Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Í Morgunblaðinu 10. janúar sl. eru birtar umsagnir háttvirts al- þingismanns og fyrr- verandi forstjóra Heil- brigðisstofnunar Vesturlands, Guðjóns Brjánssonar (GB), við skrifum, sem birtust á facebook-síðu minni 4. janúar sl. Ég ætla ekki að tína til öll þau atriði, sem ég – fyrir hönd starfsfólks St. Franciskusspítala – (SFS) gagnrýndi stjórn Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands fyrir í kjöl- far sameiningar stofnananna í janúar 2010. Aðeins þetta: Farið var af stað með fögur loforð af hálfu stjórnar, umfram allt Guðjóns Brjánssonar sjálfs, um „samstarf“. Allt var svikið, ákvarðanir voru teknar einhliða af stjórninni og gagnrýni jafnan mætt með þögn, hroka og eftirlætissvari GB: „ekki horfa í baksýnisspegilinn“! Vana sínum trúr svarar GB ekki með einu orði þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið. „ Þarna er víða hallað réttu máli og farið á svig við sannleikann “. Ætti ekki virðulegur alþingismaður að leggja metnað sinn í málefnalega umfjöllun í stað sleggjudóma um mína persónu? Mín persóna er málinu óviðkom- andi – ég var talsmaður SFS og starfsfólksins, en að baki gagnrýn- inni stóð allt starfsfólkið, eins og GB veit fullvel. Málefna- fátækt þingmannsins er hins vegar svo algjör, að hann kýs að veitast að mér persónulega. Sakar mig jafnvel um rógburð! „Samstarf … Það tókst okkur aldrei með þessum einstaklingi. Hann hefði getað valið að bera klæði á vopnin og ná sáttum …“; „Hann kann ekki að eiga samstarf við annað fólk“; „Hann er ekki við alþýðuskap“; og: „Hann hefði getað gert þetta með meiri sóma“. Ég byrjaði að vinna 9 ára gamall í síldinni á Siglufirði og vann upp í gegnum alla mína skólagöngu ýmis störf, aðallega verkamannavinnu. Að loknu námi hef ég starfað í fjórum löndum sem skurðlæknir, svæfinga- læknir, heilsugæslulæknir, yfirlækn- ir á áfengisklíník, sérfræðingur og deildarlæknir á tveimur sænskum sjúkrahúsum, sjúkrahúslæknir og heilsugæslulæknir á Patreksfirði í 6 ár, sjúkrahúslæknir í 27 ár á SFS, verið í fagteymi háls- og bakdeildar í 25 ár, starfað í fjölmörgum fag- félögum hérlendis og erlendis, og setið í stjórn og nefndum sumra þeirra, kennt á námskeiðum og í Há- skóla Íslands, og alltaf staðið í þeirri meiningu að ég ætti auðvelt með að starfa með öðru fólki, væri sæmilega þægilegur í umgengni og þokkalegur stjórnandi og kennari. Fólk hefur yfirleitt látið vel af samvinnu við mig, og skjólstæðingar hafa iðulega þakkað mér lipurð í samskiptum. En það þarf auðvitað stjórnvitring og mannvin af kaliber Guðjóns Brjánssonar til að leiða mér fyrir sjónir, að þetta er auðvitað mis- skilningur af minni hálfu og annarra. Og sú staðreynd að ég er „ekki við al- þýðuskap“, skýrir e.t.v. erfiðleikana í „samstarfi“ við þá Guðjón og Þóri Bergmundsson, framkvæmdastjóra lækninga og rekstrar, því þeir eru al- þýðan holdi klædd. Nokkrir punktar úr afrekaskrá stjórnar HVE: 1) Sagt var upp reyndasta verkja- hjúkrunarfræðingi landsins strax í upphafi – á stofnun, sem hefur rekið verkjadeild, sem þjónar öllu landinu, síðan 1992. 2) Staða sérfræðings aflögð. 3) Aðeins einn heilsugæslulæknir verður starfandi í stað tveggja. 4) Starfsemi rannsóknarstofu verður endanlega hætt og starf líf- eindafræðings lagt af. 5) Stórlega hefur dregið úr hlut- verki SFS, og stofnunin stefnir í að verða hjúkrunardeild með lágmarks starfsemi, rekin af heilsugæslulækni í hjáverkum. 6) Röntgenþjónusta er í lausu lofti. 7) Dregið hefur úr allri stoðþjón- ustu og stöðugildum fækkað eða þau rýrð. 8) Allar ákvarðanir varðandi starf- semi SFS hafa verið teknar einhliða, án þess samráðs, sem lofað var í upp- hafi. Gagnrýni og sáttaumleitanir hafa reynst árangurslausar. 9) Þá hefur verið ráðinn „yfirlækn- ir háls- og bakdeildar“ – í hlutastarfi. Útilokað er að læknir í hlutastarfi ráði við þau verkefni, sem bíða deild- arinnar. 10) Ég bauð stjórninni að starfa áfram við SFS þar til fundinn væri eftirmaður, sem réði við öll þau verk- efni, sem hvíla og munu hvíla á „yf- irlækni sjúkrasviðs“. Mér var þá gert tilboð, sem stjórnin mátti vita, að ég gæti alls ekki gengið að. Ég hafði áð- ur verið auðmýktur af stjórninni, og það er kappnóg að vera auðmýktur einu sinni. Enginn vilji var til samn- inga af hálfu stjórnar. Meðalmennskunni verður flest að vopni. Hér er fátt eitt upptalið. GB klykkir út með: „Honum er þó margt til lista lagt. Sem dæmi er hann afbragðsgóður píanóleikari“!!!! Ef dómbærni Guðjóns Brjánssonar á þessu sviði er á svipuðu gæðastigi og dómbærni hans á eigið ágæti, af- þakka ég hrósið. „Hefði getað gert þetta með meiri sóma“. Ég held að orðið „sómi“ eigi Guðjón og aðrir í stjórn HVE að um- gangast af mikilli varkárni. Að endingu skora ég á Guðjón Brjánsson og stjórn Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands að lögsækja mig fyrir „rógburðinn“. Það gæti þá orðið til þess að farið væri ofan í dæmalaus vinnubrögð stjórnarinnar í garð SFS og starfsfólks þeirrar góðu stofnunar. Stykkishólmi, 19. febrúar, 2018.  Lengri útgáfu af greininni má finna á mbl.is/netgreinar Guðjón Brjánsson og „baksýnisspegillinn“ Eftir Jósep Ó. Blöndal » Svar við umsögnum Guðjóns Brjáns- sonar alþingismanns um undirritaðan í Morgun- blaðinu 10. janúar sl. Jósep Ó.Blöndal Höfundur er læknir. joblo@simnet.is  Lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ til úthlutunar Stækkun Leirvogstunguhverfis til austurs í átt að Köldukvísl Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur sam- þykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ. Leirvogstunguhverfið er glæsilegt sérbýlishúsahverfi í Mosfellsbæ sem afmarkast af Leirvoginum og Vesturlandsvegi. Umsóknum um lóðir skal skilað á þar til gerðu eyðublaði ásamt fylgi- gögnum eigi síðar en 5. apríl 2018 á tölvupóstfangið mos@mos.is. Umsækjendum er heimilt að sækja um fleira en eina lóð en einungis skal sækja um eina lóð í hverri umsókn. Verði umsóknir um ein- staka lóð fleiri en ein verður dregið úr öllum innsendum umsóknum fyrir þá lóð. Umsækjendum um lóðir verður gefinn kostur á að vera viðstaddir út- drátt og verður hann auglýstur með viku fyrirvara á heimasíðu bæjarins. Útdrátturinn verður framkvæmdur af eða undir eftirliti sýslumanns eða annars hlutlauss aðila. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni mos.is/lodir og hjá Arnari Jónssyni forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar í síma 525-6700. Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.