Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Reykjavík Grágæs sem beið í polli hjá biðstöð Strætó við Miklubrautina sneri frá vagninum. Ef til vill áttaði hún sig á að þótt Strætó bjóði morgunhana velkomna þá gildir það ekki endilega um gæsir. Valli Á síðasta ári bilaði neyðarloka í dælustöð- inni við Faxaskjól með þeim afleiðingum að í tæpar þrjár vikur streymdi óhreinsað skólp í sjóinn við Æg- isíðu. Almenningi var hins vegar ekki greint frá biluninni fyrr en fréttir fóru að spyrjast út um óþrifnað í flæð- armálinu. Erfiðlega gekk að ná í Dag B. Eggertsson borgarstjóra enda vissi hann upp á sig skömm- ina. Dælustöðvarnar eru komnar til ára sinna og höfðu líka bilað á ár- unum 2014 og 2015. Endurnýjun óhjákvæmileg Í ágætri grein sem Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, ritaði í Fréttablaðið á sumardaginn fyrsta fjallar hann um fráveitukerf- ið sem var endurnýjað fyrir fjörutíu árum. Kveður Bjarni sýn okkar á umhverfismál hafa tekið stakka- skiptum síðan þá og segir meðal annars: „Fráveitukerfið er barn síns tíma og sem dæmi má taka að dælustöðvarnar tíu eru allar þannig að stöðvist dælurnar, til dæmis vegna rafmagnsleysis eða bilunar, þá opnast neyðarrás sem hleypir skólpinu beint í sjóinn, óhreinsuðu. Sama á við ef stöðva þarf dælingu vegna viðhalds eða endurbóta. Það er enginn varabúnaður sem tekur við. Ef neyðarrásin hleypti ekki skólpinu til sjávar myndi hækka í öllum lögnum og skólpið kæmi upp um klósett og niðurföll í þeim hús- um sem lægst standa.“ Er augljóst að Bjarni kallar eftir skýru umboði frá stjórnmálamönnum til að ráðast í endurnýjun á fráveitukerfinu. Aðeins „áform“ um hreinar strendur Nútíma dælustöðvum er ekki að- eins ætlað að halda strandlengjunni hreinni heldur jafn- framt að sía frá efni, svo sem örplast, sem við viljum alls ekki að fari í hafið. Ætla mætti að vilji væri til þess að samþykkja að ráðast nú þegar í endurnýjun dælu- stöðvanna. Svo er hins vegar ekki. Á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag hélt Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri áfram að tala um „áform“ borg- arinnar um hreinar strendur og „framtíðarsýn“. Engar ákvarðanir voru teknar um endurnýjun frá- veitukerfisins. Vildu frekar ylstrendur Á borgarstjórnarfundinum voru hins vegar til umræðu tillögur Dags um tvær nýjar ylstrendur í Reykja- vík. Eina við Skarfaklett og aðra við Gufunes. Á fundinum lýsti ég þeirri skoðun minni að nauðsynlegt væri að forgangsraða og að ég vildi sjá fjármunum varið í að laga fráveitu- kerfið og dælustöðvarnar, sér- staklega með tilliti til örplastsmeng- unar, áður en ráðist yrði í að útbúa nýjar ylstrendur. Þær gætu komið síðar. Það sorglega er að Dagur hafði sitt í gegn og að fulltrúar allra flokka, þar á meðal Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna, voru þessu samþykkir. Hver vill vera á móti yl- ströndum? Eftir Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörns- dóttur »Ætla mætti að vilji væri til þess að sam- þykkja að ráðast nú þegar í endurnýjun dælustöðvanna. Svo er hins vegar ekki. Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. sveinbjorgbs@reykjavik.is Soffía frænka: Hrein- ar strendur, ekki skítugar ylstrendurVið getum ekki leyft okkur að skipuleggja heilbrigðiskerfið út frá þörfum kerfisins sjálfs. Þarfir sjúkra- tryggðra – allra lands- manna – eiga alltaf að vera í forgangi. Við getum heldur ekki tek- ið ákvörðun um sam- eiginlega fjármögnun þjónustunnar til að mæta kröfum kerfisins en hlustað lítt á óskir þeirra sem þurfa að nýta sér þjónustuna. Sem samfélag eigum við ekki að hafa það sem sérstakt markmið að auka útgjöld til heilbrigðismála. Aukin lífsgæði með góðri öflugri heilbrigðisþjónustu fyrir alla er og á að vera markmiðið. Því miður virð- ist sem við missum sjónar á þessu í amstri dagsins og pólitískum deilum um hluti sem eru léttvægir í sam- anburði við heilsu og lífsgæði. Brenglun og engin vitglóra Ragnar Hall hæstaréttar- lögmaður fjallaði í nýlegri blaða- grein um þá brenglun sem hefur verið innleidd í íslenskt heilbrigð- iskerfi. Þrátt fyrir að hundruð landsmanna bíði eftir liðskiptaað- gerðum neitar ríkið að nýta sér þjónustu einkaaðila hér á landi og telur rétt, þrátt fyrir mun hærri kostnað, að senda fólk fremur úr landi til að gangast undir nauðsyn- lega aðgerð: „Ef þú ert til í að fara í aðgerð sem kostar 3 milljónir greiðum við hana að fullu. En ef þú ætlar að fara í slíka aðgerð hjá NN hér á landi, þá skaltu vita að við greiðum ekkert, enda þótt kostnaðurinn verði aðeins 1 milljón. Hver maður sér að ekki er vitglóra í svona kerfi.“ Það er ekki hægt að mótmæla fullyrðingu lögmannsins; það er engin vitglóra í þessu kerfi. Undir þetta tekur Steingrímur Ari Ara- son, forstjóri Sjúkratrygginga Ís- lands, í blaðagrein í Fréttablaðinu. Þar kemur fram að í byrjun ársins voru 1.100 einstaklingar á biðlista eftir liðskiptaaðgerð. Meðalbiðtím- inn er í raun 12-14 mánuðir, þar sem margir eru á bið- lista mánuðum saman eftir að komast á bið- lista! Þrátt fyrir óskir Sjúkratrygginga Ís- lands hafa stjórnvöld hafnað því að gerðir séu samningar við einkaaðila um gervi- liðaaðgerðir til að mæta þeirri þörf sem opinberir aðilar geta ekki sinnt. Stefnan er skýr að þessu leyti: Liðskiptaaðgerðir skulu aðeins verða í boði hjá stofnunum ríkisins. Þarfir hinna sjúkratryggðu eru settar til hliðar – kerfið er í for- gangi og þá er líkt og kostnaðurinn verði aukaatriði. Vanlíðan og kvalir sjúklinga gleymast. Þjóðhagslegt tap veldur litlum áhyggjum. Lausnin: Biðraðir? Í Sovétríkjunum sálugu voru bið- raðir hluti af daglegu lífi. Bíða þurfti eftir öllu, jafnvel eftir lífs- nauðsynjum í matvörubúðum. Al- menningur eyddi sínum tíma í bið- röðum. Í grámyglu biðraðanna var haft að orði að biðraðamenningin væri skynsamleg stefna stjórnvalda sem þannig losnuðu við að byggja elliheimili, því ævinni eyddi fólkið í að bíða. Varla dettur nokkrum manni í hug að sækja í smiðju Sovétríkj- anna við að skipuleggja heilbrigð- isþjónustu, en samt sem áður hefur kerfið ákveðið að fremur skuli byggt undir biðraðamenninguna en að nýta sér þjónustu einkaaðila sem uppfylla allar faglegar kröfur. Við þurfum að glíma við margar áskoranir við skipulag heilbrigðis- kerfisins. Þeim áskorunum er ekki hægt að mæta með því að lengja biðlista og jafnvel taka upp sérstaka biðlista eftir að komast á biðlista. Jöfnuður eykst ekki í biðröðum heldur þvert á móti. Misrétti verður meira og hinir efnameiri kaupa nauðsynlega þjónustu í öðrum lönd- um eða beint af einkaaðilum. Við Íslendingar höfum góða reynslu af samþættingu og sam- vinnu einkarekinna fyrirtækja og opinberra stofnana. Sérfræðilæknar starfa margir sjálfstætt, einkafyr- irtæki sinna forvörnum og endur- hæfingu, reka hjúkrunarheimili og sjálfstætt starfandi ljósmæður bjóða ungum mæðrum sína þjón- ustu. Einkaaðilar reka heilsugæslu- stöðvar þar sem ánægja viðskipta- vinanna er mikil. Þannig má lengi telja. En þrátt fyrir allt þetta er þjónusta þessara aðila gerð tor- tryggileg og í stað þess að nýta sér kosti einkarekstrar þar sem það er skynsamlegt, virðist sem kerfið sjálft hafi öðlast sjálfstætt líf. Þörf- um sjúkratryggðra er ekki mætt og biðraðir eru taldar æskilegri en að semja við einkaaðila um þjónustu. Afleiðingin er verra heilbrigð- iskerfi, minni jöfnuður, lakari sam- keppnishæfni heilbrigðiskerfisins til að laða að hæfileikaríkt starfsfólk og til framtíðar hærri kostnaður en ella. Gríðarleg hækkun útgjalda Samkvæmt fjárlögum síðasta árs var reiknað með að framlag ríkis- sjóðs til heilbrigðismála yrði tæpir 193 milljarðar króna. Samkvæmt fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir þingi er stefnt að miklum hækk- unum til heilbrigðismála allt til árs- ins 2023. Það ár verða útgjöld rík- isins rúmlega 56 milljörðum króna hærri á föstu verðlagi en á síðasta ári, eða 249 milljarðar. Hækkunin er tíu milljörðum hærri fjárhæð en heildarútgjöld vegna hjúkrunar og endurhæfingar á fjárlögum 2017. Ekki er óeðlilegt að útgjöld til heilbrigðismála hækki frá ári til árs, m.a. vegna fjölgunar landsmanna, breyttrar aldurssamsetningar, dýr- ari tækja og hærri launa heilbrigð- isstarfsmanna. En við getum spyrnt við fótum því það getur ekki verið að við ætlum að verja þessum auknu fjármunum í biðraðir. Eftir Óla Björn Kárason » Þarfir hinna sjúkra- tryggðu eru settar til hliðar – kerfið er í forgangi og þá er líkt og kostnaðurinn verði aukaatriði. Vanlíðan sjúklinga gleymist. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Biðraðir og kröfur kerfisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.