Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þér séu allir vegir færir þarftu eins og aðrir að fá hrós og uppörvun af og til. Þú ættir að búa þér til tíma fyrir sjálfan þig í dag svo þú getir hugleitt málefni í ró og næði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur verið örlátur við vini og vandamenn en þarft nú sárlega á öllu þínu að halda. Gættu þess að ganga ekki á hlut annarra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Alvarlegar samræður geta komið fram bótum í þínum nánustu samböndum í dag. Með þetta í huga ætti þér að ganga flest í haginn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert til í smá tilraunastarfsemi. Háttvísi, nærgætni, einlægni og þokka stafar af þér. Þér er lagið að sannfæra hvern sem er. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt það sé freistandi að flýja vanda- málin græðirðu lítið á því til lengri tíma litið. Gættu þess að semja ekki um tímafrest sem þú getur ekki staðið við. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað heldur aftur af þér þessa dagana en þú átt ekki auðvelt með að segja nákvæmlega til um hvað það er. Þér líður eins og þú hafir orðið undir valtara en sérð ekki hvað olli því. 23. sept. - 22. okt.  Vog Umburðarlyndi og þolinmæði er nokkuð sem stundum er af skornum skammti hjá þér og það á við þessa dagana. En þú ert á réttri leið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Tíminn bíður víst ekki eftir nein- um, en í dag virðist hann beygja sig eftir þín- um þörfum. Fólk keppist við að fá að vera í félagsskap þínum, sem gleður það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Eitthvert ætlunarverk þitt gengur ekki sem skyldi. Stattu fast á þínu því enginn sinnir þínum málum betur en þú sjálfur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er nauðsynlegt að hafa öll smáatriðin með í myndinni, öðruvísi geturðu ekki gengið frá málunum. Eitthvað á eftir að koma þér á óvart en láttu það ekki trufla þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Njóttu augnabliksins, því allt sem þú snertir verður að töfrum. Vertu hreinn og beinn og gakktu fram af djörfung. Þú ert sannkallaður gleðigjafi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Samræður við yfirmenn um stöðu mála og stuðning munu verða gagnlegar. Ná- inn vinur vill hjálpa og þú ættir að taka því þar sem enginn böggull fylgir skammrifi. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Toppur hún á trénu er. Tigin svanni á höfði ber. Rýra hér oss rentu gaf. Ríkisdalinn leysti af. Hér er lausn Hörpu á Hjarðar- felli: Efst sem trónir ávallt þar eg því geri skóna að eflaust það sem átt við var sé ýmiskonar króna. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Í laufkrónu lék sér Beta, með lotningu síðar krýnd. Króna íslensk er ekkert að geta – engum höfðingja sýnd. Helgi Seljan svarar: Á trénu króna á toppi er og tiginn svanni krónu ber. Krónan vísast vexti gaf, vel hún leysti „rigsdal“ af. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Trjákróna á trénu er. Tiginn svanni krónu ber. Rentu króna rýra gaf. Ríksdal króna leysti af. Þá er limra: Hann Eiríkur Hreinn á Eyri átti krónurnar fleiri en búhöldar bestu og burgeisar mestu, en ekki grænan eyri. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Dagur loftið lýsa fer, líður svefninn burt frá mér, verk nú leyst af hendi hér hef og gátu sendi þér: Orðsnilld sú, er aldrei deyr. Íþrótt sú að móta leir. Bragðvísi, sem beitt er enn. Bókleg fræði stunda menn. Ósk Skarphéðinsdóttir orti: Oft þó hafi illu kynnst á það hiklaust treysti að búi í hvers manns eðli innst einhver góður neisti. Og að lokum eftir Huldu: Oft mig dreymir ást og vor, einskis þá ég sakna, en mig skortir einatt þor aftur til að vakna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Maður veltir krónunni fyrir sér Í klípu „ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ BRETTA UPP ERMARNAR, ÞÚ GETUR BARA FARIÐ AFTUR AÐ VINNA. ÞÚ VEIST ÞAÐ, ER ÞAÐ EKKI?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA VAR GOTT TEITI, RÚNAR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann talar um þig og ekki sjálfan sig. TAPAÐI VEÐMÁLI HEPPNI EDDI, FARÐU OG FINNDU SÉRFRÆÐING SEM GETUR SÝNT ÞESSUM AUMA HÓPI HVERNIG EIGI AÐ VEITA BARSMÍÐAR AÐ HÆTTI VÍKINGA! MAMMA, OPNAÐU! ÉG ER MEÐ STARF FYRIR ÞIG! BANK BANK BANK Víkverji man vel eftir því þegarhann tók sjálfur samræmd próf. Það árið voru bara tekin tvö sam- ræmd próf, annars vegar í íslensku og hins vegar í stærðfræði en mörg önnur ár þarna í kring var prófað einnig í dönsku og ensku. Víkerji man eftir að hafa tekið prófunum mjög al- varlega og finnast þau vera úrslita- atriði varðandi framtíðina. x x x Það er kannski hægt að hlæja aðþví núna að hafa tekið þessu svona alvarlega en þá skiptu einkunn- irnar máli því hverfisskólafyrir- komulag var í gildi. Nemendur úr ákveðnum skólum höfðu öruggt að- gengi að vissum skólum og öðrum ekki, nema einkunnirnar væru þeim mun betri. Víkverja langaði ekki í hverfisskólana heldur vildi sækja annað. Það gekk eftir og Víkverji er mjög feginn að hafa getað sótt þann skóla sem hann vildi. Núna er hverf- isskólafyrirkomulagið sem betur fer fyrir bí en það gerir það líka að verk- um að samkeppnin er mikil um að komast inn í eftirsóttustu skólana. x x x Það var virkilega leiðinlegt að fylgj-ast með því hvernig samræmdu prófin sem lögð voru fyrir 9. bekk klúðruðust. Það þýðir ekki að skella skuldinni á eitthvert tæknifyrirtæki úti í heimi. Menntamálastofnun verð- ur að bera ábyrgð á því að hafa sóað tíma nemenda, kennara og skóla- stjórnenda. Mikið álag fylgir svona prófum og það þarf að taka um- ræðuna lengra en bara um fram- kvæmdina. Það er nauðsynlegt að skoða tilgang prófanna. Það lítur ekki út fyrir að prófin mæli raunverulega kunnáttu nemanda nema að tak- mörkuðu leyti. Líka raska þau hefð- bundnu og jafnan vel skipulögðu skólastarfi í grunnskólum. x x x Það var því ekki ásættanleg niður-staða að nemendum í 9. bekk gef- ist kostur að þreyta að nýju könn- unarpróf í íslensku og ensku. Það er ekki hægt að varpa ábyrgðinni með þessum hætti á nemendurna sjálfa og þá um leið skikka skólana til að eyða fjármunum og tíma í framkvæmd prófanna í annað sinn. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, athvarf á degi neyð- arinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum (Nahúm 1.7)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.