Morgunblaðið - 07.04.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
mér til að bæta heilsu fólks, en bara
með öðrum leiðum.“
Landsmönnum fjölgar og
meðalaldurinn hækkar
Lögin skapa nokkuð skýran
ramma utan um störf landlæknis og
er hlutverk embættisins einkum að
veita stjórnvöldum og almenningi
ráðgjöf og fræðslu, annast forvarnir
og heilsueflingu, vinna að gæðaþró-
un, og hafa eftirlit með heilbrigðis-
kerfinu og fólkinu sem þar starfar.
Framkvæmd og stefnumótun er,
þegar upp er staðið, í höndum ráð-
herra og stjórnvalda, og landlækni
því viss takmörk sett þegar kemur að
því að kljást við þær mörgu áskoranir
sem glíma þarf við á sviði heilbrigð-
ismála.
„Krefjandi verkefni eru fram-
undan enda fer landsmönnum fjölg-
andi og meðalaldur Íslendinga er á
uppleið. Með hverju árinu eru líka
gerðar meiri kröfur til heilbrigð-
iskerfisins, eins og eðlilegt er, en á
sama tíma þarf að vinna innan tiltek-
ins fjárhagsramma, forgangsraða og
fara vel með peningana,“ segir Alma
þegar hún er spurð um áhersluatriðin
þau fimm ár sem skipun hennar var-
ir.
Hún telur eitt helsta tækifæri heil-
brigðiskerfisins fólgið í bættri lýð-
heilsu. „Það er langbesta leiðin til að
draga úr þörfinni fyrir heilbrigð-
isþjónustu til lengri tíma litið að
stuðla að heilbrigðari lífsháttum. Í
dag vitum við svo miklu meira en áð-
ur um þann mikla heilsufarslega
ávinning sem hlýst með því að borða
hollari mat, stunda reglulega hreyf-
ingu, drekka í hófi, sleppa reykingum
og iðka geðrækt. Allt þetta þarf að
efla. Við þurfum þannig öll að líta í
eigin barm og skoða hvað við getum
gert til að efla eigin heilsu og spyrja
okkur hvað við getum gert fyrir heil-
brigðiskerfið, ekki bara hvað heil-
brigðiskerfið getur gert fyrir okkur.
Það er jú allra hagur.“
Af málaflokkum sem eru sér-
staklega aðkallandi nefnir Alma mis-
notkun lyfja og fíkniefna. Virðist sá
vandi fara vaxandi og reglulega frétt-
ir berast af fólki sem hefur fallið frá í
blóma lífsins vegna fíknar og hættu-
legra efna. „Þetta er vissulega öm-
urleg staðreynd og málefni sem
snertir okkur öll. En um leið er um
flókið vandamál að ræða og einfaldar
lausnir ekki í boði. Heilbrigðis-
ráðherra hefur sett saman starfshóp
sem skipaður er okkar fremstu sér-
fræðingum á þessu sviði til að gera
aðgerðaáætlun. Þetta er heilsufars-
vandi sem landlæknisembættið mun
svo sannarlega setja í forgang og m.a.
það sem embættið getur gert til að
stuðla að skynsamlegri notkun og
ávísun lyfja.“
Mikil vöntun á fólki
Íslenska heilbrigðiskerfið glímir
líka við skort á starfsfólki og segir
Alma að samkvæmt nýlegri skýrslu
Ríkisendurskoðunar séu yfir 200
stöðugildi hjúkrunarfræðinga
ómönnuð, bæði við Landspítalann og
hjúkrunarstofnanir úti á landi. Bend-
ir Alma á að hluti af lausninni kunni
að vera að hækka laun stéttarinnar
en grunnlaun hjúkrunarfræðinga eru
í dag 12% lægri en laun sambæri-
legra stétta hjá BHM. „Laun hjúkr-
unarfræðinga eru bundin af kjara-
dómi til ársins 2019 en á sama tíma er
góðæri í landinu og launaskrið og því
ekki að furða að margir hjúkrunar-
fræðingar hafi farið til annarra
starfa,“ segir Alma. „Það þarf einnig
að skoða vinnuskipulag almennt og
mætti líka létta á þörfinni fyrir fleira
starfsfólk með hnitmiðuðu umbóta-
starfi og tilfærslu á störfum, þannig
að ritarar gætu t.d. tekið við sumum
störfum hjúkrunarfræðinga, og
hjúkrunarfræðingar tekið við sumum
störfum lækna þannig að vinnutíma
sérfræðinga sé þannig varið að við
nýtum sem best þá menntun sem þeir
hafa.“
Alma er ekki fráhverf einkarekstri
í heilbrigðiskerfinu en segir að vantað
hafi skýrari stefnu um útvistun verk-
efna. „Mikilvægt er að útvistunin sé á
forsendum almannahagsmuna og
sjúklingannna sjálfra og þyrfti að
skilgreina betur hvaða þjónustu ríkið
kaupir hverju sinni, bæði hvað varðar
magn og gæði. Einkarekstur hefur
kosti, eins og aukið aðgengi og val-
frelsi fyrir sjúklinga og starfsmenn
og að létta álagi af opinberum stofn-
unum, en það má ekki skauta yfir
gallana og t.d. er ekki gott í svona
litlu landi að dreifa verkefnunum of
mikið, þá sérstaklega sérhæfðum
verkefnum. Það má alls ekki haga út-
vistuninni þannig að við hættum á að
veikja getu opinberra stofnanir til að
sinna þeim hlutverkum sem þeim er
ætlað að sinna.“
Alma vill leita lausna sem víðast og
hana grunar að íslenska heilbrigðis-
kerfið geti lært margt af kerfum ann-
arra landa og að við getum tileinkað
okkur það besta utan úr heimi. „Við
erum þjóð sem býr við mikla hagsæld
og góðar aðstæður hvað lýðheilsu
varðar. Við erum líka vel upplýst og
eigum frábærlega vel menntað
starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og
lýðheilsu, auk þess að vera ennþá
frekar fámenn þjóð og ung. Ef að við
getum ekki skipulagt góða heilbrigð-
isþjónustu hver á þá að geta það?“
Besta sóknarfæri í bættri lýðheilsu
Mörg krefjandi verkefni bíða, segir Alma D. Möller, nýr landlæknir Hjúkrunarstofnanir glíma
við manneklu, mikið álag er á heilbrigðiskerfinu og deilt um hvaða stefnu væri farsælast að taka
Morgunblaðið/Eggert
Áskorun „Við þurfum öll að líta í eigin barm og skoða hvað við getum gert til að efla eigin heilsu og spyrja okkur
hvað við getum gert fyrir heilbrigðiskerfið, ekki bara hvað heilbrigðiskerfið getur gert fyrir okkur. segir Alma.
Undanfarin ár hefur lífleg um-
ræða átt sér stað um hvort
rétt sé að reisa nýjan spítala
við Hringbraut, steinsnar frá
núverandi Landspítala. Ölmu
þykir umræðan missa marks
og brýnt að framkvæmdum við
Hringbraut ljúki sem fyrst. „Ég
held að það séu liðin fimmtán
ár síðan fyrst var byrjað að
ræða um hvort og hvar ætti að
reisa nýjar spítalabyggingar.
Landspítalinn var í alvarlegum
húsnæðisvanda þá, og ástand-
ið orðið alveg óviðunandi í dag
svo að málið þolir enga bið.“
Alma segir hægt að finna
ótal rök bæði með og á móti
staðsetningu nýrra spítala-
bygginga. „Í fullkomnum heimi
myndum við byggja nýjan spít-
ala frá grunni á vel völdum
stað, en það er ekki í boði
lengur. Hringbraut hefur ítrek-
að verið valin sem hentug
staðsetning, jarðvegs-
framkvæmdir þegar hafnar og
það myndi tefja verkefnið um
10-12 ár til viðbótar ef ætti að
fara að endurskoða staðarvalið
á núna ,“ segir hún. „Hins veg-
ar er skynsamlegt, þegar fram-
kvæmdum verður lokið á
Hringbrautarreitnum árið
2023, að við förum að huga að
staðarvali fyrir næstu kynslóð
spítala og þá jafnvel að við
horfum marga áratugi fram í
tímann.“
Framkvæmdir
þola enga bið
NÝR LANDSPÍTALI
Kristrún Heimisdóttir stýrir fundinum
FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA
Bolli Héðinsson
formaður Samtaka
sparifjáreigenda
Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra
Gylfi Zoega
prófessor í hagfræði við
HÍ og Birckbeck College
í Lundúnum
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það voru töluverð umskipti fyrir
Ölmu D. Möller þegar hún tók við
embætti landlæknis í byrjun mán-
aðarins. Frá því hún höf störf sem
læknir á Landspítalanum árið 1988
hefur Alma verið í eldlínunni, m.a.
sem yfirlæknir á gjörgæsludeild og
framkvæmdastjóri aðgerðasviðs en á
sínum tíma var hún líka fyrsta konan
til að starfa sem þyrlulæknir hér á Ís-
landi. Alma er einnig fyrsta konan til
að gegna embætti landlæknis hér á
landi og í hópi sárafárra kvenkyns
landlækna á heimsvísu.
Þrátt fyrir að hún muni verja
vinnudeginum á bak við skrifborð
næstu árin lítur Alma samt á nýja
starfið sem eins konar framlengingu
af því gamla. „Ég hef mest starfað á
gjörgæslunni þar sem við höldum
fólki á lífi með alls kyns vélum og inn-
gripum. Þar er gríðarlega mikið gert
fyrir tiltölulega fáa sjúklinga, og um
að ræða dýrasta form þjónustu í
heilbrigðiskerfinu. Þegar ég síðan fór
í nám í lýðheilsustjórnun skrifaði ég
um lýðheilsu út frá sjónarhóli gjör-
gæslulæknis og áætlaði þar að um 70-
80% tilvika sem gjörgæslan sinnir
tengist lífsstílstengdum atriðum, og
sjúkdómum sem hægt væri að fyr-
irbyggja. Bætt lýðheilsa er eitt af
verkefnum landlæknisembættisins
svo ég ég lít þannig á að ég muni
halda áfram að nota læknagenin í