Morgunblaðið - 07.04.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.04.2018, Qupperneq 13
Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk er yfirskrift verkefnis Heimilis- iðnaðarfélags Íslands, sem hefur það að markmiði að fá landsmenn til að taka þjóðbúninga af öllu tagi út úr skápunum og fram í dagsljósið. Á morgun kl. 13-16, sunnudaginn 8. apríl, er almenningi boðið að koma í húsakynni félagsins, Nethyl 2e í Reykjavík, með þjóðbúninga og bún- ingahluta til skoðunar og mátunar án endurgjalds. Á staðnum verða sér- fræðingar í búningum og búninga- silfri til ráðgjafar og ráðlegginga. Hægt er að máta á staðnum og fá ráð ef breytingar þarf að gera til að bún- ingur passi. Einnig kjörið tækifæri til að fá leiðbeingar um að festa skott- húfur og hnýta peysufataslifsi. Allir hjartanlega velkomnir. Sérfræðingar í búningum og búningasilfri gefa góð ráð Gersemar Heimilisiðnaðarfélagið hvetur ungar konur sérstaklega til að draga fram fjölskyldugersemar og klæðast búningum formæðra sinna. Leynist þjóðbúningur í skápnum? Draglistamenn F.v. Atli Demantur, Neville Ingley, Kristrún Hrafnsdóttir, Bjarni Óskarsson, umsjónarmaður, og Sigurður Heimir Guðjónsson. Draglistamennirnir hafa hver um sig þróað sinn stíl og tekið sér listamannsnafn. nýjar hæðir með túlkun sinni í söng og dansi í anda burlesque eða kabar- etta með fjaðravængjum og öllu til- heyrandi. Atli demantur, sem aldrei er kallaður annað, er gríðarlega orkumikill og tvímælalaust besti dansarinn í hópnum. Hann hefur ein- stakt lag á að fá fólk til að dansa, syngja og skemmta sér.“ Í næsta bás við RuPaul Sigurður Heimir segir að Atli demantur sé lærður förðunarfræð- ingur og hinum innan handar, en annars sjá drottningarnar hver um sig hvað förðun varðar eins og þær eru vanar. Þótt Bjarni hvorki farði sig né skrýðist kjól, hefur hann mik- ilvægu hlutverki að gegna sem nokk- urs konar umsjónarmaður ferð- arinnar. „Hann ýtir okkur áfram og er alveg bráðnauðsynlegur, meðal annars sem reddarinn hlauparinn og töskuberinn.“ Hópurinn er himinlifandi yfir að hafa fengið úthlutað næsta bás við RuPaul, sem er sá langstærsti á ráð- stefnunni. „Við stöndum þar vaktina saman og/eða til skiptis, blöndum geði við gestina og sýnum þeim brot af dragmenningunni á Íslandi,“ segir Sigurður Heimir. Hann upplýsir að Gógó hafi túrað um Bandaríkin og kynnst þá nokkrum frægum, banda- rískum dragstjörnum, sem hún von- ist til að hitta aftur. Dragdrottningarnar verða vita- skuld í sínu fínasta pússi alla þrjá daga ráðstefnunnar. „Eitt dress dug- ir ekki til, við þurfum að hafa mörg til skiptanna ásamt nóg af fylgihlutum. Þökk sé flugfélaginu WOW, sem styrkir okkur til fararinnar, þurfum við ekki að hafa áhyggjur af yfirvigt- inni.“ Af öðrum styrktaraðilum nefn- ir hann ferðaskrifstofuna Pink Ice- land og súkkulaðifyrirtækið Omnom. „Sjálf sitjum við ekki auðum höndum, því í kvöld höldum við styrktarsýningu á Gauknum fyrir fyrstu íslensku dragútrásina,“ segir Sigurður Heimir og lofar frábærum skemmtiatriðum, miklu ljósasjói, gliti og glimmeri og a.m.k. 70 partíbomb- um. Styrktarsýningin From RVK to LA er kl. 21-23.45 í kvöld, laug- ardaginn 7. apríl, á Gauknum Nán- ari upplýsingar facebook-síðu Drag-Súgs. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Vörulyftur og varahlutir frá sænska framleiðandanum Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Hollvinir tjarnarinnar eru óformlegur hópur sjálfboðaliða á vegum Fugla- verndar sem hafa árlega hist og tekið til í friðlandi fugla í Vatnsmýrinni. Sjálfboðaliðar hafa tínt rusl á svæð- inu og lagt greinar í bakka til að koma í veg fyrir landbrot og sinnt fleiri verkum. Stefnt er að því að hóp- urinn hittist kl. 13 í dag, laugardaginn 7. apríl, við Norræna húsið og taki enn á ný til hendinni með því mark- miði að gera svæðið aðlaðandi varp- svæði fyrir endur og mófugla. Sömu helgi, 7.-8. apríl er umhverf- ishátíð í Norræna húsinu, frá kl. 13-17 báða dagana, og verður Fuglavernd einnig með kynningu á félaginu þar. Áhersla er lögð á hvernig hægt er að sporna gegn matarsóun með því að gefa fuglunum í garðinum matar- afganga og það sem til fellur í stað þess að þurfa að henda. Um 1.300 fé- lagsmenn eru í Fuglavernd, sem er aðili að samtökunum BirdLife Int- ernational, sem vinna að verndun fugla og náttúrusvæða í 120 löndum. Friðlandið í Vatnsmýrinni er með facebooksíðu. Hollvinir tjarnarinnar á vegum Fuglaverndar Ljósmynd/Dögg Matthíasdóttir Fuglavinir Sjálfboðaliðar Fuglaverndar við tiltekt í friðlandi fuglanna í fyrra. Sjálfboðaliðar taka til í friðlandinu í Vatnsmýrinni Morgunblaðið/Eggert Jenny Purr Dragdrottning sem tekur kvenleikann upp í hæstu hæðir og með túlkun sinni í söng og dansi í anda burlesque eða kabaretta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.