Brekku með virðingu og þökk fyrir góð kynni sem skilja eftir góðar og dýrmætar minningar. Jafnframt votta ég þeim Þórði, Steina, Gunna, Hildu, Sigur- björgu og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Jón Geir Pétursson. Þegar kemur að því að kveðja vini eftir heila mannsævi þá eru mörg minningabrot sem upp koma. Við hjónin kynntumst Þorsteini á Brekku þegar hann og Anna móðursystir mín fóru að draga sig saman. Það var svo skemmtilegt að vera hluti af því ævintýri því faðir minn og Leó- pold mágur hans og nágranni töldu sig báðir vera hjúskap- armiðlara og hafa forræði á hönd Önnu. Enda báðir mágar hennar en hún var mikill heima- gangur á mínu heimili á ung- lingsárum mínum. Þær systur voru nánar og mitt heimili var annað heimili Önnu á þessum árum. Hún kom í bæinn til að vinna bæði á hóteli og í sölu- skálum, svo sem Nesti í Foss- vogi. Hún kom oft heim að vinnu lokinni svöng en ávallt hress. Þær hlógu mikið saman mamma og hún en oft var góður matur í kalda skápnum við út- vegginn. Ég sé Önnu fyrir mér að ná sér í bita; helst með sósu. Nýir tímar komu. Anna og Þorsteinn fundu hvort annað í fallega Norðurárdalnum á stór- býlinu Brekku. Brekka er höf- uðból og hefur oft verið mynd af bænum bæði á almanökum og víðar enda snyrtimennska ein sú mesta sem sést hefur. Þor- steinn á Brekku var fyrirmynd- arbóndi sem sómi var að. Bú- stofninn var vel haldinn og hey mjög góð. Svo kom nýr kafli í líf okkar. Anna kom í bæinn að eiga Þórð um vorið 1963 en þá var annað barn á leiðinni hjá mér og mínum manni. Þórður var stór og stæltur en þurfti smá leiðréttingu sem var erfið því læknavísindin og sálgæslan var langt á eftir tímanum. Móð- ir mín fór oft á spítalann í stað ungu móðurinnar en í dag væri móðirin allan tímann hjá sínu barni. Vanþekking sem olli sorg. Tíminn leið og svo komu fleiri börn; Þorsteinn, svo Gunnar og að lokum hún Þórhildur. Allt myndarbörn og dugleg. Við og foreldrar mínir komum oft að Brekku og áttum þar sælustu- ndir við að skoða litlu lömbin, hjálpa til í heyskap og moka fjósið. Áslaug Valgerður dóttir okkar var hjá Þorsteini og Önnu eitt sumar; ung kaupakona. Alla tíð var búrið fullt af kræsingum og mín stolta frænka svo dugleg að hafa ávallt hlaðið borð af bakkelsi og góðum mat. Oft var stuð á bænum. Menn fóru í fjós- ið til að moka en voru orðnir gamlir í anda og skóflan flaug í fjóshauginn. Þá var hlegið lengi og oft löngu síðar. Vinátta og mikil og góð tengsl systranna Önnu og Áslaugar voru mik- ilvæg síðar. Þeir Þorsteinn og faðir minn voru líka mestu mát- ar og skeggræddu pólitík og líf- ið allt. Anna var oft hjá okkur síðar á ævinni í þungum veikindum. Þessi mætu hjón eru mikill hluti af okkar fjölskyldu og ber því að þakka allt það góða sem við höfum átt saman á gengnum ævivegi. Vottum börnum og af- komendum Þorsteins á Brekku okkar dýpstu samúð. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Þórhallur og fjölskyldur. Þorsteinn Þórðarson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA BLÖNDAL, Efstaleiti 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. mars klukkan 11. Kjartan Blöndal Svanhildur Blöndal Júlíus Vífill Ingvarsson Ragnar Halldór Blöndal Ari Blöndal Eggertsson barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BIRGIR KRISTINSSON símvirki, Háaleitisbraut 47, Reykjavík, lést 13. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Margrét Jóhannsdóttir og aðrir aðstandendur Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og langömmu, MAGNÚSÍNU BJARNADÓTTUR, Stórholti 26. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns, 2. hæð D, fyrir einstaka umönnun og alúð. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sólrún og Heiða Ragnarsdætur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, DANÍEL ÞÓRIR ODDSSON, lést í Brákarhlíð, Borgarnesi, mánudaginn 12. mars. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna, mánudaginn 19. mars frá Borgarneskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Brákarhlíðar, www.brakarhlid.is Ólöf Ísleiksdóttir Guðrún E. Daníelsdóttir Jón Kristinn Jakobsson Daníel Andri Jónsson Ólöf Kristín Jónsdóttir Guðmundur B. Kristbjörnsson Jón Anton Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.