Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 ✝ RagnheiðurEster Guð- mundsdóttir fædd- ist á Hólmavík 9. janúar 1927. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 28. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Meldal Krist- mundsson og Elínbjörg Sigurðardóttir. Hálf- bróðir Esterar, sammæðra, var Ingi Karl Jóhannesson, þýðandi í Reykjavík, f. 11. september 1928, d. 25. mars 2001. Árið 1952 giftist Ester Þor- keli Bjarnasyni á Laugarvatni, f. 22. maí 1929, d. 24. maí 2006. Ester og Þorkell bjuggu allan sinn búskap á Laugarvatni. Ragnheiður Ester lauk lands- prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni vorið 1948. Hún sinnti húsmóðurstörfum og barnauppeldi meginhluta æv- innar, auk þess að taka virkan þátt í bústörfum. Þá er ótalið að Ester hafði yndi af góðum hest- um. Eftir að börnin voru farin að heiman starfaði hún við mötuneyti Menntaskólans um árabil. Ester var stofnfélagi í Kven- félagi Laugdæla og starfaði þar alla tíð meðan kraftar leyfðu. Um tíma sat hún í stjórn félags- ins og gegndi formennsku. Einnig léði hún Söngkór Mið- dalskirkju rödd sína um langt skeið. Síðustu ár ævinnar dvaldi hún á Hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Lundi. Útförin fer fram frá Skál- holtskirkju í dag, 17. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. Þeim varð sjö barna auðið og þau eru: Hulda Björk, f. 21. desember 1948, maki Hörður Ragn- arsson, Guðmundur Birkir, f. 21. desem- ber 1948, maki Bryndís Guðlaugs- dóttir, Bjarni, f. 31. júlí 1954, maki Margrét Hafliða- dóttir, Þorbjörg, f. 26. nóvember 1955, Þorkell, f. 25. janúar 1957, maki Sigríður Eiríksdóttir, Hreinn, f. 23. júlí 1959, maki Auður Rafnsdóttir, og Gylfi, f. 24. maí 1961, maki Anna María Óladóttir. Barnabörnin eru átján og barnabarnabörnin fimmtán. Elsku amma Ester hefur fengið hvíldina sem hún í nokkurn tíma hafði óskað eftir. Amma náði með sínu hlýja og umhyggjusama við- móti að sá fræjum til framtíðar. Okkur er minnisstætt hversu inni- lega hún tók á móti okkur eftir löng ferðalög landshluta á milli. Það var svo gott að koma inn um dyrnar á Þröm og sjá ömmu efst í tröppunum með sitt fallega, ein- læga bros og opna hlýja faðminn sinn. Kærleikinn og umhyggjan leyndi sér ekki. Samverustundirn- ar og samtölin við eldhúsborðið í Þröm voru einnig eftirminnileg. Oft var frekar fjölmennt við borð- ið og endalausar veitingar. Amma stóð í eldhúskróknum og tók undir samræður en vildi þó fyrst og fremst sjá til þess að enginn færi svangur frá borði. Amma vildi öll- um það besta og var í raun hin skýrasta mynd af Pollyönnu sem við nefnum af og til þegar sópa þarf vandamálum til hliðar og horfa á kosti, fremur en ókosti í líf- inu. Hún gladdist iðulega yfir samverustundum með sínum nán- ustu. „Ertu komin að finna ömmu gömlu,“ sagði hún iðulega þegar maður birtist í dyrunum og í seinni tíð á Lundi. Ef hún var spurð um líðan var hún þó alltaf fljót til svars að hún hefði það nú gott. Hún vildi aldrei að nokkur maður hefði áhyggjur af sér. Amma var þakklát og æðrulaus. Mögnuð á svo margan hátt. Minningarnar lifa um ókomna tíð. Elsku amma Ester, takk fyrir allt. Við erum þakklátar þér. Í huganum beið afi á hvítum hesti með annan í taumi tileinkuðum þér, sem tölta mjúkt með ykkur inn í eilífðina. Elfa Birkisdóttir, Brynja Elín Birkisdóttir. Þegar horft er til baka á árin sem við systur bjuggum á Laug- arvatni, þá eru allmargar minn- ingar sem koma upp í hugann tengdar bæði ömmu og afa í Þröm. Að skóla loknum á daginn þegar við vorum farnar að finna fyrir hungri þá lá leiðin oft í Þröm því við vissum að amma tæki á móti okkur efst í tröppunum, brosandi með opinn faðminn og gæfi okkur að borða, alveg sama hvernig stóð á hjá henni. Ef það var ekki jóla- kaka eða vínarbrauð úr búrinu sem boðið var upp á þá var hrært í pönnsur eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Á meðan vorum við spurðar spjörunum úr á meðan hún hlustaði af gaumgæfni og ein- stökum áhuga. Oftar en ekki var húsið hjá ömmu og afa fullt af börnum og aldrei fundum við fyrir því að við værum of mörg eða með of mikil læti, amma brosti bara og bakaði enn stærri stafla af pönnu- kökum handa okkur. Stundirnar sem maður átti með ömmu, hvort sem það var úti í garði að dytta að blómunum, göngutúrarnir, spila- kennslan eða ferðirnar í berjamó eru ómetanlegar og eins sögurnar sem hún sagði okkur á seinni ár- um um æsku sína og ævintýri. Þessar minningar verða vel varð- veittar og ylja þegar hugsað er til baka. Femíníska eðlið var sterkt og hún fullvissaði okkur um það að við gætum að sjálfsögðu gert allt eins og karlmenn og lagði sér- staka áherslu á allt sem fól í sér tækifæri til menntunar, því það að geta ekki eitthvað var ekki til í hennar orðaforða. Amma okkar var hlý, einstaklega þolinmóð og alltaf tilbúin að bjóða faðmlag og öryggi. Hún var fyrirmynd okkar systra í mörgu og lærðum við mik- ið af henni hvernig á að koma fram við fólk, því hún tók öllum eins og þeir voru og aldrei voru viðhöfð neikvæð orð um aðra. Elsku amma okkar, takk fyrir að vera alltaf til staðar, takk fyrir fallega brosið þitt og hlýja faðm- inn. Við kveðjum þig með þakk- læti og söknuði en vitum að þú ert komin til afa (og þið farin að bralla eitthvað saman). Hvíl í friði, elsku amma okkar, Freyja og Hrönn Þorkels- dætur. Amma Ester hefur kvatt þenn- an heim. Hún fæddist á Hólmavík og eyddi fyrstu árum sínum þar með móður sinni. Fjögurra ára gömul var hún send til föður síns, sem hún hafði aldrei séð, í heiðarkotið Þröm í Blöndudal í Austur-Húna- vatnssýslu. Móður sína hitti hún ekki aftur fyrr en átta árum síðar. Amma var feimin og óörugg í fyrstu við þennan bláókunnuga mann en það breyttist fljótt. Amma bjó næstu árin í torfbæ hjá föður sínum og fóstru sem jafn- framt var móðursystir hennar. Amma varð strax mjög hænd að föður sínum og varð samband þeirra afar náið. Hún kunni fátt skemmtilegra en að vera með hon- um í náttúrunni, við að veiða fisk, smala, heyja og gera allt það sem gert var í sveitinni. Hún var alla tíð mikið náttúrbarn, þekkti allar plöntur landsins og einnig alla fugla og fjárglögg var hún með eindæmum. 16 ára gömul flutti hún á mölina í þeim tilgangi að vinna sér inn peninga til að geta menntað sig. Vann hún m.a. í fæðingarbæ mín- um, Keflavík. Leiðin lá svo í Hér- aðsskólann að Laugarvatni þaðan sem hún lauk landsprófi 1948, með láði, þá ófrísk að tvíburunum. Á þessum námsárum sínum á Laug- arvatni kynntist hún ástinni sinni, Þorkeli Bjarnasyni. Að námi loknu fluttist hún til móður sinnar í Reykjavík. Leiðin lá svo aftur til Þorkels og Laug- arvatns og þau gengu í hjónaband 1952. Bjó unga fjölskyldan fyrst í Garði en 1970 fluttu þau svo í sitt eigið húsnæði sem nefnt var Þröm. Amma átti sér þann draum heitastan að mennta sig en örlögin höguðu því þannig að sá draumur rættist ekki. Hún lagði þess vegna mikla áherslu á að börnin hennar og barnabörnin menntuðu sig. Nú tók við móður- og húsfreyjuhlut- verkið. Sjö börn á 13 árum var ær- inn starfi og fjölskyldufaðirinn mikið í burtu starfs síns vegna. Hún átti samt sín áhugamál sem hún náði að sinna. Hún hafði m.a. þann háttinn á að eftir að hún var búin að koma börnunum í háttinn á kvöldin þá skellti hún sér á hest- bak, oftar en ekki á sínum uppá- haldshesti, Funa. Amma var bráðgreind, mikill ljóða- og vísnavinur. Hún var dug- leg að lesa fyrir börn sín og syngja þau í svefn með undurfagurri söngrödd. Amma var hörð af sér og bar harm sinn í hljóði, ákveðin og með sterkar skoðanir. Amma bar hag þeirra fyrir brjósti sem minnst máttu sín í samfélaginu, var rauð- sokka, jafnréttissinni og jafnaðar- maður. Hún var mikill friðarsinni og hafði óbeit á öllu hernaðar- brölti. Hún gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur og til marks um það hafði hún ekkert sérstak- lega gaman af að elda mat en það breytti því þó ekki að allt sem hún reiddi fram var algert lostæti. Amma ræddi lítið um sín örlög og síns fólks: „Þýðir ekkert að tala um það, svona var þetta bara,“ var hennar lífsspeki. Amma Ester var yndisleg. Ég er svo heppinn að hafa verið mikið hjá henni og afa á Laugarvatni og bý að því alla tíð. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir allt sem hún gaf mér. Mínar allra skemmtilegustu stundir voru hjá þeim í sveitinni í því undursamlega umhverfi sem Laugarvatn er. Ömmu verður sárt saknað en hún kveður södd lífdaga. Hvíl í friði, elsku besta amma mín. Brynjar Huldu Harðarson. Mágkona mín, Ragnheiður Ester Guðmundsdóttir, er látin. Mig langar til þess að þakka henni fyrir ógleymanlegar samveru- stundir og allt það góða sem hún lét frá sér fara. Við fórum á hest- baki frá Laugarvatni til Þingvalla og var sú ferð svolítið eftirminni- leg vegna þess að knapinn fékk ekki að ráða. Hún var ættuð úr sveit og þurfti því að sýna hvað hún kunni, til dæmis hvað hún hefði gott lag á hestunum. Það var hennar yndi að fara á hestbak og oft var farið í lok dags með Olla í reiðtúr á gæðingunum þar sem hleypt var á skeið. Minning lifir um ferðir í berjabrekkurnar þar sem hún lét ekki deigan síga við að fylla föturnar. Margs er að minn- ast og verkefnin mörg er árin liðu. Hjartans þakkir fyrir allt. Védís Bjarnadóttir. Að ala upp sjö börn er ærið verkefni. Það eru engar orður veittar fyrir slíkt eða gull-, silfur- eða bronsmerki. Af hverju veit ég ekki en mikið væri það viðeigandi og verðskuldað. Að taka svo að sér unglingsstelpu inn á heimilið, rétt þegar fór að fækka í hópnum og þau elstu voru flutt að heiman, það var nákvæmlega það sem Ester og Olli móðurbróðir minn gerðu og þvílíkar móttökur. Þröm var mitt heimili á menntaskólaárun- um á Laugarvatni og þar var hús- móðirin í aðalhlutverki. Að fá að vera hluti af fjölskyldunni á þess- um árum var ómetanlegt, líf og fjör alla daga og enginn maður með mönnum nema hann hefði þekkingu á hestum og körfubolta. Á þessum árum var Olli mikið í burtu vegna vinnu sinnar sem hrossaræktarráðunautur en hann vissi að heimilið var í góðum hönd- um. Þegar litið er til baka er hreint aðdáunarvert hve þessi ljúfa og yndislega kona, hún Ragnheiður Ester, lét allt ganga, hljóðlaust og rólega en afköstin meiri en nokkur gerði sér grein fyrir. Mestu ljúfmenni geta haft miklar og sterkar skoðanir sem betur fer og Ester var föst fyrir og stóð á sínu þegar þörf var á eða þegar rætt var um pólitík. Þá var gaman og sú kona gæti verið stolt af sjálfri sér sem hefði verið jafn mælsk og sannfærandi og hún vin- kona mín, húsmóðirin í Þröm. Það eru yndislegar minningar sem lifa um árin á Laugarvatni, mennta- skólaárin, sumarfríin með fjöl- skyldunni þegar keyrt var frá Húsavík á Laugarvatn til að hitta frændfólkið og allar góðu sam- verustundirnar. Minningar um Pink Floyd hljóma í stofunni á hæsta styrk og húsmóðurina láta sem ekkert sé, þar þurfti taugar til. Henni var skemmt þegar ég unga, fríska stelpan, nennti ekki að ganga í kaupfélagið og fékk gamla traktorinn í lánaðan. Kom svo gangandi heim því það var hvergi hægt að geyma mjólkur- pokana í traktornum. Þá var hleg- ið og er enn hlegið þegar rifjað er upp. Minningin um okkur frænd- systkinin á leið í skólann kemur upp í hugann en það var erfitt að fylgja eftir stóru skrefunum hans Gylfa. Það verður aldrei fullþakk- að, sú einstaka hlýja sem mér var sýnd alla tíð þegar komið var á Laugarvatn og nú síðast í Lund á Hellu. Við Ester mynduðum snemma sterk vináttubönd og traust og góð vinátta ríkti milli okkar. Ég skynjaði oft að lífið hafði ekki alltaf verið auðvelt og fékk stundum sögur frá erfiðum tíma í barnæsku hennar en það sem stóð upp úr, var alltaf gleðin yfir litlu hlutunum, væntumþykja og stolt gagnvart fjölskyldunni sinni sem stækkaði á hverju ári og listin að kunna að meta það sem er. Elsku hjartans vinkona mín, guð geymi þig. Takk fyrir allt. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir. Nú hefur Ragnheiður Ester Guðmundsdóttir skipt um svið og er komin til hans Þorkels síns og annarra vina og ættingja. Hún er trúlega hvíldinni fegin eftir langan og farsælan ævidag. Eftir stendur hér stór og myndarlegur barna- og afkomendahópur. Það gefur augaleið að vinnu- dagur hennar á heimilinu var ekki bara frá níu til fimm. Þorkell mað- ur hennar var hrossaræktarráðu- nautur um árabil og þurfti starfs síns vegna að vera mikið að heim- an. Ester studdi hann í starfi og fjölskyldan fylgdist að í að rækta góðan hrossastofn og njóta hans saman. Ég kynntist Ester fyrst á Laugarvatni árið 1970. Hún og Þorkell voru þá virkir og traustir félagar í Söngkór Miðdalskirkju. Einnig var hún í Kvenfélagi Laug- dæla og munaði þar aldeilis um framlag hennar. Þegar um hægð- ist á heimilinu hjá Ester kom hún til starfa í mötuneyti Menntaskól- ans að Laugarvatni. Þar naut sín vel hennar létta lund, hlýja og móðurlega umhyggja sem hún sýndi nemendum og öllu sam- ferðafólki. Fyrir þessa samfylgd er ég henni innilega þakklát og kveð Ester með virðingu og þökk. Eftirlifandi ástvinum hennar óska ég blessunar Guðs. Rannveig Pálsdóttir. Ragnheiður Ester GuðmundsdóttirÁstkær sambýliskona, móðir, systir og amma, BIRNA JÓNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum föstudaginn 9. mars. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 21. mars klukkan 13. Stefán Ólafsson Ómar Úlfur Eyþórsson Bára Jónsdóttir Sigurður Jónsson Guðbjörg Jóna Jónsdóttir Erla Jónsdóttir Hrefna Jónsdóttir Jón Leósson Ómar Gaukur Jónsson Ágústa Gunnlaugsdóttir barnabörn og frændsystkini Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA GUÐBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR, Víðilundi 10 b, Akureyri, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 22. mars klukkan 13.30. Laufey Einarsdóttir Guðmundur Sigurðsson Hulda Einarsdóttir Jóhann Steinar Jónsson Hallfríður Einarsdóttir Jónas Sigurjónsson Birgir Einarsson Ragnheiður Steingrímsdóttir Anna Einarsdóttir Arinbjörn Kúld ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG KR. INGADÓTTIR, Byggðarhorni, er látin. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 8. mars í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 23. mars klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Einstök börn. Gísli Geirsson Baldvin Ingi Gíslason Jóhanna Þorvaldsdóttir Bára Kristbjörg Gísladóttir Ágúst Ármann Sæmundsson Sigurjón Ingi Gíslason Erna Sólveig Júlíusdóttir Ingi Magnús Gíslason Bergþóra Björk Guðmundsd. Sigríður Ruth Gísladóttir Kristján Magnússon barnabörn og barnabarnabarn Elsku pabbi okkar, sonur og bróðir, BJÖRGÚLFUR ÓLAFSSON rithöfundur og leiðsögumaður, sem lést á Landspítalanum 9. mars, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 20. mars klukkan 15. Margrét Birta Björgúlfsdóttir Ólafur Björgúlfsson Teitur Björgúlfsson Ólafur Björgúlfsson Kristín Ólafsdóttir Örn Svavarsson Bergljót Ólafsdóttir Arnar Stefánsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, tengdafaðir, bróðir og mágur, VALTÝR GEORGSSON, Foldahrauni 1, Vestmannaeyjum, lést aðfaranótt laugardagsins 10. mars. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. mars klukkan 11 f.h. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en vilji fólk minnast hans vinsamlega látið líknarfélög í Vestmannaeyjum njóta þess. Sigríður Guðbrandsdóttir Sindri Valtýsson Bryndís Jónsdóttir Reynir Valtýsson Georg Sigurðsson Sigurfinna Pálmarsdóttir Sigurður Georgsson Elínborg Óskarsdóttir Guðni Georgsson Vigdís Rafnsdóttir Jóhann Brandur Georgsson Ragna Birgisdóttir og aðrir aðstandendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.