Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 ✝ Ólöf Magnús-dóttir fæddist að Hamraendum í Stafholtstungna- hreppi í Mýrasýslu 23. apríl 1944. Hún lést á dvalarheim- ilinu Eir 11. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru Magnús Kristberg Guð- mundsson, f. 17.8. 1917, d. 21.1. 2007, og Sesselja Sigurðardóttir, f. 15.5. 1919, d. 1.1. 2002. Systkini Ólafar eru Guðmundur Valur og Krist- björg. 21.9. 1963 kvæntist Ólöf Hilmari E. Guðjónssyni, 15.11. 1938. Synir þeirra eru: 1) Magnús Guðjón, f. 28.12. 1963, 2005. Ólöf söng meðal annars í Dómkórnum, Óratoríukór Dóm- kirkjunnar, Kór Söngskólans í Reykjavík, Selkórnum, Pólýfón- kórnum og Kór Garðakirkju. Hún stofnaði Landsbankakórinn ásamt vinnufélögum og stjórn- aði honum fyrstu tvö árin. Ólöf sat meðal annars í stjórn Dóm- kórsins, en þar var hún formað- ur í tvö ár, og í stjórn Pólýfón- kórsins. Ólöf var virk í félags- starfi KFUK og Kristniboðs- sambandsins, tók þátt í stofnun kvennadeildar Gideon og sat í stjórn Samtaka sykursjúkra. Einnig sat hún í gegnum tíðina í ýmsum nefndum og ráðum. Ólöf bjó í Reykjavík til 1970, á Sel- tjarnarnesi til 1978, Garðabæ til 2007, á Hellu til 2016, og síðustu ár á dvalarheimilinu Eir. Útför Ólafar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 25. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. börn hans eru Ólöf Sunna, Hilmar Örn, Hekla Sóley og Ævar Magnús. 2) Haukur Hilmars- son, f. 13.3. 1972, kvæntur Helgu Maríu Finnbjörns- dóttur, f. 29.5. 1980, börn þeirra eru Heiðar Darri, Finnbjörn Orri og Sveinn Magnús. Ólöf tók gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla verknáms. Ólöf stundaði nám í Bankamanna- skólanum og söngnám hjá Guð- rúnu Á. Símonar í Söngskól- anum í Reykjavík. Hún sótti auk þess söngnámskeið hjá ýmsum söngkennurum. Ólöf starfaði í Landsbanka Íslands frá 1974 til Ég vil með örfáum orðum minnast Ólafar Magnúsdóttur. Kynni okkar Ólafar voru nú að- allega í tengslum við Landsbanka- kórinn, en hún átti allan heiðurinn af því að stofna þann kór á árinu 1989 og stjórnaði honum fyrstu árin, til ársins 1992. Hún var góð- ur sópran og söng með kórnum eftir það. En kórinn starfaði alveg fram til ársins 2003. Á meðan Ólöf stjórnaði kórnum var maður hennar Hilmar stoð hennar og stytta og sá um píanó- undirleikinn og jafnvel útsetning- ar á ýmsum lögum. Margs er að minnast frá þess- um árum. Til dæmis er minnis- stæð ferð til Akureyrar 1990 og árshátíð FSLÍ á Broadway sama ár, þegar við sungum nokkur Bítlalög og Ólöf fékk þá Val Arn- þórsson bankastjóra til þess að syngja einsöng í laginu Michelle, sem hann gerði með miklum ágætum. Og svo er einnig minnisstætt þegar við sungum í Laugardals- höllinni í upphafi handboltaleiks milli Íslands og Hollands þjóð- söngva beggja landa og höfðum bara eina viku til að æfa okkur. „Við bara gerum þetta,“ sagði Ólöf. Íslenski þjóðsöngurinn var auðveldur. Það var hins vegar verra með þann hollenska. Hann höfðum við aldrei heyrt og engar upptökur fundust og engar al- mennilegar nótur voru til. Við fengum bara textann og laglínuna á smá bleðli og svo þurfti að koma þessu saman. Lagið þurfti nefni- lega að passa við þennan torkenni- lega texta. En Ólöf var nú ekkert hrædd við þetta og með aðstoð Hilmars tókst þetta svo vel að Hollendingarnir klöppuðu óspart. Hollenska sjónvarpið var með beina útsendingu frá leiknum til Hollands, þannig að þessi nýja út- gáfa Ólafar og Hilmars af hol- lenska þjóðsöngnum fór beint yfir hafið! Landsbankakórinn heimsótti flest útibú bankans og allmörg dvalarheimili víðs vegar um landið og við fórum meira að segja á kóramót í Svíþjóð með viðkomu í Kaupmannahöfn og sungum þar í Jónshúsi. Allt kostaði þetta pen- inga. Við fengum að vísu styrk frá bankanum gegnum starfsmanna- félagið en meira þurfti til, svo að Ólöf, sem þá var formaður kórs- ins, dreif í því að selja flíspeysur, dúkkur, lopapeysur, ýsuflök o.fl. og svo opnuðum við verslun í Kolaportinu eina helgi og þar var Ólöf aðalverslunarstjórinn. Ólöf var nefnilega „sölumaður af Guðs náð“, alveg ófeimin, jákvæð og mjög sannfærandi. Hún var sann- kölluð „Pollýanna“. Við sem vor- um í Landsbankakórnum stönd- um í mikilli þakkarskuld við hana Ólöfu, því að þessi ár voru bæði skemmtileg og gefandi. Hilmari og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Kristinn B. Þorsteinsson. Það er sárt að sakna og það er tómleg tilfinning að geta ekki leng- ur gengið að elskulegri Ólöfu vin- konu okkar vísri. Í huganum eigum við sterkar og fagrar myndir. Við kynntumst í Landsbankanum í Austurstræti. Unnum þar saman í verðbréfadeildinni. Allar ungar konur og á því æviskeiði að vera að kynnast verðandi mökum, mynda heimili, eignast börn, mennta okk- ur og læra á lífið og tilveruna. Við fórum að hittast reglulega heima hjá hverri annarri. Frá upphafi fór lítið fyrir handavinnu á þessum samveru- stundum okkar og það hefði verið algjört rangnefni að kalla okkur saumaklúbb. Því varð heitið Bankaklúbburinn fyrir valinu og hefur hann nú starfað í full 40 ár. Það er dýrmætt að eignast ungur svona góða vini og fá að vera sam- ferða þeim. Líf Ólafar snerist um að hlúa að og gæta þeirra sem í kringum hana voru og sá hópur var stór. Hann takmarkaðist ekki við fjöl- skyldu hennar, þar fóru einnig kórfélagar hennar í Pólýfónkórn- um, Landsbankakórnum, starfs- félagar, vinir og vandalausir. Með einlægni sinni lét hún hvern og einn finna að hún eða hann skipti hana máli. Gleðistundirnar með Ólöfu voru margar og ljúfar. Henni fannst mjög oft vera tilefni og ástæða til að gleðjast. Stórir jafnt sem smáir áfangar í lífinu voru til- efni til að fagna. Hún gerði alla áfanga að merkum atburðum. Þegar þessi góða kona er kvödd er hugurinn fullur af þakklæti fyr- ir samleið í kærleika og gleði. Viðhorf hennar mótuðust af kristnum gildum og virðingu fyrir hinu besta í fari manna. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim. Við skynjum fátt en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó. Að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir) Megi mildin hennar Ólafar lýsa okkur sem sárt söknum hennar. Einlægar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Guðrún, Guðlaug, Steinunn og Helga. Í dag er til moldar borin elsku- leg vinkona okkar til áratuga. Ólöf var hávaxin, glæsileg, söngelsk og félagslynd. Hún sinnti aðaláhuga- máli sínu, söngnum, af miklum áhuga, en hún söng í kórum alla tíð, stórum og smáum. Hilmar maður hennar er ágæt- ur píanóleikari og var henni stuðn- ingur í ýmsum kórum sem undir- leikari. Lengi söng Ólöf í Pólýfónkórn- um, þau hjón fóru margar ferðir innanlands og utan með kórnum. Einnig söng hún um áraraðir í Dómkórnum. Ólöf var trúuð og þau hjón störfuðu með KFUM og KFUK alla tíð. Síðustu árin söng Ólöf, og stjórnaði um tíma, Landsbanka- kórnum og lét félagsstarf þar sem og hinna kóranna sig mjög varða. Þegar minnst er á Landsbankann verður að nefna að þar starfaði Ólöf alla sína starfsævi sem og María æskuvinkona hennar. Í kringum þessar tvær konur myndaðist vinkvennahópur sem hefur verið í saumaklúbbi frá byrjun áttunda áratugarins. Fé- lagsskapur okkar var allur á létt- ari nótunum. Ekki var alltaf mikið prjónað eða saumað en því meira skrafað og spjallað. Stundum langt fram á nótt þótt allar værum við með lítil börn og vinnu að morgni. Eiginmenn okkar urðu smám saman hluti af hópnum og margar skemmtilegar samveru- stundir áttum við saman. T.d. skráði Ólöf okkur vinkonurnar í spurningakeppni í útvarpinu und- ir nafninu Sjöstjarnan. Undanfarin misseri hafa reynst Ólöfu erfið þegar heilsan fór að bila allt of snemma. Ólöf Magnúsdóttir ✝ Svava Felix-dóttir fæddist í Reykjavík 3. apríl 1922. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. apr- íl 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðmunda Jóhannsdóttir, hús- móðir, f. 28.3. 1898, d. 6.5. 1990, og Fel- ix Jónsson, yfirtoll- vörður, f. 26.4. 1895, d. 29.3. 1978. Svava ólst upp á Baldursgötu 7, Reykjavík, í húsi þar sem margir úr fjölskyldunni bjuggu. Systkini Svövu: 1) Hanna Felixdóttir, f. 23.7. 1929. 2) Gylfi Felixson, f. 22.10. 1939, d. 2.5. 2007. 3) Grétar Felix Felixson, uppeldisbróðir, f. 7.6. 1947. Svava giftist Agnari Ívars, hús- gagnabólstrara, 1953, f. 17.2. 1917, d. 26.6. 1987. Þau áttu tvö börn, þau slitu samvistum. 1) Jón, f. 27.5. 1954, kvæntur Guðlaugu Björgvinsdóttur, f. 23.9. 1957. Börn þeirra eru Ari, f. 2.10. 1983, dóttir hans er Gabríela Bríet, f. 25.2. 2016, og Rúnar, f. 20.4. 1993. 2) Guðrún, f. 21.12. 1955, gift Zophaníasi Þ. Sigurðssyni, f. 11.8. 1955. Börn þeirra eru Svava, f. 15.7. 1981, gift Viðari Ben Teits- syni, f. 5.4. 1983, börn þeirra eru Óliver Ben, f. 28.5. 2007, og Þorkell Máni, f. 3.6. 2010, og Eva, f. 12.6. 1988, sambýlismaður Sigurjón Hávarsson, f. 11.3. 1985. Svava stundaði nám við Kvennaskólann í Reykja- vík. Seinna fór hún á húsmæðra- skóla í Danmörku. Síðar stundaði hún nám í tollskólanum. Svava starfaði lengst af, eða í um 40 ár, á skrifstofu Tollstjóra. Á yngri árum sínum ferðaðist hún mikið sumar og vetur um landið með Farfuglum. Seinna meir hafði hún unun af ferðalögum um heiminn. Svava gat haldið heimili fyrir sjálfa sig þar til fyrir tæpu ári að hún fluttist á Dvalarheimilið Grund. Útför Svövu fer fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ í dag, 25. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Tengdamóðir mín, Svava Felix- dóttir, er látin 96 ára gömul. Það sem stendur upp úr þegar ég hugsa um Svövu er hvað hún var góð manneskja og umhyggju- söm. Þau voru ófá skiptin sem hún bjargaði málunum þegar það vantaði pössun fyrir barnabörnin. Hún var alltaf boðin og búin að aðstoða við það og hvað annað sem kom uppá í lífsins amstri. Hún var tilfinninganæm og táraðist iðulega yfir sorglegum bíómyndum en hún var mikil áhugamanneskja um kvikmyndir og var vel að sér um Hollywood-leikarana. Ein af mínum fyrstu minningum um Svövu er þar sem hún situr í stól inni í stofu í Bólstaðarhlíð og talar af hrifningu um Shirley MacLaine í Irma la Douce. Það var líka svolítill töffari í Svövu. Hún var góður bílstjóri og keyrði bíl þar til hún var orðin 88 ára. Hún ferðaðist um landið þvert og endilangt á sínum yngri árum með Farfuglum og lenti í ýmsum ævintýrum með þeim, bæði í skíðaferðum á Kolviðarhóli og gönguferðum um fjöll og firnindi. Í þessum ferðum voru gítarar iðulega með í för og Svava var ein af þeim sem spiluðu á gítar og sungu. Þessi ár voru góður tími í lífi Svövu og hún talaði oft um þessar ferðir með Farfuglum. Svava giftist Agnari Ívars hús- gagnabólstrara og þau eignuðust tvö börn. Þeirra leiðir skildi en þeim lánaðist að halda góðum vin- skap. Á þessum tíma hefur ekki verið auðvelt að vera ein með tvö börn en Svövu tókst með dugnaði að koma undir sig fótunum og eignast sína eigin íbúð. Þótt Svava væri komin með fjölskyldu og ferðaðist ekki lengur um landið með Farfuglum dofnaði ferðaáhuginn ekki og átti hún eftir að fara margar ferðir til útlanda með góðum vinkonum og fjöl- skyldunni. Annað áhugamál Svövu var tónlistin. Hún átti gott safn af plötum og setti þær oft á fóninn. Hún hafði mjög gaman af klassískri tónlist og sótti óperur og aðra tónlistarviðburði eins oft og hún gat. Margar góðar minningar koma upp í hugann núna þegar ég kveð tengdamóður mína en efst í huga mér er þakklæti. Hvíl í friði. Guðlaug Erla Björgvinsdóttir. Þegar ég kynnist Svövu, verð- andi tengdamömmu minni, er ég bara unglingur. Hún tók mér ákaflega vel og var okkur alla tíð vel til vina. Hún sagði okkur til með margt eins og ungt fólk þarf á að halda þegar það er að halda saman út í lífið. Svava var mikið fyrir ferðalög og alla útivist. Hún var í Farfugl- unum, ferðaðist mikið með þeim félagsskap sumar og vetur og margar sögurnar sagði hún af ferðum og dvöl á Kolviðarhóli sem var skíðasvæðið sem hún stund- aði. Ég man eftir einni sögu af ferð- um hennar þegar hún fór með Páli Arasyni í hópferð á einhverjum fjallatrukk og var það í fyrsta sinn sem farin var Gæsavatnaleið á slíku ökutæki. Þannig var hún framan af upp um öll fjöll með vinahópnum. Þegar við Guðrún eignumst börn var hún heldur betur stoð og stytta því ekki var gengið að leik- skólaplássum. Þegar hún var komin að starfs- lokum og hætt að vinna stóð hún heldur betur vaktina hér á heim- ilinu að sækja Evu í leikskólann og vera til staðar fyrir barnabörnin sín. Þannig studdi hún okkur svo við gætum bæði verið útivinnandi. Eins var hún til staðar að svo mörgu leyti fyrir Svövu eldri dótt- ur okkar. Einhverju sinni er Svava var að syngja eftir leikskóla „Hald- iði ekki að Halli komi á grúfunni á heljarstökki framaf einni þúfunni“ þá spurði hún í undrun kannt þú þetta? Þessi vísa varð til í einni ferðinni hjá okkur Farfuglunum. Síðar áttum við eftir að eiga mörg fríin saman í sumarbústöð- um innanlands og í sólarlanda- ferðum, aka um Evrópu og dvelja nokkrum sinnum á Ítalíu. Eignast þar innlenda vini. Sambönd sem enn halda og eru börn þeirra tekin við. Voru margir vinafundir hér heima og á Ítalíu. Eiginleikar hennar í samskiptum nutu sín vel í þessum vinskap eins og öðrum. Ég hef oft hlegið þegar menn eru með tengdamömmusögur og brandara því ég hef alltaf átt fé- laga og vin í minni tengdamömmu og ekki fundið fyrir öðru. Fyrir um það bil tveimur vikum héldum við upp á 96 ára afmælið með öllum nánustu ættingjum og þú varst svo ánægð með daginn eins og við öll. Þá vissi ég ekki hve stutt var í leiðarlok. Ég þakka mikið fyrir að hafa átt þig að í svo langan tíma. Hvíl í friði, mín kæra. Þinn tengdasonur, Zophanías Þ. Sigurðsson. Hvíldin er komin og kærkomin hún er líkaminn þreyttur og sálin þín frjáls. Elskuleg kona kveður og fer í Sumarlandið sæta og tekur til máls. Elsku amma okkar Svava. Þær voru ófáar sögurnar sem þú sagðir okkur, sumar oftar en aðrar og margar voru þær þar sem engu smáatriði var sleppt. Núna um daginn kom ný saga sem við höfð- um aldrei heyrt áður en hún var frá fermingardegi þínum á fyrri hluta síðustu aldar. Stórskemmtileg saga þar sem þú gerðir þitt allra besta til að af- stýra stórslysi. Við hlógum mikið að þessu og þá sérstaklega af því að undanfar- ið komu ekki alltaf réttu orðin hjá þér og í þessu tilfelli var sagan um kórstjóra sem reyndist svo vera ungur myndarlegur prestur. Þú varst okkur sem önnur mamma enda passaðir þú okkur oft sem börn og hugsaðir um okk- ur heilu dagana. Það var alltaf hægt að stóla á þig með aðstoð í dönsku á skóla- árum því áhugi þinn á Danmörku og dönsku konungsfjölskyldunni var vel þekktur meðal fjölskyldu og vina. Núna um daginn á 96 ára af- mælinu þínu varst þú með dönsku blöðin uppi eins og svo oft áður og sagðir okkur hvað væri að frétta í Danaveldi. Þú kenndir okkur svo margt og vildir allt fyrir okkur gera og gerðir það. Nú ert þú komin til þinna í ró og betra líf. Við geymum allar fallegu minningarnar um þig í hjörtum okkar, söknum þín og hugsum til þín. Það eru forréttindi að hafa átt langt og gott líf eins og þú. Hvíldu í friði, elsku amma, þangað til næst. Svava, Eva, Ari og Rúnar. Svava Felixdóttir  Fleiri minningargreinar um Svövu Felixdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN T. JÓNSDÓTTIR lyfjafræðingur, Bjarmalandi 21, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 26. apríl klukkan 13. Ingólfur Lilliendahl Kristján Lilliendahl Guðrún Marinósdóttir Guðný Lilliendahl Kjartan Lilliendahl Sigríður Bragadóttir Hörður Lilliendahl Elva Bredahl Brynjarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu Vestmannaeyinga og fólks um land allt sem hefur sýnt okkur umhyggju og góðvild við fráfall ástkærs sonar okkar, föður og bróður, BREKA JOHNSEN, Höfðabóli, Vestmanneyjum. Góður Guð varðveiti ykkur. Halldóra Filippusdóttir Árni Johnsen Eldar Máni Brekason Helga Brá Árnadóttir Þórunn Dögg Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.