Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Oddný Kristín G. Svarta kusa Dósakistan á Hvanneyri hefur vakið verðskuldaða athygli. ÚR BÆJARLÍFINU Birna G. Konráðsdóttir Borgarfjörður Bifróvision er nafn á árshátíð nemenda við Háskólann á Bifröst. Nafnið er dregið af hinni einu sönnu Júróvisionkeppni og kemur til af því að á sínum tíma var gríð- arlega mikil söngkeppni meðal nemenda skólans, ár hvert. Hver keppandi varð að útvega sér um- boðsmann og finna sér dulnefni þannig að einungis keppandi og umboðsmaður vissu um væntanlega þátttöku. Æfingar stóðu oft yfir í langan tíma og ekki kom í ljós hverjir voru meðal keppenda fyrr en æfingar hófust með hljómsveit. Jafnvel þá áttu keppendur ekki að segja hver frá öðrum. Á hinu stóra kvöldi stigu síðan nemendur á svið og dómnefnd ásamt gestum í sal greiddi atkvæði um hver væri til þess bær að bera titilinn sigurveg- ari Bifróvision hvert ár fyrir sig. Með breyttu skipulagi á námi, þeg- ar fjarnemar verða sífellt fleiri, hef- ur keppnin sjálf lagst niður en árshátíðin ber enn hið gamla nafn.    Nýstárlegt hjólastatíf prýðir nú skólagrundina við Kleppjárns- reykjaskóla í Borgarfirði. Það er Guðmundur Hallgrímsson, völ- undur á Hvanneyri, sem smíðaði statífið og gaf skólanum. Að sögn Guðmundar kom það til vegna þess að enginn staður var fyrir hjólin á skólalóðinni og lítið af aukafjár- magni til að kaupa slíkt. Statífið er smíðað úr rafmagnskefli og undir því eru vörubretti til að fá stuðning. Rafmagnskeflið átti hann til síðan hann smíðaði „Svörtu kusu“, óvenjulega dósakistu sem er á Hvanneyri. Ungmennafélagið Ís- lendingur er eigandi kusu. „Ung- mennafélagið vantaði dósakistu og upp úr spjalli við formann félagsins kom það til að ég smíðaði gripinn,“ segir Guðmundur í samtali. Kusan hefur vakið athygli enda nokkuð sérstök og segja má að hvergi fari betur um hana en einmitt í vöggu landbúnaðar, á Hvanneyri.    Í dreifbýlinu er leiklistargyðjan enn blótuð. Félagar í Leikdeild Umf. Skallagríms hafa skemmt Borgfirðingum og Mýramönnum í ríflega 100 ár og þetta ár var engin undantekning á því. Leikritið sem sýnt var að þessu sinni heitir 39½ vika eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Leikstjóri var Hrund Ólafsdóttir og sýningar voru í félagsheimilinu Lyngbrekku.    Í Grunnskóla Borgarfjarðar hefur verið síðan 2013 unnið að þró- unarverkefni sem heitir Leiðtoginn í mér eða „Leader in me“. Verk- efnið byggist á hugmyndum Steph- ens Coveys um sjö venjur ein- staklinga sem hafa náð langt á sínu sviði. Þessi aðferðafræði hefur ver- ið þróuð til að veita nemendum víð- tækari menntun innan skólakerfis- ins og hefur skilað miklum árangri víða um heim en Grunnskóli Borg- arfjarðar er eini grunnskólinn á landinu sem innleitt hefur þessa að- ferð. Nokkrir leikskólar beita henni hins vegar hérlendis með góðum árangri. Verkefninu er ætlað að auka sjálfsöryggi, ábyrgðar- tilfinningu og frumkvæði einstakl- inga og búa þá undir áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Ekki er markmiðið að gera leiðtoga úr öll- um heldur hjálpa hverjum og ein- um að blómstra með eigin styrk- leika að vopni.    Sönglíf er mjög blómlegt í Borgarfirði. Þar á meðal eru fé- lagar í karlakórnum Söngbræðrum sem hafa boðið upp á skemmtilegar uppákomur undanfarin ár. Ekki síst er vinsælt það sem heimamenn kalla Sviðaveislu og hefur verið ár- legur viðburður og færri komist að en vilja. Á matseðlinum hafa verið heit og köld svið og saltað hrossa- kjöt með rófustöppu og kartöflu- mús. Kórfélagar hafa sjálfir séð um skemmtiatriðin með söng sínum og oftar en ekki hefur síðan kröftugur fjöldasöngur hljómað um Borgar- fjörðinn er líða tekur á kvöldið. Frumkvöðlar og leiðtogar blómstra í Borgarfirði Völundarsmíð Nýstárlegt hjólastatíf við Kleppjárnsreykjaskóla. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Nánari upplýsingar áwww.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is Unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísil og mangan í hreinu íslensku vatni. Repair er sérstaklega hannað og þróað fyrir uppbyggingu beina og styrkingu bandvefjar þ.m.t. liðbönd, liðþófar og krossbönd. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kostnaður við kaup Strætó á fjór- tán rafmagnsstrætisvögnum sem væntanlegir eru á næstu mánuðum verður um 850 milljónir kr. Er þetta 350 milljónum króna lægri fjárhæð en fram kom í svari Strætó sem lagt var fram í borgarráði á fimmtudag. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins spurðust fyrir um kostnað Strætó vegna rafmagnsstrætisvagnanna. Fram kom í svari Strætó að heildar- fjárfesting vegna vagnanna væri 1.202 milljónir króna, með virðisauka- skatti. Þegar Morgunblaðið spurðist nánar fyrir kom í ljós að þessar upp- lýsingar voru rangar, samkvæmt upplýsingum Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó, og leiðréttingu komið á fram- færi við Reykjavíkurborg. Byrja að koma í apríl Kostnaður við vagnakaupin er um 850 milljónir kr. og hleðslustöðvar um 69 milljónir til viðbótar. Við bætist heimtaugargjald fyrir heimtaug í bækistöð samkvæmt gjaldskrá Veitna en sá kostnaður gæti verið ná- lægt tveimur milljónum kr. Heildar- kostnaðurinn er því um 920 milljónir. Dregist hefur að fá rafmagnsvagn- ana afhenta vegna galla í hönnun þeirra. Nú er ætlunin að afhenda fjóra fyrstu vagnana um miðjan næsta mánuð, að því er fram kemur í svari Strætó til borgarinnar, fimm til viðbótar í júní og fimm síðustu vagn- arnir eiga síðan að koma í lok ágúst. Rafmagnsvagnar og hleðslu- stöðvar kosta 920 milljónir  Strætó gaf upp ranga tölu í svari til borgarinnar Komnir Fyrstu vagnarnir eru nú þegar komnir til hafnar í Þorlákshöfn. Hrein eign Gildis lífeyrissjóðs um nýliðin áramót nam 517,3 milljörðum króna og hækkaði um 47,7 milljarða króna. Eignir sjóðsins hafa aldrei verið meiri. Raunávöxtun síðasta árs nam 5,8% og fól í sér töluverð um- skipti frá fyrra ári þegar hún reynd- ist neikvæð um 0,9%. Stærstur hluti eigna samtrygging- ardeildar sjóðsins var bundinn í er- lendum verðbréfum eða 29,2%. Þá eru 27,4% bundin í ríkistryggðum skuldabréfum, 19,3% í innlendum hlutabréfum, 6% í skuldabréfum fjármálafyrirtækja. Þá voru 5,9% bundin í skuldabréfum annarra fyr- irtækja og 5,5% í sjóðfélagalánum. Góð afkoma sjóðsins í fyrra skýr- ist helst af góðri ávöxtun erlendra hlutabréfa sem hækkuðu um 13,3% í íslenskum krónum. Greidd iðgjöld á árinu 2018 voru ríflega 23 milljarðar króna saman- borið við 19,4 milljarða árið 2016. Þá greiddi sjóðurinn út 15,4 milljarða í lífeyri samanborið við 14,3 milljarða ári fyrr. Fjöldi virkra sjóðfélaga var 32.966 um nýliðin áramót og hafði fjölgað úr 30.761 frá fyrra ári. Þá hafði fjöldi lífeyrisþega einnig aukist nokkuð og farið úr 20.331 í 22.255. Rekstrar- kostnaður sjóðsins, reiknaður sem hlutfall af eignum nam 0,16% og breyttist ekki milli ára. Sé hann skoðaður sem hlutfall af greiddum iðgjöldum lækkaði hann hins vegar úr 3,5% í 3,2%. Reiknaður rekstrar- kostnaður á hvern sjóðfélaga nam 3.364 krónum í fyrra. Tryggingafræðileg staða sjóðsins er nú neikvæð um 1,6% en var nei- kvæð um 2,7% í árslok 2016. ses@m- bl.is Eignir Gildis nú yfir 500 milljarðar  Hrein raunávöxtun var 5,8% í fyrra Samningar milli Rauða kross Ís- lands og íslenska ríkisins um rekst- ur sjúkrabíla verða ekki endurnýj- aðir. Í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum kemur fram að samn- ingaviðræður Rauða krossins og heilbrigðisráðuneytisins um rekstur sjúkrabíla hafi staðið yfir sl. þrjú ár. „Á síðustu vikum hefur orðið ljóst að stjórnvöld og ráðuneyti vilja taka yfir rekstur sjúkrabíla á næstu ár- um og því hefur Rauði krossinn á Íslandi ákveðið að slíta samstarf- inu,“ segir í tilkynningunni. Rauði krossinn á Íslandi hefur átt og rekið sjúkrabíla í 90 ár, deildir Rauða krossins víða um land voru stofnaðar í kringum kaup á sjúkra- bílum. Fyrstu 70 árin rak Rauði krossinn sjúkrabílana einn en síð- ustu 20 ár samkvæmt samningi við íslenska ríkið með rekstri Sjúkra- bílasjóðs Rauða krossins. Rauði krossinn á nú 78 sjúkrabíla sem staðsettir eru víðsvegar um landið. Tekur Rauði krossinn fram að rekstur Sjúkrabílasjóðs Rauða krossins hafi verið afar hagkvæmur. Enginn arður hefur verið tekinn úr sjóðnum og settur í önnur verkefni, ef rekstrarafgangur hefur verið hef- ur hann verið nýttur til fjárfestinga í nýjum bílum, tækjum og tólum. mhj@mbl.is Slítur samningum við ríkið Morgunblaðið/Ófeigur Lokið Rauði krossinn þakkar ríkinu samstarfið í tilkynningu sinni.  Rauði krossinn og ríkið hætta samstarfi um rekstur sjúkrabíla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.