Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dekkjaverkstæði Mikið var að gera á verkstæðum í gær við hjól- barðaskipti, enda komið sumar. Mikið annríki hefur verið á dekkja- verkstæðum síðustu daga enda er orðið tímabært fyrir bílstjóra að láta skipta yfir á sumardekkin. Lögum samkvæmt eiga allir bílar að vera komnir af vetrardekkjunum 15. apríl en jafnan er veittur nokkurra daga frestur til að skipta yfir. Það getur til dæmis átt við úti á landi, en þar getur verið allra veðra von langt fram á vorið – og stundum hreinlega vetrarfæri eins og verið hefur austur á landi síðustu daga. Hinn 1. maí tekur gildi ný reglu- gerð og samkvæmt henni hækka sektir fyrir umferðarlagabrot veru- lega. Í dag þurfa ökumenn bíla sem eru á nagladekkjum að sumri að greiða 5.000 krónur í sekt fyrir hvern hjólbarða, en frá mánaða- mótunum verður upphæð þessi 20.000 krónur. „Ég finn á ökumönnum að þeir vilja ekki lenda í vandræðum vegna hærri sekta. Sekt upp á alls 80 þús- und krónur fyrir að vera á negldum dekkjum eftir að fresturinn er úti er ansi há upphæð, þú færð nýjan dekkjaumgang fyrir þann pening,“ sagði Ásgrímur Stefán Reisenhus á verkstæði N1 á Réttarhálsi í Reykjavík í samtali við Morgun- blaðið. Þar og á öðrum verkstæðum hefur verið mikið að gera síðustu daga og oft nokkur bið eftir þjón- ustu. sbs@mbl.is Hækkun sekta ýtir á ökumenn  Annríki á hjól- barðaverkstæðum 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Finna ekki samningsvilja  Ljósmæðrafélag Íslands og samninganefnd ríkisins funda á fimmtudaginn Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formað- ur kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki finna fyrir samningsvilja frá samninganefnd ríkisins í yfirstandandi kjaradeilu félagsins. „Við höfum ekki fengið neitt nýtt frá samninganefnd rík- isins og manni finnst maður ekki einu sinni hafa fundið fyrir samn- ingsvilja,“ segir Katrín í samtali við mbl.is. Samninganefnd ríkisins hef- ur boðað Ljósmæðrafélagið á fund klukkan 9:00 á fimmtudaginn í húsa- kynnum ríkissáttasemjara en ekk- ert hefur verið fundað síðan á mánudaginn fyrir viku. „Fundurinn með samninganefnd ríkisins á fimmtudaginn er það eina sem er í gangi, því miður,“ segir Katrín. Aðspurð segir hún að fulltrúar ljósmæðra mæti til fundarins, sem boðaður er af ríkissáttasemjara, í von um að einhver skref verði tekin þar í þá átt að finna lausn á kjara- deilunni en hún er ekki bjartsýn. „Ekki miðað við það sem á undan er gengið og vanvirðinguna sem hef- ur verið hingað til við þau störf sem við sinnum, þá reynir maður að gera sér ekki of miklar vonir en manni hættir auðvitað til að gera það og verða síðan fyrir sömu vonbrigðun- um. Við förum hins vegar vitanlega á fundinn í þeirri von að það komi fram einhver samningsvilji og virð- ingarvottur við okkar störf. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur gengið langt án þess að okkur sé einu sinni sýnd sú virðing að veita okkur al- mennilegt samtal.“ Allar 95 ljósmæður í heimaþjón- ustu lögðu niður störf í fyrradag og munu ekki mæta til starfa aftur fyrr en nýr samningur verður undirrit- aður. „Staðan hjá okkur er sú sama,“ segir Ellen Bára Valgerð- ardóttir, ljósmóðir á Landspítala og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu. „Það er enga heima- þjónustu að fá og við vitum ekki hvort eða hvað er að gerast hjá stjórnvöldum,“ segir Ellen og bætir við að hjúkrunarfræðingar í heima- þjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðranna. „Þær geta kannski tekið að sér að vigta nýburana og tekið blóðprufu úr hælnum á þeim en öðru geta þær ekki sinnt. Þær vinna þá bara undir heilsugæslu, fara á dagvinnutíma og geta ekki sinnt þessum fjölskyldum fyrir utan það eins og við gerum, um kvöld, helgar og jafnvel á nóttunni.“ mhj@mbl.is Karlmaður, sem sóttur var af þyrlu frá Land- helgisgæslunni í Heimaklett í Vestmannaeyjum snemma í gærkvöldi eftir að hann hneig með- vitundarlaus niður, er látinn. Þetta staðfesti lögreglan í Eyjum, í samtali við Morgunblaðið. Endurlífgunartilraunir voru gerðar á mann- inum á staðnum en þær reyndust árangurs- lausar. Maðurinn var svo fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum þar sem hann var úrskurð- aður látinn. Þyrlunni var lent á syllu í Heima- kletti en þannig varð aðkoman auðveldust. Maðurinn var í gönguferð með fleira fólki þegar hann hneig niður. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna, sem var heimamað- ur í Eyjum. Lést í göngu á Heimakletti í Eyjum Fjölmenni var á svonefndu Há- fjallakvöldi sem Vinir Vatnajökuls og Ferðafélag Íslands stóðu fyrir í gærkvöldi í Háskólabíói í samvinnu við Félag íslenskra fjallalækna. „Vatnajökull er undraveröld,“ segir Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir sem með Ólafi Má Björnssyni sýndi myndir úr Vatnajökuls- þjóðgarði, svo sem úr Vonarskarði, af Hvannadalshnjúki og Snæfelli. Þá sýndi Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins myndir af Vatna- jökli, en hann vinnur nú að ljós- myndabók um jökla og saman hafa þeir Tómas farið víða um Vatnajök- ulsslóðir. Margt hefur að undanförnu sett Vatnajökul í kastljós athyglinnar. Má þar nefna hræringar í Öræfajökli og Bárðarbungu og umsókn um skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Þykir svæðið eiga þangað fullt erindi, enda er jarðfræði þess einstök, eins og fram kom í máli Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings sem talaði á Háfjallakvöldi. Frásagnir úr einstökum undraheimi Morgunblaðið/Eggert Fundað var í gærkvöldi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og samninganefndar ríkisins, hjá ríkissáttasemjara. Ef ekki semst átti vinnustöðvun flugvirkjanna að hefjst kl. 7:30 nú í morgun. „Þetta er ekki búið og við eigum eftir að sitja hér eitthvað áfram,“ sagði Gunnar Rúnar Jónson, talsmaður flugvirkja, í samtali við Morg- unblaðið á ellefta tímanum. „Við erum vel settir í augnablik- inu því þyrlan sem við höfum til- tæka núna í útköll er í góðu standi og flugvirki í áhöfn má sinna ýmsu minniháttar viðhaldi á þyrlunum þó komi til vinnustöðvunar,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnisstjóri aðgerðasviðs hjá LHG. „Það segir sig hins vegar sjálft að við lendum fljótt í vandræðum komi til vinnu- stöðvunar og því vona ég að menn nái samningum. Ef ekki þurfum við að bregðast við með einhverju móti, svo við getum sinnt okkar skyld- um.“ sbs@mbl.is Fundað stíft í kjara- deilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.