Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 O ttó A ug lýsin g astofa teppaflísar Sterkar og einfaldar í lögn FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Það mætti gróflega ætla að algengt geti verið að það taki 10-40 vinnu- stundir að undirbúa svar við fyrir- spurn og í augnablikinu er staðan þannig að verið er að vinna svör við 26 fyrirspurnum.“ Þetta segir Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, aðspurður um þá vinnu sem fyr- irspurnir alþingismanna til ráðherra útheimta í ráðuneytinu. Fyrirspurnir alþingismanna til ráðherra og forseta Alþingis komust í kastljósið í vikunni þegar Morgun- blaðið upplýsti að einn þingmaður, Björn Leví Gunnarsson, hefði lagt fram 72 fyrirspurnir á yfirstandandi þingi. Alls hafa verið lagðar fram 283 fyrirspurnir á þessu þingi og er þeim flestum ósvarað. Á þremur síð- ustu þingum hafa verið lagðar fram 749 fyrirspurnir. Ljóst er af svari Guðmundar að gífurleg vinna fer fram í ráðuneytunum við að svara öllum þessum fyrirspurnum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag eru engin takmörk fyrir því hve margar fyrirspurnir ein- staka þingmenn geta lagt fram á Al- þingi. Örðugt að virða tímafresti Umfang þeirrar vinnu sem fram fer í fjármálaráðuneytinu til að svara þessum fyrispurnum ræðst bæði af fjölda þeirra og eðli, að sögn Guðmundar. Fjöldi fyrirspurna sem þingmenn hafa beint til fjármála- ráðuneytisins hefur verið breyti- legur undanfarin ár og farið allt upp í 68 skriflegar og sjö munnlegar fyr- irspurnir á einu löggjafarþingi, eða 75 fyrirspurnir alls. Það sé sömu- leiðis mjög breytilegt hversu mikill tími fer í að vinna svörin. Í ein- hverjum tilvikum hafi farið fleiri tugir eða jafnvel hundruð vinnu- stunda í að undirbúa einstök svör. Guðmundur segir vísbendingar um að fyrirspurnum sem beint er til ráðuneytisins fari fjölgandi og enn- fremur að það útheimti meiri vinnu, gagnaöflun og í einhverjum tilvikum rannsóknir, áður en þeim er svarað. „Fyrir stjórnsýslu, sem oft er undir öðru álagi, getur það reynst örðugt að virða tímafresti til að veita svör við fyrirspurnum, en það hefur verið lögð rík áhersla á að vanda til undirbúnings svara og gera það inn- an tímamarka. Í mörgum tilvikum hefur hins vegar þurft að biðja Al- þingi um frest því það er ógerningur að svara innan tilskilins tíma,“ segir Guðmundur. „Við höfum ekki skráð þann vinnutíma hvorki hjá ráðneytinu né stofnunum þess. Það hefur þó af og til verið rætt hvort rétt sé að halda skrá yfir þessa vinnu,“ segir Krist- ján Skarphéðinsson, ráðuneytis- stjóri í atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu, aðspurður. Kristján kveðst ekki treysta sér til að fullyrða neitt um það hvort vinna við að svara fyrirspurnum hafi aukist á undanförnum árum. „Það er einfaldlega mjög misjafnt milli ára og tímabila hversu margar fyrir- spurnir berast og hve umfangsmikla vinnu þarf til að svara þeim,“ segir Kristján. Veruleg vinna fyrir Alþingi Með breytingum á þingsköpum í mars 2007 var sett inn ákvæði um að beina mætti fyrirspurnum til forseta Alþingis á þingskjali og óska skrif- legs svars um stjórnsýslu á vegum þingsins. Fyrsta fyrirspurnin var lögð fram í desember 2009 og síðan þá hefur alls 42 fyrirspurnum verið beint til forseta Alþingis, samkvæmt upplýsingum Þorsteins Magnús- sonar, aðstoðarskrifstofustjóra Al- þingis. Fyrirspurnir til forseta Al- þingis er varða stjórnsýslu þingsins eru að jafnaði 4-5 á hverju þingi. „Við höfum ekki lagt mat á hversu mikil vinna felst í því að taka saman upplýsingar sem liggja til grundvall- ar svari forseta en það er þó óhætt að segja að sumar fyrirspurnir hafa kallað á verulega vinnu fleiri en eins starfsmanns,“ segir Þorsteinn. Stjórnsýslan á yfirsnúningi  Fjármálaráðherra hefur mest fengið 75 fyrirspurnir frá þingmönnum á einu ári  Algengt að það taki ráðuneytið 10-40 vinnustundir að vinna svör við hverri spurningu  Dæmi um hundruð stunda Morgunblaðið/Eggert Ríkisstjórnin Ráðherrarnir fá mörg hundruð fyrirspurnir frá þingmönnum á hverju löggjafarþingi. Það lendir á starfsmönnum í hverju ráðuneyti að afla svara við fyrirspurnunum. Á yfirstandandi þingi eru þær orðnar 283. Ein af þeim 72 fyrirspurnum sem Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hef- ur lagt fram snýst um fyrirspurn sem hann lagði fram á þinginu 2016-2017 og Bjarni Benediktsson, þá forsætisráð- herra, svaraði aldrei. Þar var Björn Leví að spyrja um upplýsingagjöf til almenn- ings og fjölmiðla varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í fyrirspurninni nú vill þingmaðurinn vita hverjar voru helstu tímasetningar í vinnuferli við samningu og afhend- ingu svars þáverandi forsætisráðherra, núverandi fjár- mála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurninni. „Hvaða skýringar eru á þeim langa tíma sem það tók ráðherra að svara umræddri fyrirspurn í ljósi þess að vinnsla svarsins kallaði hvorki á sér- staka gagnaöflun né gagnavinnslu? Hjá hvaða aðila, ef einhverjum, dróst gerð svars við fyrir- spurninni, þ.e. hjá yfirstjórn ráðuneytis, öðrum skrifstofum, ráðuneytisstjóra, aðstoðarmanni ráðherra, ráðherra, eða einhverjum öðrum sem kom að gerð svars?“ Sem fyrr segir var fyrirspurninni ekki svarað og ekki er heldur búið að svara þeirri nýjustu. Vill fá tímasetningar í vinnuferli fyrirspurnar BJÖRN LEVÍ MEÐ FYRIRSPURN UM FYRIRSPURN SEM ALDREI VAR SVARAÐ Það er ekki bara á Alþingi sem fyr- irspurnir rata í fréttirnar. Á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur hinn 12. mars var lagt fram svar menningar- og ferðamála- sviðs varðandi yfirlit yfir tillögur, bókanir og fyrirspurnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á kjörtíma- bilinu. Var svarið á 13 blaðsíðum. Þar sem umrædd fyrirspurn var frá sjálfstæðismönnunum sjálfum varð svarið tilefni til bókana í ráðinu. Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram bókun af þessu tilefni: „Það er álit fulltrúa Pí- rata, Samfylkingar og Vinstri grænna í menningar- og ferða- málaráði að fulltrúar ráðsins séu fullfærir um að hafa yfirsýn yfir eig- in fyrirspurnir og tillögur,“ segir m.a. í bókun meirihlutans. „Það er sjálfsagt að ítreka afgreiðslu tillagna og fyrirspurna en það er í besta falli furðulegt að eyða tíma starfsmanna sviðsins í fyrirspurnir sem þessa.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagn- bókuðu og sögðu að það ætti að vera hlutverk skilvirkrar stjórnsýslu að tillögur, fyrirspurnir og bókanir sem lagðar eru fram í ráðinu væu til- tækar á hverjum tíma. Og haldið væri utanum þær með þeim hætti að auð- velt væri að framvísa þeim þeg- ar eftir þeim væri kallað. „Minnihlutinn hefur svo sannar- lega ekki verið að íþyngja stjórn- sýslunni með slíku sjálfsögðu verk- lagi að auðvelt sé að nálgast upplýsingar á kjörtímabilinu.“ sisi@mbl.is  Segja furðulegt að eyða tíma starfs- manna í fyrirspurnir sem þessa Meirihlutinn óhress með umbeðið yfirlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.