Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 26
Það verður mega-partí í kvöld, égheld upp á afmælið mitt á hverju ári. Ég er yfirleitt bara með stelpu- partí en þegar það er stórafmæli þá mega strákarnir koma líka,“ segir Gígja Birgisdóttir sem á 50 ára afmæli í dag. „Foreldrar mínir, systir og margir vinir mínir koma frá Íslandi í afmælið og einnig nokkr- ir frá París, en ég er mikið þar.“ Gígja hefur búið í Lúx- emborg frá 1994, en hún flutti frá Íslandi árið 1989 þegar hún fór í viðskipta- fræðinám í Bandaríkj- unum. Hún rekur fyrir- tækið Gia in Style. „Þetta eru eiginlega tvö fyrirtæki, í fyrsta lagi ráðgjafafyrirtæki þar sem við ráðleggjum fólki bæði um útlit og mannasiði, hvernig á að undirbúa sig fyrir atvinnuviðtöl og hvernig á að hegða sér á fundum og að virða kollega sína. Við erum reglulega með fyrirlestra í Háskólanum í Lúxemborg og líka fyrir fyrirtæki. Í öðru lagi erum við með módelskrifstofu, bæði fyrir tískuviðburði og t.d. auglýsingar og tískusýningar en svo erum við líka með fólk á okkar snærum til að vinna í móttökum fyrir ýmsa viðburði. Það er mikið að gera í því og við höfum verið mjög heppin með viðskiptavini og höfum verið að vinna með þeim aftur og aftur, eins og til dæmis Christian Dior og Chanel.“ Sjálf er Gígja ekki óvön módelstörfum, en hún varð fegurðar- drottning Íslands árið 1986 og vann aðeins við það eftir keppnina, þótt hún hafi síðan farið fljótlega í nám. „Það er æðislegt að vera með eigin rekstur, ég stofnaði fyrirtækið 2012 og það er farið að reka sig mikið sjálfkrafa. Ég vinn mikið með sama fólkinu og get unnið hvar sem er, frá Íslandi eða hvar sem er í heiminum. Það er aðallega ef það koma nýir viðskiptavinir sem ég þarf sjálf að vera á staðnum. Ég ferðast mikið, var t.d. að koma til baka frá Taílandi þar sem ég var á heilsuhóteli til að vera í góðu formi og fín fyrir fimmtugsafmælið.“ Synir Gígju eru Leó Þór 17 ára og Viktor Týr 10 ára. „Svo á ég eina prinsessu, hundinn minn sem heitir Tosca. Með blómlegt fyrir- tæki í Lúxemborg Gígja Birgisdóttir er fimmtug í dag Sumarleg Gígja Birgisdóttir. 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Þ órólfur Ágústsson fædd- ist 25. apríl 1928 í Stykk- ishólmi og ólst þar upp. Þórólfur lauk barna- skólanámi 1941 og var tvo vetur við nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og lauk þaðan lands- prófi 1947. Hann stundaði nám í Loftskeytaskólanum í Reykjavík og lauk prófi vorið 1948. Þórólfur var um tíma loftskeyta- maður á togara og stundaði ýmis störf til sjós og lands. Hann var gjaldkeri og fulltrúi kaupfélags- stjóra hjá Kaupfélagi Stykkishólms 1963-65 og rak útgerð og fiskverkun í félagi við aðra í Stykkishólmi 1965- 69. Þórólfur flutti með fjölskyldu sinni frá Stykkishólmi til Þorláks- hafnar 1970 þar sem hann gerðist útibússtjóri KÁ. Því starfi gegndi hann í tvö ár en tók þá við starfi úti- bússtjóra við kaupfélagsbúð KBB á Akranesi sem hann gegndi í fimm ár. Hann flutti með fjölskyldu sinni til Hafnarfjarðar 1977 þar sem fjöl- skyldan rak um tíma tvær kjörbúðir. Árið 1984 fluttu hjónin til Suður- eyrar í Súgandafirði þar sem Þór- ólfur starfaði sem útibússtjóri hjá Kaupfélagi Ísfirðinga 1984-85. Þá fluttu þau til Reykjavíkur þar sem hann starfaði hjá Goða á Kirkjusandi um tíma. Snemma árs 1986 tók hann Þórólfur Ágústsson, fyrrverandi verslunarstjóri – 90 ára Fjórir ættliðir Þröstur Þór Ágústsson, Þórólfur og Ágúst með óskírðan son Þrastar á sumardaginn fyrsta sl. Ávallt virkur í kórstarfi Systkinin Samankomin árið 1996 á ættarmóti en þá var Guðmundur, elsti bróðirinn, látinn og Hrafnhildur sem býr í Bandaríkjunum komst ekki. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.