Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Það er mögnuð tilviljun að þetta skuli allt gerast sama daginn,“ segir Sigurður Flosason saxófónleikari, sem á miðvikudaginn hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem lagahöfundur ársins fyrir tónlistina á „Green Moss Black Sand“. Tvær dætra hans, Anna Gréta og Sigríður, fengu samtímis verðlaun á öðrum vettvangi, önnur fyrir djass- tónlist og hin fyrir hönnun. Fjölskyldan er að vonum í skýjunum. Sigurður segir að þessar viðurkenningar muni koma sér vel fyrir dæturnar á þeim brautum sem þær hafa valið sér. Sigurður Flosason lauk einleikaraprófi á saxófón frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983. Hann stundaði framhaldsnám í klassískum saxófónleik og djassfræðum við Indiana University í Bandaríkjunum og lauk þaðan Bachelors- og mastersprófum. Síðan stundaði hann einka- nám hjá George Coleman í New York veturinn 1988-1989. Sigurður var ráðinn aðstoðarskólastjóri og yfirmaður djassdeildar Tónlistarskóla FÍH 1989 og hefur gegnt því starfi síðan. Hann hefur verið atkvæðamikill í íslensku dasslífi undanfarin ár og hefur einnig tekið þátt í mörgum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum. Anna Gréta, 23 ára gömul dóttir Sigurðar, fékk verð- laun Vina Fasching, aðaldjassklúbbsins í Svíþjóð, en þau velja aðeins einn ungan djasstónlistarmann í Svíþjóð á ári. „Þetta kemur sér vel fyrir hana, þar sem um peninga- verðlaun er að ræða,“ segir faðir hennar. Hann bendir á að Svíar séu 10 milljónir og því sé það talsverður árangur að skara fram úr með þessum hætti þar í landi. Sigríður Hulda, sem er 27 ára, fékk hönnunarverðlaun FÍT, Félags íslenskra teiknara, fyrir mastersverkefni sitt frá Konstfack í Stokkhólmi. Það nefnist „Snið sögunnar: Greining á hulinni sögu kvenna í gegnum hönnun.“ Anna Gréta Sigríður Hulda Sigurður Flosason „Alveg mögnuð tilviljun“  Þrjú í sömu fjölskyldu verðlaunuð einn og sama daginn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Krónan tók í fyrradag í notkun fjóra sjálfsafgreiðslukassa í verslun sinni í Nóatúni 17 í Reykjavík. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, sagði að fleiri Krónu- verslanir fylgdu fljótlega í kjölfar- ið. Einn mannaður afgreiðslukassi var fjarlægður til að koma fjórum sjálfsafgreiðslukössum fyrir í versl- uninni. Nú eru þar þrír mannaðir afgreiðslukassar auk sjálfs- afgreiðslustöðvanna. Kristinn sagði að margir við- skiptavinir hefðu afgreitt sig sjálfir vandræðalaust. Starfsmaður er til staðar til að aðstoða þá sem óska og kenna þeim á tæknina. Strikamerki varanna er skannað og vörurnar settar á borð sem er vigt. Vigtin stemmir sig við kassann. Við- skiptavinurinn greiðir svo með de- bet- eða kreditkorti. „Næsta búð með sjálfsafgreiðslu kemur um mánaðamótin. Þá opnum við Krónuna á Hvolsvelli. Þar verða bæði sjálfsafgreiðslukassar og venjuleg afgreiðsla,“ sagði Krist- inn. Þar á eftir fylgja ný verslun Krónunnar í Garðabæ og verslunin KR Vík í Vík í Mýrdal. KR eru syst- urverslanir Krónunnar á Suður- landi. Þær eru með um 2.800 vöru- númer og þar af eru um 2.000 vörur á Krónuverði. Krónan gerði tilraun með sjálfs- afgreiðslu í versluninni við Bílds- höfða fyrir 12 árum. Kristinn sagði að það hefði ekki gengið nægilega vel þá. „Nú er komin önnur tækni og meiri skilningur á þessu. Sjálfs- afgreiðsla er orðin svo almenn. Í Bretlandi sérðu nánast bara sjálfs- afgreiðslukassa og örfáa þjónustu- kassa í matvörubúðum. Þetta hjálp- ar viðskiptavinum að flýta sér við innkaup og er góður kostur fyrir þá,“ sagði Kristinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjálfsafgreiðsla í Krónunni Viðskiptavinir skanna vörurnar sjálfir og borga svo fyrir innkaupin með korti. Sjálfsafgreiðsla kynnt í Krónunni  Nóatún fyrst, svo kemur Hvolsvöllur Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Alls 106 félagsmenn í Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitinga- greinum, gátu ekki kosið í formanns- kosningum félagsins í vikunni. Um er að ræða félagsmenn sem greiða full gjöld í félagið en teljast aukafélagar í skilningi laga Matvís. Í lögum félags- ins er kveðið á um að aukafélagar skuli hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins, en njóti ekki at- kvæðisréttar og kjörgengis. Á vett- vangi Matvís hafa ekki verið haldnar formannskosningar í tæp 29 ár og því mun stór hópur félagsmanna hafa uppgötvað fyrst í nýafstöðnum kosn- ingunum að þeir væru ekki með atkvæðisrétt. „Þetta olli gremju hjá stórum hópi sem komst að því í kosn- ingunni að þeir væru búnir að borga, einn frá 1988 til dæmis, sem hafði ekki hugmynd um að hann hefði eng- an rétt til að kjósa,“ segir Ágúst Már Garðarsson, sem bauð sig fram til for- manns Matvís í kosningunum. „Þetta eru félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld og eru menntaðir mat- reiðslumenn og þjónar og fullgildir að öðru leyti. Þetta er skilgreining sem Matvís hefur búið til og kallast auka- félagi yfir þá sem þeir segja að vinni ekki vinnu eins og lýst er í kjara- samningum.“ Reglan illa framkvæmd Ágúst segir að þetta fyrirkomulag hljóti að þykja mjög merkilegt og bar hann það undir fundarstjóra frá ASÍ á fundi félagsins. „Hann viðurkenndi fúslega að þetta væri merkilegt og þyrfti að skoða betur en vildi ekki svara hvort þetta stæðist lög ASÍ á aðalfundi. ASÍ skyldaði í raun ekki aðildarfélög sín í svona málum,“ segir Ágúst. „Ljóst er að flestir sem hafa lent í þessu spyrja sig hvort þetta standist lög. Þeir hafa félagsgjöld af fólki og hafa það síðan inni á skilyrt- um reglum. Það sem er merkilegt líka er að það sátu sölumenn í fyrirtækj- um hlið við hlið og einn gat kosið og annar gat ekki kosið. Þannig að eft- irfylgdin virðist ekkert sérstök held- ur. Þannig er þetta skrýtin regla og svo er hún illa framkvæmd.“ Aukafélagar fullmeðvitaðir Níels Sigurður Olgeirsson, fyrr- verandi formaður Matvís, segir hins vegar að þeim sem séu aukafélagar í félaginu ætti að vera fullljós staða sín. „Ég hef alltaf látið menn vita ef þeir eru ekki að vinna samkvæmt kjara- samningi. Þá eru þeir ekki fullgildir hjá okkur. Ég stóð í þeirri meiningu að menn væru meðvitaðir um þetta en að þeir vildu vera í Matvís þrátt fyrir það. Svo kemur eitthvað upp á núna þegar það koma kosningar en það hefur ekki verið formannskosn- ing hjá okkur í 29 ár,“ segir Níels. Hann bendir á að aukafélagar njóti ýmissa réttinda og fríðinda þrátt fyrir að starfa ekki samkvæmt kjarasamn- ingi. „Við erum með kokka hjá okkur sem eru á sjó á fiskiskipum. Við erum ekki með samningsrétt við fiskiskip- in. Þegar sjómannaverkfallið var fóru þeir í verkfall, okkar félagar, þó að við gætum ekki samið fyrir þá og nutu þeir verkfallsbóta hjá okkur.“ Hann bendir jafnframt á að um leið og Mat- vís myndi semja fyrir þessa hópa myndu þeir njóta fullra réttinda. „Stór hópur manna er til dæmis sölu- menn og það hefur verið umræða um að gera kjarasamninga vegna þeirra. Einn frambjóðandi var með það á stefnuskrá hjá sér.“ Níels segir að lokum að það geti ekki hafa verið stór hópur manna sem vissu ekki af því að þeir hefðu ekki at- kvæðisrétt. „Hvað varðar þessa 106 held ég að langstærsti hluti þeirra viti mæta vel að þeir séu aukafélagar og ekki kjörgengir. Langflestir þeirra eru klárir á því að þeir eru að borga vinnuréttargjald, njóta þess sem fé- lagið býður upp á, komast í orlofs- húsin, kaupa sér tryggingar úr sjúkrasjóði og hafa ýmis önnur rétt- indi.“ 106 félagsmenn án atkvæðisréttar  Félagsmenn í Matvís, sem borga full gjöld í félagið, fengu ekki að kjósa í formannskosningu  Teljast til aukafélaga  Þurfa að starfa samkvæmt kjarasamningi til að fá atkvæðisrétt í kosningum félagsins Ágúst Már Garðarsson Níels Sigurður Olgeirsson Morgunblaðið/Golli Matvís Félagsmenn fengu ekki að kjósa sér formann í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.