Morgunblaðið - 07.04.2018, Page 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2018
Undanfarinn ára-
tug hef ég nánast
verið með báða fætur
í skólum landsins á
hverjum einasta degi
og flutt fyrirlesturinn
„Verum ástfangin af
lífinu“ fyrir nem-
endur í 10. bekk,
þökk sé traustum
styrktaraðilum sem
vilja leggja sitt af
mörkum til samfélagsins. Í vetur
bætti ég við fyrirlestri fyrir mið-
stig; „Vertu hetjan í þínu lífi –
með því að hjálpa öðrum“. Þetta
eru um 200 fyrirlestrar á ári en
engu að síður finnst mér ég geta
gert betur, og ekki bara ég, held-
ur fjöldi annarra rithöfunda sem
mætti virkja til að kveikja
„lestrarástríðu“ í hjörtum yngri
nemenda, á meðan þeir eru enn
móttækilegir.
Eftir að hafa verið annað slagið
með skapandi skrif í skólum,
kennt hvernig ég spinn söguþráð,
skapa persónur, bý til spennu og
eftirvæntingu og virkjað nem-
endur til verka – er það mín
reynsla að þeir taka sprett á
bókasafnið til tryggja sér bæk-
urnar. Síðan halda þeir áfram að
lesa, öðlast reynslu, orðaforða,
sjálfstraust og námsárangur batn-
ar. Kannski pínu einföldun en ef
við viljum efla læsi þarf að virkja
alla, ekki síst foreldra.
Við rithöfundar barna- og ung-
lingabóka getum gert miklu meira
gagn, en fram til þessa hefur það
strandað á frumkvæði þeirra sem
„stjórna“, stuðningi, skilningi og
fjármagni, jafnvel þótt allir séu
sammála um mikilvægi þess að sá
fræjum í frjóan jarðveg. Það er
reyndar nóg til af peningum á Ís-
landi en þeir hafa runnið í aðra
átt, líklega í humátt, af því við er-
um ekki að „fjárfesta“ á réttum
stöðum. Og eftir sitja sárir nem-
endur sem horfa upp á „sinn eða
sína“ rithöfunda ganga um í skól-
anum í öðrum tilgangi en að efla
lestraráhuga. Það er fátt meira
gefandi en að verða að vitni að því
þegar áhugi krakka á
bókum/lestri/skrifum
kviknar fyrir alvöru
beint fyrir framan
nefið á manni. Það er
löngu tímabært að
fjárfesta í barna- og
unglingabókahöf-
undum, fyrst og
fremst með hag unga
fólksins í huga.
Mín draumsýn er
sú að hver einasti
skóladagur hefjist á
yndislestri og í kjölfar
þess skrifi nemendur þau orð upp
á töflu sem þeir skilja ekki og læri
þannig nokkur ný orð daglega.
Það er mikilvægt að safna orðum,
læra að skrifa þau rétt og nota
þau í margvíslegum tilgangi.
Germynd, miðmynd, þolmynd,
þáskildagatíð, til hvers? Er ekki
aðalmálið að geta lesið, skilið,
skrifað rétt, tjáð sig og notað
tungumálið? Finnar, „heimsmeist-
arar“ í skólamálum, segja að þjálf-
un í lestri skipti mestu máli og
þeir spyrja þegar lestrarvandi
krakka berst í tal: „Hversu marg-
ar bækur lastu í síðasta mánuði?“
Nákvæmlega það sama er fjallað
um í bókinni „The Book Whispe-
rer“ eftir Donalyn Miller. Lestu,
lestu, lestu, lærðu orð, og þú ert í
góðum málum.
Á vef Menntamálastofnunar
stendur: „Slök hljóðkerfis- og mál-
vitund er talin aðalorsök lestrar-
vanda hjá 88% barna (9 af hverj-
um 10). Síðustu 30 ár a.m.k. hefur
mikil áhersla verið á að börnum sé
strax frá unga aldri boðið mark-
visst upp á leiki og verkefni til
örvunar hljóðkerfis- og málvitund
þeirra og að þeim sem virðast eiga
í erfiðleikum sé sinnt sérstaklega.
Leikskólaárin eru því sérlega mik-
ilvæg fyrir snemmtæka íhlutun.“
Við foreldrar erum sterkustu
fyrirmyndir barnanna. Bækur/
lesefni ætti að vera sýnilegt og að-
gengilegt á öllum heimilum, les-
efni sem tengist áhugamál
barnanna. Okkur er kunnugt um
að dapur árangur í grunnskóla
getur leitt til brotinnar sjálfs-
myndar og síðar brottfalls úr
framhaldsskóla.
Liggur ekki í augum uppi að ef
við náum góðum tökum á lestri,
náum við betri tökum á lífinu? Í
ljósi þess þarf að huga sérstaklega
að nemendum sem eru með ís-
lensku sem annað mál. Finna þarf
út getu hvers nemanda og tryggja
honum réttar áskoranir sem lúta
að áhugamálum hans, aldri og
þroska.
Og svo er spurning hvort skóli
án aðgreiningar sé til bóta en ég
hef ekki reynslu á þeim vettvangi.
Margt annað þarf að gera til að
efla læsi. Afnema ætti virðis-
aukaskatt af bókum hið snarasta,
lækka þær í verði og fylla skólana
af bókum. Bókasöfnin eru hjarta
skólanna, griðastaður þar sem
nemendur geta gleymt sér í ævin-
týraheimi, lesið sig inn í nýja
heima, öðlast vængi og meðbyr til
að fljúga frjálsir og sjálfstæðir um
í lífinu.
Lestur er mikilvægt lýðheilsu-
mál, hvernig sem á það er litið, af
því brottfall úr framhaldsskólum
tengist læsisvandamálum og brot-
inni sjálfsmynd. Slíkt getur haft
alvarlegar afleiðingar eins og við
vitum með tilheyrandi kostnaði
fyrir heilbrigðiskerfið.
Ég get gert betur, þú getur
gert betur, við getum öll gert bet-
ur því litlir hlutir skapa stóra
sigra. En ef við ætlum bara að
skrifa greinar eins og þessa, vísa
hvert á annað, klóra okkur í höfð-
inu og bíða eftir frumkvæði ann-
arra, siglir okkar íslenska skúta í
strand að lokum. Frumkvæði ósk-
ast, leiðtogar óskast!
Siglir íslenska skútan
í strand?
Eftir Þorgrím
Þráinsson »Mín draumsýn er sú
að hver einasti
skóladagur hefjist á
yndislestri og í kjölfar
þess skrifi nemendur
þau orð upp á töflu sem
þeir skilja ekki og læri
þannig nokkur ný orð
daglega.
Þorgrímur Þráinsson
Höfundur er rithöfundur.
Á síðustu árum hefur
geisað hér á landi mikil
barátta fyrir jafnrétti
kynjanna. Rætt er um
„gallaða fóstureyðing-
arlöggjöf“. Það þyrfti að
rýmka lögin til að „stand-
ast sjálfsagðar kröfur um
rétt kvenna til forræðis
yfir eigin líkamat“. „Í
samfélagi, sem vill jafna
stöðu kynjanna, hlýtur
krafa um frjálsar fóstureyðingar að
vera sjálfsögð.“
Upplýst var, að á Íslandi væru
framkvæmdar um þúsund fóstureyð-
ingar á ári. Það er svipaður mann-
fjöldi og nú býr á Eyrarbakka og
Stokkseyri.
En þarna er ekki allt sem sýnist.
Fóstur í móðurkviði er sjálfstæður
einstaklingur, sem á sér mikla fram-
tíð, en er ekki hluti af líkama móð-
urinnar, þó að hún hýsi það um tíma.
Þegar ungbörn og fóstur deyja – og
alveg eins þó að fóstri hafi verið eytt –
koma þau fram í hinum heiminum, þar
sem vel er tekið á móti þeim og þau
alast upp hjá fósturforeldrum til full-
orðins ára. Og þegar móðirin flytur
svo yfir, taka þessi börn yfirleitt á
móti móður sinni og verður fagn-
aðarfundur.
En hafi jarðneska lífinu lokið með
því að fóstrinu hafi verið eytt – sem
getnaðarvörn – þá getur staðið við
rúm móðurinnar, þegar hún vaknar
hinum megin – ung og glæsileg stúlka
eða myndarlegur piltur og segi:
„Hví gerðirðu mér þetta, mamma?
Þú sviptir mig þeim þroska og þeirri
þjálfun, sem gleði og sorgir í lífsbar-
áttunni hefðu gefið mér í jarðlífinu.“
Á fræðslufundi með Björg Ólafs-
dóttur miðli vorið 1986 kom Einar
Kvaran fram – 48 árum eftir andlát
sitt – og sagði frá andláti sínu og
fyrstu lífsreynslu í hinum nýju heim-
kynnum. Þegar ég spurði hann um ör-
lög þeirra, sem deyja á fósturskeiði,
svaraði hann:
„Ég met það við læknana, sem
komnir eru yfir, að þeir skilja það nú,
að það er strax líf. En Guð hjálpi þeim
læknum á Jörðinni, sem leika sér að
því að taka líf! Þeir ættu að hugsa
meira um lífið hinum megin. Því
margt kemur á móti þeim, þegar yfir
kemur. En þeir, sem trúa því og finna
fyrir því – þeim dettur ekki í hug að
gera þetta. En þeir, sem gera það,
verða að taka það út.
Það var læknir, sem kom yfir, sem
gerði mikið af þessu. Honum varð
mikið um það, þegar það
kom hver veran á fætur
annarri – ungt fólk, bæði
karlar og konur, og
sagði við hann: „Þú
kemst ekki langt strax!
Það ert þú, sem gerðir
það, að við vorum ekki á
Jörðinni!“ Honum var
sýnt það. En þá rankaði
hann við sér.
Því maður veit aldrei,
hvað í barni getur búið.“
En hver verða örlög
barna, sem deyja ung eða sem fóstur?
Þau lifa öll og er vel annast um þau í
hinum heiminum.
Björg sagðist ekki muna fyrr eftir
sér en hún léki sér við litla telpu í stofu-
horninu heima hjá sér á Þingeyri. Þeg-
ar hún birtist, tók Björg fram dótið sitt
og litla telpan kom með sín og þarna
léku þær sér og töluðu saman. Svona
léku þær sér fram undir fermingu.
Löngu síðar var henni sagt, að þessi
æskuvinkona hennar væri raunveru-
lega systir hennar, sem farið hefði af
þessum heimi, áður en hún fæddist.
Hún hefði komið fram í hinum heim-
inum sem fóstur og haldið áfram að
þroskast til fullorðins aldurs.
En þegar Björg fór að halda trans-
fundi, var einn af stjórnendum hennar
stúlka, sem nefndi sig Helgu – og sá
um lýsingarnar í upphafi. En þegar
Nonni kom að sambandinu til að lýsa,
fannst henni hún vera of skyld Björgu
– enda var hún systir Bjargar og
bernskuleikfélagi.
Mannsævin hefst við getnað úr
tveimur frumum foreldra og 23.000
genum, sem móta útlit okkar og eig-
inleika allt lífið.
Þær ungu, fögru stúlkur, sem hrósa
sér af því að nota fóstureyðingu sem
getnaðarvörn, ættu að hugsa sig vel
um áður. Því þetta getur valdið þeim
sorgum þessa heims og annars. Og
nóg er af barnlausum hjónum, sem
þrá að ættleiða börn. Og hvað hefði
orðið ævistarf mitt, ef mér hefði verið
eytt? Eða þitt, ef þér hefði verið eytt
sem fóstri?
Eyðing fósturs
sem getnaðarvörn
Eftir Guðmund
Kristinsson
» Fóstur í móðurkviði
er sjálfstæður ein-
staklingur, sem á sér
mikla framtíð, en er
ekki hluti af líkama
móðurinnar, þó að hún
hýsi það um tíma.
Guðmundur Kristinsson
Höfundur er fv. féhirðir og rithöfundur.
Árið 1918 er minn-
isstætt á marga vegu.
Spænska veikin,
frostaveturinn mikli
og Ísland varð full-
valda ríki.
Og á rétt nýbyrj-
uðu ári, eða hinn 11.
febrúar 1018, var
stúkan Framtíðin
stofnuð – þann dag
bar upp á mánudag
og var sá dagur lengi vel fund-
ardagur stúkunnar.
Framtíðin sem fékk númer 173
af Reglu góðtemplara – IOGT var
stofnuð upp úr sameiningu
tveggja stúkna en þær voru stúk-
an Bifröst og stúkan Hlín. Sam-
runinn var vegna þess að fækkað
hafði það mikið hjá stúkunum
tveim að tæplega þótti fund-
arfært.
Starfið í hinni nýstofnuðu stúku
var líflegt fyrstu árin og lengi
fram eftir árum.
Vissulega stóð Framtíðin fyrir
mörgu markverðu á starfsárum
sínum og má þar til nefna stofnun
Elliheimilisins Grundar svo eitt-
hvað sé nefnt.
Því miður hefur fækkað í stúk-
unni hin síðustu árin, en vissulega
elur maður þá von í brjósti að
brugðið geti til betri vegar.
Þess vegna sagði ég
m.a. þetta á afmæl-
isdaginn:
Sameinaðar stúkur tvær:
Hlín og Bifröst hétu þær.
Sameinuð þar í sannri
trú,
sú ætti að heita
Framtíðin nú.
Ára hefur farið fjöld,
Framtíðin er víst í kvöld
sú er að baki hundrað
hér
á herðum árin farsæl ber.
Nítján hundruð og átján er,
árið mun greypt í huga mér.
Framtíðin nú farið hefur
fram um heillar aldar skeið.
Tíminn óræður auðnu vefur
ágæta hugsjón á bjartri leið.
Gleðin á gullfagrar rósir,
gleðjast því halir og drósir.
Að Framtíðin lifi, svo fagna megi
framtíð sannri á lífsins vegi.
Kveðja frá Einingunni
Helgi Seljan sendi eftirfarandi
kveðju fyrir hönd Einingarinnar:
Góðtemplarastúkan Framtíðin,
ein þessara grunnstoða Regl-
unnar, nú Bindindissamtakanna
IOGT, varð 100 ára á dögunum, en
hún er næstelzta starfandi stúkan
á eftir Einingunni. Þetta er merk-
isáfangi og þarna hefur að verki
verið margt ágætisfólk, konur sem
karlar, og nú er Inga Aradóttir
þar æðstitemplar. Margt hefur
gengið á í sögu hreyfingarinnar,
eins og í þjóðlífinu sjálfu. Þar hafa
skipzt á skin og skúrir og hafa
margir átt þar mæta baráttusögu,
en sitthvorumegin við aldamótin
síðustu var þar í forystu fremst
sem æðstitemplar til fjölda ára
Björn G. Eiríksson sérkennari.
Hann hélt ætíð sínu striki þótt oft
gæfi á bátinn, en það er einmitt
hann sem hér minnist Framtíð-
arinnar. En saga síðustu áratuga
verður ekki sögð án þess að minn-
ast á hinn ötula liðsmann Guðjón
B. Eggertsson sem á þarna einkar
góðan feril einnig. Heillaóskir
hlýjar eru nú sendar aldargömlum
samherjum.
Aldarafmæli Framtíðarinnar
Eftir Björn
G. Eiríksson » Framtíðin sem fékknúmer 173 af Reglu
góðtemplara – IOGT
var stofnuð upp úr sam-
einingu tveggja stúkna
en þær voru stúkan Bif-
röst og stúkan Hlín.
Björn G. Eiríksson
Höfundur er sérkennari og
fyrrverandi æðstitemplar.
TIL LEIGU
í miðbæ
Reykjavíkur
Einstakt tækifæri!
Glæsilegt og eitt besta verslunarhúsnæði við Laugaveginn til leigu
og afhendingar fljótlega. Um er að ræða 360 m² verslunarhúsnæði,
allt á einum gólffleti, með stórum glugga „front“ að Laugavegi,
sjálfvirkri göngudyr og hitateppi við inngang. Hentar undir öfluga
verslunarstarfsemi, ferðaþjónustuaðila, eða hvers kyns starfsemi
sem vill tengjast stöðugt öflugra mannlífi og túrisma í miðborginni.
Áhugasamir hafið samband við Guðlaug í síma 896-0747.