Morgunblaðið - 07.04.2018, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 07.04.2018, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 97. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Þrír vopnaðir verðir um borð 2. Fór inn í húsið fyrir eldsvoðann 3. „Myndir aldrei byggja svona hús … 4. McGregor handtekinn - „ógeðslegt“  Íslensku hljómsveitirnar Reptilicus og Stereo Hypnosis sameina krafta sína á raftónleikum í Mengi í kvöld kl. 21. Reptilicus er samstarfsverkefni Jóhanns Eiríkssonar og Guðmundar I. Markússonar og hefur verið starf- rækt frá árinu 1988. Stereo Hypnosis var stofnuð árið 2006 af feðgunum Óskari og Pan Thorarensen en tón- skáldið Þorkell Atlason gekk til liðs við sveitina 2014. Morgunblaðið/Styrmir Kári Reptilicus og Stereo Hypnosis í Mengi  Í tilefni af sjö- tugsafmæli Guð- mundar Ólafs- sonar fornleifa- fræðings gangast Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands fyrir mál- þingi til heiðurs honum í dag kl. 13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suð- urgötu. Málþing haldið til heiðurs Guðmundi  Trommarinn Arnar Þór Gíslason verður 40 ára á morgun og mun af því tilefni halda afmælistónleika í kvöld í Bæjarbíói þar sem hann mun lemja húðir. 10 hljómsveitir koma fram með Arnari og mun ágóði af miðasölu renna til góð- gerðarmálefna sem eiga það sameiginlegt að efla hafnfirsk ung- menni í gegnum tón- list. Meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru Dr. Spock, Ensími, Írafár og Pollapönk. Tíu sveita afmæli FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt, 3-10 m/s og víða bjartviðri, en stöku él úti við norður- ströndina. Hægari um kvöldið. Hiti að 6 stigum syðra, en annars kringum frostmark. Á sunnudag Hæg suðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað framan af degi, en 5-10 m/s og þykknar síðan upp syðra. Hiti 1 til 6 stig sunnantil að deginum, en annars kring- um frostmark. Á mánudag Suðaustan og austan 8-13 m/s og lítilsháttar rigning eða slydda syðra, en hægara og bjartviðri norðan heiða. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum. Staðan í undanúrslitaeinvígi Hauka og Vals í Olís-deild kvenna í hand- bolta er jöfn, 1:1, eftir að Haukar unnu annan leik liðanna á Ásvöllum í gærkvöld, 23:22. Haukar voru yfir all- an leikinn en rétt eins og í fyrsta leiknum á Hlíðarenda var spenna í leiknum allan tímann. Liðin mætast þriðja sinni á mánudag en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. »2 Haukar jöfnuðu metin í spennandi einvígi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í efsta sæti síns riðils í undankeppni HM nú þegar undankeppnin er hálfnuð. Liðið vann öruggan 2:0-sigur á Slóven- íu ytra í gær, þar sem bæði mörkin komu eftir löng inn- köst Sifjar Atladóttur í fyrri hálfleiknum. Aðalkeppi- nautar Íslands, Þýskaland og Tékkland, mætast í dag. » 3 Innköstin komu Íslandi á toppinn „Ég var svolítinn tíma að ná mér nið- ur en þegar á kvöldið leið var ég orð- inn rólegur og sofnaði vært. Maður er öllu vanur frá Selfossi,“ segir hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson sem sló í gegn í sínum fyrsta A-landsleik í handknattleik gegn Noregi í fyrra- dag. »4 Ég var svolítinn tíma að ná mér niður Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hallveig Guðmundsdóttir og Ómar Ágústsson voru meðal 15 slökkvi- liðsnema sem aðstoðuðu við slökkvistarf í stórbrunanum í Mið- hrauni í Garðabæ í vikunni. Þau voru fullbúin og á leið á æfingu þegar kallið kom. „Við vorum á leið í verklega reykköfun, kalda reyk- köfun, á æfingu í St. Jósefsspítala. Öll saman í galla, alveg tilbúin,“ segir Hallveig. „Við vissum að Hafnarfjarðarstöðin var á leiðinni í útkall og svo kom F1, eldur í Mið- hrauni,“ segir Hallveig en F1 er hæsta viðbúnaðarstig viðbragðs- aðila hérlendis. „Við vorum í stræ- tónum sem við erum með, 15 slökkviliðsmenn, sáum reykinn og okkur var bara snúið við,“ segir Ómar. Nemendarútunni var stefnt beint í Miðhraunið og voru þau meðal þeirra fyrstu á vettvang. „Við erum að koma þarna áður en varðstjórar eru búnir að rann- saka vettvanginn, mögulega smá óþægilegt fyrir þá að fá svona stór- an hóp af fólki á vettvang án þess að vera búnir að gera sér grein fyr- ir aðstæðum,“ segir Hallveig en þau voru sett strax í verkefni.. „Þegar við komum var þetta bara að byrja, við komum mjög snemma og það voru alveg ennþá bílar upp að hurðinni og við heyrðum spreng- ingar. Það var mjög mikil eldvirkni og eldurinn að breiðast hratt út þegar við komum,“ segir Ómar. Fer beint í reynslubankann Hallveig segir að þessi reynsla fari klárlega í reynslubankann en verkefnin sem nemarnir voru settir í voru fjölbreytt og erfið. „Maður fær þetta beint í æð hvað það er mikið í húfi. Þarna fær maður miklu meiri tilfinningu fyrir því hvað felst í þessu starfi. Þetta krefst mikilla líkamsburða og mað- ur þarf að bera þunga hluti og það er erfitt að vera með búnaðinn á sér í svona langan tíma.“ Ómar segir að stór hluti nem- anna hafi komið að brunanum í Hellisheiðarvirkjun en þetta var hins vegar fyrsta stóra útkallið þeirra og voru þau sett í mikilvæg- ari verkefni. „Við vorum í mörgum störfum þarna, meðal annars í björgunar- vinnu og niðurrifsvinnu. Við feng- um að prófa margar hliðar starfs- ins. Við erum auðvitað í þessum æfingum og frá því við tókum for- námið í fyrra þá höfum við verið virkir slökkviliðsmenn en það hafa ekki verið svona stór útköll síðan þá, þannig að þarna fengu allir eitt- hvert hlutverk,“ segir Ómar. Fengu eldskírn í Miðhrauni  Hópur slökkvi- liðsnema með þeim fyrstu á vettvang Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stórbruni Mikill eldur var í byggingunni þegar slökkviliðið bar að garði. Morgunblaðið/Eggert Nemar til bjargar Hallveig Guðmundsdóttir og Ómar Ágústsson voru á leið á æfingu í reykköfun þegar rútunni var snúið við og stefnt beint að brunanum í Garðabæ. Þau og 15 aðrir nemar voru meðal þeirra fyrstu á vettvang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.