Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Við erum býsna háttuppi núna í Snorra-stofu, því við vorum að gefa út þrjár bækur í samvinnu við nokkra aðila,“ segir Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, en hann á 60 ára afmæli í dag. Bækurnar byggjast allar á alþjóðlegum rannsóknum sem Snorrastofa hefur tekið þátt í og heita Snorri Sturlu- son and Reykholt, The Pre- Christian Religions of the North – 1. bindi, og The Bu- ildings of Medieval Reykholt. The Wider Context, og er Bergur ritstjóri síðastnefndu bókarinnar ásamt Guðrúnu Sveinbjarnardóttur auk þess sem hann er ritstjóri ritraðar Snorrastofu. „Þá erum við með í undirbúningi bók á íslensku um Reykholt í ljósi fornleifa eftir Guðrúnu. Snorrastofa undirbýr nú málþing eftir rúma viku um þýðingar á eddukvæðum og er haldið til að fagna nýjum þýð- ingum á eddukvæðunum, bæði á norsku og sænsku. Ég er alveg klár á því að áhuginn á íslenskum þýðingum er frekar að aukast heldur en hitt og við erum núna að undirbúa útgáfu á ævisögu Snorra Sturlusonar eftir Óskar Guðmundsson á norsku í sam- vinnu við hollvinasamtök Snorrastofu í Noregi.“ Utan við hefðbundinn vinnutíma stundar Bergur eigin rann- sóknir og er núna að skrifa fyrirlestur um notkun rithöfundarins Henrys Davids Thoreaus á Snorra. „Thoreau notaði Snorra mikið og vísaði oft í hann, sérstaklega í dagbókum sínum.“ Bergur hefur verið forstöðumaður Snorrastofu frá því að hún hóf reglubundna starfsemi fyrir 20 árum, en hann er með meist- aragráðu í forníslenskum bókmenntum. „Ég bý við þann lúxus að búa í Reykholti og okkur hjónum hefur liðið afskaplega vel hér sem og dætrum okkar sem eru fluttar að heiman.“ Kona Bergs er Sigríður Kristinsdóttir, meistaranemi í umhverfis- og auðlinda- fræði við Háskóla Íslands, og dætur þeirra eru Bergþóra og Vig- dís. „Mér skilst að það eigi að draga mig í einhverja óvissuferð,“ segir Bergur Þorgeirsson, spurður hvað hann ætli að gera í dag í tilefni afmælisins. „Ég veit ekkert meira en það.“ Forstöðumaðurinn Bergur hefur stýrt Snorrastofu frá upphafi. Þrjár nýjar bækur frá Snorrastofu Bergur Þorgeirsson er sextugur í dag H elgi Arnlaugsson fæddist í Akurgerði í Reykjavík 17.3. 1923. Hann lærði skipasmíði hjá Magnúsi Guðmundssyni og lauk námi 1945. Á unglingsárunum vann Helgi hjá föður sínum sem rak hænsna- og kúabú í Haga við Hofsvallagötu. Helgi starfaði við Landssmiðjuna 1946-47, var skipasmiður hjá Daní- elsslipp frá 1947 og síðan hjá Slipp- félagi Reykjavíkur um langt árabil. Hann var starfsmaður Málm- og skipasmiðasambandsins 1973-93 og starfsmaður Samiðnar 1993-94. Helgi sat í stjórn Sveinafélags skipasmiða 1947-81, var formaður þess 1954-84, fulltrúi sveinafélags- ins á þingum Málm- og skipasmiða- sambandsins og þingum ASÍ, var gjaldkeri Málm- og skipasmiða- sambandsins um árabil frá 1964 og félagslegur endurskoðandi reikn- inga ASÍ og reikninga Lifeyrissjóðs málm- og skipasmiða. Helgi er heiðursfélagi Samiðnar frá 1994, heiðursfélagi Félags járn- iðnaðarmanna og var sæmdur gull- merki félagsins. Hann sat í trúnaðarmannaráði Félags járn- iðnaðarmanna um árabil. En hvað er Helgi að gera í dag? Að sögn barna hans eru þau hjón- in upptekin af því að njóta lífsins. Þau fara í sund á hverjum degi, spila golf, fara í gönguferðir og sækja tónleika. Þau hafa ferðast vítt og breitt um heiminn, og nú, í tilefni 95 ára afmælisins, eru þau stödd á suð- rænum slóðum við minigolfiðkun, gönguferðir og dans á kvöldin. Helgi Arnlaugsson skipasmiður – 95 ára Eldhress með kátum börnum sínum Talið frá vinstri: Arnlaugur, Guð́rún, Elsa, Helgi sjálfur og loks Hilda. Nýtur lífsins hvern dag Með eiginkonunni Helgi og Erna Ragnheiður Hvanndal Hannesdóttir. Bragi Bjarnason og Herdís P. Pálsdóttir eiga 50 ára brúð- kaupsafmæli. Þau voru gefin saman í Hrunakirkju 17. mars 1967 af séra Sveinbirni Svein- björnssyni. Börn þeirra eru Páll, Bjarni, Alma Birna og Magnús Björn, barnabörnin eru níu. Bragi og Herdís eru búsett í Kópavogi. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.