Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Sigurður Ingólfsson, fram-kvæmdastjóri verkfræðistof- unnar Hannars, benti hér í blaðinu í gær á áhugaverðar tölur um þró- un íbúðabygginga í Reykjavík.    Sigurður skrif-aði: „Árið 2007 voru íbúðir í Reykjavík 49.190 og árið 2017 voru þær 52.115, sam- kvæmt Þjóðskrá. Sem hlutfalli af heildarfjölda íbúða á landinu hafði þeim fækkað í Reykjavík úr 39,1% í 37,7% á þess- um árum. Hefði hlutfallið haldist óbreytt þá væru nú tæplega 5.000 fleiri íbúðir í Reykjavík. Þetta slagar hátt upp í þann íbúðafjölda sem við [verkfræðistofan Hannar] teljum skortinn vera í heild í land- inu.    Þetta hlutfall var um 42% framað aldamótunum síðustu og ef miðað er við það hlutfall þá ættu íbúðir í Reykjavík að vera 6.500 fleiri og væri þá íbúðaskorturinn enginn í landinu.“    Af þessu má draga þá ályktun aðsú stefna vinstri meirihlutans í Reykjavík að draga úr uppbygg- ingu Reykjavíkur, keyra upp lóða- verð og takmarka lóðaframboð ut- an þéttingarsvæða, skýri að öllu leyti íbúðaskort og hátt húsnæð- isverð.    Ef Reykjavík hefði haldið uppieðlilegu framboði á lóðum væru borgarbúar og nærsveit- armenn, einkum þeir sem yngri eru, ekki í þeirri stöðu sem nú blas- ir við.    En þýðir þetta að borgarstjórn-armeirihlutinn ætlar að breyta um stefnu? Nei, hann boðar meira af því sama. Sigurður Ingólfsson Áhugaverðar tölur STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.4., kl. 18.00 Reykjavík 7 rigning Bolungarvík 0 skýjað Akureyri 1 alskýjað Nuuk -3 snjókoma Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 8 skýjað Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 8 skýjað Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 15 heiðskírt Dublin 10 skýjað Glasgow 11 rigning London 13 súld París 20 heiðskírt Amsterdam 11 súld Hamborg 12 léttskýjað Berlín 14 léttskýjað Vín 23 heiðskírt Moskva 11 heiðskírt Algarve 20 heiðskírt Madríd 24 heiðskírt Barcelona 22 heiðskírt Mallorca 23 heiðskírt Róm 22 heiðskírt Aþena 25 heiðskírt Winnipeg 3 heiðskírt Montreal 16 skýjað New York 8 heiðskírt Chicago 10 léttskýjað Orlando 24 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:20 21:32 ÍSAFJÖRÐUR 5:12 21:50 SIGLUFJÖRÐUR 4:55 21:34 DJÚPIVOGUR 4:47 21:05 Atvinna Framboð Frambjóðendur Héraðs- listans á Fljótsdalshéraði. Steinar Ingi Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri leiðir framboðslista Samtaka félagshyggjufólks á Fljóts- dalshéraði - Héraðslistann, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Í öðru sæti er Kristjana Sigurðar- dóttir verkefnastjóri og í þriðja sæti Björg Björnsdóttir mannauðsstjóri. Aðalsteinn Ásmundarson vélsmiður er í 4. sæti og Sigrún Blöndal, grunn- skólakennari og bæjarfulltrúi, er í 5, sæti. Héraðslistinn fékk tvo bæjarfull- trúa kjörna af 9 í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með D- og Á- lista. Í tilkynningu frá framboðinu segir að mikil endurnýjun sé á listan- um nú og ungt fólk sé áberandi. Áhersla sé lögð á áframhaldandi ábyrga fjármálastjórn, að opna stjórnsýslu sveitarfélagsins og ein- falda og starfa af heilum hug að sam- starfi og sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi. Endurnýjun hjá Héraðslistanum Ingþór Guðmunds- son, stöðvarstjóri og forseti bæjar- stjórnar Sveitarfé- lagsins Voga, leiðir lista framboðs- félags E-listans fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í maí. Í öðru sæti er Bergur B. Álfþórsson, leiðsögumaður og formaður bæjarráðs, í þriðja sæti Áshildur Linnet verkefnastjóri, Birg- ir Örn Ólafsson, deildarstjóri og bæj- arfulltrúi, er í 4. sæti og Inga Rut Hlöðversdóttir, gull- og silfursmíða- meistari og bæjarfulltrúi, í 5. sæti. Sjö bæjarfulltrúar eru í Vogum og fékk E-listinn fjóra fulltrúa og hrein- an meirihluta í kosningunum árið 2014. Ingþór segir í tilkynningu að mikilvægt sé að halda áfram upp- byggingarstarfinu í bæjarfélaginu. E- listinn vilji halda því góða starfi áfram til heilla fyrir alla íbúa í Vogum. Ingþór leiðir framboð E-lista í Vogum Ingþór Guðmundsson 2018 Óli Halldórsson, for- maður byggðarráðs Norðurþings, leiðir framboð V-lista Vinstri grænna og óháðra í Norðurþingi fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í maí. Í öðru sæti er Kol- brún Ada Gunn- arsdóttir, kennari og deildarstjóri, Berglind Hauksdóttir leikskólakennari er í þriðja sæti, Sif Jóhannesdóttir, þjóðfræðingur og sveitarstjórnarmaður, í fjórða sæti og Guðmundur H. Halldórsson mál- arameistari er í 5. sæti. Í tilkynningu segir að V-listi hafi nokkra sérstöðu meðal annarra framboða í Norðurþingi og víðar að því leyti að konur séu þar í afgerandi meirihluta. Með þessu vilji V-listinn sýna í verki að tímbært sé að auka hlut kvenna í sveitarstjórnarmálum og draga fram þau áherslumál sem konum séu hugleikin í almannaþjón- ustu og forgangsröðun almennt. Óli efstur á V-lista í Norðurþingi Í framboði Frambjóðendur V-listans í Norðurþingi. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.