Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Líffræðingurinn Hrafnhildur á náttúruverndarsvæði fyrir Kempur-eðlur, en þar ganga þær frjálsar. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég vildi fá smá menning-arsjokk og mig langaðitil að fara í algerleganýtt umhverfi, svo þessi heimshluti hentaði vel,“ segir líf- fræðingurinn Hrafnhildur Agnars- dóttir, sem er nýkomin heim úr sjö vikna ferðalagi til Mið-Ameríku þar sem hún dvaldi í Kosta Ríka og Hondúras. „Fyrstu vikuna slakaði ég á í strandbænum Jaco í Kosta Ríka, en síðan hélt ég til fjalla til að starfa sem sjálfboðaliði á kaffibýli í tvær vikur. Að því loknu skellti ég mér til Hondúras í fjórar vikur, í heimsókn til frænku minnar sem þar býr.“ Hrafnhildur segist hafa viljað ferðast ein til að geta haft hlutina algerlega eftir sínu höfði. „Ég hef aldrei áður ferðast svona lengi ein og mér fannst áhugavert að takast á við þessa ein- veru. Ég er líka á ákveðnum tíma- mótum í lífinu, ég er að fara í meist- aranám í lífupplýsingafræði í haust til Danmerkur, svo það er nokkuð stór pakki framundan hjá mér. Mig langaði í þessu ferðalagi að fara í sjálfsskoðun, eins klisjulega og það hljómar. Og ég komst að ýmsu um sjálfa mig. Ég var meðvitað að reyna að fara út fyrir þæginda- rammann.“ Hrafnhildur segist ekkert hafa vitað út í hvað hún væri að fara þegar hún skráði sig hjá sjálf- boðaliðasamtökunum IVHQ. „Þar er hægt að velja ólíka flokka og lönd og ég skráði mig í vistfræði og umhverfisvernd, enda tengist það mínu fagi. Mig langaði til Kosta Ríka af því ég hafði heyrt margt gott um það land, en þarna er líka líffræðilega mesta fjöl- breytni í náttúrunni í heiminum, og það heillaði mig. Ég ætlaði upp- haflega í skjaldbökubjörgunarstörf, en það var ekki í boði í tvær vikur, svo ég skellti mér til kaffibónda,“ segir Hrafnhildur sem náði svo mikilli slökun í strandbænum Jaco að hún gleymdi að taka vegabréfið Nú á ég erfitt með að drekka vont kaffi „Ég fór ekki í þessa ferð til að djamma og ég vildi ekki vera í einhverjum lúxus, ég vildi hafa þetta hrátt og frumstætt. Ég er af þeirri kynslóð þar sem samfélags- miðlar stjórna lífi manns og mig langaði til að kúpla mig út úr því. Netsamband var sem betur fer takmarkað svo ég lagðist í bóklestur, hafði loksins tíma til að lesa bækur sem mig hafði lengi langað að lesa, en aldrei gefið mér tíma,“ segir Hrafnhildur Agnarsdóttir sem gerðist kaffibóndi um hríð og skoðaði undirdjúpin. Ó, blessuð birtan og hlýnandi dagar sem bera með sér meira líf utandyra. Þá fara krakkar gjarnan af stað með einkaframtak sitt, tombólurnar, þar sem þau koma sér fyrir með teppi nánast hvar sem þeim dettur í hug, og bjóða fólki að kaupa allskonar dót- arí fyrir smápening. Og safna í leið- inni fyrir góðu málefni. Borgarbóka- safnið mætti þessum skemmtilega tombóludugnaði barna í fyrra með því að opna söfn sín fyrir þeim og bjóða þeim að vera þar með tombólur og safna fyrir Róhingja. Þetta tókst vel og því var ákveðið að endurtaka leikinn, en núna er ætlunin að safna fyrir Rauða krossinn. Næstkomandi laugardag, 28. apríl, er öllum börnum boðið að koma og halda tombólu á bókasöfnunum. Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig í viðeigandi bóka- safni á heimasíðu: bokasafn.is og þá útvegar safnið aðstöðu innandyra og sér um undirbúning, en krakkarnir koma með tombóluhluti. Tomból- urnar verða kl. 13-15 í Grófinni, Spönginni, Gerðubergi og Kringlunni, en kl. 12-14 í Sólheimum. Allur ágóði rennur til Rauða krossins. Vert er að hvetja krakka til að taka þátt og fólk á öllum aldri til að mæta og kaupa af krökkunum. Börnum boðið að halda tombólur á bókasöfnum á laugardag Morgunblaðið/Eggert Tombóla Þessar stúlkur, Freyja Guðrún Mikelsdóttir og Ísabella Ronja Bene- diktsdóttir, söfnuðu fyrir Rauða krossinn með tombólu árið 2011. Þær buðu m.a. tígrísdýr, Barbí, nashyrning, strigaskó og stígvél til sölu fyrir vegfarendur. Tombólukrakkar fara á stjá „Í Gróttu er brimasöm klettafjara sem býður upp á fjölbreytilegt dýra-, fugla- og plöntulíf. Við erum svo heppin að vera að fara í þessa ferð á stór- straumsfjöru og þá er enn meiri fjöl- breytileiki sem kemur í ljós,“ segir Hildur Magnúsdóttir, doktorsnemi við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, en hún ætlar að leiða göngu um Gróttu nk. laugardag, 28. apríl. Hildur mun segja göngufólki frá líf- verum sjávarins og fjörunnar. Gangan er í röðinni „Með fróðleik í fararnesti“ sem fór af stað 2011. Um er að ræða samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands og er áherslan á að uppfræða börn og ungmenni í þessum gönguferðum. Ferðafélag barnanna, sproti innan FÍ, sér um framkvæmd göngunnar með Háskóla Íslands. Í tilkynningu kemur fram að varptími sé í nánd og því síðustu for- vöð að fara í Gróttu þetta vorið því svæðið er lokað fyrir mannaumferð frá 1. maí fram í miðjan júlí. Mæting er kl. 10:30 á bílastæðinu við Gróttu á Seltjarnarnesi. Hér er gullið tækifæri á góðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Fjölskylduvæn fjöruferð næsta laugardag: Með fróðleik í fararnesti Lífverur sjávar og fjörunnar skoðaðar Morgunblaðið/Eggert Gaman Þessir krakkar skemmtu sér vel í fjöruferð fyrir nokkrum árum. Á morgun 26. apríl gefur Pósturinn út þrjú frímerki til að minnast merkisafmæla þ.e. 50 ára afmælis Norræna hússins, 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðarbæjar og 250 ára dánarafmælis Eggerts Ólafssonar. Einnig koma út ferðamannafrímerki og frímerki tileinkuð íslensku húsdýrunum og þátttöku Íslands á HM í fótbolta í sumar, en frímerkið er óður til stuðningsmanna landsliðsins og víkingaklappsins. Þá kemur út smáörk í tilefni norrænnar frímerkjasýningar, Nordia 2018, sem haldin verður í íþróttamiðstöðinni Mýrinni í Garðabæ 8.-10. júní n.k. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.