Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 17. MARS 76. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sigur Rós búin að endurgreiða … 2. Vanessa Trump sækir um skilnað 3. 122% hækkun á einum mánuði 4. Féll út um neyðarútgang og lést  Þorsteins frá Hamri verður minnst í Iðnó á morgun kl. 15. Eiríkur Guð- mundsson, Elísabet Þorgeirsdóttir, Guðrún Nordal, Lilja Sigurðardóttir, Njörður P. Njarðvík og Vésteinn Óla- son fjalla um skáldið frá ýmsum sjón- arhornum og lesið verður úr ljóðum Þorsteins. Kolbeinn, sonur skáldsins, les úr óbirtum minningabrotum föður síns, Tímar takast í hendur. Morgunblaðið/Einar Falur Þorsteins frá Hamri minnst í Iðnó  Vinafélag Njáls- göturólós stendur fyrir danspartíi á elsta leikvelli Reykjavíkur, Njálsgöturóló í Norðurmýri, í dag milli kl. 14 og 16. „Tónlistin verður í fjölskylduvænu bíti og stuðið í fyrirrúmi. Rapparinn Góði úlfurinn treður upp, dansarar frá Dansi Brynju Péturs sýna sitt grúv og DJ Sigrún Skafta heldur fólki við efnið. Viðburðurinn er opinn öll- um, en foreldrar skulu mæta í fylgd barna og öfugt,“ segir í tilkynningu. Krakkareif á róló  Í sjónmáli nefnist einkasýning sem Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir opnar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag kl. 14. Sýningin samanstendur af stórri vegginnsetningu auk minni málverka sem spila á mörk hins tví- víða og þrívíða. Með efnisvalinu vísa verkin á mismunandi hátt í stöðu sína sem málverk. Áhorf- endur eru gerðir með- vitaðir um líkama sinn í rýminu og afstöðu til verkanna, sem breytist eftir sjónarhorni hvers og eins. Ingunn Fjóla sýnir Í sjónmáli í Hofi FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægur vindur og rigning með köflum S-til en áfram bjart N-til. Hiti 3 til 10 stig, en víða næturfrost í innsveitum. Á sunnudag Suðlæg átt, 8-15 m/s og lítilsháttar rigning, hvassast á norðanverðu Snæ- fellsnesi, en hægari og bjart NA-til. Hiti 2 til 8 stig, en vægt næturfrost í innsveitum. Á mánudag Suðlæg átt, 5-13 m/s, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en bjart N- og A- lands. Heldur svalara og víða næturfrost inn til landsins. Tindastóll og Haukar unnu heimaleiki sína í fyrstu umferð úrslitakeppni karla í körfuknattleik í gærkvöld. Tindastóll lagði Grindavík í æsi- spennandi og framlengdum leik á Sauðárkróki en Haukar unnu frekar öruggan sigur á Keflvíkingum. Bene- dikt Guðmundsson fjallar um byrjun úrslitakeppninnar í opnu íþrótta- blaðsins. » 2-3 Tindastóll og Haukar unnu á heimavöllum Ef ekkert óvænt kemur upp á er 21 af þeim 29 leikmönnum sem Heimir Hallgrímsson valdi í gær á leið á HM í Rúss- landi. Landsliðsþjálfarinn til- kynnti þá hvaða leikmenn færu með til Bandaríkjanna í síðustu tvo vináttulandsleiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu áður en sjálfur HM-hópurinn verður valinn. Átta sem voru valdir munu því sitja eftir. »1 Átta valdir sem ekki fara á HM Fljótasti maður Íslandssögunnar stendur frammi fyrir stórri ákvörðun. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason hefur bætt Íslandsmetið í 100 metra hlaupi tvö síðustu sumur en sex vikna æfingatörn í byrjun árs með mörgu af allra besta frjálsíþróttafólki heims, úrvals- hópnum Altis í Phoenix í Ari- zona, skýrði bet- ur hve miklu hann þarf enn að kosta til svo að draumurinn um Ólymp- íuleikana í Tókýó 2020 rætist. »4 Trompetleikarinn fljóti æfði með þeim bestu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við byrjum á matnum og stefnum á að opna veitingastaðinn fyrir páska. Það er alla vega draumurinn. Svo opnum við brugghúsið í beinu fram- haldi svona mánuði síðar,“ segir Sveinn Sigurðsson, einn eigenda Smiðjunnar brugghúss, sem verður opnuð í Vík í Mýrdal á næstunni. Mikill straumur ferðamanna fer um Vík og er staðurinn fyrir löngu hættur að anna eftirspurn um veit- ingasölu og gistingu. Það má því víst telja að Smiðjan brugghús komi sem ferskur andvari inn í vorið þarna um slóðir. „Það hefur verið mikil fjölgun á amerískum ferðamönnum hér. Við höfum heyrt frá starfsfólki í Vínbúð- inni að þeir eru að spyrja eftir bæði handverksbjór og lókal bjór. Við heyrum það reyndar víða að það sé eftirspurn eftir lókal bjór,“ segir Sveinn. Fyrst um sinn ræður þó maturinn ríkjum og segir Sveinn að matseðill- inn verði einfaldur. Boðið verði upp á gæðahamborgara og smárétti, til að mynda bjórpylsur úr þurrkuðu ærkjöti frá bónda í sveitinni. Reynd- ar er stefnt að því að sem mest af hráefninu komi úr nágrenni veit- ingastaðarins. „Svo verðum við með paranir, mælum með rétta bjórnum með hverjum rétti. Þá er hugmyndin að nýta maltið sem fellur til úr bjór- gerðinni sem fæðu fyrir nautgripi í sveitinni. Það býr til smá hringrás í þessu.“ Á sér langan aðdraganda Um tilurð Smiðjunnar segir Sveinn að hann og Þórey, kærasta hans, hafi lengi stefnt að því að opna brugghús. Hann hafi farið í við- skiptafræðinám og látið flestöll verkefnin snúast um handverksbjór. Þegar þau bjuggu í Danmörku árið 2014 og hann var í meistaranámi í vörumerkjastjórnun fékk hann skilaboð frá Vigfúsi Þór, sem hafði fengið bjórbók í jólagjöf og spurði hvort þau ættu ekki að stofna brugg- hús í Vík. „Ég var þá einmitt að vinna við- skiptaáætlun fyrir brugghús á Fjóni og sagði honum í gríni að ég myndi þýða hana á íslensku. Tveimur dög- um síðar sendi hann okkur teikningar að brugghúsi sem hann var búinn að gera og við föttuðum að þetta væri ekkert grín. Seinna bættist svo Vigfús Páll í hópinn.“ Alls verða tíu bjórtegundir á krana á Smiðjunni, bæði bjór sem bruggaður verður á staðnum og líka úrval af því besta sem önn- ur íslensk handverksbrugghús hafa að bjóða. Handverksbjór og hamborgarar  Smiðjan brugg- hús verður opnuð í Vík í Mýrdal Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Í Smiðjunni Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson og Vigfús Þór Hróbjartsson leggja nú lokahönd á und- irbúning Smiðjunnar brugghúss. Stefnt er að opnun veitingastaðarins fyrir páska og brugghússins mánuði síðar. Ferðamannastraumurinn á Suður- landi er flestum kunnur og víst er að Smiðjan brugghús verður góð viðbót við veitingahúsin í Vík í Mýr- dal. Það sést ágætlega á því að að- standendurnir hafa orðið varir við áhuga á staðnum, þótt enn sé eitt- hvað í að hann verði opnaður. „Við ætlum að bjóða upp á brugghúsheimsóknir. Það er greini- lega komin mikil stemning fyrir þeim. Við erum þegar byrjuð að fá bókanir og mikið af tölvupóstum með fyrirspurnum. Það ætlar til dæmis að koma maður frá Abu Dhabi með 50 manna hóp í heimsókn til okkar. Hann kemur nokkrar ferðir á ári hingað. Það kemur manni eiginlega á óvart hvað það er mikill áhugi á svæðinu,“ segir Sveinn Sigurðsson. Hægt er að fylgjast með Smiðjunni brugghúsi á Facebook, Snapchat og Instagram. Heimsókn frá Abu Dhabi MIKILL ÁHUGI ÞÓTT EKKI SÉ BÚIÐ AÐ OPNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.