Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Síðastliðinn föstudag voru drög að frumvarpi til nýrra persónuvernd- arlaga birt. Með frum- varpinu er ætlunin að innleiða svokallaða per- sónuverndarreglugerð frá Evrópusambandinu sem mun taka gildi í að- ildarríkjum sambands- ins þann 25. maí nk. Persónuvernd- arreglugerðin hefur enn ekki verið tekin upp í EES-samninginn með formlegum hætti en dómsmálaráðu- neytið hefur gefið út að stefnt sé að því að ljúka því ferli eins hratt og mögulegt er þannig að reglugerðin komi til framkvæmda á Íslandi á sama tíma, þ.e. eftir rúma tvo mán- uði. Drögin að frumvarpinu voru birt á samráðsgátt íslenskra stjórnvalda og hófst þá samráð við almenning um frumvarpið. Frestur til þess að skila inn umsögnum er hins vegar afar skammur því umsagnir þurfa að ber- ast fyrir næstkomandi mánudag, 19. mars. Atvinnulífið þarf því að hafa hraðar hendur þannig að hægt sé að koma að athugasemdum til dóms- málaráðuneytisins, áður en frum- varpið fer til meðferðar hjá Alþingi. Til samanburðar var sambærilegt samráð við almenning í Noregi opið í þrjá mánuði. Með frumvarpinu er persónu- verndarreglugerðin lögfest og hún birt sem fylgiskjal með frumvarpinu. Í frumvarpstextann eru þó jafnframt tekin upp helstu kjarna- ákvæði reglugerð- arinnar auk þess sem kveðið er á um nokkrar sérreglur sem og við- bætur og útfærslur sem byggjast á heimildum aðildarríkjanna til þess að víkja frá tilteknum ákvæðum reglugerð- arinnar. Persónuvernd- arreglugerðin er mjög sérstök að þessu leyti því hún veitir aðild- arríkjunum umfangsmiklar heimildir til þess að víkja frá einstökum ákvæð- um hennar. Það er rík ástæða fyrir atvinnulífið að skoða vel hvernig þessar heimildir voru nýttar í frum- varpstextanum og eftir atvikum koma að athugasemdum. Svo virðist t.a.m. sem einkaaðilar standi höllum fæti miðað við stjórnvöld þegar kem- ur að beiðnum hins skráða um að- gang og afrit af þeim persónuupplýs- ingum sem viðkomandi fyrirtæki vinnur um einstaklinginn. Stjórnvöld geta t.d. hafnað slíkri beiðni ef um er að ræða upplýsingar um tiltekin starfsmannamálefni eða upplýsingar í vinnugögnum eða öðrum sambæri- legum gögnum. Einkafyrirtæki hafa hins vegar ekki sambærilega heimild til að hafna beiðni og er þar um tölu- verða breytingu að ræða frá því sem nú gildir. Þá er jafnframt ástæða fyrir at- vinnulífið til þess að skoða hvort til- efni sé að nýta aðrar heimildir sem ekki eru nýttar í frumvarpstexta, s.s. hvað varðar vinnslu á persónuupplýs- ingum í atvinnutengdu samhengi. Fyrir utan greiningu á því hvernig ákveðið var að nýta umræddar heim- ildir til frávika frá reglugerðinni er einnig ástæða til þess að staldra við önnur ákvæði frumvarpsins sem vafalaust munu vekja spurningar í framkvæmd s.s. hvað varðar tilvísun í frumvarpstexta til þess að reglugerð- in gangi framar lögunum, einkum í ljósi þess að með lögunum er að ein- hverju leyti verið að mæla fyrir um frávik frá ákvæðum reglugerðar- innar. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa starf- semi út fyrir landsteinana er einnig mikilvægt að lagaskil séu skýr en frumvarpstexti um landfræðilegt gildissvið laganna vekur spurningar að þessu leyti. Það er ekki annað hægt en að fagna því að frumvarp að nýjum per- sónuverndarlögum hafi verið birt enda mjög stutt í að reglugerðin komi til framkvæmda. Það er hins vegar mikilvægt að vandað sé til verka og að hagsmunir atvinnulífsins fái að vegast á við ríka hagsmuni hinna skráðu. Umsagnir atvinnulífsins um ný persónuverndarlög Eftir Áslaugu Björgvinsdóttur » Persónuverndar- reglugerðin er mjög sérstök að þessu leyti því hún veitir aðildar- ríkjunum umfangs- miklar heimildir til þess að víkja frá einstökum ákvæðum hennar. Áslaug Björgvinsdóttir Höfundur er lögmaður. Eitt af því vinsæl- asta hjá hverri rík- isstjórn, þegar spurt er um efndir á lof- orðum, er að segja, að þetta og hitt sé komið í nefnd, skoðun eða umfjöllun og þar lifa loforðin góðu lífi til næstu kosninga. Nú virðist svo komið að loforð VG séu einmitt komin í þessa hvíldarstöðu, undir umhyggju Bjarna og Sigurðar og er þar nú ekki í kot vísað. Eitt mál er þó farið að þvælast allverulega fyrir mönnum. Það er fjósakonuheim- sóknir ákveðinna þingmanna og þykja þær valda verulegu pen- ingaflæði sem erfitt virðist að út- skýra, en eins og allir vita á allt sín- ar eðlilegu skýringar. Þingmenn eru nú bara í vinnunni sinni. Verkamenn fá ekki greitt fyr- ir að flytja sig til og frá vinnustöð- um. Þó eru þeir að vinna að verð- mætasköpun fyrir þjóðfélagið svo hægt sé að greiða þingmönnum laun og öðrum hálaunamönnum. Þessar heimsóknir þingmanna eru bara ákveðin þjónusta við flokks- gæðinga en ekki fyrir hina almennu kjósendur. Þeir eiga lítinn sem eng- an aðgang að þingmönnum. Þar að auki eru samskipti í tölvum og far- símum orðin svo mikil að ástæðu- laust er að auka samskiptin með milljóna ferðakostnaði. Eitt af loforðum núverandi rík- isstjórnar var að ellilífeyrir ætti að vera orðinn 300 þúsund kr. á mán- uði um síðustu áramót. Ekki hef ég orðið var við þessar hækkanir en aftur á móti lækkuðu greiðslurnar til mín um 30 þús. kr. á mánuði um síðustu áramót. Kannski hef ég og fleiri misskilið orð þingmanna, þeir hafa sennilega átt víð að um næstu aldamót verði þau börn sem nú eru að fæðast, með 300 þús. kr. á mán- uði. Læknisþjónusta fyrir aldraða er eitt af því sem hefur tekið all- verulegum breytingum. Fólk sem orðið er áttrætt og uppúr er nánast komið út af þjónustusviðinu. Hvort þetta er ákvörð- un ráðherra eða ein- göngu sparnaðar- ákvörðun lækna veit ég ekki en allavega lít- ilmannlegur hugs- unarháttur sem að baki liggur. Annað er að þegar lágstéttarað- ili er tekinn í aðgerð er slíkur sjúklingur not- aður til þess að láta nýliða gera sína fyrstu aðgerð án þess að sjúklingnum sé sagt frá því. Það ætti að vera lágmarkskrafa að sjúklingurinn viti að sá sérfræð- ingur sem hann var sendur til geri ekki aðgerðina, heldur nemi. Vissu- lega þurfa nemar að fá sín tækifæri en sjúklingurinn á að vita það og á að hafa rétt til skoðunar á því. Framundan er endurskoðun á kjarasamningum verkamanna. Þar sem hærra launaðir hafa í áratugi fengið kjarabætur samkvæmt pró- sentuhækkun og þar með fengið all- ar verðhækkanir bættar margfaldar á móti einfaldri hækkun verkafólks, hlýtur lágtekjufólk að fá góða hækkun núna. Án þess að hærra launaðir fái krónu. Sumir þingmenn vilja lögleiða kannabisefni og þar með neyslu þeirra. Nú þegar eru ökumenn und- ir áhrifum örvandi efna mjög ógn- andi við ökumenn sem þeir telja að séu fyrir þeim og gera oft tilraun til að keyra á bíla. Hvernig verður ástandið ef efnið verður löglegt? Eru loforð þing- manna marktæk? Eftir Guðvarð Jónsson »Eitt af loforðum nú- verandi ríkisstjórn- ar var að ellilífeyrir ætti að vera orðinn 300 þús- und kr. á mánuði um síðustu áramót. Ekki hef ég orðið var við þessar hækkanir. Guðvarður Jónsson Höfundur er eldri borgari. Í ljósi þess sem ég upplifði við setningu Búnaðarþings, umfjöll- un formanns BÍ í út- varpi um þingið, hluta umræðna sem ég hlýddi á og að lokum lestur ályktana þess, virðist mér allur varinn góður að skrifa nú eft- irmæli um þessa ágætu samkomu sem ég þekki allnáið eftir að hafa fylgst með störfum þess í nær fimm áratugi. Niðurlæging samkomunnar er orðin slík að tæpast er þess að vænta að félagsskapurinn að baki hjari til ráðgers næsta þings. Ætl- unarverk stjórnar BÍ að ganga af ís- lenskum landbúnaði dauðum verður áreiðanlega komið það langt þá. Formaður BÍ setti þingið fyrir há- degi 5. mars. Í setningarræðunni var ekki einu orði vikið að framtíðarsýn landbúnaðarins. Mestu púðri var eytt á „hrákjötsdóm“ EFTA-dómstólsins frá síðasta ári. Ég minnist þess að hafa séð formanninn á ágætu mál- þingi um þetta mál á Hvanneyri í nóvember. Greinilega hafði hann ekki skilið orð af því sem þar fór fram. Þar var undirstrikað hve alvar- legar afleiðingar athafnaleysi stjórn- valda hér á landi í gerð á áhættumati hefði haft á framgang málsins. Þykist þekkja að þar hafi stjórn BÍ aldrei lagt hönd á plóginn. Á sama tíma eru flutt nánast átölulaust til landsins mörg tonn af gróðurmold, sem sann- anlega hafa flutt með sér meinvætti og eru áreiðanlega verulega meiri áhætta íslensku búfé en innflutt kjöt. Svona vinnubrögð og málflutningur eins og BÍ stundar í þessu máli munu hvergi þekkjast á byggðu bóli. Eðli- legt að ráðherra væri ekki auðkeypt- ur til snúninga á slíkum grundvelli. Þessi vinnubrögð stjórnar BÍ að reyna ekki að horfast í augu við stað- reyndir heldur hrökkva í skotgraf- irnar eru dauðadæmd. Þau geta aldr- ei leitt af sér annað en varnarstöðu í málum og menn verða aldrei í takti við tímann í sinni vinnu. (Stjórnin og sér- staklega formaðurinn betur þekkt fyrir að gera yfirleitt ekkert.) Því miður virtust fulltrúar á Bún- aðarþingi flestir ekki gera sér grein fyrir hvaða blekkingarleik formaður og stjórn voru að leika. Ég hlýddi á almenn- ar umræður Búnaðarþings. Í meg- inatriðum voru þær svartnætti. Það skapast að vísu af þeim veruleika sem ég hef í skrifum mínum verið að leiða mönnum fyrir sjónir að hvorki stjórn BÍ eða stjórnvöld hafa nokkra stefnu í landbúnaðarmálum. Þar hef ég ver- ið að benda á samanburð við Noreg sem afhjúpar þetta með öllu nenni menn að setja sig inní málið. Öll um- ræða um einhverja stefnu er því sjálf- krafa dæmd til að vera mest inni- haldslaust þvaður. Þar er formaðurinn fremstur meðal jafn- ingja. Sigríður Jónsdóttir dró þessi sjón- armið fram í sinni ræðu á þinginu og benti í því sambandi á þá skýru stefnu sem stjórn BÍ hefði markað í síðasta búvörusamningi um að ganga af íslenskum landbúnaði dauðum. Formaðurinn lýsti sig ósammála þessu en færði ekki nokkur rök fyrir máli sínu, þó að Sigríður hefði fært fram augljós rök áður í málinu. Á þriðjudagsmorgni mætti for- maðurinn í morgunútvarpi. Hafi ein- hver fengið einhverja hugmynd út frá því sem hann sagði var það líklega að Búnaðarþing væri drykkjusamkoma bænda á tveggja ára fresti. Kunni hluta úr einni línu ferskeytlu um veisluhöld gamals þings sem mál- hagur höfðingi kom þá á flug. (At- hyglisvert að hlutfallslega fór líklega stærri hluti tímans núna til veislu- halda en hjá gömlu þingunum.) Þátt- arstjórnanda varð á að spyrja um við- horf til fjórðu tæknibyltingarinnar hjá landbúnaðinum. Þetta er sem stendur almennasta umræðumál á eftir loftslagsógninni hjá bændum um allan heim. Þetta kom greinilega flatt upp á formanninn sem virtist ekki skilja hvað var spurt um og setti á stað samhengislaust blaður um um- hverfismál. Í beinu framhaldi komu fréttir sem lýstu fjórfalt hraðari um- hverfisbreytingum í hafinu gagnvart þorskstofnum en þeir sem best vissu höfðu áður talið. Fróðlegt að hlusta á bull formannsins í því beina sam- hengi. Eftir að hafa lesið ályktanir þings- ins fæ ég ekki séð að neitt sem skiptir íslenskan landbúnað máli liggi eftir þingið. Sum málin meira að segja ein- kennast um of af þekkingarleysi eða rangtúlkunum eins og rætt er í sam- bandi við „hrákjötsmálið“. Tollamálin þar nærtækust. Því er marglýst yfir af stjórnvöldum að þessir samningar voru gerðir til að liðka fyrir hlið- stæðum ívilnunum fyrir sjávarafurðir Íslendinga. Viti ég rétt er samning- urinn auk þess að frumkvæði ís- lenskra stjórnvalda. Minni hags- munum mögulega fórnað fyrir meiri. Eins og í fyrra málinu það eina raun- hæfa í málinu að bregðast við veru- leikanum. Móta viðbrögð í ljósi þess. Störf sín kórónaði þingið með að endurkjósa þennan dæmalausa for- mann auk þriggja eldri stjórnar- manna. Þó að þeir séu ekki jafningjar formannsins í bulli og rangfærslum þá hafa þeir allir sýnt góða tilburði þar sem mögulega mætti segja frá í annarri grein síðar. Eftir Jón V. Jónmundsson » Þessi vinnubrögð stjórnar BÍ að reyna ekki að horfast í augu við staðreyndir heldur hrökkva í skotgrafirnar eru dauðadæmd. Jón Viðar Jónmundsson Höfundur starfaði hjá BÍ á fimmta áratug. Búnaðarþing – Eftirmæli ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.