Morgunblaðið - 25.04.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 25.04.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Laun þjóðkjörinna fulltrúa sem heyra undir kjararáð hækkuðu um tæp 27% milli ára 2016 og 2017. Að meðaltali hækkuðu laun þeirra sem heyra undir kjararáð um 9,6% í fyrra. Þetta er meðal þess sem má lesa úr nýjum tölum um laun ríkisstarfs- manna eftir stéttarfélögum í heildar- samtökum og stéttarfélögum utan bandalaga. Aðeins eru birtar upplýs- ingar um hópa sem hafa minnst 20 stöðugildi í dagvinnu á viðkomandi launatímabili. Tölurnar birtast reglulega á vef Stjórnarráðsins. Sé litið til heildarhópa ríkisstarfs- manna hækkuðu launin mest hjá þeim sem heyra undir kjararáð í fyrra, eða um 9,6%. Meðallaun eftir hækkunina voru um 1.200 þúsund á mánuði í desember síðastliðnum. Félagsmenn í Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja (BSRB) voru í öðru sæti með 9,3% hækkun milli ára 2016 og 2017. Meðallaun þeirra í des- ember voru um 573 þúsund. Meðallaunin 1.500 þúsund Á hinum endanum fengu félags- menn í Læknafélagi Íslands minnstu hlutfallslegu hækkunina, eða 1,8%. Meðallaun þeirra í desember voru um 1.500 þúsund krónur á mánuði. Þegar allar þessar prósentutölur eru skoðaðar ber að hafa í huga að verðlag á Íslandi hækkaði um 7,4% frá janúar 2014 til desember 2017, sem telst verðstöðugleiki í íslensku samhengi. Með því að draga þessa tölu, 7,4%, frá hækkun nafnlauna frá ársbyrjun 2014 má sjá hækkun raun- launa í prósentustigum. Á vef Stjórnarráðsins er hægt að bera saman þróun launa hjá ellefu meginhópum ríkisstarfsmanna síð- ustu ár. Niðurstaðan er þá sú að laun þeirra sem heyra undir kjararáð hafi hækkað hlutfallslega mest árin 2014 til 2017, eða um 35,8%. Hafa með- allaunin hækkað úr 884 þúsund krónum í 1.200 þúsund að meðaltali milli ára 2014 og 2017. Næst kemur Kennarasamband Íslands með 34,3% hækkun. Hafa meðallaunin hækkað úr 551 þúsundi í 740 þúsund. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er svo í þriðja sæti með 29,3% hækk- un. Hafa meðallaun þeirra hækkað úr 624 þúsund krónum í 807 þúsund. Verkfræðingar hækka minnst Hækkunin milli ára 2014 og 2017 er hlutfallslega minnst hjá stéttar- félagi verkfræðinga, eða 20,8%. Launin fara úr 694 í 839 þúsund. Sé litið til hópa sem heyra undir kjararáð kemur í ljós að meðallaun presta voru 41,5% hærri 2017 en 2014. Hækkuðu launin úr 697 þús- undum í 986 þúsund að meðaltali. Þá hækkuðu meðallaun dómara um 33,1% milli ára 2014 og 2017, eða úr 1.234 þúsundum í 1.643 þúsund. Meðallaun þjóðkjörinna fulltrúa hækkuðu um 55,8% milli ára 2014 og 2017, eða úr 720 þúsundum í 1.123 þúsund. Benda þessar hækkanir til að meðalárslaun presta hafi hækkað um 3,47 milljónir milli ára 2014 og 2017, meðalárslaun dómara um 4,9 milljónir og meðallaun þjóðkjörinna fulltrúa um 4,825 milljónir á ári. Eru meðallaun hér margfölduð með 12 til að finna vísbendingu um þróunina. Gögnin ekki greind frekar Á vef Stjórnarráðsins segir að upplýsingarnar sýni meðaltal. „Gögnin eru ekki greind frekar og þar af leiðandi er takmarkað hve miklar ályktanir er hægt að draga af upplýsingunum. Meðaltal sýnir að- eins hvar þunginn í launasetningu hvers hóps liggur og launaþróun hans. Meðaltal tekur lítið tillit til ein- staklingsbundinna þátta sem hafa áhrif á launamyndun, svo sem menntunar, starfsreynslu, stjórnun- arskylda og innihalds starfa. Því er hér um óleiðréttan launamun að ræða, það er að ekki er búið að taka tillit til skýribreyta,“ segir þar m.a. Þá skal endurtekið að hér er horft til ellefu meginhópa og valinna undirhópa. Til dæmis heyrir á þriðja tug félaga undir BHM og líka BSRB, samtals á fimmta tug stéttarfélaga. Of langt mál væri að telja þau upp. Sé litið til stétta sem heyra undir BHM og háð hafa kjarabaráttu undanfarið kemur í ljós að meðal- laun ljósmæðra hækkuðu um 22% milli ára 2014 og 2017, eða úr 695 þúsundum í 848 þúsund. Þá hækk- uðu laun sjúkraþjálfara um 21,4%, eða úr 484 þúsundum í 587 þúsund. Loks hækkuðu laun hjúkrunarfræð- inga um 29,3% á tímabilinu, eða úr 624 þúsundum í 807 þúsund. Sam- kvæmt þessu hafa árslaun ljós- mæðra hækkað um 1,835 milljónir milli ára 2014 og 2017, árslaun sjúkraþjálfara um 1,24 milljónir og árslaun hjúkrunarfræðinga um 2,19 milljónir. Launaskrið hefur haldið áfram  Laun þjóðkjörinna fulltrúa hækkuðu um tæp 27% í fyrra  Meðallaun skurðlækna voru á þriðju milljón um síðustu áramót  Fjórir stórir hópar ríkisstarfsmanna fengu 8-10% launahækkun í fyrra Launaþróun hjá hinu opinbera janúar 2014 til desember 2017 Breyting á launum 2014 til 2017 Breyting á launum 2016 til 2017 Breyting á verðlagi frá janúar 2014 til desember 2017 Meðaltal 2014 Meðaltal 2016 Meðaltal 2017 Breyting frá 2014 til 2017 Breyting frá 2016 til 2017 Kjararáð 883.983 1.096.163 1.200.880 35,8% 9,6% Kennarasamband Íslands 550.964 700.994 739.949 34,3% 5,6% Skurðlæknafélag Íslands 1.563.698 1.963.487 2.034.176 30,1% 3,6% Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 624.134 744.518 806.769 29,3% 8,4% BSRB 447.982 523.953 572.686 27,8% 9,3% ASÍ – án mótframlags 376.502 441.395 478.768 27,2% 8,5% Læknafélag Íslands 1.194.918 1.474.076 1.500.031 25,5% 1,8% BHM 577.362 680.308 718.079 24,4% 5,6% Starfsmannaf. Sinfóníuhljómsv. Ísl. 450.626 533.369 558.369 23,9% 4,7% Kjarafélag Tæknifræðingafélags Ísl. 670.812 785.154 829.348 23,6% 5,6% Stéttarfélag verkfræð. 694.131 809.659 838.623 20,8% 3,6% Heimild: Vefur stjórnarráðsins. 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 0% 5% 10% 7,4% Launaþróun hjá völdum hópum 2014-2017 Hlutfallsleg hækkun mánaðarlauna 50% 25% 0% Heildarhækkun árslauna 2014 til 2017* 5 4 3 2 1 0 Sjúkraþjálfarar Ljósmæður Félag ísl. hjúkr- unarfræðinga Prestar Þjóðkjörnir fulltrúar Dómarar *Miðað við meðaltal mánaðarlauna á árinu Heimild: Vefur stjórnarráðsins 2.190.000 1.835.000 1.240.000 21,4% 22,0% 29,3% 41,5% 55,8% 33,1% 3,1% 26,6% 20,9% 8,4%4,2%5,9% Hækkun 2014-2016 Hækkun 2016-2017 Hækkun 2014-2017 Hækkun 2016-2017 milljónir kr. Sjúkraþjálfarar Ljósmæður Félag ísl. hjúkr- unarfræðinga Prestar Þjóðkjörnir fulltrúar Dómarar 3.470.000 4.825.000 4.900.000 Morgunblaðið/Ófeigur Alþingishúsið Launakostnaður hjá hinu opinbera er á uppleið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir mál Hauks Hilmarsson- ar, sem saknað hefur verið frá því í febrúar sl., hafa verið „í algjörum forgangi“ hjá utanríkisráðu- neytinu frá því það kom upp. Starfsmenn ráðu- neytisins hafi leit- að allra leiða til að komast að afdrif- um hans og lögð var áhersla á að vinna náið með fjölskyldu Hauks. Kemur þetta fram í færslu sem forsætisráðherra birti í gær á Facebook-síðu sinni, en tilefn- ið er opið bréf aðstandenda Hauks Hilmarssonar til Katrínar Jakobs- dóttur. Var þar m.a. skorað á Katr- ínu að beita sér meira í málinu auk þess sem störf utanríkisþjónustunn- ar voru gagnrýnd. „Um leið og fregnir bárust af því að Tyrkir kynnu að hafa Hauk í haldi var haft samband við Tyrki,“ ritar Katrín. Var það gert í gegnum sendi- herra Tyrklands í Ósló, sem er æðsti fulltrúi tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Íslandi, á fundum með utanríkisráðherra, varnarmálaráð- herra og fjölskyldumálaráðherra Tyrklands, auk þess sem haft hefur verið samband við tyrknesk her- málayfirvöld. Þá hafa einnig lög- regluyfirvöld rannsakað mál Hauks, samband verið haft við sjö vinaþjóðir til að afla upplýsinga og málið tekið upp á fundi Katrínar og Angelu Mer- kel, kanslara Þýskalands. „Því miður hefur enn ekkert kom- ið fram sem varpað getur ljósi á hvað orðið hefur um Hauk. Áfram er unn- ið að málinu af alúð og heilindum innan borgaraþjónustu utanríkis- ráðuneytisins með þeim úrræðum sem til staðar eru af fullum þunga.“ Þá varar forsætisráðherra við öll- um ferðalögum til Sýrlands. „Íslensk stjórnvöld geta ekki mælt með því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins, þar sem þeim getur stafað mikil hætta af þeim átökum sem geisa á svæðinu,“ ritar hún í áður- nefndri færslu. khj@mbl.is Forgangsmál frá upphafi  Forsætisráðherra svarar opnu bréfi aðstandenda Hauks Hilmarssonar  Utanríkisþjónustan hefur unnið mikið verk Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.