Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Upplýsingar veitir Brynjar á tölvupósti brynjar@studlaberg.is FISKVINNSLA TIL LEIGU við bolafót í Njarðvík Hafnargötu 20 Sími 420 4000 studlaberg@studlaberg.is Stjórnarskráin og valdastofnanir ESB Reynsla ESB af bankahruninu 2008 og orkukreppu í Evrópu 2009 varð til þess að settar voru á fót nýjar yfirstofnanir til enn frekari miðstýringar og eftirlits með þessum sviðum. Einkenni þess- ara stofnana er að þær eru valdamikl- ar, sjálfstæðar og án afskipta rík- isstjórna aðildarlandanna. Hér er um að ræða:  Eftirlitsstjórn evrópskra fjár- málakerfa (ESFS) sem saman- stendur af Evrópska kerfisáhættu- ráðinu (ESRB), Evrópska banka- eftirlitinu (EBA), Evrópska vá- trygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitinu (EIOPA) og Evrópska verðbréfa- markaðseftirlitinu (ESMA).  Hin stofnunin er ACER. Sam- starfsstofnun eftirlitsaðila á orku- markaði. Stofnunin skal fylgjast með svæðisbundnum flutningskerfum í raforku-og gasgeiranum ásamt fram- kvæmd verkefna Evrópunets raforku ENTSO-E og gass, ENTSO-G. Strax við stofnun þessara valda- stofnanna 2010 taldi ESB að lög um þær yrðu að vera hluti EES- samningsins og þær hefðu sama vald á öllum innri markaðnum (EES). EFTA-ríki samningsins töldu að slíkt yfirþjóðlegt vald samrýmdist ekki stjórnarskrám landanna (Noregur og Ísland). Íslensk stjórnvöld leituðu til sérfræðinga í stjórnskipunarrétti um upptöku þessara gerða, þeirra Bjarg- ar Thorarensen og Stefáns Más Stef- ánssonar. Í niðurlagi álitsgreinar þeirra segir m.a: „Innleiðing ákvæða reglugerða [...] um heimildir evrópskra eftirlitsstofn- ana [...] til að taka bindandi ákvarð- anir gagnvart íslenskum eftirlits- stofnunum og bindandi ákvarðanir sem hafa bein og íþyngjandi rétt- aráhrif gagnvart íslenskum [...] fyr- irtækjum, er háð ann- mörkum með tilliti til íslensku stjórnarskrár- innar. Í þeim felst yf- irþjóðlegt vald eftirlits- stofnana þar sem þátttökuréttur Íslands er ekki tryggður og ekki um gagnkvæmni að ræða varðandi rétt- indi og skyldur aðild- arríkjanna eða aðila innan þeirra. Með inn- leiðingu gerðanna yrði stigið skrefi lengra í framsali framkvæmdarvalds og dómsvalds en áður hefur verið fallist á að rúmist innan 2. gr. stjórn- arskrárinnar, enda samrýmist hugs- anleg innleiðing reglugerðanna ekki fyrri viðmiðum um afmarkað framsal á ríkisvaldi á takmörkuðu sviði. Í ljósi þessa teljum við að framsalið rúmist ekki innan venjuhelgaðrar reglu um að almenna löggjafanum sé heimilt að framselja ríkisvald í takmörkuðum mæli til alþjóðastofnana.“ „Jafnvel þótt aðlögunartexta um- ræddra gerða yrði breytt þannig að ákvarðanir eftirlitsráðsins byndu að- eins íslenska ríkið og stofnanir þess yrði engu að síður verulegur vafi á því hvort hið nýja eftirlitskerfi [...], sem er eðlisólíkt tveggja stoða kerfi EES- samningsins og felur í sér aukið yf- irþjóðlegt vald alþjóðastofnana, væri samrýmanlegt ákvæðum stjórn- arskrárinnar.“ * Smuga fram hjá stjórnarskránni „Eigi að síður kom fram í álitsgerð- inni að unnt væri að vinna að lausn málsins að því tilskildu „að tveggja stoða kerfi EES-samningsins yrði notað gagnvart Íslandi“. Var í því sambandi tekið fram að höfundar teldu að íslenska ríkið hefði ákveðið svigrúm til að túlka stjórnarskrár- ákvæði þannig að ekki þrengi um of að möguleikum Íslands í alþjóðlegu samstarfi.“ (Úr þingsályktunartillögu um málið). Á fundi fjármála- og efnahags- ráðherra ríkja Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna innan EES 14. október 2014 náðist loks samkomulag um meginatriði við aðlögun um- ræddra reglugerða að EES- samningnum. Þar var lögð áhersla á að aðlögun regluverksins yrði byggð á tveggja stoða kerfi EES-samnings- ins. Bindandi ákvarðanir gagnvart stjórnvöldum EFTA-ríkjanna innan EES og fyrirtækjum sem þar störf- uðu, yrðu teknar af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), en ekki beint af eft- irlitsstofnunum ESB, þó samkvæmt fyrirmælum valdastofnana ESB og með óbreyttu innihaldi gerðanna. Þetta var réttlæting fyrir aðgengi og gagnkvæmni að gerðunum. Samkvæmt þessu eru allar form- legar valdheimildir á hendi Eftirlits- stofnunar EFTA, sem fær mun víð- tækara starfsvið en hún hefur í dag, þar með talið aðfararhæfi að íslensk- um aðilum. Framsal dómsvalds í þessum gerðum fer til EFTA- dómstólsins frá íslenskum dóm- stólum. Á síðasta þingi voru sam- þykktar níu ákvarðanir sam¬eig- in¬legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka (Fjármála- þjónusta) við EES-samninginn og 178 gerðir eru fram undan á þessu þingi. Upptaka gerða um ACER, Eftir- litsstofnun á orkumarkaði, var sam- þykkt í sameiginlegu EES-nefndinni 5. maí 2017 um breytingu á IV. við- auka (Orka) við EES-samninginn og framkvæmd þeirra verður með sama hætti og fjármálagerðanna. Stofn- unin mun beita valdheimildum sínum gegnum Eftirlitsstofnun EFTA og dómsvaldið verður hjá EFTA- dómstólnum. Vald ESB á EES-samningnum Upptaka tilskipana í EES- samninginn er sú að Fram- kvæmdastjórn ESB merkir sjálf hvort gerðir falla undir EES- samninginn og Sameiginlega EES- nefndin sendir það óbreytt til EFTA- ríkja samningsins. Þróunin hefur ver- ið á þá leið að æ erfiðara hefur reynst að ná fram breytingum á því sem ESB telur að skuli taka upp í samn- inginn. „Á undanförnum árum hafa sam- skipti EFTA-ríkjanna við fulltrúa ESB á vettvangi EES-samningsins gerst nokkuð stirð. Samskiptin eru orðin formlegri en tíðkaðist og þekk- ing og skilningur ESB á málflutningi og óskum EFTA-ríkjanna virðist fara minnkandi. Stífni ESB á vettvangi EES hefur m.a. komið fram í því að sambandið hefur staðfastlega hafnað aðlögunartextum sem Ísland hefur óskað eftir fyrir tilteknar gerðir.“ (Skýrsla utanríkisráðherra um utan- ríkis- og alþjóðamál, lögð fyrir Al- þingi á 141. löggjafarþingi 2012-2013, bls. 46). „Norðmenn geta ekki nefnt mörg dæmi um að þeir hafi í raun haft áhrif á efni ESB-gerða.“ (Skýrsla Stýri- hóps um framkvæmd EES- samningsins). Hvað er að baki þrýstingi ESB? Hverjar er ástæður þess að Fram- kvæmdastjórn ESB knýr á um að gerðir séu teknar upp í EES- samninginn, sem oft hafa lítið erindi inn í íslensk lög? Svarið sem við fáum þegar gagnrýnt er; „ að upptaka þeirra í EES-samninginn sé forsenda áframhaldandi virkrar þátttöku EFTA-ríkjanna innan EES á innri markaðnum.“ Ef kafað er dýpra í hagsmuna- pólitík Evrópusambandsins er mun líklegra að að ESB vilji binda EFTA- löndin sem fastast sér til hagsbóta og þá sérstaklega Noreg, en Ísland fylgir með sem viðhengi vegna land- fræðilegrar stöðu sinnar á Norð- urslóðum. Orkutilskipanirnar inn í EES-samninginn er alveg augljóst hagsmunamál ESB, því með þeim ná þeir stjórn á orkuframleiðslu Norð- manna og stærð fjármálakerfis Norð- manna og tengingu þess við ESB- löndin af þeirri stærðargráðu sem skiptir ESB miklu máli. Ísland skipt- ir litlu máli í þessum efnum,nema ef framtíðarsýn evrópska rafmagns- kerfisins þrýstir á um síðir: Stjórnarstofnunin ENTSO-E gerði fjórar sviðsmyndir um raforkunotkun fyrir Pan-Evrópu (þar eru Noregur og Ísland inni í myndinni) fyrir árin 2014 til 2050 og mælti með 4. sviðs- myndinni til 2030 í framkvæmd. Sú sviðsmynd var send ACER. Þar er greining á framboði rafmagns og tengimöguleikum raforkukerfa Evr- ópu til ársins 2030. Einn valkostur þeirra er sæstrengur milli Íslands og Bretlands. Greining þeirra gerir ráð fyrir 1.000 MW streng milli Íslands og Bretlands og er í öllum fjórum sviðsmyndum þeirra. Niðurstaða þessarar skoðunar  ESB ákveður hvaða gerðir skuli teknar upp í EES-samninginn, sam- eiginlega EES-nefndin samþykkir sjálfvirkt og Alþingi setur í lög ákvörðun EES-nefndarinnar. –Þann- ig virkar EES-samningurinn.  Íslensk stjórnvöld reyna að finna leiðir fram hjá 2. gr. stjórn- arskrárinnar til að geðjast ESB. Samkvæmt þessari nýju aðferð við upptöku gerða (héðan í frá) er því hægt að færa allt framkvæmdarvald til ESA og allt dómsvald til EFTA dómsstólsins. Innlendar stofnanir og dómstólar áhrifalaus!  Innlendar atvinnugreinar (fjár- mála-og orkugeirinn) eru komnar undir eftirlitsvald yfirþjóðlegra stofn- ana sem hafa aðfararhæfi hér á landi og dómsvald á þeim sviðum er hjá er- lendum dómstóli.  Fyrir 100 árum lauk tilskip- unarvaldi Kaupmannahafnar, hve- nær lýkur tilskipunarvaldi ESB um helstu innlend málefni okkar, hversu lengi mun það standa? Valdastofnanir ESB og EES- samningurinn Eftir Sigurbjörn Svavarsson »Með innleiðingu gerðanna yrði stigið skrefi lengra í framsali framkvæmdarvalds og dómsvalds en áður hef- ur verið fallist á að rúm- ist innan 2. gr. stjórnar- skrárinnar … Sigurbjörn Svavarsson Höfundur er áhugamaður um fullveldi Íslands. Nýr klarínettukons- ert Áskels Mássonar, 16 mínútna verk í ein- um samfelldum kafla, átti sér langt sköp- unarferli en rann á endanum greiðlega í flutningnum frá upp- tökum að ósi eins og sæmir titlinum. Silfurfljót, tileinkað og samið fyrir Einar Jóhannesson, einleik- ara í fremstu röð, átti sér upphaf sem lítil hugmynd sem rann af stað fyrir tveimur áratugum. Árið 2014 opnuðust flóðgáttir og verkið streymdi fram og kláraðist á sex vikum. Og heimsfrumflutningurinn fór fram í Hörpu hinn 15. febrúar árið 2018 þar sem Einar var ein- leikari með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands undir stjórn Osmos Vänskäs. Salurinn var þéttsetinn og móttök- urnar innilegar og hlýjar og lófa- takið langt. Titill verksins, sem er klarín- ettukonsert nr. 2 eftir Áskel (sá fyrri, sem einnig var saminn fyrir Einar árið 1979, vakti heims- athygli á tónskáldinu) gæti verið misvísandi. Hugsið ekki um bók- staflega lýsingu á fljóti segir Ás- kell, heldur um myndhvörf í líki flæðandi tóna, andardráttar, end- uróms. Og þannig byrjar konsert- inn: klarínettan sendir frá sér inn- og útöndunarhljóð, ósýnilega tón- list, sneriltromma og symbalar byrja að krauma og láta í sér heyra og stefja- og hendingabrot vekja hlustir okkar. Lágstemmdir tónar frá víólum, fiðlum og tromp- etum hvetja klarínett- una til að finna sér laglínu. Og líkt og oft hjá Schumann og Shostakovich er mannsnafn falið í stuttri hendingu sem stendur nærri hjarta verksins. Aðeins tón- skáldið og einleik- arinn vita hvert nafn- ið er. En ég skal deila með ykkur leynd- armálinu: tónarnir í lagstúfnum eru dregnir út úr nafni einleikarans: E, A, H, A, ES. Laglínunni vex smám saman ás- megin með sindrandi tónum, trill- um, glissandorennsli upp tón- araðir, sem gefa einleiks- hljóðfærinu kraft og sjálfstraust til að taka óhikað að sér sögu- mannshlutverkið. Undir öllu þessu magna harpan, marimban og pák- urnar – hljóðfæri sem veita Áskeli oft innblástur – upp síendurtekinn seið. Vaxandi streymi tónlistar- innar, innra háflæði hennar, leiðir til óvenjulegrar og ögrandi tví- leiks-kadensu, þar sem ljóðrænir hæfileikar Einars mættu jafningja í fiðlueinleik konsertmeistarans Nicolas Lollis. Meiri fegurð, birta og ljóðræna – það sem Áskell hefur á öllum ferli sínum fengið innblástur af í leik Einars – leiðir til annarrar ka- densu, nú bara fyrir klarínettuna. Þetta er nokkurs konar ítrekun, en útvíkkuð og þanin upp í hæstu tóna, meðan pákurnar leika hljóð- an en knýjandi undirstraum, áður en við tekur spunakenndur kafli, Lento dolce. Á einum stað þar sem klarínettan hendist í einum takti frá ofurveiku pianissimo upp í sterkasta fortissimo lendir hún í straumkasti og hringiðu þar til hæg trillandi tónabrú leiðir verkið aftur til upphafsins. Hnígandi tón- ar og hvíslandi andardráttur frum- sköpunarinnar loka lífsflæði þessa verks. Djúpur skilningur og áhugi ein- leikarans, Einars Jóhannessonar, og augljós gleði stjórnandans Os- mos Vänskäs við að vinna aftur með kærum vinum sínum í Sinfón- íuhljómsveit Íslands gerðu þessa tónleika, sem enduðu með afar spennandi og kröftugum flutningi á sjöttu sinfóníu Shostakovich, sérlega minnisverða. Svo mjög að þegar hljómsveitin stóð fyrir kammertónleikum í Norðurljósum daginn eftir stóðu þeir Osmo og Einar hlið við hlið og léku ómót- stæðilegt Duettino eftir Áskel fyr- ir tvær klarínettur – skondið og skemmtilegt aukalag eftir tvo magnaða kvöldviðburði í Hörpu. Silfurfljót Eftir Hilary Finch »Umsögn Hilary Finch, fyrrverandi aðaltónlistargagnrýn- anda The Times, um heimsfrumflutning á nýjum klarínettu- konsert Áskels Mássonar í Eldborg. Hilary Finch Hilary Finch er fyrrverandi aðal- tónlistargagnrýnandi The Times. hilfin@clara.co.uk Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.