Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Sigríði Sigurjónsdóttur, for-stöðumanni Hönnunar-safns Íslands, reiknast tilað hönnuðirnir Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þor- steinsson hafi hannað sem svarar einu skópari á þriggja daga fresti síðastliðinn tíu ár. Afraksturinn er 1.200 handunnin pör, sem þau hafa látið framleiða fyrir sig undir merkjum Kron by Kronkron á Spáni og Portúgal allar götur frá árinu 2008. Ætla mætti að þau gerðu fátt annað en að hanna skó, en svo er ei því þau hanna einnig samnefnda fatalínu og reka auk þess tvær verslanir í miðborginni, Kronkron og skóbúðina Kron, sem er sú eina á landinu sem selur skóna þeirra. Skórnir eru að öllu leyti hand- gerðir og þau kappkosta að vera í nánu samstarfi við um fjörutíu reynda spænska og portú- galska handverks- menn, sem koma að skóvinnunni með einum eða öðrum hætti. Hugrún Dögg og Magni vilja hafa alla þræði í hendi sér, þau fylgjast með framleiðsluferlinu frá upphafi til enda og eru á sí- felldum þeytingi milli landa, bæði þar sem skórnir eru unnir, sýndir á sýn- ingum og seldir. Hugrún Dögg er fata- hönnuður að mennt og Magni hárgreiðslumaður. Þau kynntust aldamótaárið, stofn- uðu verslun sama ár og hafa síðan hannað saman fatnað og skó. Einn- ig andrúmsloftið í búðum sínum, ef svo má að orði komast. „Hönnun er það sem líf okkar snýst um, hún er ástríða okkar, heimurinn okk- ar,“ segir Hugrún Dögg einfald- lega. 10 ára afmælisveisla Að sögn Sigríðar er lífsýn parsins um margt sérstök og speglast hvort tveggja í metnaði og hugsjónum. „Þau eru fylgin sér og láta markaðsöflin ekki hafa áhrif á sig. Þau leggja áherslu á að para saman vörur frá mismunandi hönn- uðum, sem eru líkt þenkjandi og Hönnuðir Magni og Hugrún kynntust alda- mótaárið og hafa æ síðan verið saman í leik og starfi. Hönnunarsafn Íslands blæs til heljar- innar skóveislu á morgun, sunnudag. Í tilefni af tíu ára afmæli Kron by Kronkron verða til sýnis 800 skópör úr smiðju þeirra Hugrúnar Daggar Árna- dóttur og Magna Þorsteinssonar. Ljósmynd/Kári Sverrisson Skór sem koma fólki í spariskap Um leið og æstum dýraverndunar- sinnum vex stöðugt ásmegin og þeir hafa uppi sífellt háværari mótmæli eru helstu tískuhönnuðir heims smám saman orðnir svolítið smeykir við að nota loðfeldi í fatalínur sínar. Samt þótti tíðindum sæta þegar Donatella Versace lýsti því nýverið yfir í viðtali við breskt tímarit að Versace, hátísku- fyrirtæki fjölskyldunnar, væri hætt að nota alvöru skinn í framleiðslu sína. Með fréttatilkynningu þess efnis birti AFP mynd, sem tekin var á tískusýn- ingu fyrir haust- og vetur 2000/2001, og sýnir fyrirsætu í dragsíðum og glæsilegum pels sem trúlega hefur fengið sumar forríkar konur til að engjast yfir hörku og óbilgirni dýra- verndunarsinna. Enda hefur í mörg ár vart verið óhætt fyrir þær að skrýðast slíkum flíkum á götum úti án þess að hafa um sig hirð lífvarða til að stugga burt æstu fólki, sem ólmt vill sletta- málningu á gersemarnar. Tíðindi úr tískuheiminum AFP Mótmæli Herskáir mótmælendur með refagrímur létu að sér kveða í lok febrúar þegar alþjóðleg loðfelda- og tískusýning var haldin í Hong Kong. Donatella Versace setur loðfeldi út af sakramentinu Pels Versace-loðfeldur sem Dona- tella Versace sýndi á haust- og vetr- artískusýningu 2000/2001 í París. Bókasafn Kópavogs, aðalsafn, býður upp á hið ár- lega páskaföndur á fjölskyldustund kl. 13 - 15 í dag, laugardaginn 17. mars. Allt efni og leiðbeinandi verða á staðnum og jafnvel klaufskustu föndrarar finna eitthvað við sitt hæfi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Endilega . . . . . . föndrið fyrir páskana Hvernig upplifum við menningu sem er okkur fjarlæg og framandi? Hvern- ig getum við stuðlað að gagnkvæmri virðingu og skilningi á milli ólíkra menningarheima? Hildur Björns- dóttir myndlistarkona hefur á und- anförnum árum ferðast víða um Asíu og kynnst fjölbreyttri menningu, trúarbrögðum og lífsháttum í Tíbet, Víetnam, Kambódíu, Nepal, Indlandi og Taílandi. Hún safnar í sarpinn með því að taka ljósmyndir, skrifa og skissa í dagbókina sína. Á sýningunni Fjölþing, sem opnuð verður kl. 14 í dag, laugardaginn 17. mars, í Borgar- bókasafninu í Gerðubergi, sýnir hún ljósmyndir og innsetningar frá ferð- um sínum um Asíu. Verkin eru list- ræn úrvinnsla á þeirri nýju sýn og þekkingu sem hún öðlaðist með því að kynnast fólki á öllum aldri, búa á meðal þess og heimsækja staði sem margir bera merki um mannlega þjáningu og sögulega atburði. Sýn- ingin vekur spurningar og býður áhorfandanum í heimspekilegt ferða- lag á framandi slóðir. Við opnun sýningarinnar spjallar Hildur við gesti um tildrög verka sinna og gefur þeim dýpri innsýn í hvernig hún vinnur úr upplifun og til- finningum sínum gagnvart viðfangs- efninu með miðlum listarinnar. Sýningin stendur ti 4. júní. Fjölþing í Borgarbókasafninu í Gerðubergi Áhorfendum boðið í heimspeki- legt ferðalag á framandi slóðir Samspil Hildur prentar ljósmyndir sínar beint á burstaðar álplötur. Samspil dagsbirtu og ljóskastara skapar áhrifaríka þrívíddartilfinningu. Nýjung Barnaskór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.