Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vaxandi um-ræða er umþað hversu fjarlæg yfirvöld borgarinnar eru orðin þeim sem borga þeim launin og standa undir öllum huggulegheitunum sem þeir telja sig eiga skilið. Mán- uðum og misserum saman leita borgarbúar eftir fundi þeirra embættismanna sem líklegastir eru til að geta rétt þeirra hlut. Hvergi er raun- veruleg tengsl að fá. Höfuð- borgin var forðum tíð þekkt fyrir það hversu gott aðgengið var að embættismönnum á öll- um sviðum hennar, allt upp til borgarstjóra og einnig nán- ustu embættismanna hans. Og það voru borgarstjór- arnir sem settu fordæmin um þetta, því að þeim áttu borg- arbúar ótrúlega góðan að- gang. Í fimmaurabrandaratíð Jóns Gnarr sem borgarstjóra lokaðist allur slíkur aðgangur, enda kom það á daginn að hans hlutverk sem borgar- stjóra laut ekki að neinum stjórnunarlegum þáttum. Þótt hans skrifstofa hefði verið op- in einhverjum utan úr bæ, sem hún var ekki, þá hefði heim- sókn þangað með erindi ekki breytt neinu. Eftir Gnarr-sviðsetningu Samfylkingarinnar komu fulltrúar hennar loks fram fyrir tjaldið sem hafði skýlt henni í óvinsældum hennar. En aðgengi almennings í borginni að sínum hæst setta handlangara breyttist lítið sem ekkert við það. Almennir viðtalstímar borgarstjóra, voru áður tvisvar í viku og þá gjarnan við það miðað að borgarstjórinn næði að taka á móti 25 viðmælendum í hvorri setu. Þess á milli tók hann á móti aðilum sem þurftu lengra samtal og hugsanlega tiltekna embættismenn með. Þetta var auðvitað verkefni sem tók mikið á hvern þann sem fór með borgarstjóravaldið hverju sinni. En þessi aðgang- ur var ómetanlegur fyrir borg- arbúa af mörgum ástæðum. Það er enginn vafi á því að í þessu aðgengi að æðsta valda- manni borgarinnar fólst mikið aðhald að embættiskerfinu í heild. Sú staðreynd, að íbúar gátu eftir litla bið komist að borgarstjóranum sjálfum, varð til þess að æðstu embætt- ismenn, hver á sínu sviði, vönduðu sig og þeir vönduðu einnig lokasvar sitt við sann- gjörnu erindi borgaranna. Þeim var ljóst að þetta fyrir- komulag gerði áhugasömum og öflugum æðsta embættismanni borgarkerfisins færi á því að fylgj- ast grannt með því hvert viðhorf emb- ættismanna og þeirra undir- manna var gagnvart borgar- búum og hvort þjónustulund skipaði öndvegið eða óþurftar embættishrokinn. Og fyrir æðsta stjórnanda borgarinnar var þessi beina tenging ekki síður mikilvæg. Hann fékk til- finningu fyrir borgarrekstr- inum og hvort fólkið í borginni væri sátt eða ósatt beint í æð. Þessi beinu tengsl við borg- arbúa tóku að fjara út með R- lista í forystu í Reykjavík. Smám saman var það aðeins sérvalið lið sem komst í beint samtal við borgarstjórann og átti greiðan aðgang. Þá hófst hnignunin og afturförin. Borgarbúar taka vel eftir því hvað umgengni í borginni fer hratt aftur. Hve þjónustu- stiginu hnignar á flestum svið- um og framfarakrafturinn dvín. Borgarstjóri sem lokar að sér og skipar undirmönnum sínum að gefa sér vottorð um að verkefni borgarinnar, jafn- vel þau sem stærst eru í snið- um, heyri alls ekki undir hann, verður fljótt úti á þekju í borg- arrekstrinum, hvort sem hann snýst um stórt eða smátt. Hann fréttir síðastur manna af því sem aflaga fer, sér- staklega ef hann hefur vottorð um að þannig skuli það vera. Borgarstjórinn núverandi telur sig og sinn meirihluta síðustu átta árin hafa staðið fyrir að byggja þúsundir íbúða og úthluta aragrúa lóða þótt ekkert af slíku hafi gerst! Hann virðist leggja fram- kvæmdir að jöfnu við að hafa sagt reglubundið á blaða- mannafundum á þessum tíma að vilji stæði til að gera þetta. Hans mistök virðast felast í að sefja sjálfan sig í þeirri trú að reglubundin glærusjó um skipulagsmál, lóðir og bygg- ingar, sem „RÚV“ trúir eins og aðrir trúðu fréttum um ný föt keisara forðum, væru ígildi framtaks og fullgerðra verka. Sú sefjun hefur líka orðið til þess að nú þegar hann endur- tekur loforðin frá 2010 og 2014, sem komust aldrei lengra en í glærusjóið, þá sé enn nóg að gert. En það býr ekki einn einasti maður í þess- um glærum, nema sá eini sem er svo glær að trúa því að í þeim sé fólginn handfastur veruleiki. Borgaryfirvöld hafa brugðist Reykvíkingum, svikið loforð og þrengt þeirra kost} Svikin loforð frá 2010 og 2014 endurútgefin N ú styttist óðfluga í það, að 148. löggjafarþingi ljúki. Einungis 18 starfsdagar eru eftir í þinginu fyrir sumarfrí. Það er mér þungbært að horfast í augu við þá staðreynd að það hefur akkúrat ekkert verið gert á þingvetrinum til að koma til móts við þá sem höllustum fæti standa. Hver hefði trúað því miðað við öll fögru fyr- irheitin í aðdraganda kosninganna sl. haust að loforðsgjafarnir sem nú sitja í ríkisstjórn, skyldu fótum troða eigin loforð grímulaust. Í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, eru enn tæplega 10% íslenskra barna sem líða mismikinn skort. Í hennar boði er enn áfram- haldandi skattlagning fátæktar. Í hennar boði eru öryrkjar enn skertir krónu á móti krónu. Í hennar boði búa tugir þúsunda Íslendinga við fram- færslu sem er langt undir framfærsluviðmiðum velferð- arráðuneytisins. Haldið í fátæktargildru sem er svo rammger að enginn möguleiki er, að losna úr henni. Á toppi hagsveiflunnar Við þekkjum öll frasana um hagsveifluna og góðærið. Allt gengur svo frábærlega vel, hér drýpur smjör af hverju strái. Við sláum algert met í góðæri og velmegun þjóðarinnar hefur aldrei verið meiri. Nei, hér verð ég að stoppa, get ekki haldið áfram því ég veit svo miklu bet- ur. Jú, að vísu er satt að smjörið drýpur af hverju strái en þau strá eru eyrnamerkt þeim örfáu prósentum ein- staklinga sem eiga nánast allan þjóðarauð- inn. Þrátt fyrir að vita betur standa ráða- menn fyrir framan þúsundir fátækra kjósenda sinna og hika ekki við að segja það blákalt upp í opið geðið á þeim að þeir hafi það frábært. Allt sem þarf er viljinn Margt af þvi sem stjórnvöld geta tekið til bragðs strax hefur engin aukin útgjöld í för með sér fyrir ríkissjóð en gjörbreytir að- stæðum þeirra sem eru í efnahagslegri neyð og berjast fyrir tilverunni hvern einasta dag. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að setja stopp á skattlagningu fátæktar. Einstaklingar með milljón/ir á mánuði þurfa t.d. ekki á því að halda að fá persónuafslátt heldur má færa hann yfir til þeirra sem haldið er undir framfærsluviðmiðum velferð- arráðuneytisins og svo sannarlega þarfnast hans. Með þessu móti tekist að koma skattleysismörkunum yfir 300 þúsund kr. hjá lægst launuðu tekjuhópunum. Það er kominn tími til að setja fólkið í fyrsta sæti. Með því að stjórnvöld forgangsraði verkefnum í þágu þess, þá gefa þau ekki einungis nýja von heldur nýtt líf. Það er enn tími til að framkvæma. Það er óafsakanlegt að bæta ekki kjör þeirra verst settu strax. Þau geta ekki beðið eftir réttlætinu á meðan þingheimur fer í sumarfrí. Inga Sæland Pistill Kosningasvik Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tryggja á með markvissarihætti en verið hefur að fólkisé hvorki mismunað né þaðáreitt á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisupp- runa, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kyn- hneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Þetta er markmið frumvarps félags- og jafnréttis- ráðherra um jafna meðferð á vinnu- markaði. Það er nú til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd ásamt öðru frumvarpi um skylt efni, jafna meðferð óháð kynþætti og þjón- ernisuppruna. Bæði málin eru end- urflutt. Þorsteinn Víglundsson, þá- verandi félags- og jafnréttisráðherra, lagði þau fram í fyrra en ekki tókst að afgreiða þau fyrir kosningar. Undir- búningurinn á sér þó miklu lengri sögu. Eftir mikið samráð og und- irbúning hófst vinna við gerð frum- varpsins um jafna meðferð á vinnu- markaði vorið 2012. Í umsögnum við frumvarpið um jafna meðferð á vinnumarkaði er markmiðum þess fagnað þó einnig séu gerðar fjölmargar athugasemdir við skilgreiningar og einstök ákvæði um framkvæmdina. Fram kemur að reglurnar verði íþyngjandi fyrir fyr- irtæki og stofnanir. Gert er ráð fyrir að Jafnréttisstofa fái umtalsvert eft- irlitshlutverk. Um er að ræða lögfestingu meg- inreglna um þessi málefni í tilskip- unum Evrópusambandsins og er gert ráð fyrir að frumvarpið um jafna meðferð á vinnumarkaði taki gildi í sumar, nema ákvæði sem snýst um bann við mismunandi meðferð á vinnumarkaði á grundvelli aldurs en það á að taka gildi í júlí 2019. Lögfestingin mun efalaust hafa verulegar réttarbætur í för með sér en einnig umtalsverð önnur áhrif. ,,Með frumvarpinu er veitt í fyrsta skipti hér á landi aukin réttarvernd þeim einstaklingum sem telja sér mismunað á vinnumarkaði á grund- velli annarra ástæðna en kyns,“ segir í greinargerð þess. ,,Mögulegt er að dómsmálum fjölgi verði frumvarpið lögfest, svo sem hvað varðar bann við mismunun í starfi og við ráðningu og í tengslum við laun og önnur kjör,“ segir þar ennfremur. Samband ísl. sveitarfélaga gerir mjög ítarlegar athugasemdir við frumvarpið, lýsir stuðningi við mark- mið um að eyða allri mismunun en gagnrýnir einnig fjölmörg atriði frumvarpsins, ekki síst hversu hug- tök um fötlun og skerta starfsorku eru útvíkkuð. Heldur sambandið því m.a. fram að vegna óskýrleika áform- aðra lagaákvæða ,,og skorts á grein- ingu á áhrifum þeirra, blasir við að réttarþróun eftir lögfestingu verði drifin áfram af kærum og dóms- málum. Málin verða án efa fremur fleiri en færri, þar sem jafnvel tugmillj- ónaútgjöld geta hlotist af hverju m.a. að teknu tilliti til fordæmisgildis.“ Í umsögn sambandsins segir að í nágrannalöndum, m.a. í Danmörku, hafi innleiðing á umræddum greinum sáttmálans verið talin verulega íþyngjandi fyrir bæði opinbera geir- ann og einkageirann. ,,Er staðan þar í landi sú að frumvarp um bann við mismunun vegna fötlunar hefur ekki fengist lagt fram á danska þinginu vegna ágreinings um það hvaða af- leiðingar ákvæði sáttmálans um við- eigandi aðlögun muni hafa í för með sér,“ segir í umsögn þess. Öryrkjabandalagið kom ekkert að gerð frumvarpsins og gagnrýnir m.a. skilgreininguna á hugtakinu fötl- un. Standi textinn í greinargerð frumvarpsins óbreyttur „gæti það haft þau áhrif að réttur einstaklinga til verndar á vinnumarkaðnum verði síðri hér á landi en á innri markaði Evrópu,“ segir ÖBÍ. Aukin réttarvernd drifin áfram af kærum? Morgunblaðið/Eggert Á vinnustað Bann við mismunun samkvæmt frumvarpinu snýr að aðgengi að störfum, framgangi í starfi, námi og starfsráðgjöf og starfskjörum o.fl. Að mati Sambands ísl. sveitar- félaga virðist vera stefnt að óvenju víðtækri innleiðingu á skyldu atvinnurekenda til að gera viðeigandi ráðstafanir í frumvarpinu um jafna meðferð á vinnumarkaði. Skilgreining Evrópuréttar á „fötlun“ sé t.d. til muna víðtækari en viðtekinn skilningur hérlendis. Í Bretlandi sé hlutfall fatlaðs fólks af heild- arfjölda á vinnumarkaði 18%. Einstaklingar með skerta vinnu- getu geti skv. frumvarpinu virkj- að skyldu atvinnurekenda til að gera viðeigandi ráðstafanir en engin greining hafi farið fram á þessu. Líklegt sé „að þróunin hérlendis muni verða á sama veg og sjá má í Bretlandi. Af því má draga upp þá mögulegu sviðsmynd að þegar áformuð lög verða komin til fram- kvæmda hérlendis (að ein- hverjum árum liðnum) muni allt að því fimmti hver einstaklingur á vinnumarkaðsaldri geta kallað eftir því að skylda skv. 10. gr. frv. verði virkjuð.“ Óvenju víð- tæk innleiðing SAMBAND SVEITARFÉLAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.