Morgunblaðið - 17.03.2018, Side 50

Morgunblaðið - 17.03.2018, Side 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Við erum býsna háttuppi núna í Snorra-stofu, því við vorum að gefa út þrjár bækur í samvinnu við nokkra aðila,“ segir Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, en hann á 60 ára afmæli í dag. Bækurnar byggjast allar á alþjóðlegum rannsóknum sem Snorrastofa hefur tekið þátt í og heita Snorri Sturlu- son and Reykholt, The Pre- Christian Religions of the North – 1. bindi, og The Bu- ildings of Medieval Reykholt. The Wider Context, og er Bergur ritstjóri síðastnefndu bókarinnar ásamt Guðrúnu Sveinbjarnardóttur auk þess sem hann er ritstjóri ritraðar Snorrastofu. „Þá erum við með í undirbúningi bók á íslensku um Reykholt í ljósi fornleifa eftir Guðrúnu. Snorrastofa undirbýr nú málþing eftir rúma viku um þýðingar á eddukvæðum og er haldið til að fagna nýjum þýð- ingum á eddukvæðunum, bæði á norsku og sænsku. Ég er alveg klár á því að áhuginn á íslenskum þýðingum er frekar að aukast heldur en hitt og við erum núna að undirbúa útgáfu á ævisögu Snorra Sturlusonar eftir Óskar Guðmundsson á norsku í sam- vinnu við hollvinasamtök Snorrastofu í Noregi.“ Utan við hefðbundinn vinnutíma stundar Bergur eigin rann- sóknir og er núna að skrifa fyrirlestur um notkun rithöfundarins Henrys Davids Thoreaus á Snorra. „Thoreau notaði Snorra mikið og vísaði oft í hann, sérstaklega í dagbókum sínum.“ Bergur hefur verið forstöðumaður Snorrastofu frá því að hún hóf reglubundna starfsemi fyrir 20 árum, en hann er með meist- aragráðu í forníslenskum bókmenntum. „Ég bý við þann lúxus að búa í Reykholti og okkur hjónum hefur liðið afskaplega vel hér sem og dætrum okkar sem eru fluttar að heiman.“ Kona Bergs er Sigríður Kristinsdóttir, meistaranemi í umhverfis- og auðlinda- fræði við Háskóla Íslands, og dætur þeirra eru Bergþóra og Vig- dís. „Mér skilst að það eigi að draga mig í einhverja óvissuferð,“ segir Bergur Þorgeirsson, spurður hvað hann ætli að gera í dag í tilefni afmælisins. „Ég veit ekkert meira en það.“ Forstöðumaðurinn Bergur hefur stýrt Snorrastofu frá upphafi. Þrjár nýjar bækur frá Snorrastofu Bergur Þorgeirsson er sextugur í dag H elgi Arnlaugsson fæddist í Akurgerði í Reykjavík 17.3. 1923. Hann lærði skipasmíði hjá Magnúsi Guðmundssyni og lauk námi 1945. Á unglingsárunum vann Helgi hjá föður sínum sem rak hænsna- og kúabú í Haga við Hofsvallagötu. Helgi starfaði við Landssmiðjuna 1946-47, var skipasmiður hjá Daní- elsslipp frá 1947 og síðan hjá Slipp- félagi Reykjavíkur um langt árabil. Hann var starfsmaður Málm- og skipasmiðasambandsins 1973-93 og starfsmaður Samiðnar 1993-94. Helgi sat í stjórn Sveinafélags skipasmiða 1947-81, var formaður þess 1954-84, fulltrúi sveinafélags- ins á þingum Málm- og skipasmiða- sambandsins og þingum ASÍ, var gjaldkeri Málm- og skipasmiða- sambandsins um árabil frá 1964 og félagslegur endurskoðandi reikn- inga ASÍ og reikninga Lifeyrissjóðs málm- og skipasmiða. Helgi er heiðursfélagi Samiðnar frá 1994, heiðursfélagi Félags járn- iðnaðarmanna og var sæmdur gull- merki félagsins. Hann sat í trúnaðarmannaráði Félags járn- iðnaðarmanna um árabil. En hvað er Helgi að gera í dag? Að sögn barna hans eru þau hjón- in upptekin af því að njóta lífsins. Þau fara í sund á hverjum degi, spila golf, fara í gönguferðir og sækja tónleika. Þau hafa ferðast vítt og breitt um heiminn, og nú, í tilefni 95 ára afmælisins, eru þau stödd á suð- rænum slóðum við minigolfiðkun, gönguferðir og dans á kvöldin. Helgi Arnlaugsson skipasmiður – 95 ára Eldhress með kátum börnum sínum Talið frá vinstri: Arnlaugur, Guð́rún, Elsa, Helgi sjálfur og loks Hilda. Nýtur lífsins hvern dag Með eiginkonunni Helgi og Erna Ragnheiður Hvanndal Hannesdóttir. Bragi Bjarnason og Herdís P. Pálsdóttir eiga 50 ára brúð- kaupsafmæli. Þau voru gefin saman í Hrunakirkju 17. mars 1967 af séra Sveinbirni Svein- björnssyni. Börn þeirra eru Páll, Bjarni, Alma Birna og Magnús Björn, barnabörnin eru níu. Bragi og Herdís eru búsett í Kópavogi. Árnað heilla Gullbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.