Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Í nýju starfi mínu sem fram- kvæmdastjóri Sinnum heimaþjón- ustu verð ég vör við síaukna þörf fyrir aðstoð við athafnir daglegs lífs bæði hjá eldri borgurum og langveikum sem enginn vill greiða fyrir. Oft er þetta þörf á tímabund- inni þjónustu eða úrræðum vegna veikinda eða heilsubrests. Við- komandi er ekki nægilega veikur til að leggjast inná stofnun en ekki nægilega hraustur til að sinna sjálfum sér, maki, börn og að- standendur eru aðframkomnir og niðurstaðan er að allir þjást. Jafnframt voru nýlega birtar sláandi niðurstöður rannsóknar næringarfræð- ings á vannæringu aldraðra í sjálfstæðri búsetu. Því miður erum við að sjá fram á að vanda- málið stækkar og stækkar án þess að tekið sé á því heildstætt. Það er staðreynd að íslenska þjóðin er að eldast og á næstu áratugum mun verða gríðarmikil fjölgun í hópi eldri borgara. Áherslur ríkisins miðast við að ekki verði fjölgað hjúkrunar- rýmum heldur fólki gert kleift að búa sem lengst heima. Til þess að svo megi verða verður þjónustan heim að vera í samræmi við þarfir einstaklinga hverju sinni. Það er líka ljóst að það er langhagkvæm- asti kosturinn fyrir samfélagið að hver og einn geti verið áfram heima. Kostnaður við hvert rými á hjúkrunarheimili er um ein milljón króna á mánuði og sjúkrahúsdvöl tvöfalt dýrari. Einnig má segja að bráðaþjónusta sjúkrahúsanna henti ekki öldruðum með lang- varandi heilsufarsvandamál. Við sjáum í fjöl- miðlum síendurteknar fréttir af óviðunandi ástandi á Landspítala. Við þurfum að leysa hlut- ina á annan hátt heldur en hefur verið gert hingað til, að mínu mati. Að óbreyttu stefnir í enn meira óefni en þegar er. Aðrar þjóðir hafa glímt við og glíma við svip- aðan vanda og hefur verið horft til breytinga á áherslum hjá þeim. Það er óþarfi fyrir okkur að finna upp hjólið heldur ættum við hiklaust að geta stuðst við þau módel sem hafa verið þróuð þar. Toronto-módelið er allrar athygli vert. Þar er lagt upp með þverfaglega nálgun með vitj- unum fagfólks í heimahús þar sem ein- staklingnum er mætt á eigin forsendum og reynt að lágmarka eins og kostur er dvöl á stofnun. Viðkomandi fær aðstoð, hvort sem hún er fólgin í félagslegri liðveislu, aðstoð við at- hafnir daglegs lífs, lyfjagjöf, lækningu eða sjúkraþjálfun. Aðstoðin er einstaklingsmiðuð og mannleg og stofnanavist er síðasta úrræðið. Ætti slíkt módel heima hér? Svokallað Heimavitjana-módel sem yrði á ábyrgð ríkisins eingöngu eða sveitarfélaganna eingöngu þar sem núningi vegna skilgreininga á heilbrigðis- þjónustu og félagslegri þjónustu væri eytt ein- staklingnum í vil. Módelið þarf að innihalda kröfur um þjónustu, gæðavísa og markmið og eftirlit. Við getum hiklaust nýtt samtakamátt einkarekstrar og opinbers rekstrar í þessum til- gangi. Sinnum er tíu ára velferðarþjónustu- fyrirtæki með góða þekkingu og reynslu af samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu. Sameiginlegt markmið okkar verður að vera að einfalda leiðina í gegnum völundarhús heil- brigðiskerfisins og félagslega kerfisins með til- heyrandi töfum á greiningu, meðferð og endur- hæfingu og skerðingu á lífsgæðum svo mánuðum eða árum skiptir. Eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur » Við þurfum að leysa hlutina á annan hátt heldur en hef- ur verið gert hingað til, að mínu mati. Að óbreyttu stefnir í enn meira óefni en þegar er. Sigrún Björk Jakobsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Einföldum leiðina í gegnum völundarhús kerfisins Allar kynslóðir Fjöldi fólks mætti í Hörpu í gær á hina árlegu og alþjóðlegu dansbyltingu gegn kynbundnu ofbeldi, Milljarður rís. Dansað var samtímis á mörgum stöðum á Íslandi og í heiminum. Kristinn Magnússon Við stöndum á tímamótum. Efna- hagsleg endurreisn Íslands hefur gengið vonum framar og er raunar lokið. Nú þarf að byggja upp til framtíðar þar sem stærsta verk- efnið er að móta atvinnustefnu. Samtök iðnaðarins beita sér sér- staklega fyrir umbótum í fjórum málaflokkum: menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi. Með umbótum í þessum fjórum mála- flokkum eflist samkeppnishæfni, verðmæti aukast og lífskjör batna. Í flestum ríkjum heims vinna stjórnvöld að því með markvissri stefnumótun að bæta stöðu síns lands í samkeppni við önnur ríki. Skýr sýn, fumlaus framkvæmd og markviss eftirfylgni leiðir til raunverulegra umbóta og leggur grunn að auknum lífsgæðum. Ísland hefur að sumu leyti dregist aftur úr og verður því að sækja fram til að gera landið að enn eftirsóttari stað til atvinnureksturs og búsetu. Áræði, ný hugsun og djörf framtíðarsýn Atvinnustefna er samhæfing aðgerða til þess að skapa aukin verðmæti, auka framleiðni og efla samkeppnishæfni. Þannig aukast lífsgæði á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur metnaðarfull áform og hvetja Samtök iðnaðarins hana til dáða. Í stjórnarsáttmálanum er snert á mikilvægum málum: Lögð er áhersla á uppbyggingu innviða, ekki síst samgönguinnviða, og ný samgöngu- Eftir Sigurð Hannesson » Það þarf gott samstarf stjórn- valda, atvinnulífs og annarra til að ráðast í þetta mikilvæga verkefni sem mótun atvinnu- stefnu er og leiða það til lykta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mótum atvinnustefnu áætlun mun líta dagsins ljós í haust. Boðuð er stórsókn í mennta- málum og efla á iðn-, verk- og starfsnám auk þess að styrkja háskólastigið. Orkustefna verður sett á kjör- tímabilinu. Byggðamál eiga sinn sess í sáttmálanum. Á síðasta ári kom út skýrsla um framtíðarsýn stjórnvalda í utanríkisviðskiptum og hvernig standa skuli vörð um hagsmuni Íslands alþjóðlega. Hugtakið „nýsköpun“ kemur 18 sinnum fyrir í stjórnarsáttmálanum, þar sem því er heitið að móta heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Starfsumhverfið á að vera stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt. Allt er þetta nefnt í stjórnarsáttmálanum og vinna við marga þessara þátta er þegar hafin. Rauða þráðinn í þessa stefnumótun vantar en það er atvinnustefna. Þrátt fyrir mikilvægi ein- stakra málaflokka hér að framan er mótun at- vinnustefnunnar sjálfrar stærsta verkefnið. Atvinnustefna er skipulag Hugmyndir um atvinnustefnu hafa breyst í tímans rás. Í eina tíð þótti eðlilegt að ríkið væri umsvifamikill þátttakandi í atvinnulífinu. Síðar tók ríkið sér það hlutverk að velja sigurvegara, hampa eða styðja við ákveðnar greinar. Eftir það tók við tímabil einkavæðingar. Nútímaleg atvinnustefna snýst um að samhæfa aðgerðir og nýta fjármagn sem best til markvissrar upp- byggingar á samfélaginu í heild sinni. Aðrir skipuleggja sig Önnur ríki hafa mótað atvinnustefnu, oftar en ekki í kjölfar áfalla eða annarra stórra breyt- inga. Í Suður-Kóreu og Finnlandi var atvinnu- stefna mótuð á sínum tíma í kjölfar efnahags- áfalla. Bretar móta nú atvinnustefnu sem miðar að uppbyggingu menntakerfis og innviða, auk- inni nýsköpun og einföldun regluverks. Lögð er áhersla á þróun sem tengist fjórðu iðnbylting- unni. Nýlega kölluðu hin evrópsku samtök at- vinnulífsins, Business Europe, eftir mótun at- vinnustefnu í Evrópu til að standa betur að vígi í samkeppni við Asíu og Bandaríkin. Skipuleggjum okkur Samkeppnishæfni þarf að auka þannig að Ís- land verði í fremstu röð. Í nýlegri rannsókn á vegum Alþjóðabankans var bent á að þeir fjórir þættir sem helst ákvarða breytileika í framleiðni á milli landa séu efnislegir innviðir, menntun, nýsköpun og skil- virkni markaða ásamt stofnanainnviðum. Þetta undirstrikar mikilvægi þeirra fjögurra málefna sem Samtök iðnaðarins leggja áherslu á til að auka framleiðni og samkeppnishæfni landsins. Þannig eykst velsæld. Umbætur í þessum fjór- um mikilvægu málaflokkum gagnast því ekki eingöngu iðnaði heldur samfélaginu í heild. Markmiðið er skýrt: Að búa núverandi grein- um betra umhverfi en um leið að skapa sem best skilyrði fyrir þær til að vaxa og dafna. Þannig fjölgum við stoðunum í íslensku efnahagslífi og drögum úr sveiflum sem eru meiri hér en í samanburðarlöndum. Hugvit verður drifkraftur framfara á Íslandi á 21. öldinni rétt eins og hagkvæm nýting nátt- úruauðlinda var grundvöllur vaxtar á 20. öld- inni. Náttúruauðlindir eru takmarkaðar og staðbundnar en hugvitið er óþrjótandi og án landamæra. Til að raungera þessa sýn þarf samþætta stefnumótun í helstu málaflokkum – skýra atvinnustefnu – enda er fjölbreyttur iðn- aður og atvinnulíf forsendan fyrir traustu hag- kerfi. Vinnum saman Tíminn er núna. Við eigum að hefjast handa og leggja á næstu mánuðum grunninn að at- vinnustefnu. Það þarf gott samstarf stjórn- valda, atvinnulífs og annarra til að ráðast í þetta mikilvæga verkefni sem mótun atvinnustefnu er og leiða það til lykta. Samtök iðnaðarins eru tilbúin til samstarfs við að byggja upp til fram- tíðar, efla samkeppnishæfni Íslands og gera landið að eftirsóttum stað til atvinnureksturs og búsetu þannig að Ísland verði í fremstu röð. Sigurður Hannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.