Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Royal Tryggir öruggan bakstur Íslensk framleiðsla Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ástand þjóðveganna er slæmt og bráðaað- gerða við endurbætur er þörf. Þetta er rauði þráðurinn í máli þeirra sem Morg- unblaðið hafði tal af í vikunni; landsbyggð- arfólks sem er daglega á ferðinni og þekkir af eigin raun hver staðan sé. Víða hefur undirlag vega gefið sig, malbik og klæðn- ingar eru að molna niður, veikbyggðir veg- kantar þola illa þunga til dæmis rútu- og flutningabíla ef þarf að aka út á brún þegar ökutæki mætast. Viðmælendum ber saman um að vegir komi illa undan vetri og þar megi um kenna að takmörkuðum fjár- munum hafi verið varið til viðhalds. Þar liggi rætur vandans. Ýmsar framkvæmdir á dagskrá Rúmlega 8,0 milljörðum króna verður í ár varið til viðhalds þjóðvega, samkvæmt upp- lýsingum frá Magnúsi Vali Jóhanssyni fram- kvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerð- arinnar. Helstu verkefnin þar eru endurbætur á Gjábakkaleið við Þingvelli, fyrsti áfangi uppbyggingar Laugarvatns- vegar fram í Grímsnes, og styrking á Bisk- upstungnabraut nærri Geysi. Í Saurbæ í Dölum er svo verið að byggja upp þjóðveg- inn þar og á Norðurlandi verður vegurinn milli Fnjóskadals og Fljótsheiðar styrktur og byggður upp, sem helst í hendur við að Vaðlaheiðargöng eru að komast í gagnið. Til nýframkvæmda er varið 13,9 millj- örðum króna. Stærstu verkefnin eru gerð Dýrafjarðarganga og þverun Berufjarðar, en síðarnefnda framkvæmdin er lokaáfang- inn í því að hringvegurinn verði allur lagður bundnu slitlagi. Önnur verkefni framundan eru upphaf á framkvæmdum við breikkun hringvegar milli Selfoss og Hveragerðis, breikkun Grindavíkurvegar að hluta og upp- bygging á vegunum um Uxahryggi og Fróð- árheiði, bygging brúar yfir Bjarnarfjarðará á Ströndum og breikkun brúa á Hólá, Stigá og Kvíá í Öræfum og yfir Tjarnará á Vatns- nesi. Þá verður haldið áfram með Dettifoss- veg og gerð nýs vegar um Skriðdal eystra aukinheldur sem fyrstu áfangarnir viðvíkj- andi brú yfir Hornafjarðarfljót verða teknir. Bráðaaðgerða er þörf í vegamálum  Þjóðvegirnir molna niður og þola ekki þung- ann, segja bílstjórar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Norðurland Bugðóttur þjóðvegurinn í Kræklingahlíð skammt norðan við Akureyri. Flutningabíll á suðurleið og framundan er Moldhaugnaháls. „Nokkrir kaflar á Hringveginum eru hreinlega ónýtir. Þar get ég til dæmis nefnt góðan spotta ofan við Borgar- nes og svo Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Sá síðar- nefndi er mjór og undirlagið farið svo það tekur í að aka þar í gegn á þungum bíl með aftanívagn,“ segir Gunn- laugur Sveinbjörnsson bílstjóri hjá Eimskip. Hann hefur verið í ferðum milli Reykjavíkur og Húsavíkur í alls 32 ár og þekkir leiðina því út og inn. „Helstu fyrirstöðurnar á leiðinni eru annars þegar maður ekur inn og út úr höfuðborginni, ótal þrengingar og hringtorg til dæmis í Mosfellsbænum. Þar getur verið erfitt að komast í gegn og mér finnst alveg óskiljanlegt hvers vegna Sundabrautin hafi verið tekin af dagskrá, jafn nauðsynleg og sú framkvæmd er,“ segir Gunnlaugur sem telur byggingu nýrrar brúar yf- ir Skjálfandafljót, það er í Köldukinn, vera orðna aðkallandi framkvæmd. Sama gildi um nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði, en núverandi brú þar var byggð fyrir um 70 árum. Vegir í Borgarfirði og Langadal ónýtir Gunnlaugur Sveinbjörnsson „Að segja vegina hér í sveit þá verstu á landinu eru sennilega engar ýkjur. Ástandið er slæmt,“ segir Þrá- inn Hjálmarsson, skólabílstjóri á Hríshóli í Reykhóla- sveit. Börnin þar í sveit sem eiga lengst til skóla að sækja koma frá Gufudal í Gufudalssveit, sem er um 50 kílómetra frá Reykhólum. Þráinn ekur þessa leið fram og til baka á morgnana og síðdegis, fer þá yfir Hjalla- og Ódrjúgsháls, en til fjölda ára hefur verið rekistefna og ströggl um hvar ný leið þar skuli liggja. Í sl. viku ákvað sveitarstjórn Reykhólahrepps að nýr vegur skyldi lagður um Teigsskóg, sem er mun ódýrari kost- ur, í stað þess að gerð verði jarðgöng yfir hálsana tvo. „Fyrir löngu átti að vera klárt varðandi þessa vegagerð. Síðan þá hefur málið flækst, sennilega hefði verið fljótlegast að leggja göng um Hjalla- háls,“ segir Þráinn og bætir við að umferð um þessar slóðir hafi aukist mikið síðustu misserin. Stundum komi 10-12 trukkar á dag með afurðir frá laxeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum og malarvegirnir beri það álag ekki. Malarvegirnir vestra þeir verstu á landinu Þráinn Hjálmarsson Brýnt er að fara fljótlega í endur- bætur á Hring- veginum í sunn- anverðum Fáskrúðsfirði. Þar eru bugður og blindhæðir, enda var slitlagið einfaldlega sett ofan á gamlan veg sem stenst engin viðmið í dag, segir Þóra Sól- veig Jóndóttir, skógarbóndi á Borg í Skriðdal. „Núna á að halda áfram upp- byggingu vegarins í framanverðum Skriðdal sem skref í áttina að því að Öxi verði heilsársleið, en með slíku skapast góð tenging milli byggða. Vegurinn um Fagradal stendur ekki lengur undir umferð 700 bíla á dag. Þar verður að bæta úr og Fjarðarheiði er löngu komin á tíma, og framtíð byggðar á Seyðisfirði er þar í húfi.“ Skref í áttina í Skriðdalnum Þóra Sólveig Jónsdóttir „Vegir koma illa undan vetri. Víða er slitlagskápan að gefa sig og undirlag veganna er jafnvel ónýtt,“ segir Steinar Erlingsson mjólkurbílstjóri. Hann sækir mjólk á sveitabæi í uppsveitum Árnessýslu annan daginn en hinn í Borgarfjarðardali. Ekur þá um tengivegi sveitanna sem eru yfirleitt mjóir og barn síns tíma, eins og sagt er. „Það getur verið vandasamt að mæta bílum á sveita- vegunum, því kantarnir bera ekki álag þungra bíla. Þessa vegi verður alla að styrkja, bæði til að þjóna íbú- um og ferðafólki. Á Hringveginum er leiðin frá Borgar- nesi og upp fyrir Bifröst illa farin. Úr mínu heimahéraði á Suðurlandi get ég svo nefnt Þjórsárdalsveginn, frá Sandlækjarholti að Árnesi. Þar eru vegbrúnir signar og hættulegir á mjó- um vegi sem mikil umferð er um, en þetta er vegurinn sem liggur að sex virkjunum inn á fjöllum,“ segir Steinar sem víkur að þeirri hættu sem ferðamenn á bílaleigubílum skapi. „Já, ferðamennirnir eru í allt öðrum takti en Íslendingar. Keyra oft hægt og stoppa jafnvel á miðjum vegi til að klappa hestum eða taka myndir. Á því verður að taka.“ Slitlagið gefur sig og kantarnir eru signir Steinar Erlingsson „Hér norðan- lands þarf að endurbyggja og bæta nokkra fjölfarna kafla,“ segir Óskar Þór Halldórsson leiðsögumaður á Akureyri. Hann er í reglulegum ferðum á vin- sæla ferða- mannastaði á Norðurlandi, „Í Reykjadal nærri Laugum er kafli sem var afar varhugaverð- ur, en nú hefur hann verið endur- bættur að hluta. Eftir er samt að taka spotta syðst í dalnum og upp á Mývatnsheiðina. Þá þarf að ljúka við Dettifossveginn. Nú er komin góð tenging að fossinum vestanverðum, frá þjóðveginum á Mývatnsöræfum. Eftir er þó að klára að byggja veginn upp frá fossinum og niður í Kelduhverfi. Það er framkvæmd sem heima- menn og ferðaþjónustan þrýsta á um,“ Varhugavert í Reykjadalnum Óskar Þór Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.