Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 26
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sænski arkitektinn Andreas Martin- Löf sagði frá verðlaunahönnun sinni á fjölbýliseiningahúsunum Snabba Hus, eða hraðhúsum í lauslegri þýð- ingu, á fundi um skipulag og arkitekt- úr í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni í gær. Íbúðirnar, sem eru 33 fermetra stúdíóíbúðir, eru fullklár- aðar með innréttingum og öllu á verkstæði úti í bæ og svo raðað sam- an í grind á byggingarstað, rétt eins og þegar vínflöskum er raðað í vín- rekka, eins og arkitektinn komst sjálfur að orði á fundinum. Martin- Löf segir aðspurður að aðilar hér á landi hafi komið að máli við sig síðan hann kom til landsins fyrir tveimur dögum og lýst yfir áhuga á lausninni. Hann væri opinn fyrir slíku sam- starfi, hvort sem íbúðareiningar yrðu fluttar tilbúnar milli landa, eða byggðar hér. „Margir hafa talað við mig síðan ég kom hingað og svo virð- ist sem sama vandamálið sé hér og í Svíþjóð, að það vanti sífellt fleiri og fleiri litlar íbúðir á markaðinn. Það yrði mjög áhugavert að sjá hvað væri hægt að gera hér í þessum efnum,“ segir Martin-Löf í samtali við Morg- unblaðið. Í kynningu á Fésbókarsíðu Arion banka segir að hönnun Martin-Löf á þessum litlu, framúrstefnulegu og ódýru einingaíbúðum sé margverð- launuð og hafi meðal annars tryggt honum The Nordic Architecture Fair Award á dögunum. Vantar skammtímalausn „Vandamálið sem við í Svíþjóð stöndum frammi fyrir er að við þurf- um ekki eingöngu að hugsa fyrir langtímalausnum í uppbyggingu á íbúðamarkaði, heldur einnig skamm- tímalausnum. Stokkhólmur er til dæmis sú borg í Evrópu sem vex hvað hraðast,“ segir Martin-Löf. Hann segir til frekari útskýring- ar að fólksfjölgun- in í borginni sé á við það að tveir strætisvagnar fullir af nýju fólki komi inn í borgina á hverjum degi. Því sé þörfin fyrir skammtímalausn á húsnæðismarkað- inum augljós og knýjandi. „Við erum með þetta uppbygging- arverkefni sem við köllum Snabba Hus sem er hannað upphaflega af sænska byggingarfélaginu Junior Living í samstarfi við mig og fyrir- tæki mitt Andreas Martin-Löf Arki- tekter. Þetta eru eins herbergis íbúð- ir með stórum glugga í endanum, sem hægt er að renna til hliðar, og svölum. Einingin er framleidd í verksmiðju, og allar íbúðirnar eru nákvæmlega eins, með nákvæmlega eins innrétt- ingum. Við framleiðum tvær svona íbúðir á dag í verksmiðjunni, með öllu inniföldu. Það eina sem þarf að gera þegar komið er með íbúðina á staðinn er að tengja hana við lagna- og raf- kerfið. Loftræstingin er sjálfstæð í hverri íbúð.“ Martin-Löf segir að húseininga- kerfi sé í sjálfu sér ekki nýtt af nál- inni, en munurinn á þessu kerfi og öðrum sé að ekki séu færðar saman margar einingar til að gera hverja íbúð, heldur er hver íbúð ein eining, og því sé það eina sem þarf að gera að „stinga henni í samband“. Nú þegar er búið að hrinda tveim- ur Snabba Hus-verkefnum af stað. Einu rétt fyrir utan Svíþjóð og öðru fyrir utan Uppsali. Í vor hefst annað verkefni í Snabba Hus-hugmynda- fræðinni í Stokkhólmi og 400 íbúðir verða þar tilbúnar haustið 2019. „Þá verðum við samtals komin með 700 íbúðir, og markmiðið er að klára 1.000 íbúðir í Stokkhólmi undir merki Snabba Hus.“ Þekktur fyrir endurhugsun Martin-Löf segir spurður að því af hverju Junior Living hafi leitað til hans upphaflega, að hann hafi verið búinn að skapa sér nafn fyrir það á sænska markaðnum fyrir fimm árum að hafa endurhugsað það hvað íbúð væri og ætti að vera. Hann hafði þá mikið unnið að hönnun lúxusíbúða m.a. þar sem hönnunarþátturinn var áberandi sem og andrúmsloftið. „Þannig að það sem við gerum í Snabba Hus er að nota þær hug- myndir, en með hagkvæmnina að leiðarljósi. Að gefa íbúðaverkefninu sterkan persónuleika og yfirbragð. Mörg íbúðaverkefni skortir skýra hugmyndafræði. Ég tel að við þurfum að hafa skýrari hugmyndir, og fylgja þeim eftir með góðri framkvæmd.“ Martin-Löf talaði í erindi sínu um að oft færu arkitektar af stað með einhverja fyrirframgefna mynd í koll- inum, og reyni svo að laga það sem á eftir kemur að þeirri hugmynd. „Það sem ég reyni að gera er að þróa kerfi. Þannig að kerfið sé til staðar að það sé úthugsað, og aðlaðandi. Ég legg mikla áherslu á innanhúshönnunina, en þegar hannað er með hagkvæmn- ina að leiðarljósi, þá þarf að sýna alúð í útfærslum og hönnun, til að verk- efnið í heild sinni gangi upp. Það eru mörg dæmi til í sögunni um það þeg- ar illa fer í gerð fjölbýlishúsa.“ Martin-Löf segir að ekki megi byggja of mikið heldur. „Við ætlum að byggja 1.000 Snabba Hus-íbúðir í Svíþjóð. Við byggjum þær allar á tímabundnu byggingarleyfi. Bygg- ingarnar gætu í versta falli verið rifn- ar niður eftir 15-20 ár, því við notum tímabundið landrými sem Stokk- hólmur gæti ráðstafað með öðrum hætti eftir einhver ár. Þetta er ekki töfralausn endilega, en þetta er ein af lausnunum.“ 60 þúsund króna leiga Íbúðirnar í Snabba Hus eru allt leiguíbúðir, og leigan er 4.900 sænsk- ar krónur á mánuði, að sögn Martin- Löf, jafnvirði 60 þúsund íslenskra króna. Hann segir að leigjendur séu af ýmsum toga, fólk sem hefur átt erf- itt með að finna leiguhúsnæði, meðal annars margt ungt fólk. Hann segir að umsækjendur um fyrstu 280 íbúð- irnar hafi verið um 8.000 talsins. „Sumir höfðu þá beðið í 10 ár eftir leiguíbúð. Ástandið á íbúðamarkaði er verulega slæmt í Svíþjóð.“ Áhugi á hraðhúsum hérlendis Eining Inni í Snabba Hus-íbúðunum er áhersla lögð á góða hönnun.  Ætla að byggja 1.000 einingar í Svíþjóð  Eins og að raða í vínrekka  Klára tvær íbúðir á dag Andreas Martin-löf 26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is fyrir heimilið Æðisleg húsgögn frá Recor í háglans og eik Fást í mörgum stærðum Veggfastir skápar: Verð frá 149.000 kr. Sjónvarpsskenkur: Verð frá 153.700 kr. Fallegar vörur 17. mars 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.33 99.81 99.57 Sterlingspund 138.42 139.1 138.76 Kanadadalur 76.55 76.99 76.77 Dönsk króna 16.478 16.574 16.526 Norsk króna 12.901 12.977 12.939 Sænsk króna 12.148 12.22 12.184 Svissn. franki 105.05 105.63 105.34 Japanskt jen 0.9376 0.943 0.9403 SDR 144.32 145.18 144.75 Evra 122.76 123.44 123.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.7851 Hrávöruverð Gull 1320.05 ($/únsa) Ál 2062.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.9 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Andreas Martin-Löf er einnig þekktur fyrir að hafa hannað dýrustu íbúð Svíþjóðar, íbúð sem hinn 33 ára gamli auðjöfur og stofnandi úrafyrirtækisins David Wellington, Filip Tysander, borgaði 1,3 milljarða íslenskra króna fyrir. Íbúðin er á efstu hæð í bygg- ingu miðsvæðis í Stokkhólmi. Hún er 420 fermetrar að stærð og í henni er m.a. 16,3 metra löng sundlaug, uppi á 19. hæð. „Þannig að þetta var mjög flók- in framkvæmd. Þetta varð um- talað í Svíþjóð út af verðmið- anum,“ segir Martin-Löf. Sundlaug á 19. hæð GERÐI DÝRUSTU ÍBÚÐ SEM SELST HEFUR Í SVÍÞJÓÐ ● Arion banki hef- ur framselt stóran hluta af atkvæð- isrétti sínum í VÍS til fjárfestinga- félagsins Óska- beins fyrir aðalfund tryggingafélagsins á fimmtudaginn. Eftir framsalið er Óskabein þriðji stærsti hluthafi VÍS miðað við hluthafalista. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Arion banki veitir Óskabeini umboð til þess að fara með atkvæðisrétt að 4,05% hlut í tryggingafélaginu. Fram- salið felur í sér að Óskabein ræður yfir 6,08% hlut en Arion banki heldur eftir um 1,13%. Umboðið fellur niður að fundi loknum. Óskabein er í eigu Andra Gunnars- sonar, Engilberts Hafsteinssonar, Fann- ars Ólafssonar, Gests Breiðfjörð Gests- sonar og Sigurðar Gísla Björnssonar. Óskabein fær aukinn atkvæðarétt frá Arion STUTT ● Gengi Kviku hækkaði um 11% í 7,9 í Kauphöllinni í gær. Um var að ræða fyrsta daginn sem viðskipti hófust með bréf bankans á First North-hliðarmark- aðnum. Veltan nam 220 milljónum króna. Markaðsvirði bankans var í lok dags 14,5 milljarðar króna. Til samanburðar er markaðsvirði minnstu félaganna á Aðallista 11,4 milljarðar í tilviki Origo og 14,6 milljarðar hjá Skeljungi. Umtals- verð viðskipti hafa verið með bréf Kviku á undanförnum misserum. Fram hefur komið í fjölmiðlum að gengi í viðskipt- unum hafi verið 6,3 til 6,6. Bréfin hafa því hækkað um 25% miðað við lægra gengið. Kvika er fyrsti bankinn sem er skráð- ur á markað á Íslandi frá fjármálakrepp- unni. Markaðsvirði Kviku svipað og Skeljungs í Kauphöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.