Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 27
við starfi útibússtjóra á Tálknafirði hjá KVB. Er sá rekstur var aflagður tók hann við starfi verslunarstjóra í aðalbúð KVB á Patreksfirði. Árið 1987 fluttu hjónin á Akranes þar sem þau ráku lítið fyrirtæki sem þau svo seldu árið 1994 af heilsufarsástæðum og fluttu til Reykjavíkur. Þórólfur gegndi mörgum trún- aðarstörfum þegar hann bjó í Stykk- ishólmi. Hann sat í stjórnum hinna ýmsu félaga og í hreppsnefnd ásamt því að syngja í karlakór og kirkju- kór. Hann tók jafnan þátt í kórstarfi þar sem hann bjó. Á meðan þau bjuggu á Akranesi starfaði Þórólfur með kirkjukór Akraneskirkju og með þeim kór fór hann m.a. í söngför til Ísraels og Ítalíu um jólin 1977. Eftir að þau hjón fluttu til Reykja- víkur tóku þau þátt í söngstarfi Kórs átthagafélags Strandamanna en þá var þar kórstjóri Erla dóttir þeirra. Þá tók hann þátt í starfi Kórs Bú- staðakirkju og síðar jafnframt í Kór Árbæjarkirkju. Þórólfur tók mjög mikið af mynd- um alla tíð af mannlífi og umhverf- inu. „Ljósmyndasafnið á Akranesi hafði samband við okkur fyrir nokkrum árum til að falast eftir myndum og við feðgar fórum með nokkur þúsund myndir til þeirra,“ segir Ágúst, sonur Þórólfs. Þórólfur bjó í Hafnarfirði á ár- unum 1998-2016 en hefur verið bú- settur í Hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi síðan þá. Fjölskylda Þórólfur kvæntist 16. júní 1951 Huldu Þórðardóttur frá Miðhrauni í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, f. 20.6. 1932, d. 14.2. 1997, en þann dag giftu sig fjögur börn hjónanna á Mið- hrauni. Foreldrar Huldu voru Ingi- björg Guðmundsdóttir, f. 16. 5. 1893, d. 3. 9. 1975, húsfreyja frá Mið- hrauni, og Þórður Kristjánsson frá Hjarðarfelli, f. 17.10.1889, d. 31.1. 1969, af Hjarðarfellsætt er þá bjuggu á Miðhrauni. Þórólfur og Hulda hófu sinn búskap í Stykkis- hólmi. Börn Þórólfs og Huldu eru Ágúst Magni, f. 10.3. 1961, bifvélavirki í Reykjavík, hann á fjögur börn og þrjú barnabörn; Erla, f. 10.12. 1963, söng- og píanókennari, kórstjóri og organisti í Danmörku. Árið 1954 tóku þau hjón að sér tíu mánaða gamla stúlku, Valgerði Kristjáns- dóttur, f. 1.9. 1953, hún ólst upp hjá þeim allt til fullorðinsára og á hún sex börn. Systkini Þórólfs eru Guðmundur Kristján, f. 4.12. 1918, d. 3.12. 1978, vann hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, Ásgeir Páll, f. 2.1. 1921, d. 11.12. 2003, starfsmaður Brunabót- ar, Jón Dalbú, f. 16.9. 1922, d. 7.2. 2002, skipstjóri á Baldri, Sigurður, f. 23.9. 1925, d. 22.12. 2010, vegaverk- stjóri í Stykkishólmi, Dagbjört Elsa, f. 27.8. 1926, d. 29.8. 2011, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, Þóra, f. 30.4. 1935, d. 17.8. 1996, skrif- stofustjóri hjá Búnaðarbanka í Stykkishólmi og Reykjavík, Hrafn- hildur, f. 18.9. 1938, húsfreyja í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru hjónin Magðalena Níelsdóttir, f. 16.6. 1897, d. 21.5. 1975, húsmóðir frá Sellátri á Breiðafirði, og Ágúst Pálsson, f. 26.8. 1896, d. 14.7. 1959, skipstjóri frá Höskuldsey á Breiðafirði, en þau bjuggu lengst af í Stykkishólmi. Þórólfur Ágústsson Margrét Andrésdóttir húsfreyja í Saurlátrum Jón Bjarnasson vinnumaður og síðar bóndi í Saurlátrum Dagbjört Hannsína Jónsdóttir húsfreyja í Sellátri og síðar í Stykkishólmi Níels Breiðfjörð Jónsson bóndi og sjómaður í Sellátri og Stykkishólmi Magðalena Níelsdóttir húsfreyja og verkakona í Vík við Stykkishólm Rósa Bárðardóttir húsfreyja í Akureyjum og síðar í Kanada Jón Jónsson bóndi í Akureyjum Ástríður Þorsteinsdóttir húsfreyja á Helgafelli Jónas Sigurðsson bóndi á Helgafelli Ástríður Helga Jónasdóttir húsfreyja í Höskuldsey Metúsalen Páll Guðmundsson bóndi og formaður í Höskuldsey Katrín Andrésdóttir húsfreyja á Neðri-Arnarstöðum Guðmundur Illugason bóndi á Neðri-Arnarstöðum í Helgafellssveit Úr frændgarði Þórólfs Ágústssonar Hannes Ágúst Pálsson skipstjóri og útgerðarmaður í Vík við Stykkishólm Afmælisbarnið Þórólfur Ágústsson. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 100 ára Guðrún Glúmsdóttir 90 ára Björg Ólöf Berndsen Þórólfur Ágústsson 85 ára Sigrún Ingunn Þorsteinsdóttir Svanhildur Árnadóttir 80 ára Gunnar Sverrir Ragnars Sigurlaug Júlíusdóttir Þorsteinn Hermannsson 75 ára Eðvald Jóhannsson Inga I. Svala Vilhjálmsdóttir Kristján Páll Sigurpálsson Rannveig Aðalbjörg Jónsdóttir Sólveig Margrét Óskarsdóttir Þrúður Sigríður Guðnadóttir 70 ára Ásthildur Magna Kristjánsdóttir Helga Ólafsdóttir Ingólfur Helgason Jón Ágúst Jóhannsson Kristján Gunnarsson Rannveig Sverrisdóttir Rebekka Gústavsdóttir Sigurþóra Stefánsdóttir 60 ára Björgvin Ómar Hrafnkelsson Czeslaw Cyrek Hannes Elfar Hartmannss. Ingibjörg Ásgeirsdóttir Ingibjörg Loftsdóttir Jakobína Aðalbjörnsdóttir Jólín Lilja Brynjólfsdóttir Karl Jóhannsson Kristjana Óladóttir Marek Krzysztof Nowicki Páll Karlsson Sigrún Björg Ásmundsd. Þuríður Jónbjörg Halldórsd. 50 ára Anna Karlsdóttir Taylor Bergdís Sveinjónsdóttir Cesar B. Goncalves Finnlaugur Pétur Helgason Friðrik Sverrisson Haukur Parelius Finnsson Jóhannes Gylfi Ólafsson Kristinn Jóhann Hjartarson Kristján Indriðason Krzysztof Jarmuz Ólafur Már Hjartarson Óskar Helgason Sigríður Guðný Guðnadóttir Sigrún Birgitte Pálsdóttir 40 ára Arturas Pronskus Eva Björk Bragadóttir Georges-Jorj Gheorghiu Gyða Thorlacius Guðjónsd. Harpa Sigurbjörnsdóttir Hildur Eir Bolladóttir Ragnheiður Hjartardóttir Sigurlaug Anna Kristinsd. Stefán Jóhann Svansson Sunna Lind Smáradóttir 30 ára Arna Dalrós Guðjónsdóttir Ásgeir Guðjónsson Björg Halldórsdóttir Eva Margrét Pétursdóttir Ewelina Zyznowska Heiða Björg Jónasdóttir Heimir Stefánsson Lilja Guðmundsdóttir Þórarinn Valmundsson Til hamingju með daginn 40 ára Ragnheiður er frá Helgafelli á Snæfellsnesi en býr í Reykjavík. Hún er hjúkrunarfr. á LSH. Maki: Sigurður Hreiðars- son, f. 1977, bóndi á Narf- eyri á Skógarströnd. Systkini: Jóhanna Kristín, Ástríður, Guðmundur, Hin- rik, Óskar og Ósk. Foreldrar: Hjörtur Hinriks- son, f. 1944, bóndi á Helga- felli, og Kristrún Guð- mundsdóttir, f. 1945, d. 1993, húsmóðir á Helgafelli. Ragnheiður Hjartardóttir 30 ára Lilja er Reykvík- ingur og er félagsliði að mennt. Maki: Orri Snævar Stef- ánsson, f. 1990, sölu- maður hjá Brimborg. Börn: Alexandra Líf, f. 2011, og Embla Nótt, f. 2012. Foreldrar: Guðmundur Ragnarsson, f. 1954, vinn- ur hjá Malbikunarstöðinni Höfða, og Sigríður Giss- urardóttir, f. 1955. Þau eru búsett í Reykjavík. Lilja Guðmunds- dóttir 30 ára Þórarinn er frá Eystra-Hrauni í Landbroti, V-Skaft. Hann býr í Reykja- vík og er bifvélavirki hjá Brimborg. Maki: Hrafnhildur Magn- úsdóttir, f. 1986, sjúkraliði. Systkini: Jón Hilmar Jón- asson, f. 1984, og Lína Dögg, f. 2000. Foreldrar: Valmundur Guðmundsson, f. 1964, og Una Kristín Jónsdóttir, f. 1966, bændur á Eystra- Hrauni. Þórarinn Valmundsson  Laufey Hrólfsdóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína í næringarfræði við mat- væla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Rannsókn á tengslum mataræðis á meðgöngu, þyngdaraukningar og heilsu barna síðar á ævinni (Examining the link between maternal nutrition, gestational weight gain, and later offspring health). Umsjónarkennarar og leiðbeinendur voru dr. Þórhallur Ingi Halldórsson og dr. Bryndís Eva Birgisdóttir, prófessorar við matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Markmið doktorsverkefnisins var að bæta vísindalega þekkingu hvað varðar tengsl næringar verðandi móður, þyngdaraukningar á meðgöngu og efnaskiptaþátta barna. Einnig var mark- miðið að greina fæðuþætti sem hafa forspárgildi þegar kemur að óhóflegri þyngdaraukningu á meðgöngu. Notast var við tvær ólíkar framvirkar ferilrann- sóknir. Í fyrri hluta verkefnisins voru gögn frá áhorfsrannsókninni Danish Fetal Origins Cohort nýtt. Rannsóknin hófst 1988-1989 í Árósum og var með 20 ára eftirfylgni. Seinni hlutinn var aft- ur á móti byggður á nýlegum gögnum frá íslensku þýði, þ.e. PREgnant Women of ICEland. Niðurstöður frá danska þýð- inu benda til þess að næring kvenna á meðgöngu og þyngdaraukning umfram ráðlegg- ingar geti mögu- lega haft áhrif á gildi bólguþátta á meðgöngu og efnaskiptaþætti barna snemma á fullorðinsaldri. Þrátt fyrir að tengsl við langtímaútkomur barna væru hófleg, er ekki hægt að úti- loka að þessar lítilvægu breytingar geti orðið greinilegri síðar á ævinni. Aðferðir sem eru notaðar til að meta fæðuval í áhorfsrannsóknum eru oft mjög ítar- legar og tímafrekar. Upplýsingum um mataræði í íslensku rannsókninni var safnað með því að nota stuttan skim- unarlista fyrir fæðuval sem gaf mynd af almennu fæðuvali þátttakenda. Niður- stöðurnar frá íslenska þýðinu benda til þess að með því að spyrja einfaldra spurninga um fæðuval í upphafi með- göngu, sé mögulega unnt að finna kon- ur sem þurfa aukinn stuðning og ráð- gjöf til að þyngjast í samræmi við ráðleggingar og finna konur í aukinni áhættu á því að fæða þungbura. Laufey Hrólfsdóttir er fædd á Akureyri árið 1984. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 2004, BS-prófi í líftækni frá Háskólanum á Akureyri fjórum árum síðar og MS-prófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Laufey er forstöðumaður deildar mennta, vísinda og gæða við Sjúkrahúsið á Akureyri. Sambýlismaður hennar er Friðrik Ragnar Friðriksson og synir þeirra heita Kristófer Kató og Franz Hrólfur. Doktor Laufey Hrólfsdóttir Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Vanni umgjarðir eru hágæða ítölsk hönnun. Handsmíði fagmanna með áratuga kunnáttu og þekkingu. Vanni umgjörð kr. 27.900,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.