Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 25
Heimild: Vinnslustöðin hf. Heimsigling Breka VE og Páls Pálssonar ÍS Vestmannaeyjar Ísafjörður Rongcheng Miðbaugur K Í N A Indlandshaf Kyrrahaf Atlantshaf SúesGíbraltar Galle Singapúr Systurskipin Breki VE og Páll Páls son ÍS eru smíðuð í Rongcheng í Kína og eru um 50 m löng og 13 m breið. Siglingin frá Rongcheng til Íslands er um 11.400 sjómílur eða 21.100 km. Skipin sigla á um 11 sjómílna hraða og verða 50-60 daga á leiðinni með stoppum. Vegalengd sjómílur Rongcheng-Singapúr 2.486 Singapúr-Galle 1.568 Galle-Súes 3.490 Súes-Gíbraltar 1.926 Gíbraltar-Ísland 1.829 Ljósmynd/Finnur Kristinsson Áfangi Skipin eru komin í íslenska skipaskrá og í vikunni drógu Magnús Ríkarðsson, skipstjóri, og félagar hans á Breka íslenska fánann að húni. FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Vertu velkomin! ...til dæmis eldhúsinu, með litlum tilkostnaði. Eina sem þarf eru efni og ráðleggingar frá Slippfélaginu. Það er auðvelt að breyta... Borgartúni 22 og Dugguvogi 4, Reykjavík, sími 588 8000 • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði, sími 565 0385 Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, sími 421 2720 • Gleráreyrum 2, Akureyri, sími 461 2760 Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga Hér má sjá eldhús sem gert var upp af Söru Dögg innanhússarkitekt, (femme.is), lakkað matt svart. „Þetta er hörkuskip og stóra skrúf- an skilaði sínu í togprufu og veiðar- færatilraunum. Það verður spenn- andi að koma loksins heim með skipið og hefja veiðar,“ sagði Magn- ús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka, í spjalli frá Kína í gærmorgun, en þá var komið kvöld í Shidaho í Rong- cheng. Síðustu daga hafa áhafnir skipanna undirbúið heimsiglinguna, en lagt verður af stað á þriðjudag. Framundan er 50 daga ævintýraferð systurskipanna í samfloti um fram- andi slóðir. „Í fyrsta áfanga siglum við suður fyrir Singapoore og tökum olíu og kost í Colombo á Sri Lanka. Síðan höldum við áfram upp í Súes og það verður að ráðast hvort við tökum ol- íu þar eða á Möltu í Miðjarðarhafinu. Við reiknum með um 50 dögum í siglinguna miðað við að siglt verði á 11,5-12 mílum á tímann, en þetta eru 11.300 mílur í heildina. Við getum siglt hraðar en þá eyðum við mikilli olíu, sem er óhagkvæmt og óþarfi. Við gerum ráð fyrir miklum hita á þessari leið og alveg 35-40 gráðum meðfram Singapoore, Sri Lanka og Sómalíu. Skipin verða eins og bakaraofnar við þær aðstæður og við höfum því komið upp kælibúnaði í brú, íbúðum og vélarrúmi,“ segir Magnús skipstjóri, sem er búinn að vera í Kína með hléum síðan í febr- úar í fyrra. Finnur Kristinsson frá Skipasýn hefur séð um eftirlit með smíði beggja skipanna frá upphafi. Hann vantar aðeins einn mánuð upp á að hafa búið í þrjú ár í Shidao. Finnur verður vélstjóri í áhöfn Breka í heimferðinni. Fleiri hafa unnið að eftirliti með smíðinni, m.a. Sverrir Pétursson, áður útgerðarstjóri hjá HG, sem hefur verið í Kína í tvö ár. Kælibúnaður settur upp til að nota í hitanum á heimleiðinni Heimferð undirbúin Síðustu daga hefur ýmis búnaður verið prófaður. „Þolinmæði,“ er svar Einars Vals Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra Hraðfrystihúss- ins-Gunnvarar í Hnífsdal, þeg- ar hann er spurður hvað menn hafi lært af samskiptunum við Kínverja, meðan á smíði togaranna tveggja hefur staðið. „Við höfum líka lært að menn eru sterkari þegar þeir vinna saman, en ekki hver í sínu lagi. Einn hefði maður tæpast farið í svona verkefni og niðurstaðan er að við erum að fá öflug skip á mjög góðu verði.“ Einar Valur segir að taf- irnar á afhendingu nýs Páls Pálssonar hafi verið bagalegar fyrir reksturinn. „Þetta tafðist alveg um heilt ár og á tímabili var lítið að gerast í smíði og frágangi á skipunum. Við seld- um gamla Pál Pálsson í fyrra- sumar og trúðum því að nýja skipið væri að koma. 70 daga verkfall á síðasta fiskveiðiári hafði sín áhrif og kvótinn safnaðist upp því skipin voru ekkert að veiða í á þriðja mán- uð. Þegar við héldum að skipið færi að leggja af stað gerðist eitthvað, sem olli því að af- hendingu skipanna seinkaði úr hófi. Í lokin var þetta sér- staklega erfitt, en mér skilst á þeim sem hafa staðið í svip- uðum sporum að það sé svipuð saga alls staðar þegar kemur að verklokum og uppgjöri. Sama hvort það er í Tyrklandi, Noregi, Póllandi eða Kína, það er alltaf eitthvert vesen í lok- in. Það sem þó skiptir mestu máli er að við erum að fá traust og gott skip, sem breyt- ir miklu fyrir okur.“ Einar Valur segir að til- hlökkun fylgi því að taka á móti nýju skipi. Hann hafi ítrekað verið spurður síðustu mánuði hve- nær nýi Páll komi. „Ég var bú- inn að finna svarið við þessari spurningu og sagði einfaldlega að skipið yrði nýjasta skipið í flotanum þegar það kæmi.“ HG er með höfuðstöðvar í Hnífsdal og þangað kom síðast nýtt skip 1973. Fyrirtækið er einnig með rekstur á Ísafirði og Súðavík. Auk nýja Páls mun HG gera út Stefni, smíð- aðan 1976, og Júlíus Geir- mundsson, sem var smíðaður 1989. Gamli Páll var smíðaður í Japan 1972. Nýtt skip hefur ekki komið til Ísafjarðar síðan 1994 þegar Guðbjörgin kom ný frá Flekkefjord í Noregi, en Hrönn hf. gerði skipið út. Einar Valur segir að starfs- menn fyrirtækjanna og Skipa- sýnar hafi staðið sig ein- staklega vel meðan á smíðatímanum stóð, en nokkrir þeirra hafa dvalið langdvölum í Kína síðustu misseri. Hafa lært þolinmæði af samskiptunum Páll Pálsson ÍS Landfestar systurskipanna verða leystar á þriðjudag. Einar Valur Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.