Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 ICQC 2018-20 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 7. maí SÉRBLAÐ Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 11. maí Fjölskyldumyndin DoktorProktor og prumpuduftiðer ein þeirra sem voru ádagskrá Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík fyrr í mánuðinum og ein fjögurra sem talsettar voru á íslensku en þar af voru tvær um doktorinn. Hrósa ber sérstaklega fyrir það framtak að talsetja leiknar erlendar barnamynd- ir því það gerist alltof sjaldan og framboðið af slíkum kvikmyndum hefur nánast ekkert verið hér á landi. Hvað veldur? Talsetning kostar jú sitt og engir eru sjóðirnir að sækja í þegar kemur að talsetningu erlendra leikinna kvikmynda fyrir börn. Leita þurfti í erlenda sjóði fyrir þá sem hér er rýnt í. Og líklega þykir of mikil áhætta að standa í slíkum kostnaði þar sem aðsóknin gæti orðið dræm. En þeirri ósk er hér með komið á framfæri að fleiri leiknar kvikmyndir fyrir börn verði talsettar því börn vilja ekki bara sjá teiknimyndir. Doktor Proktor og prumpuduftið er byggð á samnefndri og bráð- skemmtilegri bók metsöluhöfund- arins Jo Nesbø. Persónur eru skraut- legar og uppákomurnar furðulegar og fyndnar. Ung og skörp stúlka, Lísa, kynnist afar smávöxnum dreng með eldrautt hár, Búa, sem er ný- fluttur í götuna hennar, Fall- byssustíg. Við hana býr einnig und- arlegur uppfinningamaður, Doktor Proktor, og moldríkur og siðspilltur viðskiptajöfur, herra Þráinn, sem hagnast hefur á því að stela uppfinn- ingu doktorsins. Þráinn á tvo syni, Þröst og Þrym, sem eru miklir hrott- ar og pína börnin í skólanum og þá m.a. Búa. Búi og Lísa kynnast dokt- ornum og komast að því að hann lum- ar á stórmerkilegri uppfinningu, prumpudufti sem er svo öflugt að sá sem þess neytir getur prumpað sig alla leið út í geim. Þegar herra Þrá- inn kemst að þessu stelur hann duft- inu og hyggst selja það geimferða- stofnun Bandaríkjanna, NASA. Honum tekst að auki að blekkja lög- regluna sem stingur Búa og dokt- ornum í fangelsi og virðist þá öll von úti. Það er kannski heldur ódýr brand- araleið hjá Nesbø að nota prump sem efnivið í barnasögu en um leið verður að viðurkennast að gott prumpugrín er sígilt. Og þó fullorðnir hlæi ekki jafninnilega og börn þegar Búi þeyt- ist um loftin blá með reykinn úr rass- inum þá er það engu að síður fyndið. Uppeldið fer kannski um leið út um þúfur, að temja börnum að prumpa ekki í návist annarra og biðjast af- sökunar. Í Doktor Proktor og prumpuduftinu keppast börnin hreinlega við að prumpa sem mest, hæst og lengst og áhyggjurnar litlar af því hvernig eigi að lenda aftur á jörðinni þegar prumpuduftið klárast! En líkt og gott prump þá hættir prumpugríni til að þynnast út er á líður og það er raunin með þessa ann- ars ágætu fjölskyldumynd. Þegar risaslangan Anna Konda kemur svo óvænt til sögunnar fer maður að velta fyrir sér hvort Nesbø hafi siglt í strand í skrifunum og ekki vitað hvert skyldi halda með söguna. Stór- furðulegur snúningur en skemmti- lega skrítinn, engu að síður. Leikararnir standa sig ágætlega og þá sérstaklega börnin en Krist- offer Joner er helst til lágstemmdur í hlutverki doktorsins miðað við þá mynd sem dregin er upp af honum í bókinni. Íslenska talsetningin er sæmileg en eitthvað bar þó á mis- munandi hljóðstyrk og var jafnvel erfitt á köflum að greina orðaskil. Eins mikið og gagnrýnandi fagnar talsetningunni hefði mátt vanda hana betur. En tæknibrellurnar eru vel heppnaðar, myndataka og öll hönnun leikmynda og búninga og myndin er litrík og falleg á að líta. Á heildina litið er Doktor Proktor og prumpuduftið prýðileg fjöl- skylduskemmtun og ágætis- afþreying í passlegri og gamaldags lengd, 85 mínútur. Prumpuflug Búi þýtur um loftin blá, knúinn áfram af prumpudufti í Doktor Proktor og prumpuduftið. Lísa og Doktor Proktor fylgjast með furðu lostin. Ágætisprumpugrín Bíó Paradís Doktor Proktor og prumpuduftið bbbnn Leikstjóri: Arild Fröhlich. Handritshöfundur: Johan Bogaeus. Byggt á barnabók Jo Nesbø. Aðalleik- arar: Emily Glaister, Eilif Hellum Nora- ker og Kristoffer Joner. Noregur og Þýskaland, 2014. 85 mínútur. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Lokkur úr hári tónlistarkonunnar Madonnu, nærbuxur af henni og bréf frá fyrrverandi kærasta henn- ar, Tupac Shakur, munu fara á upp- boð þar sem kröfu Madonnu um lögbann á uppboðið hefur verið synjað. Madonna fékk fyrir tveimur árum samþykkt bráðabirgðalög- bann á uppboðið með þeim rökum að hún ætti rétt til friðhelgi einka- lífsins þrátt fyrir sína miklu frægð. Fyrrnefndir munir og fleiri úr eigu Madonnu voru teknir af fyrrver- andi aðstoðarmönnum hennar og seldir listaverkasafnaranum Dar- lene Lutz, fyrrum vinkonu og sam- starfskonu Madonnu, sem nú vill selja þá á uppboði. Dómari í New York, Gerald Lebovitz, kvað upp þann úrskurð nú í byrjun viku að sátt hefði náðst í deilu Madonnu og Lutz árið 2004 og velti fyrir sér hvers vegna Madonna hefði höfðað mál gegn Lutz í stað þess að beina spjótum sínum að að- stoðarmönnunum fyrrnefndu. Lög- maður Lutz sagði ákvörðun dóm- arans algjöran sigur og að Lutz væri nú frjálst að gera það sem henni sýndist við eigur sínar án af- skipta Madonnu. Uppboðshúsið Gotta Have Rock and Roll segist ætla að hefja aftur uppboð á mununum í júlí sem var stöðvað í júlí árið 2016. Ósátt Madonna er ekki sátt við að hár af henni og fleira verði selt á uppboði. Tókst ekki að stöðva uppboðið AFP Eva Björg Ægisdóttir hlaut í gær spennusagnaverðlaunin Svartfugl- inn þegar þau voru veitt í fyrsta sinn. Athöfnin fór fram í Veröld – húsi Vigdísar þar sem Eliza Reid, forsetafrú og bókmenntafrömuður, afhenti verðlaunin og fyrsta eintak bókarinnar, Marrið í stiganum, sem kom út í gær. Í áliti dómnefndar um bókina segir: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita inn- sýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, sögu- þráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ver- öld hefst bókin á því að ung kona finnst myrt í fjörunni við Akranes. Hin látna reynist hafa búið sem barn í bænum en flutti skyndilega burt ásamt móður sinni. Lögreglukonan Elma, sem er nýflutt á Skagann, rannsakar málið ásamt samstarfs- mönnum sínum. Upp á yfirborðið koma ýmis skuggaleg mál úr fortíð- inni en Elma þarf líka að takast á við atburði í eigin lífi sem hröktu hana aftur heim á æskuslóðirnar. Í tilkynningu frá Veröld kemur fram að Eva Björg, sem fædd er og uppalin á Akranesi, sé 29 ára þriggja barna móðir með meistarapróf í hnattvæðingu. Þar kemur einnig fram að samkeppnin um Svartfugl- inn sé ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. „Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við útgef- anda sinn, Veröld. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna. Einnig býðst þeim sem sigur ber úr býtum samningur við umboðsmanninn David H. Head- ley en tímaritið Bookseller útnefndi hann einn af 100 áhrifamestu mönn- um breskrar bókaútgáfu árið 2015. Yrsa og Ragnar skipuðu dómnefnd- ina ásamt Bjarna Þorsteinssyni, út- gáfustjóra Veraldar.“ Alls bárust á þriðja tug handrita í keppnina. Markmið Yrsu og Ragnars með nýju verðlaununum er m.a. að hvetja höf- unda til að spreyta sig á glæpasög- unni sem bókmenntaformi og stuðla að því að fleiri skrifi bækur á ís- lenskri tungu. Verðlaunin verða af- hent árlega héðan í frá. Sigurvegari Eva Björg Ægisdóttir. Eva Björg Ægisdóttir hlýtur fyrsta Svartfuglinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.