Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ef eitthvað er að færð á veturna eru göturnar saltaðar og sandaðar í hvelli. Nú þegar sumarið er komið eiga menn þá að vera fljótir að sópa þessu burt,“ segir Bjarni Vest- mann, sendifulltrúi í utanríkisráðu- neytinu. Hann varð fyrir því óhappi síðastliðinn sunnudag að renna til í sandfláka þegar hann ók Harley Davidson mótorhjóli sínu af Hring- braut inn á Njarðargötu í Reykja- vík, nærri bensínstöð N1 í Vatns- mýrinni. Bjarni lenti í götunni og fékk 300 kílóa þungt hjólið ofan á sig og lá þannig fastur. Nærstaddir vegfarendur komu þó fljótt á vett- vang og tóku hjólið upp svo öku- maðurinn komst fljótt á fætur að nýju, að vísu aumur og með skrámu á fótlegg. „Þetta var ekkert alvarlegt. Ég þurfti ekki á slysadeildina og fyrir liggur að skipta þarf um stýri á hjólinu og einnig eru á því rispur hér og þar. En hættan sem þessi sandur á götunum skapar er lúmsk og þessu verður að sópa í burtu, hver sem annars ber ábyrgð í mál- inu,“ segir Bjarni Vestmann sem hefur vitneskju um fleiri óhöpp þessu lík frá síðustu dögum. Mik- ilvægt sé að draga lærdóm af þeim og bæta úr með því að sópa göt- urnar og gera aðrar ráðstafanir sem þurfa kann. Lenti undir mótorhjólinu  Rann í sandfláka á fjölförnum gatnamótum  Slapp með skrámu en mótorhjólið er skemmt  Göturnar þarf að sópa Mótorhjólamaður Bjarni Vestmann á Harley Davidson hjólinu sínu. Magnús Heimir Jónasson Erla María Markúsdóttir Eldur kom upp í einangrun á hitaveitutanki við inngang Perlunnar á þriðja tímanum í gær. Talið er að eldsupptök megi rekja til iðnaðar- manna sem voru að störfum við tank- inn. Engin slys urðu á fólki og segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðs- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, að vel hafi gengið að rýma Perluna. „Það var töluvert af fólki og strax farið í rým- ingu. Það gekk allt vel og við fórum í að koma okkur að eldinum en það tók okkur töluverðan tíma því hann var ekki sjáanlegur. Við sáum bara reyk sem kemur héðan og þaðan en við fór- um að reyna að brjóta og taka klæðn- inguna og komast að eldinum,“ segir Birgir. Þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði um fimmleytið voru slökkviliðsmenn enn að störfum og tal- ið var að eldur logaði ennþá í húsinu. Slökkviliðið var að fást við eldinn bæði inni í húsinu og fyrir utan en að sögn slökkviliðsmanna á svæðinu var lögð áhersla á að berjast við eldinn innan frá svo hann myndi ekki dreifast um húsið. Að sögn Birgis var of snemmt að segja nákvæmlega til um skemmdir í gær. „Það er mikið tjón og ekki síst af vatninu sem við höfum þurft að nota til þess að komast að eldinum.“ Morgunblaðið/Valli Fjölmennt Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gær. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var einnig á svæð- inu og sendi dróna með hitamyndavél yfir svæðið til að gefa slökkviliðinu betri sýn á hvar eld væri að finna í tankinum. Morgunblaðið/Valli Tómur tankur Hitaveitutankurinn sem kviknaði í var tómur og því var hægt að opna dyr og hleypa slökkviliðsmönnum inn í tankinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Körfubílar Slökkviliðið var með tvo körfubíla að störfum í gær og reyndu slökkviliðsmenn að komast að eldinum sem logaði inni í klæðningunni. Eldur í Perlunni  „Það er mikið tjón,“ segir aðstoð- arslökkviliðsstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.