Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 ✝ Ingibjörg Unn-ur Ingólfsdóttir fæddist í Efri-Gröf í Villingaholtshreppi í Flóa 5. ágúst 1941. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 14. apríl 2018. Foreldrar henn- ar sem þar bjuggu þá voru hjónin Gróa Jónasdóttir hús- freyja frá Hlíð á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatns- sýslu og Ingólfur Gísli Brynjólfs- son bóndi, sem fæddur var á Eyr- arbakka en fór ungur í fóstur að Vælugerðiskoti í Flóa og ólst þar upp. Þar hófu þau hjón búskap sinn og bjuggu þar uns þau flutt- ust að Efri-Gröf. Unnur ólst upp í stórum systkinahópi, var átt- unda í aldursröð tíu systkina, og eru sex þeirra á lífi. Elst þeirra systkina er sammæðra hálf- systir, Hulda Jósefsdóttir, en hin Sunna Lind býr með Anders Andersen, f. 13.6. 1979, og eiga þau tvo syni, Arnar, f. 24.4. 2014, og Dag, f. 17.2. 2016. Í miðið er Margrét Gróa, f. 29.5. 1965. Eig- inmaður hennar er Egill Þor- steinsson, f. 5.8. 1965, og eiga þau þrjú börn: Arnar, f. 9.5. 1989, Sandra, f. 19.1. 1992, og Atli Freyr, f. 7.1. 1995. Arnar býr með Guðbjörgu Ásu Hrólfs- dóttur, f. 15.5. 1992. Sandra er gift Guðmundi Viktorssyni, f. 28.2. 1988. Sambýliskona Atla Freys er Hjördís Þóra Elíasdótt- ir, f. 10.4. 1996. Yngst barna Unnar og Björns er Hjördís, f. 23.7. 1966. Dóttir hennar er Ey- rún Rakel Agnarsdóttir, f. 26.8. 1991, sambýlismaður hennar er Elvar Páll Sigurðsson, f. 30.7. 1991, og eiga þau soninn Elís Arnar, f. 3.3. 2018. Útför Unnar fer fram frá Ás- kirkju í dag, 25. apríl 2018, kl. 13. eru, auk hennar; Ragnheiður, Mar- grét, sem lést 2016, Sigurður Jónas, sem lést 2012, Ein- ar, sem dó sama ár, Brynjólfur, Garðar, Sigurbjörn og Ey- þór. Unnur missti föður sinn 11 ára gömul árið 1952, en Gróa móðir hennar bjó áfram næstu þrjú árin, uns fjölskyldan fluttist til Keflavíkur. Þar átti Gróa heima til æviloka, en hún lést ár- ið 1975. Börn Unnar Ingólfs- dóttur og Björns Svavarssonar eru þrjú. Elstur þeirra er Svavar Bergsteinn, f. 29.10. 1962. Kona hans er Eva-Marie Björnsson, f. 15.12. 1960. Börn Svavars af fyrra sambandi eru tvíburarnir Sunna Lind og Sindri, f. 20.2. 1987. Móðir þeirra er Anna Pál- mey Hjartardóttir, f. 7.7. 1963. Í dag kveðjum við elskulegu móður okkar eftir löng veikindi. Efst í huga okkar er þakklæti fyr- ir þá umhyggju og alúð sem hún sýndi okkur systkinunum. Því vilj- um við minnast hennar í fáeinum orðum. Mamma var mikill dugn- aðarforkur og með mikið jafnað- argeð. Hún vann oft langan vinnu- dag samhliða því að sinna heimilinu, en hún og pabbi voru ávallt mjög samstiga og skiptu verkefnum eins og við átti. Mamma var einstaklega snyrtileg og smekkleg. Hún hafði mikla ánægju af hvers kyns handverki og var mjög listræn og flink í höndunum. Allt sem hún gerði var unnið af alúð og ávallt vandað vel til verks. Þá lagði mamma mikið upp úr klæðnaði sínum og útliti. Hún gat setið heilu kvöldin og hlustað á útvarpið og snyrt negl- urnar sínar, sem voru alltaf mjög fallegar og óaðfinnanlegar. Á þessum tímamótum leitar hugur okkar til æskuáranna en undir- búningur jólanna var alltaf skemmtilegur tími enda nóg að gera og sýsla. Oft sast þú við saumavélina langt fram eftir nóttu við saumaskap að klára jólafötin á okkur systkinin. Einnig minnumst við spilakvöldanna því alltaf var mikið spilað á frídögum, það voru skemmtilegir tímar. Spila- mennskan var líka stór þáttur í ófáum sumarbústaðaferðum þar sem við nutum þess að vera sam- an. Þú hefur ávallt notið þess að ferðast en þið pabbi gátuð ferðast töluvert á seinni árum og var alltaf skemmtilegt að heyra ferðasög- urnar. Þó svo að veikindi undan- farinna ára hafi tekið mikið frá þér minnumst við oft góðra stunda með þér. Við gátum spjallað sam- an og þú brostir og kinkaðir kolli. Elsku mamma, takk fyrir allt. Hvíldu í friði. Svavar, Margrét og Hjördís. Ingibjörg Unnur Ingólfsdóttir ✝ Ása SigríðurÓlafsdóttir fæddist á Akranesi 28. september 1937. Hún andaðist á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Höfða á Akranesi 16. apríl 2018. Foreldrar hennar voru Ólafur Helgi Sigurðsson ráðs- maður, f. 25. október 1902, d. 3. desember 1984, og Ólafína Ólafsdóttir húsmóðir, f. 11. október 1902, d. 12. október 1995. Systkin Ásu voru ellefu: Jó- hann Grétar, Hörður Ragnar, Ólafur, Sigurður, Guðrún Diljá, Margrét, Ingibjörg, Jóna Kol- brún, Freymóður Heiðar, Ólafína Sigrún og Svanhildur. Ólafína meyju Baldursdóttur, börn þeirra eru Móeiður Ása, Að- alheiður Hekla, Valur Kár og Baldur Kár. Fyrir átti Ása tvö börn, Jóhönnu Margréti, f. 21. ágúst 1958, börn hennar eru Hjörtur Líndal, Bjarki Hlífar og Katrín, og Björn, f. 9. maí 1960, kvæntur Guðríði Þórðardóttur, börn þeirra eru Guðni, Hilmar og Aðalsteinn. Ása og Valur hófu búskap á Akranesi 1964. Ása vann hin ýmsu störf en stærsta hluta starfsævi sinnar var hún hús- móðir. Ása Sigríður var vistmað- ur á Hjúkrunar- og dvalarheim- ilinu Höfða síðustu árin. Ása Sigríður verður jarð- sungin frá Akraneskirkju í dag, 25. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Sigrún og Svanhildur eru eftirlifandi. Ása giftist Vali Gunnarsyni 23. októ- ber 1965 og eignaðist með honum fjögur börn: Auðunn Sól- berg, f. 8. mars 1964, kvæntur Brynju Guðnadóttur, börn þeirra eru Guðni Val- ur, Salka Margrét og Óliver Tumi. Auðunn átti Jökul Sólberg fyrir. Saga, f. 7. apríl 1966, í sambúð með Sig- urði Arnfjörð. Saga á þrjú börn, Auði Maríu, Ásu Bergmann og Örn Bergmann. Hekla, f. 1. ágúst 1968, gift Guðmundi Björnssyni og eiga þau tvö börn, Auði og Þórunni Birnu. Valur Ásberg, f. 15. mars 1971, kvæntur Frið- Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þessi bæn kemur upp í hugann þegar við setjumst niður og minn- umst þín. Þú kenndir okkur öllum þessa bæn. Það er svo mikilvæg minning. Þú varst svo góð móðir. Þú tókst alltaf okkar málstað í öllu sem kom upp. Þú kenndir okkur að breyta rétt. Við áttum líka allt- af stað í hálsakoti þínu okkur til huggunar þegar á bjátaði. Heim- ilið var alltaf hreint og fínt. Krakk- arnir á Vesturgötunni sóttu í að komast í hlaðborðið í „drekkutím- anum“. Heimilið var alltaf til fyr- irmyndar. Þú kunnir listina að halda almennilegt heimili og að elda góðan mat. Sjómannskona varð að vera úrræðagóð á öllum sviðum heimilishaldsins þó að lítið væri til í buddunni. En núna ertu farin frá okkur og við söknum þín óendanlega mikið. En á sama tíma erum við þakklát fyrir að þú hafir fengið hvíldina. Þú varst ekki gömul þegar ógæfan dundi yfir. Sjúklingur langt um aldur fram. Allt breyttist í einni svipan. Það voru erfiðir tímar fyrir okkur börnin og föður okkar. En í veik- indunum reyndist hann þér vel og sambandið ykkar varð enn inni- legra og fallegra. Hann var þín stoð og stytta. Veikindi þín mót- uðu okkur á jákvæðan máta. Við höfðum unun af að heimsækja þig og umgangast. Þú varst svo létt, hnyttin og gamansöm við alla. Söngur, gleði og knús. Rútuhvell- urinn tekinn. Elvis og Raggi Bjarna í spilaranum. Allt svo ómetanlegt og skemmtilegt. Ást og umhyggja, mjúka kinn og koss- ar. Svo var gripið í spil. Manni eða rúberta. Herbergið þitt var alltaf eins, engu mátti breyta. Allt á sín- um stað. Lucky Strike á kantinum með kveikjarann kláran. Áttu síg- arettu?, eina eða tvær. Svo var kímt og hlegið. Það var svo gam- an. En nú ert þú farin og herberg- ið tómt. En minningarnar eru á sínum stað. Þær eigum við nægar og góðar. Elsku mamma mín, við sjáumst síðar. Vertu klár með spilastokkinn, því við tökum slag. Blessuð sé minning góðrar móður. Takk fyrir allt. Kveðja frá börnum, Jóhanna Margrét, Björn, Auðunn Sólberg, Saga, Hekla og Valur Ásberg. Í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína sem ég var svo hepp- in að eignast fyrir 28 árum. Fram streyma minningar um einstaka konu og þær stundir sem við átt- um saman. Ég gleymi því aldrei þegar ég dvaldi í hálfan mánuð hjá henni á Vesturgötunni. Við elduðum og bökuðum saman, tókum í spil og undir ómaði söngurinn frá Elvis Presley og Ragga Bjarna sem voru hennar uppáhaldstónlistar- menn. Hún tók alltaf undir og söng af mikilli innlifun. Það var svo gaman að vera með henni. Hún sagði oft þessa gullnu setn- ingu: „Okkur leiðist ekki saman, Frikku Möller og Dúddí Frans.“ Þar var hún að vísa í okkur tvær. Svo dásamlega lýsandi fyrir henn- ar frábæra húmor. Hún var nátt- úrlega engin venjuleg tengdamóð- ir – einfaldlega bara best. Ég man þegar við fórum saman sveitarúnt á fallegum sumardegi fyrir nokkrum árum. Fórum í laut- arferð undir Hafnarfjalli og hún fékk uppáhaldið sitt, appelsín og súkkulaði. Tók svo eina ljúfa „lukku“ í ferska sveitaloftinu. Við fengum okkur að borða á fínum veitingastað og á meðan aðrir pöntuðu sér steik og rauðvín fékk hún sér hamborgara og mjólkur- glas. Hún var hjá okkur fjölskyldunni sín síðustu jól. Það var dásamlegt að hafa hana og Val hjá okkur. All- ar reglur voru brotnar fyrir ein- staka konu og hún fékk að reykja inni. Það fannt henni æðislegt. Hún bjó á Dvalarheimilinu Höfða sín síðustu ár þar sem henni leið vel. Þangað var gaman að koma og taka í spil með henni og færa henni nýbakaðan snúð. Nú kveður Frikka Möller Dúddí Frans í hinsta sinn. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Ása. Takk fyrir allt! Þín Friðmey. Amma Ása var einstök kona og með sanni er hægt að segja að það var og verður engin henni lík. Gleði er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til henn- ar. Gleði, söngvar og hlátur er stærsti parturinn af öllum þeim stundum sem ég átti með ömmu Ásu og fyrir það er ég þakklát. Hún hefur veitt mér svo mikla gleði allt mitt líf og mun ég því ávallt minnast hennar með gleði í hjarta. Þegar ég hugsa til baka eru svo margar góðar minningar sem skjóta upp kollinum. Ein af mín- um uppáhaldsminningum um ömmu Ásu er þó þegar við mamma og Þórunn Birna fórum upp á Skaga á mjög fallegum sum- ardegi. Veðrið var svo gott og amma í sérstaklega góðu skapi. Við ákváðum að fara í bíltúr með nesti og teppi og fundum þennan dásamlega stað rétt fyrir utan Akranes. Þar var falleg laut, lítill lækur og mjúkt gras. Sólin skein og það sást ekki ský á himni. Við settumst í lautina með teppi og gæddum okkur á nestinu okkar. Amma fór á brjóstahaldarann og lét sólina baka sig. Henni leið dásamlega í sólinni og við skemmtum okkur vel. Amma var alsæl með daginn, hló mikið og söng. Á leiðinni heim ákváðum við að nefna lautina Ömmulaut og skrifuðum það á miða fyrir ömmu svo hún myndi ekki gleyma nafn- inu eða minningunni um góðan dag. Hún geymdi miðann lengi vel undir sígarettuboxinu sínu sem margir kannast við og var alltaf á borðinu hennar. Við fundum þessa laut aldrei aftur en minningin lifir svo sterkt um frábæran dag. Nú þegar ég hugsa um ömmu eftir að hún kvaddi okkur ímynda ég mér að hún sé búin að finna lautina okkar. Ömmulaut. Og situr þar al- sæl á brjóstahaldaranum, baðar sig í sólinni og syngur rútuhvell- inn hástöfum. Hamingjusöm og líður vel. Komin á betri stað. Ég elska þig elsku fallega amma mín. Drottningin sjálf. Með mýkstu kinnar í heimi sem er svo gott að kyssa. Sofðu rótt elsku amma. Ég mun sakna þín. Auður Guðmundsdóttir. Ása Sigríður Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA Láttu mig, drottinn, lofa þig, með lofi þínu hvíla mig, ljósið í þínu ljósi sjá, lofa þig strax sem vakna má. (Hallgrímur Pétursson) Takk fyrir allt, elsku Ása mín. Þú varst ljósið í lífi mínu. Þinn Valur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og amma, GUÐNÝ LINDA ÓLADÓTTIR, Eskivöllum 21b, lést á Landspítalanum á Hringbraut 17. apríl. Útför hennar fer fram frá Neskirkju föstudaginn 27. apríl klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Samtök lungnasjúklinga. Markús Hallgrímsson Hallgrímur Markússon Magnea Sif Markúsdóttir fjölskylda og barnabörn Ástkær sonur minn, bróðir og mágur, SVEINN GUÐBRANDSSON, Unhól, lést á heimili sínu mánudaginn 16. apríl. Útför hans fer fram laugardaginn 28. apríl klukkan 13.00 í Þykkvabæjarkirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Sigurfinna Pálmarsdóttir Pálína Svanhvít Guðbrandsdóttir, Birgir Óskarsson Pálmar Hörður Guðbrandsson, Jóna Sverrisdóttir Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir, Kristján Hilmarsson Sigríður Guðbrandsdóttir Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HALLDÓR GUNNAR PÁLSSON frá Hnífsdal, lést miðvikudaginn 18. apríl. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 11. maí kl. 13. Birna Sigurðardóttir Ingimar Halldórsson Kristín Karlsdóttir Páll Halldórsson Jóhanna Hafsteinsdóttir Guðrún G. Halldórsdóttir Stefán Jónsson Dagmar Halldórsdóttir og fjölskyldur Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, IÐUNN GEIRSDÓTTIR, Hjallavegi 4, Reyðarfirði, lést á heimili sínu laugardaginn 21. apríl. Útför hennar fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 28. apríl klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Brakkasamtökin. Rn. 331-26-2356. Kt. 571215-2250. Ásgeir Jón Ásgeirsson Berglind Eir Heiðdís Sara Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR GUÐJÓNSSON, Tröllakór 2-4, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 21. apríl. Jarðsett verður frá Lindakirkju mánudaginn 30. apríl klukkan 13. Guðlaug Sigríður Haraldsdóttir Þóra Björg Garðarsdóttir Guðjón Garðarsson Guðrún Friðþjófsdóttir Jón Sigurður Garðarsson Anna S. Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.