Morgunblaðið - 17.03.2018, Qupperneq 34
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Skák
Fráfall Stefáns Kristjáns-sonar stórmeistara hinn28. febrúar sl. er eittmesta áfall sem skáklífið í
landinu hefur orðið fyrir. Aðeins 35
ára gamall er genginn einn mesti
hæfileikamaður sem fram hefur
komið og voru hæfileikar hans ekki
einskorðaðir við skákina. Svalari
keppnismann undir pressu var ekki
hægt að finna. Leiftrandi greind,
gamansemi, góðvild og smá skammt-
ur af því sem kalla mátti „af-
stöðuvanda“ gerðu hvern fund við
þennan hressa félaga skemmtilegan.
Rakið hefur verið hvernig hann
komst í ólympíulið Íslands 17 ára
gamall, varð alþjóðlegur meistari
fljótlega upp úr því, raðaði inn stór-
meistaraáföngum en virtist verða af-
huga frekari skákafrekum undir lok
síðasta áratugar. Um það er þó erfitt
að fullyrða nokkuð; alvarlegt slys
móður hans setti á manninn mark en
það var ekki hans stíll að kvarta.
Ég fór í fjölmargar ferðir með
honum á árunum 1998-2006 í ýmsum
hlutverkum. Minnisstæð er t.d. ferð
á EM unglingalandsliða 18 ára og
yngri við Balatonvatn í Ungverja-
landi með frábærum hópi ungmenna
í flokki pilta og stúlkna. Þá eins og
oft síðar kom yfir mig þessi tilfinning
hversu gott það væri hafa slíkan liðs-
mann sem væri einhvern veginn með
„allan pakkann“.
Við vorum nýkomnir frá ólympíu-
mótinu í Bled 2002 og nokkrar vikur
í HM 20 ára og yngri og sett upp æf-
ingaáætlun. Dagur eitt: Í gaman-
sömum tón kveðst Stefán vilja fá
strax allan sannleikann um helstu
byrjanir og engar refjar. Ég svara
því til að ég sé því miður búinn að
týna sannleikanum en við munum
leita hans næstu daga. Ekki veit ég
hvor lærði meira en það var gaman
að fylgjast með Stefáni úr fjarlægð
þegar hann var kominn á HM til
perlu Indlands og Austurlanda fjær,
Goa. Og nú röskum 15 árum síðar er
ég að „gramsa“ á netinu og rekst á
gamla frétt frá mótinu af erlendri
vefsíðu og segir þar að austurblokkin
sé mætt með sín bestu ungmenni,
einnig ný stórveldi skákarinnar, Ind-
verjar, Kínverjar og Víetnamar.
Þetta er um miðbik og Armeninn Le-
von Aronjan og síðar sigurvegari er
efstur með 5½ vinning að loknum sjö
umferðum af 13. Stefán Kristjánsson
er ½ vinningi á eftir. Hann varð síð-
an í hópi efstu manna.
Mér fannst gaman að lesa minn-
ingarorð þegar sagði frá því er Vikt-
or Kortsnoj stóð yfir Stefáni og
fylgdist með honum tefla og kvaðst
síðar aldrei hafa getað getið sér til
um leiki hans en hrósaði taflmennsk-
unni. Helstu afrek Stefáns verða
ekki rakin hér en í bestu skákum
hans komu reiknihæfileikar hans vel
í ljós eins og í eftirfarandi dæmi þeg-
ar langbesti skákmaður Pólverja nú
um stundir tapar án þess að fá rönd
við reist:
EM landsliða, Krít 2007:
Stefán Kristjánsson – Radoslaw
Wojtaszek
Hollensk vörn
1. d4 f5 2. Rc3 Rf6 3. Bg5
Alltaf fundvís á óhefðbundnar leið-
ir.
3. … d5 4. Bxf6 exf6 5. e3 Be6 6.
Df3 Dd7 7. Bb5 Rc6 8. Rge2 a6 9.
Ba4 0-0-0 10. Rf4 Bf7 11. Rd3 g6 12.
a3 Dd6 13. b4 Rb8 14. 0-0 h5 15. Bb3
h4 16. h3 Bh6 17. Hfc1 c6 18. Ra4 g5
19. c4!
Ef nú 19. … dxc4 þá kemur 20.
Dxf5+! Be6 21. Rb6+ Kc7 22. Da5!
með hótuninni 23. Rc4+.
19. … g4 20. Dxf5 Be6 21. Rb6
Kc7
22. Rxd5+! Kc8
22. … Dxd5 er svarað með 23.
Dxd5! og vinnur.
23. Rb6+ Kc7 24. Da5! Bxe3 25. c5
Dg3 26. Rd5+!
– og svartur gafst upp, mátið blas-
ir við á c7 eða e7.
Stefáns Kristjánssonar
verður sárt saknað
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Stefán Kristjánsson að tafli á
Reykjavíkurskákmótinu 2004.
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. kl. 12–16
Þórunn Bára Björnsdóttir
Náttúruskynjun
Síðasta sýningarhelgi
Strætó á sterum eða
svokölluð borgarlína á
að leysa samgöngumál
Reykjavíkurborgar og
höfuðborgarsvæðisins
til framtíðar. Útlit er
fyrir að núverandi
meirihluti falli í kosn-
ingum í vor vegna
óstjórnar í fjármálum
og framtíðarsýnar sem
er ósjálfbær. Fjár-
hagsstaða Reykjavík-
urborgar er grafalvarleg
en heildarskuldir borgarinnar
nema um 300 ma.kr. og má búast við
að svokölluð borgarlína muni kosta á
bilinu 80-120 ma.kr. Það lítur út fyr-
ir að öll aðferðarfræði við uppbygg-
ingu innviða á Íslandi hvort sem er
nýr spítali eða borgarlína sé
kennslubókardæmi um hvernig
hægt er að sóa fjármunum skatt-
greiðenda án nokkurs árangurs.
Skynsamlegra væri að hafa frítt í
strætó sem kostar 3-4 ma.kr., bæta
gatnakerfið og fylla í allar holur sem
skapa slysahættu. Mikilvægt er að
flytja ríkisstofnanir sem nú eru í 101
Reykjavík í úthverfin, út á lands-
byggðina eða leggja þær einfaldlega
niður. Stafræn þróun gerir það
mögulegt að einfalda og bæta þjón-
ustu opinberra stofnana hvort sem
þær tengjast velferðarþjónustu,
heilbrigðisþjónustu eða mennta-
málum sem er 64% af heildarríkis-
útgjöldum og myndi ná til allra
landsmanna. Stjórnmálamenn, emb-
ættismenn og aðrir sem eru í forystu
í opinberum rekstri verða að átta sig
á því að allir skattstofnar eru full-
nýttir. Krafa skattgreiðenda og al-
mennings snýr að því að rekstur og
fjárfestingar séu arðbærar horft til
50 ára. Þar má líta til Hvalfjarðar-
ganganna sem voru tekin í notkun
1998 og hafa reynst mjög arðbær
enda vel staðið að rekstri þeirra alla
tíð.
Ósjálfbær rekstur
gæluverkefna seinheppinna
stjórnmálamanna
Mikilvægt er að öll strategísk um-
ræða um innviði og önnur þjóðhags-
lega mikilvæg mál sé á vitrænum
grunni og hagsmunir almennings og
skattgreiðenda séu hafðir í heiðri við
töku mikilvægra fjárfestinga-
ákvarðana. Svo virðist sem þröngva
eigi upp á almenning og skattgreið-
endur ósjálfbærum rekstri í enn eitt
skiptið án þess að kynna málið með
vitrænum hætti. Væntanlega þurfa
skattgreiðendur að greiða tap á
rekstri ósjálfbærra fjárfestinga og
gæluverkefna seinheppinna stjórn-
málamanna eins og svo oft áður.
Hvalfjarðargöngin eru dæmi um vel
heppnaða innviðafjárfestingu á Ís-
landi og mikilvægt að horfa til þess
áður en hafist er handa við ný ósjálf-
bær verkefni sem skortir bæði
rekstrarhæfni og framtíðarsýn. Við-
skiptamódel borgarlínu hefur ekki
verið kynnt en sambærilegar borg-
arlínur eða „Strætó á sterum“ eru
yfirleitt reknar með tapi á Norður-
löndunum. Reykjavíkurborg hefur á
undanförnum árum ekki þróað ný-
byggingarsvæði, ekkert eða lítið við-
hald er á götum og framkvæmdir í
samgöngum eða verklegum fram-
kvæmdum í lágmarki. „Þétting
byggðar“ hefur verið slagorðið og
lausn á öllum byggingarmálum en
lóðaskortur hefur verið mikill og
verð á húsnæði hækkað umfram
kaupmátt. Ungt fólk og þeir sem
vilja festa kaup á sinni fyrstu íbúð
eiga enga möguleika að á komast inn
á markaðinn vegna mikilla hækkana.
Auk þess hefur helsta byggingar-
svæði borgarinnar í Úlfarsárdal ver-
ið haldið í gíslingu og litlar fram-
kvæmdir hafa verið undanfarin 10
ár. Hvernig getur
Reykjavíkurborg sem
hefur dregið lappirnar í
Úlfarsárdal á einhvern
óskiljanlegan hátt farið
í milljarðaverkefni án
þess að geta klárað ný-
byggingarsvæði? Úlf-
arsárdalur átti að vera
25 þúsund manna
byggð en er núna 8 þús-
und manna byggð.
Þetta hlýtur að vera
rannsóknarefni eða
a.m.k. krefjast rökrænna skýringa.
Gagnrýnin hugsun hefur ekki verið
sterkasta hlið þeirra sem stýra
Reykjavíkurborg. Áður hefur verið
bent á að nýsköpun í rekstri og
færni starfsmanna sé verðmæti
framtíðar og muni hafa úrslitaáhrif á
velgegni fyrirtækja í einkarekstri og
opinberum rekstri. Samkvæmt nýrri
fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun
Reykjavíkurborgar kemur fram að
rekstrartekjur A- og B-hluta nema
155,6 ma.kr. og heildarskuldir 290,5
ma.kr. Þetta þýðir að heildarskuldir
sem hlutfall af reglulegum tekjum
nema 187%, sem er töluvert fyrir of-
an lagaskyldu. Reykjavíkurborg
áætlar að rekstrartekjur árið 2018
muni nema 177,6 ma.kr. og heild-
arskuldir nemi 299,4 ma.kr. sem
þýðir að þetta hlutfall verður 169%
sem er ennþá fyrir ofan lagaskyldu.
Hagræðing í rekstri og
samvinna sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu
Það hlýtur að vekja furðu margra
íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem hafa
þurft að greiða útsvar, fasteigna-
skatta og önnur gjöld sem hafa
hækkað stjórnlaust undanfarin ár án
þess að fá betri þjónustu og árangur
í rekstri. Nú á að hefjast handa við
fjárfestingu á bilinu 80-120 ma.kr.
undir forystu sveitarfélags sem er
skuldsett fyrir ofan alla viðurkennda
mælikvarða. „Strætó á sterum“ á að
vera lausn í samgöngumálum höfuð-
borgarsvæðisins til framtíðar þrátt
fyrir að í dag ferðist einungis 4%
fólks með strætó. Flestir myndu
álykta að góð byrjun væri að taka til
í fjármálum og rekstri áður en nýtt
gæluverkefni færi af stað. Hægt er
að lækka stjórnunarkostnað og ná
samlegðaráhrifum á mörgum svið-
um og einfalda þannig stjórn-
skipulag og ákvarðanatöku. Með
þessu væri kannski hægt að lækka
skatta, bæta samgöngukerfið og
hefja nýja uppbyggingu í húsnæðis-
málum landsmanna. Núverandi for-
ysta hefur leynt og ljóst unnið að því
að gera sem flesta að leiguliðum á
húsnæðismarkaði. Í stað þess að
gera flestum mögulegt að kaupa eða
byggja hagkvæmt húsnæði til fram-
tíðar fyrir fjölskyldu sína og tryggja
þannig húsnæðisöryggi til framtíðar
sem er flestum mikilvægt. Skatt-
píning, flókinn rekstur, lítil eða eng-
in þjónusta og stærð höfuðstöðva
sem hindra alla ákvarðanatöku, hef-
ur leitt til þess að Reykjavíkurborg
hefur dalað mikið undanfarin átta
ár. Nú er mál að linni og nýir vendir
þurfa að byrja hreingerninguna í
byrjun júní.
Strætó á sterum
og óstjórn í
Reykjavíkurborg
Eftir Albert Þór
Jónsson
Albert Þór
Jónsson » Svo virðist sem
þröngva eigi upp á
almenning og skatt-
greiðendur ósjálfbærum
rekstri í enn eitt skiptið
án þess að kynna málið
með vitrænum hætti.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og MCF í fjármálum fyrirtækja
með 30 ára starfsreynslu á
fjármálamarkaði.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á