Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Pálmi Ásmunds- son, Strandamaður, húsasmíðameistari, skólabróðir af Reykjaskóla og vin- ur, lést 17. febrúar sl. Andlát hans var óvænt, ótímabært og mikil sorg að missa þennan góða dreng. Daginn áður, föstudaginn hinn 16., hringdi Pálmi í mig og boðaði okkur nokkra skólabræður frá Reykjaskóla til hittings. Við hitt- umst samt á boðuðum degi og rifj- uðum upp samveru okkar. Við félagarnir stofnuðum skóla- hljómsveit Reykjaskóla 1963. Pálmi var ágætis nikkari og þandi nikkuna til hins ýtrasta með mikl- um dýfum og krafti. Þessi hljóm- sveit hélt uppi stuðinu á böllum í skólanum og átti miklum vinsæld- um að fagna. En Pálmi var ekki síðri íþróttamaður en tónlistar- maður og var m.a. methafi skólans í limbói og mikill fimleikamaður. Pálmi átti auðvelt með að eign- ast félaga og hélst vel á félögum sínum. Hann var traustur félagi og alltaf til í að fá menn til að ganga í takti, vera vinir og gera gott úr ágreiningi og vera ekki með vesen og vitleysu. Hann gat samt verið harður í horn að taka ef Pálmi Ásmundsson ✝ Pálmi Ás-mundsson fæddist 13. sept- ember 1947. Hann lést 17. febrúar 2018. Útför Pálma fór fram 27. febrúar 2018. menn urðu uppi- vöðslusamir. Því verður seint gleymt, þegar einn félaginn fór eitthvað út af sporinu. Þá var kauði bara settur í skottið á Lettanum. Sumarið 1966 út- vegaði Pálmi mér vinnu á Volkswagen- verkstæði sem Snorri, bróðir hans, var nýbúinn að stofna. Andrúms- loftið þar var létt og menn létu ýmislegt flakka eins og þegar skrúfur gengu af eftir viðgerð. Þá var sagt: „Hentu þessu í smur- opið, þá fer það á sinn stað.“ Öðru sinni fékk verkstæðið voffa í við- gerð sem hafði verið gert við á öðru verkstæði. Voru fjórir gírar afturábak og einn áfram. Það var náð í bílinn og var löggan í Foss- vogi nærri búin að snúa sig úr hálsliðnum þegar honum var bakkað fram hjá þeim á fullri ferð. Oft fórum við félagarnir um helg- ar í ferðalög. Við vorum vel bílaðir að þeirra tíma hætti. Pálmi átti Chevrolet 1959-módel með vængj- um, ég átti nýlegan eldsprækan VW ’63 og Snorri var á Ford Fair- lane, módel ’55, tvennra dyra hardtop V8. Einu sinni var ákveðið að fara í veiðiferð. Þótt við hefðum ekki jeppa til að stóla á var samt lagt í hann á Fordinum og VW. Þetta var auðvitað fífldirfska því þá voru engir farsímar og við höfðum enga talstöð. Þegar komið var að Sandá syðri var komin nótt og sjatnað í ánni. Lagt var í ána eftir rannsókn á vaðinu. Yfir komumst við og allir glaðir. Brunað var upp á Kjöl, net- in lögð og veiðin var góð. Ákveðið var að fara byggð heim því hljóð- kúturinn var farinn undan Ford- inum og svo vel drundi í honum að hross fældust og kýr sperrtu upp halann. Einu sinni kom ég að Pálma þegar hann var að gera við Lett- ann. Framlega var orðin rúm á nafinu. Vinurinn dó ekki ráðalaus; kjörnaði í nafið, setti álpappír undir leguna og smellti henni svo upp á. Engin vandamál, bara lausnir. Þannig vann Pálmi, ein- staklega úrræðagóður, mikill handverksmaður og vandaður í alla staði. Við Inga Þórunn sendum Ás- dísi, Lindu Rós og Pálma Þór samúðarkveðjur vegna fráfalls eiginmanns og föður og biðjum Guð að styrkja þau á komandi tím- um. Hvíl í friði gamli vinur og skólabróðir. Þorsteinn H. Gunnarsson. 17. febrúar. Fallegur dagur rennur upp. Sólin skín og varpar geislum sínum yfir fannhvíta jörð. Frá heimili sínu í Þverárseli fara þau hjónin, Pálmi bróðir minn og Ásdís, í göngutúr eins og þau gerðu svo oft. Dugleg að rækta líkama og sál. Á þessum fallega degi er bróðir minn hrifinn burt frá okkur á örskammri stundu. Maður sem kenndi sér einskis meins, hraustur og hélt sér vel. Við ólumst upp í Snartartungu í Bitrufirði. Pálmi var yngstur í systkinahópnum og var það gaman fyrir mig að eiga þennan fallega, ljúfa litla bróður. Mér er ljúft að minnast æsku- áranna okkar í sveitinni við leik og störf. Við Pálmi bróðir höfum alltaf verið dugleg að hafa samband og eftir að við hjónin fluttum í Kópa- voginn var stutt að fá sér göngu- túr yfir í Þverárselið til Pálma og Dísu. Þar var ávallt tekið vel á móti manni með hlýju, vinskap og góðu spjalli. Einnig voru það gleðistundir þegar þau bönkuðu upp á hjá okkur hjónunum. Eins á ég góðar minningar frá heimsókn minni til þeirra í fallega húsið þeirra í Orlando. Þar stjönuðu þau bæði við mig og alltaf var bróðir minn tilbúinn að keyra okkur, hvort sem það var í verslunarleið- angur, skoðunarferðir eða eitt- hvað annað skemmtilegt. Einnig var það mikil upplifun fyrir mig að fá að fara með þeim hjónum á golfvellina þarna úti og fylgjast með þeim spila golf, sem var þeirra áhugamál. Elsku bróðir, það er erfitt að kveðja en minning þín lifir og veit- ir mér styrk. Elsku Dísa, Linda Rós og Pálmi Þór, megi Guð og englarnir gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Vel sé þér vinur þótt víkirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. Hvíl í friði. Þín systir Hrefna. Nú er veröldin breytt! Amma Soffía er fallin. Okkur langar að kveðja hana með nokkrum orðum, eða eins og ég og við sáum hana. Hún amma okkar var jaxl af Guðs náð og margt og mikið til lista lagt. Hún hélt stórt heimili á árum áður með afa mínum og nafna fyrst í Laug- arneskampinum, en lengst af í Ás- garði 15 ásamt níu börnum og mér. Ég var þarna og Soffía systir svo líka með mömmu þar til við fluttum í Snælandið, þegar mamma og pabbi fóru að búa, en ég var alltaf með annan fótinn hjá ömmu og afa svona eins og grár köttur. Amma var mér alltaf góð og okkur systkinunum, já og bara öll- um, nema þegar hún gaf mér hræring. Amma var lagin í hönd- unum og afkastamikil, saumaði föt, gardínur og allt annað sem þurfti og gerði við allt sem þurfti nál og tvinna við. Hún var nú sjaldan verklaus. Kerlingin prjón- aði eins og tími var til á barna- börnin og sérstaklega á seinni ár- um þegar barnabarna- og barnabarnabörnin komu í heim- inn eitt af öðru og þurftu að fá fal- lega fyrstu flík. Svo vann amma líka úti með þessu öllu, hún var t.d. önnur af tveimur fyrstu póst- freyjunum í Reykjavík, borginni sem hún fæddist í. Svo vann hún líka í Ofnasmiðjunni við Háteigs- veg og ýmislegt fleira, matráðs- kona í vegavinnuflokki Bjarna tengdaföður síns, þá bæði við vegagerð um Selvog og svo í Kömbunum. Hún amma var sein til við bíl- prófið, tók það seint eða upp úr fertugu og lærðum við hjá sama Soffía Sigurjónsdóttir ✝ Soffía Sigur-jónsdóttir fæddist 7. sept- ember 1925. Hún lést 12. febrúar 2018. Útför Soffíu fór fram 27. febrúar 2018. ökukennara, ég reyndar svolítið seinna. Það má orða það sem svo að þeg- ar hún keyrði var bensínpedallinn hafður í alveg lá- réttri stöðu og bremsur ekki notað- ar fyrr en á síðustu stundu og þá all- hressilega. En svona var bara hún amma, allt gert með trukki og dýfu. Hún amma var tvígift, fyrst afa Eiði, en hann dó 1982, og svo afa Bjössa, en hann dó 2006. Amma var nú frekar lífsglöð kona og leiddist að vera ein, hún hafði gaman af því að spila, bæði vist og kana og fékk eiginlega aldrei nóg af því og of- urlítið í tána með. Hún hafði líka gaman af því að hlusta á okkur af- komendurna syngja á góðum stundum, en það var eitt af því fáa sem amma gat ekki gert sjálf þó að hún reyndi nú stundum t.d. lag- ið við gengum tvö, en hún sagði nú alltaf við sitjum tvö, orðin ellimóð kerlingin, sögðum við þá en feng- um gjarnan einhver blótsyrði sem svar. Eitt af því síðasta sem við systkinin gerðum fyrir ömmu var að syngja fyrir hana, og þótti okk- ur notalegt að hún gaf okkur merki um að hún meðtók sönginn með því að kreista á okkur hend- urnar. Amma vildi ekki fara á elli- heimili því það var bara fyrir gam- alt fólk, heldur bjó hún ein í sinni íbúð, sat og stóð eins og hún sjálf vildi alveg framundir það síðasta en þá með aðstoð. Hún var nú allt- af frekar sjálfstæð kona og dríf- andi, hafði skoðanir á mörgu, var berorð og stundum um of en þá þurfti maður bara að svara í sömu mynt og byrja spjallið aftur. Við kveðjum ömmu Soffíu með þakk- læti í hjarta og fallegar minningar um frábæra konu. Sjáumst síðar, elsku amma. Kveðja frá Eiði Ottó, Soffíu, Sesselju (Settu) og Elfu Björk Bjargarbörnum. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR HELGU ÍVARSDÓTTUR, Hátúni 8. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar á Skjóli fyrir sérstaka umönnun og hlýju. Guðrún S. Guðjónsdóttir Sigurður V. Gunnarsson Sólrún Ása Guðjónsdóttir Rúnar Friðgeirsson Vignir Guðjónsson Guðný Atladóttir Hraunfjörð Guðjón Guðjónsson Margrét Grétarsdóttir barnabörn og langömmubörn Innilegar þakkir fyrir hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HREINS JÓNASSONAR rafmagnstæknifræðings. Sigríður Halblaub Jónína Hreinsdóttir Jóhannes Guðmundsson Jónas Pétur Hreinsson Anna Katrín Hreinsdóttir Eiríkur Magnússon og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, DÝRLEIF JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Lindasíðu 2, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 5. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. María Daníelsdóttir Númi Friðriksson Oddný Friðriksdóttir Sverrir Pálmason Sæmundur Friðriksson Hulda Friðjónsdóttir Magnea Friðriksdóttir Þórey Friðriksdóttir Gunnar Torfason og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, INGA JÓELSDÓTTIR, Ægisíðu 66, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum sýndan vinarhug og sérstakar þakkir til starfsfólks á Grund. Sigrún Björk Björnsdóttir Guðrún Gerður Björnsdóttir Guðjón Jóel Björnsson Ásgeir Björnsson og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTINN SIGURÐUR GUNNARSSON, Djúpavogi 18, Reykjanesbæ, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. mars. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 23. mars klukkan 13. Sólveig Jónsdóttir Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir Þórarinn Ægir Guðmundsson Jón Gunnar Kristinsson Kristín Ásta Kristinsdóttir Colby Fitzgerald Soffía Ósk Kristinsdóttir Gunnar Ingi Þorsteinsson og afabörnin Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, HELGA SVANA BJÖRNSDÓTTIR, Hrafnistu, Boðaþingi, áður Fellsmúla 14, lést að heimili sínu 11. mars. Útför hennar fer fram frá Breiðholtskirkju föstudaginn 23. mars klukkan 13. Starfsfólki Spóalundar, Boðaþingi, þökkum við umhyggju og alúð á liðnum árum. Hólmfríður Ingvarsdóttir Stefán Vagnsson Guðveig S. Búadóttir Hreinn Vagnsson Guðrún Sverrisdóttir Birgir Vagnsson Kristín Kristinsdóttir Gunnar Vagnsson Elísabet Sigurbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, afi og langafi, LARS EIRÍKUR BJÖRK ljósmyndari, lést mánudaginn 5. mars á Vífilsstöðum. Kveðjuathöfn fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 21. mars klukkan 13. Einar Ívar Eiríksson Björk Þorsteinsdóttir Astrid Björk Eiríksdóttir Einar Jónasson afabörn og langafabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI STEINAR JÓHANNESSON skipstjóri, frá Gaukstöðum í Garði, sem lést sunnudaginn 11. mars, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 21. mars klukkan 13. Sigríður Skúladóttir Helga Gísladóttir Eiríkur Sigurðsson Gísli Steinar Gíslason Inga Rós Aðalheiðardóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.