Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 10
Í dag á milli kl. 14 og 16 er opið hús hjá Skákfélaginu Hróknum, Geirs- götu 11 við Reykjavíkurhöfn. Sýndar verða ljósmyndir, teikningar og listaverk frá síð- ustu ferð Hróks- ins til Kulusuk, fyrr í mánuð- inum. Hátíðin í Kulu- suk var hluti af Polar Pelagic- hátíð Hróksins 2018. Sýndar verða myndir eft- ir Max Fur- stenberg, teikn- ingar Ingu Maríu Brynjarsdóttur og afrakstur listsmiðju barnanna í Kulusuk. Hrafn Jökulsson forseti Hróksins, sem kenndi skák í ferð- inni, segir frá þessum ævintýralega leiðangri. Þá mun Kristjana Guðmunds- dóttir Motzfeldt sýna valda muni frá Grænlandi. Kristjana var eiginkona Jonathans Motzfeldt, fyrsta for- sætisráðherra Grænlands, og sá Ís- lendingur sem best þekkir til meðal nágranna okkar fyrir vestan. Næsti leiðangur Hróksins til Grænlands verður nú um páskana. Þá liggur leiðin til afskekktasta þorps Grænlands, Ittoqqortmitt í Scoresby-sundi, en þar hafa Hróks- liðar haldið árlega hátíð í 12 ár. Skáklandnám Hróksins á Grænlandi hófst 2003 og því er nú fagnað fimm- tán ára starfsafmæli. Í næstu viku verður gengið form- lega frá stofnun velferðarsjóðs fyrir börn í bænum Uummannaq á Græn- landi, þar sem í dag búa flestir þeir sem urðu að yfirgefa heimaslóðir sín- ar þegar flóðbylgja skall á eyjaþorp- ið Nuugaatsiag síðastliðið sumar. Fjórir fórust í flóðinu og ellefu hús eyðilögðust svo fólk snýr ekki aftur til búsetu í þorpinu í náinni framtíð. Höfuðstól sjóðsins mynda fjármunir úr söfnuninni Vinátta í verki, alls um 40 milljónir króna. Skákfélagið Hrókurinn undir forystu Hrafns Jökulssonar hafði forgöngu um söfn- unina í félagi við Kalak, vináttufélag Íslands og Grænlands og Hjálpar- starf kirkjunnar. Fyrir nokkrum dögum færði Hrafn Önnu Kuitse Kuko, formanni Rauða krossins í Tasiilaq, persónu- lega gjöf, 75.000 danskar krónur, rúmar 1.240.000 íslenskar, til minn- ingar um móður sína, Jóhönnu Krist- jónsdóttur sem lést á síðasta ári. Ljósmynd/Hrókurinn Afmælismót Hrafn Jökulsson að tafli á Polar Pelagic-skákhátíðinni í Kulu- suk í febrúar. Hátíðin markaði upphaf að 15 ára starfsafmæli Hróksins á Grænlandi, sem árið 2003 stóð fyrir fyrsta alþjóðlega skákmótinu í landinu. Hrókurinn sýnir lista- verk frá Grænlandi Hrafn Jökulsson  Opið hús verður í Geirsgötu í dag 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Suðræn sveifla í Provence sp ör eh f. Sumar 7 Ekki er að undra að helstu listamenn sögunnar hafi sótt sér innblástur á frönsku rivíerunni eða Côte d’Azur í Provence héraðinu, slík er fegurðin. Komið verður til Cannes, Mónakó og St.Tropez á leið okkar um frönsku ríverunnar og heimsækjum allar helstu perlur Suður- Frakklands og frönsku Alpanna. 16. - 27. júní Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 266.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Dagur B. Eggertsson borgar-stjóri er kominn í kosn- ingagírinn. Hann hélt í gærmorgun langan fund um húsnæðismál og sýndi tugi glæra um hundruð og jafnvel þúsundir áformaðra hag- kvæmra íbúða á næstu árum.    Á fundinum varboðið upp á „léttan morgun- verð“ en ekki kom fram hvort borgarlínubjórinn yrði í boði þar eins og í rándýrum sýning- arbás borgarinnar á dögunum.    Þó má fullyrða að þátttakendurhefðu þurft að slíkri styrkingu að halda hefðu þeir átt að kyngja glærusýningunni með morgunverð- inum létta, enda fáir núorðið sem trúa því að nokkur maður muni nokkurn tímann flytja inn í íbúðir sem kynntar eru á glærum borgar- stjóra.    En hvers vegna skyldi borgar-stjóri telja sig knúinn til að halda slíkan fund um leiðir til að bjóða upp á hagkvæmara húsnæði?    Jú, ástæðan fyrir því er einföld.Sú einstefna sem borgarstjórn- armeirihlutinn hefur fylgt í skipu- lags- og húsnæðismálum hefur orð- ið til þess að á höfuðborgarsvæðinu ríkir alvarlegur húsnæðisskortur.    Og skorturinn er sárastur þegarkemur að hagkvæma húsnæð- inu, það er að segja ódýru húsnæði sem ungt fólk sækist sérstaklega eftir.    Þess vegna heldur borgarstjórilangan fund með mörgum glærum um áform um hagkvæmt húsnæði sem byggt verði einhvern tímann eftir kosningar. Dagur B. Eggertsson Hver mun búa í glærunum? STAKSTEINAR Veður víða um heim 16.3., kl. 18.00 Reykjavík 8 léttskýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 7 léttskýjað Nuuk -2 léttskýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló -2 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 léttskýjað Stokkhólmur -3 skúrir Helsinki -5 léttskýjað Lúxemborg 10 léttskýjað Brussel 9 þoka Dublin 9 skýjað Glasgow 5 alskýjað London 11 skúrir París 12 skýjað Amsterdam 3 súld Hamborg 0 skýjað Berlín 0 snjókoma Vín 10 heiðskírt Moskva -9 skýjað Algarve 15 léttskýjað Madríd 8 skúrir Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Róm 15 skýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -6 léttskýjað Montreal -6 skýjað New York 2 léttskýjað Chicago 0 skýjað Orlando 19 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:39 19:34 ÍSAFJÖRÐUR 7:44 19:39 SIGLUFJÖRÐUR 7:27 19:22 DJÚPIVOGUR 7:09 19:04 Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra heldur til Berlínar í Þýska- landi á morgun, sunnudaginn 18. mars. Í Berlín mun forsætisráð- herra m.a. eiga fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Á heimasíðu forsætisráðuneyt- isins kemur fram að forsætisráð- herra mun jafnframt taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. Katrín og Merkel munu sitja ráð- stefnu um jafnréttismál í sendiráðs- byggingu Norðurlandanna en einn- ig eiga tvíhliða fund, líkt og segir í upphafi fréttarinnar. Forsætisráðherra og Merkel funda í Berlín Katrín Jakobsdóttir Agela Merkel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.