Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eitt ár er nú liðið síðan Landsvirkjun og TM hófu samstarf við ráðgjafar- fyrirtækið Capacent, í þeim tilgangi að efla jafnrétti innan fyrirtækjanna með Jafnréttisvísinum svokallaða, aðferða- fræði sem Capacent byrjaði að þróa haustið 2016 en var ýtt úr vör haustið 2017. Í Jafnréttisvísinum skuldbinda fyrirtæki sig til að vinna í þrjú ár að vel skilgreindu verkefni sem snýr að því að efla jafnrétti innan fyrirtækjanna með því að horfa á menn- ingu, skipulag, fyrirmyndir, ráðn- ingarferla og aðra þætti í starfsemi sinni. Að þeim tíma loknum eiga raun- verulegar breyting- ar að vera búnar að eiga sér stað, segir Þórey Vilhjálms- dóttir, forsvarsmaður verkefnisins, í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að í mörg horn sé að líta þessa dagana. „Við finnum fyrir gríðarlega miklum áhuga.“ Nú þegar eru þrjú fyrirtæki að inn- leiða Jafnréttisvísinn og fleiri á leið- inni. „Tvö sögulega nokkuð karllæg fyrirtæki, Landsvirkjun og TM, voru fyrst, og Landsbankinn fylgdi fljótlega í kjölfarið. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Sigurður Viðars- son, forstjóri TM, hafa báðir sagt að þetta hafi breytt sýn þeirra á stöðu kynjanna í fyrirtækjum sem þeir stjórna,“ segir Þórey. Hún segir að þegar hafi verið geng- ið frá samkomulagi við fleiri fyrirtæki um að fara í gegnum verkefnið. „Þar sem þetta er að miklu leyti unnið með eigindlegum aðferðum, viðtölum við tugi starfsmanna í hverju fyrirtæki og vettvangsheimsóknum, þá er hvert verkefni nokkuð umfangsmikið og tímafrekt. Við vorum að bæta við okk- ur tveimur starfsmönnum á dögunum til að ráða við eftirspurnina. Lands- bankaverkefnið er til dæmis mjög um- fangsmikið, og það langstærsta til þessa. Þar vinna 1.000 manns, en til samanburðar eru 200 hjá Landsvirkj- un og 70 hjá TM.“ Konur taki fullan þátt Þórey segir að sér finnist gaman að sjá að jafnréttismálin séu orðin „bisness“ í þeim skilningi að fyrirtæki sjái sér mikinn viðskiptalegan hag í því að taka þau föstum tökum. „Þau eiga að vera „bisness“. Samfélagið er að verða af hæfileikum kvenna. Það hlýt- ur að hafa áhrif á verðmætasköpun að hæfileikar þeirra séu ekki nýttir til jafns við hæfileika karla í atvinnulíf- inu. Þar með erum við ekki að nýta hæfustu einstaklingana okkar.“ Að sögn Þóreyjar er staðan þannig í jafnréttismálum í atvinnulífinu að eng- in kona stjórnar fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllina, og eftir því sem ofar er farið í stjórnendalög 100 stærstu fyrirtækja landsins, því færri konur er þar að finna. 8% forstjóra 400 stærstu fyrirtækja landsins eru konur. Þórey segir að viðtöl starfsmanna Capacent við starfsmenn fyrirtækj- anna hafi leitt í ljós ýmsar athyglis- verðar niðurstöður. „Við erum að reyna að koma auga á ómeðvitaða kynbundna fordóma. Þar reynum við að birta þessa hegðun eða samskipti í menningunni sem er oft talin ein helsta fyrirstaða þess að konur fái framgang innan fyrirtækja. Konur nefna t.d. að þær verði oft fyrir því að komast ekki að á fundum og að ekki sé hlustað á þeirra hugmyndir eða at- hugasemdir fyrr en karl hefur endur- tekið þær.“ Eins kemur fram að sögn Þóreyjar að mörgum körlum líði illa í karllægu umhverfi. Forstjórinn gaf öllum bók Hörður Arnarson tók Jafnréttisvís- inn föstum tökum innan Landsvirkj- unar og lét meðal annars dreifa bók- inni „Allir eiga að vera feministar“ til allra starfsmanna. Þá var „Gula spjaldinu“ dreift í öll fundarherbergi. Ennfremur lét hann setja límmiða með áletruninni: „Finnst þér að konur ættu bara að vera duglegri“ á alla spegla í fyrirtækinu. „Þetta hefur verið áhugaverð að- ferðafræði,“ segir Hörður í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum haft áhuga á að ná árangri í jafnréttismálum í mjög langan tíma, og svo vildum við að hlutirnir gerðust hraðar, og tókum þá upp þetta samstarf um Jafnréttisvís- inn. Það hefur hentað okkur mjög vel í því ferðalagi sem við erum í. Það er ekki bara að við séum að bæta þessa hefðbundnu mælikvarða eins og að jafna kynjahlutföll í ákveðnum störf- um, hvort sem það eru stjórnendastörf eða sérfræðingastörf, heldur erum við að vinna mikið í að breyta menning- unni.“ Hafa komið upp óþægileg atvik í þessari vinnu? „Jú, það er verið að tala um hluti sem fólk er óvant að ræða, og sumt er óþægilegt, en við reynum að hafa þetta á léttu nótunun og fetum okkur saman áfram í þessum málum, með það að markmiði að gera vinnustaðinn enn betri.“ Eru breytingar farnar að eiga sér stað? „Já, ég held að það hafi breyst ým- islegt nú þegar. Við gerum ráð fyrir að þetta sé 2-3 ára vegferð. Okkur hefur tekist að fá mjög breiða samstöðu.“ Viðskiptatækifæri í jafnrétti Morgunblaðið/Elín Arnórsdóttir Jafnrétti Þórey segir að fjárfesta þurfi í jafnrétti til að ná árangri.  Mikill áhugi erlendis Mörgum körlum líður illa í karllægu umhverfi Sam- félagið að verða af hæfileikum kvenna 8% forstjóra 400 stærstu eru konur Gula spjaldið! » Men(n)durtekning: Þegar karl endurtekur á fundi hug- mynd frá konu sem enginn hafði tekið undir áður en vekur mikla aðdáun þegar hann segir það sama. » Hrútskýring: Þegar einhver útskýrir eitthvað á niðrandi eða lítillækkandi hátt, yfirleitt karl fyrir konu, og gerir ráð fyrir að hann hafi meira vit á hlutunum. Þórey Vilhjálmsdóttir 25. apríl 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 100.64 101.12 100.88 Sterlingspund 140.33 141.01 140.67 Kanadadalur 78.31 78.77 78.54 Dönsk króna 16.497 16.593 16.545 Norsk króna 12.752 12.828 12.79 Sænsk króna 11.833 11.903 11.868 Svissn. franki 102.86 103.44 103.15 Japanskt jen 0.9242 0.9296 0.9269 SDR 145.39 146.25 145.82 Evra 122.89 123.57 123.23 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.9823 Hrávöruverð Gull 1328.0 ($/únsa) Ál 2451.5 ($/tonn) LME Hráolía 73.77 ($/fatið) Brent ● Sænski bankinn Swedbank hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra, jafngildi liðlega 370 milljóna króna, í íslenska fjártækni- fyrirtækinu Meniga, að því er fram kemur í tilkynningu. Jafn- framt hefur Swedbank hafið innleiðingu á snjallsíma- og net- bankalausnum fyrirtækisins. „Við sjáum Meniga sem rétta samstarfsaðilann til að veita viðskiptavinum okkar persónulegri notendaupplifun og mun betri yfirsýn yfir fjármálin sín,“ segir Lotta Lovén, fram- kvæmdastjóri snjallsíma- og netbankalausna hjá Swedbank, í tilkynningunni. Þá er haft eftir Georg Lúðvíkssyni, forstjóra Meniga, að það sýni mikið traust á Meniga að Swedbank hafi ákveðið að fjárfesta í fyrirtækinu og velji það sem réttu lausn- ina fyrir bankann. Margir stórbankar í Evrópu eru þegar á meðal viðskiptavina Meniga, þeirra á meðal BPCE, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo. Swedbank kaupir hlut í Meniga og innleiðir lausnir Georg Lúðvíksson STUTT ● Deloitte hefur ráðið Björgvin Inga Ólafsson sem sviðsstjóra á nýju sviði fyrirtækisins, Deloitte Consult- ing. Hann verður samhliða einn eig- enda Deloitte. Björgvin Ingi var síðast fram- kvæmdastjóri við- skipta og þróunar hjá Íslandsbanka en lét af því starfi í janúar á þessu ári. Áður starfaði Björgvin hjá Meniga og ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company. Deloitte Consulting er eitt af sex sviðum Deloitte en hin eru endur- skoðun, áhætturáðgjöf, fjármálaráð- gjöf, skatta- og lögfræðisvið og við- skiptalausnir. Áherslur sviðsins eru á ráðgjöf í stefnumótun, rekstri og upp- lýsingatækni. Ráðinn til þess að stýra Deloitte Consulting Björgvin Ingi Ólafsson ● Hagnaður Sím- ans á fyrsta árs- fjórðungi nam 887 milljónum króna, samanborið við 774 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Tekjur námu 6,9 milljörðum króna á ársfjórðungnum, en þær voru lið- lega 6,7 milljarðar á fyrsta fjórðungi síðasta árs og hækka því um 2,2% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam rösklega 2,2 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra nam EBITDA tæplega 2,1 millj- arði króna og hækkar því um 132 millj- ónir eða 6,3% á milli ára. EBITDA- hlutfallið var 32,5% en var til sam- anburðar 31,2% á sama tímabili 2017. Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam tæplega 2,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Eigið fé Símans var 37,2 milljarðar króna í lok mars og eiginfjárhlutfallið var 61,4%. Orri Hauksson forstjóri segir í af- komutilkynningu til Kauphallar að árið fari vel af stað, tekjur hafi aukist milli ára og afkoma batnað. „Á næstunni mun Síminn … kynna spennandi nýj- ungar í sjónvarps- og afþreyingarþjón- ustu sinni fyrir snjalltæki, auk þess sem dreifing okkar helstu sjónvarps- vara mun fara yfir fleiri net en fyrr. Við lítum því með bjartsýni til næstu miss- era, hvort sem er fyrir hönd við- skiptavina okkar eða hluthafa.“ Hagnaður Símans 887 milljónir á fyrsta fjórðungi Orri Hauksson STUTT Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.