Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.04.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 Lögreglan í Toronto yfirheyrði í gær 25 ára gamlan Kanadamann sem var handtekinn og ákærður fyrir að hafa orðið a.m.k. tíu manns að bana með því að aka sendiferðabíl á vegfar- endur. Fimmtán til viðbótar særðust í árásinni. Lögreglan sagði að svo virtist sem maðurinn hefði ekið á fólkið af ásettu ráði en ekki væri vitað hvers vegna hann gerði það. Ekki hafa komið fram neinar vísbendingar um að árásin tengist hryðjuverka- starfsemi eða öfgasamtökum. Árásarmaðurinn heitir Alek Min- assian og hafði ekki komist í kast við lögin fyrir árásina. Maðurinn gekk áður í framhalds- skóla fyrir nemendur með sérþarfir, að sögn kanadískra fjölmiðla. Fyrr- verandi bekkjarfélagar hans sögðu að hann hefði verið „félagslega heft- ur“ – átt erfitt með að tala við fólk, verið með ósjálfráðar hreyfingar eða kippi í höndum og höfði – en verið snjall tölvumaður. Nokkrir þeirra sögðu að hann hefði verið vingjarn- legur og aldrei lent í neinum alvar- legum deilum. Einn þeirra sagði að Minassian hefði ekki kunnað að aka bíl þegar hann var í skólanum og kvaðst ekki geta trúað því að hann hefði framið verknaðinn. Enginn veit til þess að hann hafi tengst ein- hverjum stjórnmálahreyfingum eða trúarbrögðum, að sögn kanadískra fjölmiðla. bogi@mbl.is Heimildir og myndir: AFP Photo/Anne-Christine Poujoulat/Tobias Schwarz/Ahmad Gharabli/ITN/Odd Andersen/Daniel Leal-Olivas/Javier Soriano/Don Emmert/MariusBecker/dpa/LarsHagberg Helstu árásir sem gerðar voru með því að nota bíla til að valda manntjóni af ásettu ráði Mannskæðar árásir með bíla að vopni undanfarið ár London LondonStokkhólmur 7. apríl 2017 Vöruflutningabíll Árásarmaður ók á vegfarendur á verslunargötu og síðan á verslunarhús 5 létu lífið Um 15 særðust Árásarmaðurinn: Rakhmat Akilov úsbeskur hælisleitandi Var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina 3. júní Sendiferðabíll Óku á vegfarendur á London Bridge og stungu fólk með hnífum á nálægum útimarkaði 4 í ákeyrslunni 4 til viðbótar í hnífaárásinni Lögreglan skaut 6 þeirra til bana og handtók 4. Tveir aðrir dóu í sprengingu í húsi nálægt Barcelona 19. júní Sendiferðabíll Ók á múslíma fyrir utan mosku Handtekinn og ákærður fyrir morð og morðtilraunir. Dæmdur í lífstíðarfangelsi í febrúar sl. Um 50 Um 10 1 Khuram Butt (breskur) Rachid Redouane (frá Marokkó og Líbíu) Youssef Zaghba (frá Ítalíu og Marokkó) Darren Osborne breskur Barcelona 17. ágúst Sendiferðabíll Ekið á vegfarendur á Römblunni, fjölförnustu götu Barcelona, og síðan á fólk í strandbænum Cambrils 16 Rúmlega 100 Flestir árásarmennirnir voru frá Marokkó og höfðu búið á Spáni Fékk skot í kviðinn í skotbardaga við lögreglu. Er í fangelsi og hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk 31. október Flutningabíll Ekið á hjólreiðamenn, gangandi vegfarendur og skólabíl 8 Rúmlega 10 Sayfullo Saipov úsbeskur New York Toronto, Kanada Var handtekinn á staðnum 23. apríl Sendiferðabíll Ekið á hóp gangandi vegfarenda A.m.k. 10 Um 15 Alex Minassian frá útborg Toronto Münster, Þýskalandi 7. apríl 2018 Sendiferðabíll Ekið á viðskiptavini sem sátu við útiborð veitingahúss Fyrirfór sér með byssu í bílnum 2 Um 20 Gekk undir nafninu Jens R. þýskur Óljóst hvað morðingjanum gekk til  Ekkert bendir til þess að árásarmaðurinn í Toronto tengist hryðjuverka- eða öfgasamtökum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Emm- anuel Macron Frakklandsforseta eftir viðræður þeirra í Hvíta húsinu í gær að Kim Jong-un, leiðtogi ein- ræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu, væri „mjög heiðvirður“. Hann gagn- rýndi hins vegar samninginn við klerkastjórnina í Íran um kjarnorku- áætlun hennar og sagði að hann væri „brjálæðislegur“. „Við eigum núna mjög góðar við- ræður við hann,“ sagði Trump um fyrirhugaðan leiðtogafund sinn með Kim Jong-un sem ráðgerður er fyrir lok júnímánaðar. „Hann hefur verið mjög hreinskilinn, að ég tel – mjög heiðvirður.“ Trump sagði að N-Kóreumenn yrðu að afsala sér kjarnavopnum og kvaðst vera tilbúinn að slíta viðræð- unum ef þær bera ekki árangur. „En ég tel að við höfum tækifæri til að gera eitthvað mjög sérstakt.“ „Fáránlegur“ samningur Forsetinn fór hörðum orðum um samning sex ríkja – Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rúss- lands og Þýskalands – við Íran frá árinu 2015. „Fólk veit um viðhorf mín til samningsins við Íran. Þetta var hræðilegur samningur. Það hefði aldrei átt að gera hann,“ sagði Trump. „Hann er brjálæðislegur. Hann er fáránlegur.“ Trump hyggst ákveða ekki síðar en 12. maí hvort rifta eigi samningn- um og vill að honum verði breytt. Macron hafði hvatt Trump til að rifta ekki samningnum en sagði eftir fundinn í gær að Frakkar væru til- búnir að vinna með Bandaríkjastjórn að breytingum á honum. Með samningnum skuldbatt klerkastjórnin í Íran sig til að tak- marka kjarnorkuáform sín gegn því að viðskiptaþvingunum gegn landinu yrði aflétt. Íranar féllust á að minnka birgðir sínar af auðguðu úrani um 98% næstu 15 árin og fækka skil- vindum sem notaðar eru til að auðga úran. Íranar segja að markmið sitt með áætluninni sé að hagnýta kjarn- orkuna í friðsamlegum tilgangi, en stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri löndum telja að nota eigi úranið í kjarnavopn. Klerkastjórnin segist ætla að hefja auðgun úrans að nýju ef Bandaríkin rifta samningnum en Trump sagði að það myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Írana. „Ef þeir byrja á þessu aftur standa þeir frammi fyrir stórum vanda- málum, stærri en nokkru sinni fyrr,“ sagði hann. bogi@mbl.is AFP Heimsókn Donald Trump og Emmanuel Macron skoða heiðursvörð við móttökuathöfn í garði Hvíta hússins í gær. Trump segir að Kim sé „mjög heiðvirður“  Segir að samningurinn við Íran sé „brjálæðislegur“ IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018 Ford F-150 Platinum 3.5 lítra Ecoboost, 375 HÖ og 470 Lb-ft torque,10 gíra skipting. Algjörlega glæsilegir! Vel útbúnir bílar 2018 GMC Denali Litur: Red quartz, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, Nýr 2018 Denali (nýja útlitið). Vel útbúinn t.d. upphitað stýri, sóllúga, geymsluhólf undir aftursæti BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. VERÐ FRÁ 12.000.000 m.vsk VERÐ 10.090.000 m.vsk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.